Dagblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 22
22
6
GAMLA BÍO
B
Ný æsispennandi bandarísk kvikmynd
með Charles Bronson og Lee Remick
Leikstjóri: Don Siegcl
íslenzkur texti
Sýndkl. 5,7og9.
Bönnuð innan 14 ára.
1
HAFNARBÍO
I
Kvenfólkið
f ramar öllu
Bráðskemmtileg og djörf ný litmynd.
Bönnuðinnan lóára.
Sýnd kl. 3, 5,7,9 og 11.
Kyikmyndir
AUSTURBÆJARBÍÓ: I nautsmerkinu (I Tyrens
tegnlSýndkl. 5.7,9og 11.
NÝJA BÍÓ: Afrika Express Sýnd kl. 5,7 og 9.
STJÖRNUBÍÓ: Hjartaðer tromnHÍerter er Trumft.'
Leikstjóri: Lars Brydesen. aðalhlutvcrk: Lars Knut
son, Ulla Gottliebog Morten Grunwald. kl. 5. 7:IOog
9:15. Bönnuðinnanl4ára.
TÓNABÍÓ: Færðu mér höfuð Alfredo Garcia (Bring
me the head of Alfredo Garcial Aðalhlutverk: Warren
Oates. Iseela Vega og Gig Young. Sýnd kl. 5. 7.10 og
9.15.
BÆJARBlÓ: Reykur og Bófi (Smokey & the Banditl.
aðalhlutverk: Burt Reynolds. Sally Field og Jackie
Gleason, kl. 9.
GAMLA BÍÓ: Telefon, leikstjóri: Don Siegel, aðal
hlutverk: Charles Bronson og Lee Remick. kl. 5. 7 og
9. Bönnuðinnan 14 ára.
HAFNARFJARÐARBÍÓ:Caruso.Sýnd kl. 9.
HÁSKÓLABÍÓ: Svört tónlist. Sýnd kl. 5 og 9.
LAUGARÁSBÍÓ: Allt i steik. leikstjóri:-John Landis.
kl. 5,7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára.
- salur
Krakatoa
austan Java
Stórbrotin náttúruhamfaramynd, í
litum og panavision, með Max-
millian Schell og Diane Baker.
islenzkur texti.
Bönnuð innan 12 ára.
Endursýnd kl. 3, 5.30,8 og 10.40.
salur
Litli risinn
HOFfMAN
Sýndkl. 3.05,5.35,8.05 og 10.50.
— salur^ ■
Hörkuspennandi litmynd með
Twiggy.
Bönnuðinnan 14ára.
Íslenzkur texti.
Endursýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10
og 11.10.
-------salúr 0---------
Foxy Brown
Spennandi sakamálamynd i litum
með Pam Grier.
Bönnuðinnan löára.
íslenzkur texti.
Endursýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15
og 11.15.
Blaðburðarbörn
óskast strax:
Tjarnargata, Suðurgata
Bergþórugata,
Hátún, Miðtún,
Blönduhlíð,
Njörvasund.
Kópavogur, austurbær:
Auðbrekka,
Langabrekka.
MMBIAÐID
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1978.
ð
Útvarp
Útvarp
9
Útvarp kl. 20.05: Á níunda tímanum
Á níunda tímanum er á dagskrá kl.
20,05 í kvöld og eru það Guðmundur
Árni Stefánsson og Hjálmar Árnason
sem sjá um þáttinn. Hjálmar sagði
okkur að þeir félagar hefðu brugðið sér
til Sandgerðis til að ræða þar við ibúa
staðarins um hitt og þetta.. til dæmis
ræddu þeir við oddvitann, en það er
kvenmaður sem heitir Elsa Kristjáns-
dóttir, og spurðu þeir hana um æsku-
lýðsmál og tómstundir fyrir unglinga í
Sandgerði. Einnig ræddu þeir við
krakka á förnum vegi um sama mál.
Knattspyrnukeppni var á fullum krafti
er þeir félagar komu að, og voru það
yngri krakkarnir sem kepptu, voru þessir
ungu keppendur teknir tali og spurðir
um hitt og þetta. Leynigestur kemur í
þáttinn eins og áður en siðast var það
Geir Hallsteinsson sem var gesturinn.
Leynigestur í þessum þætti er þekktur
fyrir að vera fyndinn svo eitthvað
skemmtilegt ætti að koma frá honum.
Jónatan Garðarsson kemur í þáttinn og
mun hann kynna tónlist er nefnist
„raggie” en hún er að ryðja sér til rúms
núna við miklar vinsældir.
Gísli Rúnar mun koma sem áður og
mætir hann hress og sprækur að vanda
að sögn Hjálmars. Bréfin streyma til
þáttarins bæði frá unglingum og
fullorðnum og eru það kynfræðslu-
spurningar sem ofarlega eru á baugi hjá
fólki, og verður leitazt við að svara þeim
að einhverju leyti í þessum þætti, en
verða þó gerð betri skil seinna. Fyrir
hvern þátt fá þeir félagar um eða yfir
200 bréf og sagði Hjálmar að þeir hefðu
tekið eftir því að fólk hlustaði meira á
þáttinn meðan ekkert sjónvarp væri, og
Guðmundur Árni og Hjálmar fá um eða yfir 200 bréf fyrir hvern þátt, og eru margar
spurningar i sambandi við kynferðismál.
fengju þeir því fleiri bréf og frá eldri
hlustendum en annars hefði verið.
Þátturinn er aðallega ætlaður aldrinum
13—17 ára og væri sá aldur einnig í
meirihluta þeirra sem skrifuðu. Frá
Keflavik barst þættinum brandarabók
og bjóst Hjálmar við að það yrði lesið
eitthvaó upp úr henni. Topp fimm er á
dagskrá en það er vinsældalisti þar sem
krakkarnir velja sjálfir lögin með því
aðskrifa þættinum bréf.
Þátturinn Á níunda tímanum er um
fjörutíu min. langur, hress og skemmti-
legur með blönduðu efni fyrir ungt fólk
með léttri tónlist inn á milli atriða.
ELA
MIKIÐ SPURT UM
KYNFERÐISMÁL
Smellin
og skemmtileg
Allt I stcik.
Bandarísk, lcikstjóri John Landis.
Aðalhlutverk er i höndum þekktra og litt þekktra
leikara.
Sýningarstaður: Laugarásbíó.
„The Kentucky Fried Theatre” er
leikhús sem stofnað var fyrir nokkrum
árum í Los Angeles, í þeim tilgangi að
gera gys að ýmsu skringilegu í þjóðlífi
Bandaríkjanna. Leikhús þetta naut
strax mikilla vinsælda, og er þá ekki að
sökum að spyrja um hvert
framhaldið er annað en að gera kvik-
mynd um sama efni, og þess vegna er
myndin Allt í steik til núna og er sýnd
1 Laugarásbíói þessa dagana. 1
myndinni er á skemmtilegan hátt gert
grin að kvikmyndum, auglýsingum,
ýmsum sjónvarpsþáttum og ekki sízt
áhorfandanum sjálfum. Ég verð að
segja að þetta haft tekizt ágætlega,
allavega hljómaði hlátur áhorfenda
um salinn er undirritaður fór á mynd-
ina og var ekki annað að sjá en áhorf-
endur skemmtu sér hið bezta. Það má
segja að maður hafi orðið vitni að fjöl-
breyttri syrpu, t.d. fékk maður að
sjá karatemynd, eða réttara sagt
stælingu af karatemynd og var í því
atriði barizt harkalega á mjög svo
skemmtilegan hátt. Stórslysamyndir
voru teknar fyrir, svo sem
Jarðskjálftinn og Logandi viti. Þar
sem svo margt kemur fram í myndinni
á einum og hálfum tíma er ekki svo
sniðugt að segja frá því, en ég vil
benda fólki á að ef það langar til að
Úr atriði myndarinnar, þar sem apinn gerðist ókyrr og reif allt i kringum sig.
kitla hláturtaugarnar í einn og hálfan
tima, þá held ég að það sé alveg þess
virði að fara í Laugarásbíó, því
myndin er bæði smellin og skemmtileg,
þó svo að finna megi að öllum hlutum.
ELA
Kvik
myndir