Dagblaðið - 20.07.1978, Side 23
23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. JÚLl 1978.
Utvarp
Sjónvarp
i
Útvarpkl. 19,40: Einkaspæjarinn
HÁLFGERT SAKA-
MÁLALEIKRIT
Sigurður Skúlason fer með hlutverk
Julian Cristoforou.
Klemenz Jónsson fer með hlutverk
Charles Sidley.
Leikrit vikunnar nefnist að þessu sinni
„Einkaspæjarinn” og er það eftir enska
höfundinn Peter Shaffer. Þýðingu gerði
Oddur Bjömsson. Óskar Ingimarsson
hjá leiklistardeild rikisútvarpsins sagði
að ekki væri beint hægt að kalla leikritið
sakamálaleikrit, en þó væri óhætt að
kalla það hálfgert sakamálaleikrit. Leik-
ritið fjallar um mann, sem heldur að
eiginkonan haldi fram hjá sér, og ræður
hann til sin einkaspæjara til að fylgjast
með ferðum konunnar. En þá kemur
HÖFUNDURINN
Peter Shaffer er fæddur i Liverpool
árið 1926, og er hann tvíburabróðir
leikritahöfundarins Anthonys
Shaffers. Hann skrifaði fyrst sjón-
varpsleikrit, en varð frægur fyrir verk
sitt „Five Finger Exercise”. Einka-
spæjarinn er annar af tveimur
samstæðum einþáttungum, sem hann
skrifaði 1962 og nefnist hinn „The
Private Ear”. Af öðrum leikritum
hans má nefna „The Royal Hunt and
the Sun” (um Pizarro) og „Black
Comedy”, sem Leikfélag Reykjavikur
sýndi árið 1973—74 undir nafninu
„Svört Kómedía” Verk Peters
Shaffers hafa ekki fyrr verið flutt í
islenzka útvarpinu.
ELA
Útvarpkl. 21,30:
Staldrað við á Suðurnesjum
Gríndavík heimsótt
í kvöld mun Jónas Jónasson halda
áfram að staldra við á Suðurnesjum og
að þessu sinni staldrar hann við í
Grindavík. Grindavíkurþættirnir verða
sjö, og mun Jónas þá lita við i Vogum á
Vatnleysuströnd. Jónas mun rabba við
bæjarstjórann i Grindavík, Eirik
Alexandersson og munu þeir ræða um
Eirík sjálfan og hans störf, og hvernig
það var að vera ungur í Grindavík.
Einnig mun Jónas ræða við Fjólu Jóels-
dóttur en hún er stöðvarstjóri Pósts og
síma. Fjóla fæddist á Snæfellsnesi og
mun hún rifja upp er hún fluttist til
Grindavíkur. Fjóla er ekkja og býr ein,
hún mun ræða um störf sín og daglegt
lif. Staldrað við á Suðurnesjum hefst kl.
21,30 og er þátturinn klukkustundar
langur.
ELA
Jónas Jónasson hinn kunni útvarps-
maóur mun heimsækja Grindavík i
kvöld.
bara ýmislegt allt annað í Ijós. Þetta
leikrit ætti bæði að vera skemmtilegt og
spennandi. Sagt er í texta að viða sé
pottur brotinn og ekki alltaf betur af
stað farið en heima setið. Með hlut-
verkin fara Sigurður Skúlason, Klemenz
Jónsson og Kristín Magnús Guðbjarts-
dóttir. Leikstjóri er Benedikt Árnason og
tekur flutningur leiksins tæplega einn og
hálfan tima.
ELA
Benedikt Árnason leikstýrir leikríti
kvöldsins.
mmm
Fimmtudagur
20.júlí
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
7.10 Léttlögogmorgunrabb.
7.55 Morgunbæn.
8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veðurfr. For-
ustugr. dagbl. (útdr.).
8.35 AfýmsutaghTónleikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: Gunnvör Braga
les söguna „Lottu skottu" eftir Karin Mich-
aelis (9). /
9.20 Tónleikar. 9.30Tilkynningar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 Vlðsjá: Friðrik Páll Jónsson fréttamaður
stjórnar.
10.45 Götunöfn í Reykjavik: Ólafur Geirsson
tekursaman þáttinn.
11.00 Morguntónleikan Erzsébet Tusa og Sinf-
óníuhljómsviet ungverska útvarpsins leika
Skerzó fvrir p.ianó og hljómsveit eftir Béla
Bartók; György Lehel stj./Concertgebouw
hljómsveitin í Amsterdam leikur „Dafnis og
Klói”, hljómsveitarsvítur nr. 1 og 2 eftir Maur-
ice Ravel; Bernard Haitink stj.
12.00 Dagskrá.Tónleikar. Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Á fri-
vaktinni: Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög
sjómanna.
15.00 Miódegissagan: „Ofurvald ástríöunnar”
eftir Heinz G. Konsalik. Steinunn Bjarman les
(6).
15.30 Miödegistónleikan Christian Ferras og
Pierre Barbizet leika Þrjár rómönsur fyrir fiðlu
og pianó op. 94 eftir Robert Schumann.
GQnther Kehr og strengjakvartett leika Kvint-
ett í E-dúr op. 13 nr. 5 eftir Luigi Boccherini.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregn-
ir).
16.20 Tónleikar.
17.10 Lagið mitt: Helga Þ. Stephensen kynnir
17.50 VWsjá: Endurtekinn þáttur frá morgni
sama dags.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki-Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál. Gísli Jónsson flytur þáttinn.
19.40 Leikrit: „Einkaspæjarinn” eftir Peter
Shaffer. Þýðandi: Oddur Bjömsson. Leikstjóri:
Benedikt Ámason. Persónur og leikendur:
Julian Cristoforou/Sigurður Skúlason —
Shcarles Sidley/Klemenz Jónsson — Belinda
Sidiey/Kristin MagnúsGuðbjartsdóttir.
21.05 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja.
21.30 Staldrað við á Suðurnesjum. Fyrsti þáttur
frá Grindavík. Jónas Jónasson litast um og
rabbar við heimafólk.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.50 Áfangar. Umsjónarmenn: Ásmundur
Jónsson ogGuðni Rúnar Agnarsson.
23.40 Fréttir. Dagskrárlok.
Föstudagur
21. júlf
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
7.10 Létt lög og morgunrabb.
7.55 Morgunbæn.
8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.I5 Veðurfr.
Fomstugr. dagbl. (útdr.).
8.35 Af ýmsu tagi: Tónleikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: Gunnvör Braga
les söguna „Lottu skottu" eftir Karin
Michaelis (10).
9.20 Tónleikar. Tilkynningar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 tg man það enn: Skeggi Ásbjamarson sér
um þáttinn.
Stúdentagarðar
Félagsstofnun stúdenta auglýsir laus herbergi
á Gamla og Nýja Garði fyrir stúdenta við nám
í Háskóla íslands. Herbergin leigjast frá og
með 1. sept. eða 1. okt. nk. Umsóknareyðu-
blöð liggja frammi á skrifstofu Félagsstofn-
unar stúdenta sem jafnframt veitir frekari
upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst
nk.
Félagsstofnun stúdenta,
Stúdentaheimilinu v/Hringbraut
Pósthólf 21, sími 16482.
Kópavogskaupstaðar G!
Heilsuverndarstöð^*^
Kópavogs
Hjúkrunarfræðingar óskast í skóla frá 1. sept-
ember.
Hálfsdagsstarf kemur til greina. Upplýsingar
hjá hjúkrunarforstjóra, sími 40400.
Þessi bátur
sem er Fjord Weekender 21 feta er til sölu. Báturinn er
með 106 hestafla Volvo Penta dísilvél. / bátnum er
eldunaraðstaða og vaskur, snyrting (WC) og svefnpláss
fyrir 4—5 manns. Einnig dýptarmœlir, talstöð, kompás,
hraðamœlir og tvcer rajmagnshandfœrarúllur geta fylgt.
Ennfremur kemur til greina að leigja með bátnum bátr-
skýli með tilheyrandi aðstöðu.
Nánari upplýsingar í síma 30834.
Seljum í dag:
Renault 20TL
Renault 15TS
Renault 16TL
Renault 12TL
Renault 12L
Renault 12TL
Renault 4TL
Renault 4Van
BMW320 automatic
BMW518
árg.’77, verð 3.600þús.
árg.’74, verð 2.200þús.
árg.’73, verð 1.400þús.
árg.’73, verð l.lOOþús.
árg.’75, verð 1.800þús.
árg. ’76, verð 2.600þús.
árg.’74, verð 1.000þús.
árg.’75, verð 1.050þús.
árg.’76, verð 3.600þús.
árg.’77, verð 4.300þús.
Kristinn Guðnason hf,
Suðurlandsbraut 20. Sími 86633.