Dagblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1978.
Nokkrartillögun
Spamaður í ríkisrekstrinum
Jón Jóhannnessonskrifan
1 sambandi við yfirstandandi
stjórnarmyndunarviðræður langar
mig til að koma á framfæri örfáum at-
riðum, sem væntanlegir ráðamenn
mættu gjarnan taka til athugunar á
þessum erfiðu tímum:
1) Hætta að greiða einstökum
embættismönnum alls konar auka-
laun, ofan á rifleg föst laun.
2) Sýslumenn hafa fengið sérstök
umboðslaun frá Tryggingastofnun
ríkisins, vegna útborgana á bótum al-
mannatrygginga. Sagt er, að í stærri
umdæmum nemi umboðslaunin
hundruðum þús. kr. á ári og að sýslu-
menn láti starfsfólk sitt, sem allt er á
ríkislaunum, inna þessi störf af hendi
en komi þar lítið nærri sjálfir. Þessar
greiðslur mætti leggja niður.
3) Sömu embættismenn hafa, a.m.k.
sumir hverjir, fengið greiddar fúlgur
fjár sem eins konar framkvæmda-
stjórar sjúkrasamlaganna í um-
dæmum sinum. Þessar greiðslur mætti
afnema.
4) Hætta öllum prósentugreiðslum
til tollstjóra, t.d. i Reykjavík, sem
taldar eru nema hundruðum þús. kr. á
ári hverju.
5) Sýslumenn, dómarar, fógetar og
fulltrúar þessara embættismanna
hafa, a.m.k. til skamms tíma, fengið
fatapeninga árlega (og þá yfirleitt
keypt sér venjuleg jakkaföt, enda
sýslumenn og aðrir slíkir löngu hættir
að ganga í embættisklæðnaði). Þetta
mætti leggjast niður.
Raddir
lesenda
Aukið vindlaúrvalið
— aukið vörugæðin
— segirvindlakall
Vindlamaður hríngdi og kvartaði yfir,
að danskir ROSA vindlar fengjust
mjög óviða í verzlunum. Taldi hann
þetta lélega þjónustu og skoraði á
kaupmenn að bæta þar um.
Vindlamaður vildi einnig benda
kaupmönnum á, að ekki er nóg að
fylla allar hillur af tóbaksvörum.
Hirzlur verða að vera nægilega góðar.
Sagðist vindlamaður of oft lenda í því
að þurfa að reykja ofþornaða vindla,-
sem auðvitað væri ekki nógu gott.
Aukið úrvalið, kaupmenn góðir, og
aukið gæði vörunnar. Það er bezta
leiðin til aukinna viðskipta, sagði
vindlamaður að lokum.
Verð frá 7.950,-
Fyrir börnin:
erhagstættað verzlaí
Uamribor^
Sumar'78
Fyrir dömur:
• Léttu sumarjakkarnir
komnir aftur í /jósu Htun-
um.
Verð kr. 6.550.-
• Danskar sumarkápur.
Verðkr. 14.450.-
• FaHegar bómuHarmussur.
Flauelsbuxur.
Peysuro.fl. nýkomið.
Fyrir herra:
• Sportskyrtur, gott úrval,
m/löngum eða stuttum
ermum.
• Jakkapeysur, ómissandi
/ ferðalagið.
Stuttermabolir / úrvali.
Póstsendum
Mömmorg
FATAVERZLUN
Hamraborg 14 Kópavogi- Sími434l2
• Síðbuxur / terylene- og
polyesterefnum.
Stærðir 40—48.
Spurning
dagsins
Hefur þú borðað
lax í sumar?
Kolbrún Oddsdóttir garðyrkjumaður:
Nei, ég hef engan lax borðað nú í sumar.
Mér finnst hann of dýr til þess að kaupa
hann. Ég vil heldur fá hann gefins, því
mér finnst hann reglulega góður.
Elva Hermannsdóttir skrifstofumaður:
Nei, það hef ég ekki gert. Hann er sjálf-
sagt of dýr, ég mundi alveg vilja fara og
veiða hann sjálf.
Sigríður Sigtryggsdóttir bókasafns-
fræðinemi: Já, hundrað sinnum. Hann
var beztur í fyrsta skipti.
Guðrún Lange, húsmóðir og háskóla-
nemi: Nei, ég hef ekki borðað lax. Mér
finnst hann svo dýr, en ég ætla samt að
ge‘ a það.
Guðný Hjálmarsdóttir húsmóðir: Nei,
mér finnst hann ekkert sérstaklega
góður. Áhuginn er ekki meiri en það.
Maðurinn minn borðar ekki lax, það er
kannski þess vegna sem ég hef ekki haft
hann.
borðað lax í sumar, að vísu var hann frá
þvi í fyrrasumar, en það kom ekki að
sök. Nei, ég veiddi hann ekki sjálf. Hann
pabbi fékk að hafa fyrir þvi.