Dagblaðið - 20.07.1978, Side 22

Dagblaðið - 20.07.1978, Side 22
fiu Ný æsispennandi bandarisk kvikmynd með Charles Bronson og Lee Remick Leikstjóri: DonSiegel íslenzkur texti Sýndkl. 5,7 og9. Bönnuð innan 14 ára. Kyikmyfidir AUSTURBÆJARBÍÓ: Siðustu hamingjudagar (To day is forever) aðalhlutverk: Peter Falk og Jili Clay burgh, kl. 5,7 og9. GAMLA BÍÓ: Telefon, gerð eftir metsöluskáldsögu Walters Wager, leikstjóri: Don Siegal. aðalhlutverk: Charles Bronson og Lee Remick. kl. 5,7 og 9. Bönnuð innan I4ára. HAFNARBÍÓ: Drápssveitin (Zebra Force). Sýnd kl. 3,5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. HÁSKÓLABÍÓ: Til móts við gullskipið (Golden Rendezvous) gerð eftir sögu Alistair MacLean, aðal hlutverk: Richard Harris og Ann Turkel. kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. Hækkað verð. Nemendalcikhús L.ÍJ f kvöld og sunnudagskvöld kl. 20.30. Siflustu sýningar. Miflasala í Lindarbœ alla daga kl. 17—19. Sýningardaga kl. 17-20.30 Simi 21971. Nemendaleikhúsið LAUGARÁSBÍÓ: Reykur og bófi'ISmokey & The Bandit) Aðalhlutverk: Burt Reynolds, Sally Field og Jackie Gleason, kl. 5,7 9 og 11. NÝJA BÍÓ: Le Casanova de Fellini, aðalhlutverk: Donald Sutherland, kl. 5 og 9. Hækkað verð. REGNBOGINN: A: Hammersmith er laus. Aðalhlut- verk: Elizabeth Taylor, Richard Burton og Peter Usti- nov. Sýnd kl. 3,5,7,9 og 11. B: Litli risinn. Aðalhlut- verk Dustin Hoffman. Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05. C: Jómfrú Pamela. Sýnd kl. 3.10, 5.10,7.10, 9.10 og 11.10. D: Loftskipið Albatross. Aðalhlutverk: Vincent Price og Charles Bronson. Sýnd kl. 3.15, 5.15,7.15,9.15 og 11.15. STJÖRNUBÍÓ: Við skulum kála stelpunni (The for- ture) Aðalhlutverk: Warren Beatty og Jack Nichc'- son, kl. 5,7 og9. TÓNABÍÓ: The Getaway. Aðalhlutverk Steve McQueen og Ali MacGraw. Sýnd kl. 5,7.15 og 9.30. Hjallafiskur Merkið sem vann harðfisknum nafn Fœst hjd:Hótel Reynihlffl, Mývatni. Hjallur hf. - Sölusími 23472 Dagblaðið vantar umboösmann í Borgarnesi. Upplýsingar hjá Ingu Björk Halldórsdóttur, Kjartansgötu 14, og afgreiðslunni í síma 91- 22078. MMjBIABIB Nýr umboðsmaður Dagblaðs- ins á Ólafsfirði er Kristín Adolfsdóttir Hraunbyggð 5, sími 96-62324. MMBIABIÐ BÍLAPARTASALAN Höfum úrval notaðra varahluta íýmsar tegundir bifreiða, tildæmis: Nýkomnir varahlutir í Chevrolet Cheville '65, Hillmann Hunter '68, Moskvitch '72, Fiat 125 '72 og Peugeot 204 '68. Einnighöfum við úrval af kerruefni, til dæmis undír vélsleða. Sendum um allt land. BÍLAPABTASALAN Höfðatúni 10 — Simi 11397 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1978. (i Utvarp Úfvarp Brian Eno verður kynntur í kvöld, á myndinni má sjá listaverk eftir Schmidt en hann hefur einmitt skreytt plötuumslög tónlistarmannsins. Útvarp kl. 22,50: Áfangar RÆTT VIÐ PETER UM BRIAN ENO SCHMIDT Þeir Guðni Rúnar og Ásmundur sjá um Áfanga. w I kvöld kl. 22,50 er þátturinn Áfangar á dagskrá í umsjá Guðna Rúnars Agnarssonar og Ásmundar Jónssonar. í þættinum í kvöld ætla þeir félagar að kynna hinn kunna tónlistamann Brian Eno. í því sambandi verður rætt við listamanninn Peter Schmidt, en hann er hér með sýningu á verkum sínum í Galleri Suðurgötu 7. Peter Schmidt hefur fengizt við mjög margt svo sem kvikmyndun, tónlist, Ijósasýningar, grafik og bókagerð. Peter Schmidt hefur nú síðastliðin ár eingöngu helgað sig vatnslitatækninni og má sjá þann afrakstur á sýningunni sem nú stendur yfir. Á meðan á sýningunni stendur mun lista- maðurinn spila verk eftir tónlistamann- inn Brian Eno sem kynntur verður í kvöld, og munu þeir Guðni og Ásmundur reyna að fá svar frá Schmidt hver sé samnefnarinn í listsköpun þeirra Eno og Schmidt. Hvort um sama hlut sé að ræða i tvennum túlkunum, það er að segja myndlist og tónlist. Brian Eno er fæddur í Suffolk i Bretlandi 1948. Á árunum 1964—69 starfaði hann að myndlist, en snéri sér síðan að tónlistinni upp úr því, og skrifaði hann þá bókina „Music for Non-musicians”. í upphafi starfaði Eno aðeins með lítt þekktum popphljómsveit- um. Eno var einn af stofnendum „Roxy Music”árið 1971. Árið 1973 hætti hann síðan að leika með „Roxy Music” og hefur hann síðan gefið út 7 plötur, ennfremur hefur hann starfað með fjölmörgum frægum tón- listamönnum, svo sem : David Bowie, Robert Fribb, Nico, John Cale o.fl. Eno setti á stofn hljómplötuútgáfu er nefnist„Obscure” sem hefur það mark- mið að kynna tilraunatónlist nýrrar kyn- slóðar. Síðast liðin ár hefur verið mikið samstarf með þeim Peter Schmidt og Brian Eno og hafa þeir skipzt á. skoðunum. Þeir virðast hafa sömu skoðanir á því lágværa og yfirlætislausa. Það virðist mikil vinátta vera á milli þeirra Schmidt og Eno, svo gaman verður að heyra hvað Schmidt hefur að segja í þættinum í kvöld, en hann er tæplega klukkustundar langur. ELA.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.