Dagblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1978.
Brotafiskur
og mylsna.
Seljum næstu daga brotafisk og
harðfisksmylsnu að Hafnarbraut 6.
Kópavogi.
Úrvals nes'ti i sumarferðina.
Hjallafískur
Merkið tem vann harðfisknum nafn
stillanlegir og tvívirk-
ir höggdeyfar með
ábyrgð.
Varahluta- og
viðgerðaþjónustan
er hjá okkur.
SMYRILL HF.f
Ármúla 7, sími 84450,
Rvík.
BILAPARTASALAN
Höfum úrval notadra varahluta íýmsar
tegundir bifreiða, tildæmis:
Saab árg. '68, VW 1600 árg. '68, Willys
árg. '54, Fiat 850 S árg. '72. Moskvitch
árg. '72. Chevrolet Chevelle árg. '65,
Fiat 125 S árg. '72.
Einnighöfum við úrval af kerruefni,
til dæmis undir vélsleða.
Sendum um allt land.
BÍLAPARTASALAN
Höfdatúni 10-Sími 11397
Til sölu:
Mávahlíð
2ja 65 fm. risíbúð. Útb. 5.8 millj.
Brávallagata
3ja herb., 70 fm íbúðá 4. hæð, stórarsvalir. Útb. 7 millj.
Laugarneshverfi
3ja herb. 120 fm sérhæð. 35 frn bílskúr.
Álfheimar
4ra herb. 100 fm íbúð á 4. hæð. Mjög falleg.
Meistaravellir
4ra herb. 115 fm íbúð, svalir í suður. Bílskúrsréttur.
Framnesvegur
3ja herb. ný 80 fm íbúð á 1. hæð.
Kársnesbraut, Kópavogi
4ra herb. I 10 fm íbúð á annarri hæð i fjórbýlishúsi. Þvottahús inn af
eldhúsi. Bilskúr.
Digranesvegur
Neðri sérhæð, 150 fm, 4 svefnherb., 2 stofur, suðursvalir. Bilskúr 35 fm.
Hjarðarhagi
Neðri sérhæð, 130 fm, 3 svefnherb., 2 stofur, suðursvalir. Bílskúrsréttur.
Sólheimar
I20fm 4—5 herb. íbúðí lyftuhúsi, góðarsvalir. Útb. 12 millj.
Bræðraborgarstígur
Raðhús, rúmlega tilbúið undir tréverk, ca 225 fm. Uppl. á skrifstofunni.
Mosfellssveit
Raðhús, fokhelt, 96 fm að grunnfleti, 2 hæðir og kjallari með innbyggð-
um bílskúr.
Bræðraborgarstígur
4ra herb. ibúð 120 fermetra á 4rðu hæð. Suðursvalir. 40 fm stofa, góð
sameign.
HúsamiðEun Fasteignasala.
Sökistjóri:
Vilhelm Ingimundarson. Heimasimi 30988.
Templarasundi 3. Simar 11614 og 11616. Þorvaldur Lúðvfksson hri.
W
DB á neytendamarkaði
HVER HEFUR EFNIA AÐ
GANGA í 4.900 KRÓNA
STUTTSOKKUM?
í tízkuverzlunum borgarinnar er að
finna ýmsan tizkufatnað á svo undar-
lega háu verði að varla er hægt að
imynda sér að nokkur maður hafi
efni á að kaupa þessar tizku-
vörur
Finn af blm. DB rakst á stutta
sokka i verzl. Evu og kostuðu
sokkarnir hvorki meira né minna en
4.900 kr.! Til þess að spyrjast fyrir um
þetta dæmalausa sokkaverð hringdum
við í Mörtu Bjamadóttur eiganda
Evu.
„Þetta eru handprjónaðir franskir
sokkar úr ull,” sagði Marta. „Þeir eru
frá mjög fínu fyrirtæki sem lætur ekki
annað frá sér en mjög fínar og sér-
stakar vörur. Svona sokkar þættu ekki
dýrir annars staðar í heiminum en hér.
því þar eru til fínar búðir sem selja
dýrar vörur fyrir fólk sem hefur
peninga til þess að kaupa þær."
Marta sagði að sér væri ekki
kunnugt um hvort mikið hefði selzt af
þessum forláta sokkum, þvi hún var
að koma úr fríi en eitthvað hefði þó
selzt. Sagði hún að fyrirtækið hefði
aðeins fengið lítið eitt af sokkunum.
Hún sagði ennfremur að svona vörur
væru ekki fyrir alla, eins og hún tók til
orða, en víst eru til viðskiptavinir sem
láta sig ekki muna um að greiða nærri
Sokkarnir dæmalausu áttu að kosta 5.200 kr. en seldust ekki á þvi verði, þannig
að þeir væru LÆKKAÐIR I 4.900 kr. og seljast á þvi samkvæmt upplýsingum
Miirtu Bjarnadóttur verzlunareiganda.
DB-mynd Hörður.
fimm þúsund krónur fyrir eitt par af
stuttum sokkum og sjálfsagt að hafa
slíkar vörur á boðstólum.
Það væri fróðlegt að vita hvort það
eru unglingamir sem ganga i slíkum
sokkum og þá jafnframt hvað þeir
unglingar greiða fyrir fæði og húsnæði
heima hjá sér?
Ef svona sokkar tilheyra hinum full-
komna „tizku-búnaði”, er sannarlega
dýrara en venjulegir dauðlegir blaða-
menn geta látið sér detta i hug að tolla
í tízkunni.
A.Bj.
Nú bordum við
tómata í hvert mál
Eins og skýrt hefur verið frá í DB
hefur Sölufélag garðyrkjumanna nú
lækkað heildsöluverð á tómötum, á
meðan framleiðslan er i hámarki og
eiga tómatar nú að kosta um 700 kr.
kg út úr búð.
Þetta hlýtur að vera sameiginlegur
sigur neytenda og framleiðenda, því
það hlýtur að vera hentugra fyrir
framleiðendur að selja fleiri kg á lægra
verði heldur en færri kg á hærra verði
og fleygja einhverju magni á haugana.
Framkvæmdastjóri niðursuðuverk
smiðjunnar Vals, sem býr til tómat-
sósu, sagðist kaupa íslenzku fram
leiðsluna „af nokkurs konar þegn-
skyldu"þvíódýrara væri fyrirsig aðfá
offramleiðslu tómata alla leið frá
Kína! — Ylræktarbóndi sagði í sam-
tali við DB að hann vissi til þess að
Valur fengi tómatakilóið á 7 kr„ sjö
krónur! Ekki geta tómataframleiðend-
ur í Kina fengið mikið fyrir hvert kg ef
það kostar minna en 7 kr. hingað kom-
ið!!
En við skulum gleðjast yfir því að
tómatarnir eru nú á verði sem allir
ráða við. Látum ekki sannast á okkur
að til einskis hafi verið barizt eins og
forráðamenn Sölufélagsins hafa haldið
fram, -að íslendingar borði ekki tóm-
ata þrátt fyrir lágt verð. Nú skulum
við hafa tómata i hverl mál.
Það er ýmislegt hægt að gera við
tómatana annað en að hafa þá i salat
og ofan á brauð. T.d. er hægt að búa
til marmelaði úr þeim og er uppskrift
af tómatamarmelaði annars staðar hér
á síðunni.
A.Bj.
TOMATAMARMELAÐI
I kg þroskaóir tómatar
1 kgepli
2 sítrónur
I 1/2 kg strás.vkur.
Þvoið tómatana og eplin, takið
kjarnahúsið úr eplunum og flysjið þau
og skerið hvort tveggja eplin og tóm-
atana í bita. Hakkið í hakkavél og
sjóðið þar til „grauturinn” er orðinn
samfelldur. Þá er safinn úr sitrónun-
um og rifinn börkur af annarri sítrón-
unni látinn út í ásámt sykrinum og
marmelaðið er soðið áfram í 10 minút-
ur.
Verð: um 1374 kr.
Uppskrift
dagsins
Askur — atvinna
Askur vill ráða starfsfólk í afgreiðslu og sal.
Upplýsingar á Aski Laugavegi 28 B.
ASKUR
ÚRVfiL/ KJÖTVÖRUR
OG ÞJÓnu/Tfl
/Imllteitthvaö
gott í matinn
STIGAHLIÐ 45-47 SIMI 35645
I