Dagblaðið - 19.06.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 19.06.1978, Blaðsíða 14
14 DACiBLADID. MÁNUDAC.UR I9.JÚNÍ 1978. HEILAGUR BENEDIKT OG FARÍSEINN Kjallarinn Ljóll oröbragö er hvimleitt. Eilt öðrn fremur réttlaetir þó óvandaðan munnsöfnuð: eða hvernig á að bregð ast við fagurgala ómerkilegra manna. sem sunginn er af þcim sjálfum til að breiða yfir maðksmogið hugarfar og óheilindi þeirra? Mikill djöfulsins lygari og óheilinda- maður er hann Benedikt Gröndal. Lengur get ég ekki orða bundist. Mér er svo óglatt við tilhugsun til þessa vesalings manns, að ég veit varla hvernig ég á að komast fram úr þvi. sem um hann þyrfti að segja. Það eru slík endemi að sannleikurinn verður lyginni líkastur. F.g held að ég verði að takmarka það: þetta er þó maður þrátt fyrir allt. þólt ótrúlegt sé. Hans heilagleiki, Benedikt Gröndal II. Svo lengi sem ég hef setið á mér að skýra frá morknum innviðum þessa vesalings manns. gat ég það ekki leng- ur eftir að ég hafði lesið heilagleika- grein hans um sjálfan sig og Alþýðu- flokkinn i Dagblaðinu sl. mánudag. Þviumlikar endemis lygar og fals og það gegn betri vitund. í tilefni af því að eitt ógeðfelldasta fyrirbrigði islenskra stjórnmála sem upp hefur skotið kolli siðustu ár. ..nýr Alþýðuflokkur á gömlum grunni". svo notað sé orðalag Ben. Ciröndals úr flokkakynningu á dögun um. hafði ekki mannskap til þess að sinna hefðbundinni kosningavinnu. skrifar formaður fyrirbrigðisins grein um. „Leyniskrár l'lokkanna om skoð inir kjósenda". Tilgangurinn er sá sami og með öllum öðrum áróðri Al þýðuflokksins siðustu misserin: að slá sjálfan sig til riddara á upplognum for- sendum og jafnframt upplognum starfsaðferðum annarra. Formaðurinn hefur eftir málpipum sinum: „Þessi yfirlýsing vakti nokkra athygli, enda hreyft við mannréttind- um, sem ótrúlega lítill gaumur hefur verið gefinn hér á landi.” Hel'ðu málpipurnar. formaðurinn sem skipulagði þessa nýju „mannrétt- indastefnu" og lýðskrumaramir aðrir úr Alþýðuflokknum aflagt að fylgjast með þvi hverjir komi á kjörstaðog um leið hætt afskiptum af kjósendum á kjördag. heföi ef til vill verið hægt að hrópa húrra fyrir Alþýðuflokknum. og ekki verið hægt að tala um lýðskrum. óheilindi né heldur lygar. En þvi var ekki að heilsa. Alþýðuflokkurinn hélt uppi meiri- háttar persónunjósnum dagana fyrir kjórdag og á kjördag, margfalt meiri en dæmi eru til frá því Varið Land skipulagð harðvítugustu persónu- njósnir á Islandi með óvönduðustu meðulum sem þá þekktust. Og vel að merkja: með dyggilegri aðstoð Alþýðu- flokksins og Benedikts Gröndals, sem m.a. lánaði mannvitsbrekkum land- varnarliðsins merktar kjörskrár Al- þýðuflokksins frá næstu kosningum fyrir úthlaup þessara hugsjónabræðra Benedikts í undirlægjuhætti við er- lenda herstjórn. Persónunjósnir Alþýðullokksins fóru ekki fram á almannafæri. Þær fóru ekki fram á kjörstöðum. en hefð bundið starf stjórnmálaflokka á kjör- stað kallar Benedikt persónunjósnir. Þetta voru simanjósnir: framhald þeirra njósna, sem Benedikt heilagur og vandlætarinn Vilmundur skipu- lögðu fyrir prófkjör þeirra tvimenn- inga siðastá liðnuári. Dagana langa fyrir kjördag og kjör- daginn sjálfan hringdu fylgisspökustu málpípur heilags Benedikts i sima eftir þátttökulista í prófkjöri flokksins og hvöttu viðmælendur til þess að kjósa nú rétt og fylgja eftir „sigrinum” frá því i haust. Og annað og meira gerðu þessir heil- ögu vandlætarar; nokkuð sem enginn annar flokkur gerði; þeir stungu út úr kjörskrá alla þá kjósendur i Reykja- vík, sem kjósa skyldu í fyrsta sinn og hringdu til þeirra sem þeir komust yfir aö hringja i, óskuðu þeim til hamingju með kosningaréttinn og bentu viðkom- andi á hvernig réttast væri að kjósa að þessu sinni!! Hvað skyldi heilagur Benedikt kalla svona aðfarir. meðan hann nefnir hefðbundið kosningastarf á kjördag „njósnir”? Hans heilagleiki Benedikt Gröndal I Sjálfsagt hefði ég látið þennan siðari kafla óskrifaðan ef ekki hefði komið til lyga- og lýðskrumsgrein heilagleikans í Dagblaðinu siðastliðinn mánudag. Þessi heilagi maður hefur varla opn- að svo á sér talfærin undangengin misseri að hann lofsyngi ekki „hina opnu starfshætti Alþýðuflokksins og Alþýðublaðsins". og siðan samkvæmt formúlunni um að upphefja sjálfan sig og niðurllægja aðra i leiðinni. úthróp- að lygar og staðlausa stafi um starfs- hætti annarra stjórnmálaflokka. Það vill svo illa til fyrir heilagan Benedikt að undirritaður var sá blaða maður sem togaði játningar um er- lenda bctliféö, sem Alþýðuflokkurinn er rekinn fyrir og Alþýðublaðið gefið út fyrir, upp úr heilagleikanum, eftir að hann hafði þrásinnis neitað að slikt og þvíumlikt hefði nokkru sinni gerst „sér vitánlega”. Meðan ég sit héma framan við rit- vélina beiti ég mig hörðu til þess að þegja yfir viðbrögðum Benedikts við spurningum minum. yfir andlegu og likamlegu ástandi hans þá daga sern ég var að toga út úr honum játningarnar. En hversu lengi ég get á mér setið veit ég ekki. Að minnsta kosti ekki mikið lengur ef ég held áfram að skrifa og alls ekki ef Benedikt lætur ekki af að reyna að selja þjóðinni sin óheilindi sem heilagleik. sín pólitisku hórdóms- brot sem jómfrúrdóm. Hans heilagleiki Benedikt Gröndal 0 Ég nenni ekki að ergja mig á þvi að reyna að kenna Benedikt Gröndal þætti i islenskri stjórnmálasögu. Þó get ég ekki stillt mig um að nefna hon- um til eina lexiu. Sama dag og hann skrifar um það grein undir fyrirsögn- inni „Ciamall draugur á ferð" i aukaút gáfu heildsalasléttarinnar af Vísi. Al- þýðublaðið. að „kooimúnistar" hali rofið einingu alþýðusamtakanna á ís- landi. birtist grein i Þjóðviljanum. þar sem sannanir eru lagðar fram fyrir þvi að Alþýðuflokkurinn hefur þegið er- lent fé til starfsrækslu sinnar. ma. bandaríska peninga, undir heitinu Marshallfé. Þessum peningjagjöfum ÚlfarÞormóðsson fylgdi eitt skilyrði. Þetta skilyrði upp- fyllti islenski Alþýðuflokkurinn eða foringjar hans fyrir flokksins hönd. Skilyröið var, að „kommúnistar” kæmust ekki til valda og áhrifa innan Alþýðuflokksins né heldur innan Ai- þýðusambandsins. Hvað skyldi heilagur Benedikt kalla slikt fé? Varla mútufé? Slikt orðbragð hæfirekki heilögum. Og ef hann skyldi nú fara að velta yfir sér nafngift á þetta erlenda betlifé gæti hann duddað sér við að svara spurningu á nýjan leik: þeirri: Hverjir klul'u alþýðusamtökin i landinu og af hverju? Úr Bókinni Það eru mörg heilræðin að finna i þjóðsagnasafni þvi sem réttilega hefur verið nefnt Bók Bóka. Þar segir m.a. frá misjafnri túlkunariðju Farisea nokkurs annars vegar og tollheimtu manns hins vegar. Þessa sögu ættu kjósendur sem hugsað hafa til þess að kjósa Alþýðu flokkinn og heilagan Benedikt i kosn- ingunum 25. júni að lcsa sér til glöggv- unar á fyrirbærinu heilagur Benedikt Gröndal. Enguni er Benedikt þessi lik- ari en Fariseanum i ævinlýrinu þvi. Þetta væri lika þörf lesning eftir svo orðljóta grein og svo dónalegan endi. sem hér kemur: Latið ekki óheilindi. lýðskrum og fleðulæti villa um fyrir ykkur i kjör klefanum: gerið ykkur ekki þá skömm að láta blekkjast: kjósið ekki undir neinum kringumstæðum flokk Farise- anna, Alþýðuflokkinn. Úlfar Þormóðsson, hlaðamaður. ÞRKMA AFUÐ ENDURFUNDK) Eitt mega amerikanar eiga. að þeir birta hinar svonefndu leyniskýrslur eftir ákveðinn árafjölda. Nú fyrir skemmstu hafa verið birtar leyni- skýrslur frá 1950 um samskifti við is- lendinga. Þetta er mjög fróðleg lesning þar sem svik. fiáttskapur og lygi lýsa upphverja setnmgu. „Algert trúnaðarmál Washington l.maí 1950" Efni fyrstu skýrslu er um fram kvæmd N.s.C 4021 (Stefnuskýrsla þjóðaröryggis Bandarikjanna. frá .1949). Afstaða Bandarikjanna til öryggishagsmuna Bandaríkjanna og Norður- Atlantshafsbandalagsins á Is- landi. Þarna eru að sjálfsögðu. gfiðir landsmenn. ckkert rætt um öryggi islands. sem ekki er von. en að þvi kemur siðar. „Utanríkisráðuneytið hefur geri áætlun með það fyrir augum, að styrkja islensku rikisstjórnina gegn mögulegri valdatöku kommúnista. Áætlun þessari hefur verið á framfæri i Bandarikjunum og lslandi.” Allir sjá og skilja. að hér er ekki ver- ið að tala um kommúnista. heldur alla þjóðholla islcndinga; svoekki sé t;.lað um svonefndan verkalýð. sem liefut þuð til að æskja eltir kaupi. sem liægt er að lifa á eftir siðaðra manna hætti Siðaður maður telur sig þurfa mann sæmandi lifskjör. „Áætlun gerð af utanríkisráðuneyt- inu. Algert trúnaðarmál". Ráðstafanir til að hvetja islendinga til sjálfshjálpar. Bandaríski sendiherr-; ann. Edward B. Lawson, ætti aði stinga upp á ráðstöfunum og ræða' óformlega við utanrikisráðgjafa um trúnaðarráðstafanir. Einnig taka is- lenska menná eintal ogskiftast á heim- ildum. Þetta likist helst þvi að mæta kvenmanni. sem maður vill ná á vald sitt og semja við hana um að hittast aftur undir betri kringumstæðum. og skiftast þá á skoðunum. Bjarni Bene- diktsson mun bera aðalábyrgðina og sóma af öllu þessu bralli; hann mun vera sá eini sem hefur skilið málið til hlítar, að hinum ólöstuðum. Enginn frýði Bjarna vits, en kjarkurinn vóg þar lítt á móti. Samningaplöggunum var auðvitað ýtt til hinna líka og þeir skrifuðu hara undir eins og jxttta væri fæðingarvottorð. Hvatning til að koma á óformlegu heimavarnarliði, likt og gert var 1. mars jjegar hvítliðunum var sigað á saklausa áhorfendur sem þingið hafði hoðað til .áheyrnar. Þetla Ihvita liðl mun hafa verið meðal verslu ælingja sem þetta land hefur alið. Þetta nýja heimavarnarlið, átti að hafa á sér form iþrótta eða likamsæfinga. Allt þetta átti amerikaninn að greiða. geta að sunt verkalýðslélög í þvisa landi. hafa verið rekin af glæp- onum. Flciri hópar voru boðn ir og allt slikt greitt af vinunum. Ekki ntan ég i svip hvað allt þetta kram var nefnt. en ég man að Jón Skaftason alþm. var þar tnikils metinn. Allir þessir hópar áttu að verða handlangarar. Konta skyldi á fjarskiftum til að sjá hernum fyrir njósnaupplýsingum. Þetta var ágætt fyrir þá sem þreyttu við okkur þorska- striðið. Svo var mútað á mörgum svið- unt, Marshall Itjálp og ótal fleiri betli liðir. Einnig var vesiur-þjóðvcrjum gert aðskyldu að kaupa af okkur fisk. HalldórPjetursson Stefnumið Einnig átti að senda íslendinga út til þjálfunar hjá amerisku lögreglunni. Þar er nú sjaldan beitt vægari aðferð en sem kostar örkuml eða dauða innan skamms tima. Einn maður var sendur út, en við sleppum nafni hans hér. Einnig skyldi islenska stjórnin njósna um landa sína og láta vinina vita um hvert smáatriði, enda munu nú allir ís- lendingar sem komnir eru til vits og ára og kunna faðirvor, komnir á skrá hjá vinunum, með sínar skoðanir. Þeir sem ekki gátu flokkast undir komm- únista voru titlaðir þjóðrembings- menn. Hvetja skyldi bandarisk verka- lýðsfélög til að bjóða íslenskum verka- mönnum út til lærlingar, en þess má „Markmið okkar gagnvart islend- ingum, markast ekki einvörðungi af þvi að halda vinsamlegum samskiftum við lýðræðisþjóðir. Það er lcga eyjar innar frá hernaðarlegu sjónarmiði!” Hér hefur aðeins verið gripið niður á stöku stað í þessum valda myrkviði þar sent mannslifin liafa ekkert gildi. bara númer; en hver íslendingur ætti að skilja hvað okkur er ætlað ef til ófriðar kemur, sem alltaf vofir yfir. K-annski verður það hamingjusprengj- an, sem hittir okkur og þá geta vinirnir hirt hólmann. Þarf að segja okkur meira til þess að við vitum hvar við eigum að skipa okkur i næstu kosning- um? Stjómarflokkarnir eru kannski reiðubúnir til að deyja fyrir vinina, en erum við það öll upp til hópa? Höfum ekki stór orð. heldur hyggjum betur að hver staða okkar er gagnvart börnum okkar. Ut úr öllu þessu öngþveiti er engin leið önnur. en að fólk með heilbrigða skynsemi taki höndum saman og viki þcssum dáðlausu rányrkjumönnunt úr seli. sem ekkcrt virðast skilja i þjóðfé lagsmálum annaðen leggja á skatta og nú er það verkefni lika að þrjóta. Allar mútur amerikana hafa þcssir nicnn hirt i gegnum árin eftir ótal leiðum, svo þjóðin fengi ekki eyri þar af. Nú á að endurvekja þriðja aflið, Þórarinn þcgar kontinn á siað.Heimavamarhvít- liðar munu vaktir upp á ný og boðin standa enn um að þjálfa þá hjá vinun- um. Nú er það kjörseðillinn einn sem getur bjargað okkur út úr þessu öng- þveiti. Hann er vopn réttlætisins, hafi menn vit á að nota hann. Nú þýðir ekki lengur að semja um kaup, sem stjórnin tekur likt og máfur æðarunga. Uppgjör við þessa menn verður ekki gert nema á pólitískum vigvelli. Lífið er fyrst og fremst slagur um það undir hvaða formurn okkur er stjórnað. Þetta dásamlega lif er of dýrt til að kasta þvi fyrir hunda eins og gert var við Jessabel. Ef við kjósum ekki af okkur þessa stjórn i næstu kosningum. er ekki vist að heimavarnarliðið bjóði okkur kjörseðilinn á ný, heldur bara kylfu úr tréeinsog9. nóvember. Halldór Pjetursson rithöfundur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.