Dagblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 24
Sex handteknir HAUKUR OG FIMM AÐRIR ÁKÆRÐIR í HANDTÖKUMÁLINU Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur sex einstaklingum í handtöku- málinu svonefnda, — ólöglegri hand- töku Guðbjarts heitins Pálssonar og Karls Guðmundssonar í Vogum 6. desember 1976. Matthías Haukur Guðmundsson. fyrrum rannsóknarlögreglumaður í Keflavík, er ákærður fyrir að hafa skipulagt og stjórnað ólöglegri hand- töku, þ.e. brot á 131. og 148. greinum hegningarlaganna sbr. 138 grein. „Huldumeyjarnar”, Svanfriður Kjartansdóttir og Kolbrún Erla Einars- dóttir, eru ákærðar fyrir hlutdeild i broti Hauks. Viðar Á. Ólsen, fyrrum fulltrúi við embætti bæjarfógetans í Keflavík, er ákærður fyrir rangan framburð sem vitni i sakadómi. Er það brot á 142. grein hegningarlaga. Þá er Viðar M. Pétursson, löggreglu- maður, einnig ákærður fyrir rangan framburð sem vitni. Þeir nafnarnir eru taldir sannir að þvi að hafa leynt fyrir sakadómi vitneskju sinni um þátttöku stúlknanna í förinni til Reykjavíkur á sínum tíma og síðan hlut þeirra í hand- tökunni. Loks er ákærð kona í Keflavík, sam- starfsstúlka Svanfríðar, sem gaf falskt vottorð um veru Svanfríðar í Keflavík á þeim tima sem handtakan fór fram. Er það talið varða við 162. grein hegningar- laganna. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort þrir lögreglumenn, sem tóku þátt i handtökunni — þ.e. Viðar Péturs- son, Skarphéðinn Njálsson og Víkingur Sveinsson — taka við störfum sínum í lögreglunni á ný, en þeim var öllum vikið frá um stundarsakir á sínum tíma þegar málið upplýstist. Aðeins einn þeirra er ákærður, Viðar Pétursson, en þeir Skarphéðinn og Víkingur munu hafa verið yfirheyrðir sem sakborningar á sínum tíma, og hefur það áhrif á réttar- stöðu þeirra. Málinu hefur verið visað til bæjar- fógetaembættisins i Keflavik til dóms- meðferðar. ÓV. — DB-mynd Bj.Bj. Höfuöborgarsvæðið í sól: Þarfekkiað kvarta Hún Beta var að vökva þurran jarð- veginn rétt fyrir ofan Reykjavík. Hún er ein þeirra heppnu, sem á aðgang að bústað í sumarbústaðalöndunum við Vatnsenda. Húsið hennar og fjölskyldu hennar er þó nógu gott til þess að það er notað allt árið. En sem sé, hús sem er i „sveitinni” en þó steinsnar frá iðandi lífi borgarinnar. Og enn verða höfuðborgar- búar sólbakaðir I dag og ekki útlit fyrir annað en svo verði áfram. Sannarlega er þetta óvcnjulcgt ástand. Deilurnar í Framsókn halda áfram: Alvari Óskarssyni sparkað Alvari Óskarssyni, framkvæmda- stjóra fulltrúaráðs Framsóknarflokks- ins i Reykjavik hefur verið vikið úr störfum. Samþykkt um brottvikningu hans var gerð með þremur atkvæðum gegn tveim á fundi stjórnar fulltrúa- ráðsins i gærdag. Brottvikning Alvars mun vera liður i átökum stuðningsmanna og and- stæðinga Kristins Finnbogasonar í Framsóknarflokknum. Alvar hefui um langt skeið verið einn dyggasti fylgismaður Kristins. Honum er einnig borið á brýn að hafa starfað slælega fyrir Framsóknarflokkinn. GM Vinstri viðræðurnar: Mikill ágreiningur í efnahags- I ■ ■ ■'■'■ — Alþýðuflokkurinn vill að samningarnir taki gildi íáföngum lll^ 11|III — Alþýðubandalagiðstrax Mikill ágreiningur er enn milli flokk- anna í viðræðunum um vinstri stjórn, einkum i cfnahagsmálum. í tillögum. sem Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, bar fram i gær. er gert ráð fyrir, að kjarasamningarnir taki gildi í áföngum i samráði við aðila vinnu markaðarins. Alþýðubandalagsmenn skila tillögum í efnahagsmálum i dag. Þa, m mælt með því, að kjara- sr ar-ir taki gildi aðfullu. ■*-ðurnar standa og falla með þ\ m komist niður á jörðina og fvrir beim mikla efnahags- v, blasir," sagði Stein- grín --msson alþingismaður (F) i morgun i viðtali við DB. Hann sagði. að úrslit kynnu að ráðast i dag. Stein- grimur sagði, að efnahagsvandinn væri svo mikill, að „nánast þyrfti að nota allar leiðir” til að leysa hann. Þá yrði að vera fullt samstarf og samráð við laun- þega. Ágreiningur um gengisfellingu Alþýðuflokkurinn gerir ráð fyrir gengisfellingu. Alþýðubandalagið mun i tillögum sínum í dag mæla með öðrum leiðum en gengisfellingu. Alþýðubandalagið vill færa niður verðlag um tíu af hundraði, sem að sjálf- sögðu mun einnig halda kauphækkun- um í framtíðinni i skefjum. Bandalagið vill reyna millifærslu frá verzlun og eignamönnum yfir til útflutningsat- vinnuveganna. Þá skuli vextir á afurða- og rekstrarlánum lækkaðir um allt að þriðjung. Þetta muni leysa vanda flestra frystihúsa en ekki allra. Vandinn, sem verður óleystur, skuli leystur með skipu- lagsbreytingum og hagræðingu. t tillögum Alþýðubandalagsins verður annars vegar fjallað um vandann til áramóta, hins vegar til lengri tima. Lúðvik Jósepsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, sagði í morgun, að „meginatriðin væru eftir,” þótt tillógur Benedikts væru fram komnar. Hann vildi ekki ræða einstök atriði í tillögum Benedikts eða Alþýðubandalagsmanna en sagði, að hugsanlegar leiðir til að lækka vexti af rekstrarlánum væru þátt- urí tillögum Benedikts. Hugsanlegt er, að viðræðunefndirnar ræði við fulltrúa launþegasamtaka á morgun. Viðræðufundur verður i dag klukkan tvö. Þingflokkur Alþýðubandalagsins hélt fund fyrir hádegið. HH/BS MIÐVIKUDAGUR 26, JÚLÍ 1978. Skipstjórarnirá Sigurði RE fá 4,5 og 6,5 milljónirí skatt: Ogégþori ekki heim að skoða seðilinn minn — sagði einn skipverja þarumboiðígær Aflamennirnir á Sigurði RE greiða svo sannarlega skatt af tekjum sínum því skipstjóramir tveir greiða um 11 milljónir nú. Einn þeirra skipverja, er blaðamenn hittu um borð i gær, sagðist hreinlega ekki þora heim að skoða seðil- inn sinn eftir þessar fréttir. Hvað sem sköttum liður, eru skipverj- ar á Sigurði þó hvað tekjuhæstir allra ís- lenzkra sjómanna, þar sem áhöfnin telur aðeins 15 manns. eftir að skipshundur- inn góði, 16. áhafnarmeðlimurinn, kvaddi þessa veröld. G.S. „Skátasirkusinn”: Niðurstaða ríkisendur- skoðunar væntanleg Reikningar vegna sirkussýningar Bandalags íslenzkra skáta og Jókers hf. eru nú til athugunar hjá ríkisendurskoð- un. Að sögn Halldórs V. Sigurðssonar, ríkisendurskoðanda, er þess að vænta að niðurstöður liggi fyrir um miðja vikuna. Menntamálaráðuneytið mun síðan taka afstöðu til þess hvort skemmtana- skattur verður felldur niður af sirkussýn- ingunni. Skatturinnerá 16. milljón. GM Pétur til Bonn í október Pétur Eggerz mun taka við starfi sendiherra í Bonn 1. október nk. Þá mun núverandi sendiherra þar, Niels P. Sigurðsson, flytjast heim og taka við störfum í utanríkisráðuneytinu. Hann hefur verið sendiherra í Bonn frá árinu 1976. JH & CaupMr®^ TÖLVUR. > t TÖLVUUR »1 BAN KASTRÆTI8

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.