Dagblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLl 1978.
HVAÐ SEGJA
ÞINGMENN?
DB leitaði álits nokkurra þingmanna á stööunni í stjórnar-
myndunarviðræðunum eftir að Benedikt Gröndal lagði
fram samningsdrögin.
Nú er komið að
úrslitapunkti
— segir Alexander Stefánsson (B)
„Ég hefi þá skoðun að komið sé að
úrslitapunkti,” sagði Alexander Stefáns-
son, alþingismaður (B) í viðtali við DB.”
Eftir að hafa nú þreifað hver á öðrum er
komið að því, að menn geri sér fulla
grein fyrir því, hvað málið er stórt.”
„Ég hefi trú á þvi að alvara sé i
þessum viðræðum. Ef það er rétt og að
viðsemjendur okkar séu reiðubúnir að
takast á við vandann. þá fer ekki hjá því
að það verði rætt nú," sagði Alexander.
„Við leggjum alla áherzlu á, að ekki
sé farið i stjórnarsamstarf, nema full
alvara sé í þvi að takast á við vandann.
Þar eru efnahagsmálin efst á blaði. Ég
hefi trú á því, að á næstu dögum skýrist
þessi mál betur en hingað til," sagði
AlexanderStefánsson. BS
Hef ekki nokkra trú á að af vinstri
stjórn verði — segirSverrir Hermannsson (D)
Sverrir Hermannsson
„Ég er nú ekki spámannlega vaxinn."
sagði Sverrir Hermannsson þingmaður
Sjálfstæðisflokksis er DB spurði hann
hverjar hann teldi likurnar á vinstri
stjórn. „Ég veit ekki 'eins mikiðog flestir
félaga niinna þar sem ég hef verið i frii
vestur á fjörðum undanfarið. Hitt er
annað mál. að ég hef aldrei haft nokkra
trú á að af vinstri stjórn verði. Þeir eru
að fást við þetta til að geta friðþægt
áhangendum sínum með að þeir hafi
reynt. Þetta hirði ég ekki um að rök-
styðja nánar. Þeir eru núna'að nesta sig
fyrir framtiðina með að þeir hafi reynt
þetta vitandi vits að það nær ekki fram
aðganga.
Staðan er svo óljós nú. að hún hefur
ekki verið óljósari varðandi niyndun
ríkisstjórnar frá því að ég fór að fylgjast
með. Nú þegar er búið að úliloka afar
marga möguleika. Lúðvík Jósepsson
hefur hafnað nýsköpunarstjórn og Bene
dikt Gröndal hefur ekki ntikla trú á við
reisnarstjóm og það hef ég raunar ekk’
heldur. Eini möguleikinn sem þá er eftir
er „Stefania". þ.e. samstjórn Alþýðu
flokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks.
Ástæðan til þess að þeir segja ykkur
blaðamönnum ekkert er sú. að þeir vita
ekkert sjálfir, þeir spila engu út. í leiðara
Þjóðviljans í morgun eru þeir farnir að
kýla á herstöðvarmálið. Það að þeir
drepa nú á þetta ágreiningsefni sýnist
mér vera inerki þess að þeir séu að setja
sig i þær stellingar að semja ekki um
vinstri stjórn.
— GAJ
Stjórninverðurað
standa undirnafni
— segir Helgi Seljan (G)
„Erfitt er að meta likurnar fyrir
stjórnarmyndun, meðan ekki er farið
ofan i það, sem beitt er á," sagði Helgi
Seljan (G) i viðtali við DB. „Samnings-
drögin sem Benedikt Gröndal (A) lagði
fram i gær, auka hvorki likurnar né
minnka þær. 1 þeim er ekki komið inn á
þann efnahagsvanda. sem brýnast er að
leysa," sagði Helgi.
„Sjálfur hefi ég viljað stjóm eins og
nú er reynt að mynda, ef hægt væri að
kenna hana við breytingu i stjórnarhátt-
um. Hún verður að standa undir nafni
og byrja feril sinn þannig að hún leysi
einhvem vanda," sagði Helgi Seljan að
lokum. BS.
Helgi Seljan
Alexander Stefánsson.
Boltinn
er nú hjá
hinum
— segir Vilmundur
Gylfason (A)
„Auðvitað veit ég ekki á þessu augna-
bliki, hvernig hinir flokkamir taka i
þetta. Okkur er Ijóst að gera þarf erfiðar
ráðstafanir. Stefnuskrá okkar fyrir
kosningar er skýr, og i samræmi við
hana ræðum við stjórnarmyndun,"
sagði Vilmundur Gylfason (A) i viðtali
við DB.
„Stjórnarmyndunin er æskileg^ ef
stjórnin ætlar að takast á við vandann.
Hér vantar ekki stjórn sem veður áfram
með 40% verðbólgu og annaðeftir þvi,"
sagði Vilmundur. „Ef aðrir eru með
okkur þá stendur ekki á okkur.
Ég held að við spilum þetta eins hratt
og skýrt og hægt er að krefjast. Boltinn
er nú hjá hinum og framhaldið ræðst af
því, hvað þeir gera." _BS
OKKUR
i/antarallar tegundir bíia á skrá
reyndar viljum við fá
a/la bíia sem eru ti/sö/u á íslandi
ÁSKRÁ
2600m2 sa/ur tH að byrja með
EKKERTINNIGJALD
í^i
o
-O-
3 3
•'Hw;
í Sýningahöllinni
Símar 81199—81410
Vilmundur Gylfason.