Dagblaðið - 19.06.1978, Page 19

Dagblaðið - 19.06.1978, Page 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR I9.JÚNÍ 1978. 27 BILLYJOEL, NÓTNABOXARINN ÁSGEIR TÓMASSON — Nei, segir Billy Joel, ég er ekki prédikari og hef ekki áhuga á að verða það. Allt og sumt sem ég vil að lögin mín geri er að þau fái fólk til að hugsa, endurmeta af- stöðu sína og veita at- hygU Utlu hlutunum sem engu skipta i fljótu bragði en mættu að skaðlausu betur fara. Það má skipta lögun- um mínum í tvo hluta, þau sjáfsævisögulegu og hin sem ég sem upp úr mér. Piano Man er dæmi um hið fyrr- nefnda, The Enter- tainer um hið síðar- nefnda. í textum sínum syng- ur hann af raunsæi um óvissu hins dæmigerða ameriska miðstéttar- manns um nútið og framtið, um hjónaskiln- aði, um trúarlíf þeirra sem voru aldir upp í bókstafstrú en eru nú teknir að efast. Hann syngur um eiturlyf og eiturlyfjaneytendur, sem enn eru of ungir til að vita neitt um hvernig þau verka og ótal margt fleira. Billy Joel er loksins orðinn stór- stjarna. Nýjasta platan hans, Strang- er. færði honum titilinn i formi tveggja platinuplatna, sem þýða tvær milljónir seldra eintaka. Þriðja platinuplatanerá leiðinni. Það er í sjálfu sér ekki erfitt verk að segja til um hvað geri Stranger að jafngóðri plötu og hún er. Þar er bókstaflega allt í sómanum. Söngur og píanóleikur Joels'er til fyrirmynd- ar, útsetningar allar einfaldar en á- kaflega snyrtilegar, tónlistin létt og gripandi og textanir, maður lifandi. Stranger er fimmta sólóplata Billy Joel. Sú l'yrsta Cold Spring Harbour kom út árið 1971. Hún hlaut slæmar viðtökur og er nú flestum gleymd. í kjölfar hennar fylgdu alls kyns leiðindi vcgna deilna við umboðsfyrirtæki Joels. Hann stakk þvi af og hélt til vesturstrandar Bandaríkjanna. Þar vann hann fyrir sér með því að spila á bar og fékk greitt samkvæmt taxta. Minningar frá þeim tíma koma fram i titillagi næstu plötu Joels. Piano Man. Hún kom út árið 1973 og titillagið hlaut miklarvinsældir. Síðan bættust þrjár stórar plötur við. Streetlife Serenade kom út árið 1974, Turnstiles tveimur árum siðar og loks Stranger i fyrra. Allar eru þessar plötur sérstaklega vel gerðar — Piano Man og Stranger bera þó af. Ritstjóri músikblaðsins Melody Maker Ray Coleman, lagði sitt af mörkum til að kynna löndum sinum Joel og list hans. Til þess dugði ekki minna en fjögurra síðna viðtai. auk þess sent birtir voru tólf textar af plötum hans. Áreiðanlega hefur komið svipur á nokkra Tjalla er ritstjórinn gekk svo langt að setja Joel á stall með goðum eins og Bob Dylan, Bruce Springsteen og John Lennon. — En þegar nánar er að gáð er það alls ekki út i bláinn. Billy Joel hefur nákvæmlega jafnmikið að segja og þessir menn og kemur skoðunum sínum oft á tíðum mun snyrtilegar frá sér en þeir. oft með nistandi háði eða lymskulegri ádeilu, sem stingur hvassar en mörg stór orð. M iðstétta rstráku r á Long Island Billy Joel er fæddur og uppalinn New Yorkbúi. Þegar hann var svertingjar voru i meirihlutar. En þar var lifiðekki rómantiskt og með brilljantinilmi. Eiturlyfjaneyt- endur voru þar ófáir og heróin var mest notað. Negrarnir kölluðu heróinið Captain Jack og Billy Joel minnist þeirra í lexta sem hann kallarsama nafni. Hnefaleikarnir heilluðu, en.. Er stundir liðu fram hneigðist hugur Billys æ meir að hnefaleik. Hann þótti liðtækqr i hringnum og var spáð bjartri framtíð. En eins og gefur að skilja fer það ekki vel með hendur pianóleikara að standa. 'ar smíðum. Hann varð þvi fyrr en s.ðár að gera upp hug sinn hvort hann vildi halda áfram að sinna tónlistinni eða gerast atvinnuboxari. Hann valdi pianóið „i staðinn fyrir að verðabarinn i klessu". Nú: tóku við sex erfið ár þegar Billy varð að leggja sig allan fram við • Það er ekki út i bláinn að mynda Billy Joel með hnefaleikahan/ka um ö\l. Im tvítugt varð hann að velja á milli þess aö gerast hnefaleikakappi af lífi »g sál eða halda sig eingöngu við tónlistina sem hann hafði stundaö tra fjögurra ára aldri. Hann kaus síðarnefnda kostinn — sem betur fer. „Þetta er ekki vinna „Það er ekk'i erfitt verk að leika á hljómleikum.” segir Billy. „Ég vann einu sinni i verksmiðju og þar kynntist ég sko erfiði. Við fram leiddum ritvélaborða. Ég stóð við hjólið sem vefur borðana upp eftir að þeir hafa farið í gegnum blek- baðið og varð auk þess að sjá um að nóg blek væri til aðdýfa þeim ofan i. Þetta var VINNA. Mig sár- verkjaði í hálsinn og ég var orðinn rangeygur af að glápa sifellt á helvit- is blekbandshjólið og fylgjast með því að alít væri í réttum skorðum. — El'tir þennan þrældóm og hnefa leikana kalla ég það ekki vinnu að semja lög og texta og flytja þá á hljómleikum. Þaðeru forréttindi.” Þó leggur Billy Joel ákaflega hart að sér á hljómleikum. Hann er þrjár klukkustundir á sviðinu I einu og virðist aldrei fá nóg af að miðla lögum sinum til fólks. Sviðsfranv koma hans er látlaus. Hann klæðist jakkafötum og gengur með háls- knýti. sem er svo til óþekkt fyrir- brigði meðal poppstjarna. — Það er sama hvar á hann er litið. Billy Joel cr alltaf aðeins öðruvisi en hinir. Samantekt: ÁT- • Á hljómleikum er Billy ólikur flestum rokkurum. Hann mætir ekki á sviðið I glitrandi fntum með kinnalit og augnskugga heldur snvrtilega klipptur i jakkafötum og með hálstau. Það er sem sagt ekki ytra útlit listamannsins sem skiptir máli i augum aðdáenda hans heldur það sem hann hefur upp á að hjóða — góð lög og snilldarlcgir textar árangur og heinturinn viðurkenndi Billy Joel sem frumlegan tónlistar- niann. en ekki eftirlikingu Elton John eða Tony Orlando. Hann heldur samt mikið af hljóntleikum ennþá og undantekningarlítið er uppselt á þá. Englendingar taka við sér Það gerðist i raun og veru ekki fyrr en i byrjun þessa árs. að Englendingar uppgötvuðu að til var tónlistarmaður að nafni Billy Joel. fjögurra ára gamall sendu l'oreldrar hans hann til pianónáms. Heimili hans var dæmigert miðstéttarheimili á Long Island en Billy sem er illa við allt. sem kailast kerfi. var sann kallaður vandræðaunglingur, eða töffari eins og við kynntumst i American Graffiti. Hann stal hjólkoppum. hrekkti lögregluna og hékk á hamborgarabúllunum. Sautján ára strauk hann að heiman og flutti i litla ibúð i húsi þar sem að koma löguAi sinum á framfæri. Hann gerði sólóplöturnar fimm og ferðaðist mikið um og hélt hljóm leika. Framkvæmdastjóri bii.>j. Elizabeth. sem jafnframt er eigin- kona hans. var óþreytandi við að hjálpa honum á þyrnum stráðri braut tónlkstarmannsins. ,Nú þcldur Eli/abeth sig heima við meðan Billv er á hljómleikaferðalögum og sér um fjármálin þaðan. Að lokum bar brauðstritið

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.