Dagblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1978. irjálst,áháð dagblað Útgefandi: Dagblaðióhf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Ey/ÍMsson. Rrtstjóri: Jónas Kristjónsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Péturssofi. Rrtstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannos Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfróttastjórar Atíi Steinarsson og ómar Valdimarsson, Handrit: Asgrimur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Guðmundur Magnússon, Hallur Hallsson, Holgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Goirsson, Ölafur Jónsson; Ragnar Lár., Ragnheiður Kristjánsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Pálssqn. Ljósmyndir: Ari Kristínsson Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Höröur Vilhjálmsson,- Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiðsla, óskriftadoild, auglýsingar ogskrifstofur Þverholti 11. Aöalsími blaðsins er 27022 (10 linur). Áskrift 2000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Síðumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 10. Vinstri stjóm erþað Þjóðin vill vinstri stjórn samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem Dagblaðið birti á mánudaginn. Um helm- ingur hinna spurðu vildi stjórn Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags með þátttöku eða hlutleysi Framsóknarflokks. Þátttöku Framsóknarflokksins vildu 41% og hlutleysi vildu 8%. Af þessu má ráða, að viðræður þessara þriggja flokka undanfarna daga um myndun nýrrar ríkisstjórnar séu í samræmi við vilja kjósenda. Viðreisnarstjórn og nýsköpunarstjórn með Sjálfstæð- isflokkinn sem kjölfestu hafa samanlagt mun minna fylgi meðal kjósenda, 29%, sem skiptust í skoðanakönnun- inni nokkurn veginn jafnt milli beggja tegundanna. 15% vildu viðreisn og 14% nýsköpun. Athyglisvert var, að 8% vildu þjóðstjórn allra flokka, þótt þeim möguleika hali lítið verið hampað. Sú tala sýnir, að töluverður hópur kjósenda telur vandamál þjóðarinnar orðin tilefni sameiginlegra neyðaraðgerða' allra flokka. Aðrir möguleikar en þeir sem hér hafa verið nefndir, virðast ekki koma til greina að mati kjósenda. 86% þeirra, sem álit höfðu í könnuninni, nefndu einn þessara möguleika, en aðeins 14% nefndu ýmsa aðra möguleika og fékk enginn þeirra yfir 3%. Tveir stjórnarmöguleikar, sem dálítið hafa verið nefndir að undanförnu, fengu slæma útreið í skoðana- könnuninni. Aðeins 3% vildu framhald núverandi ríkis- stjórnar og aðeins 2% vildu minnihlutastjórn Alþýðu- flokks. Hin litla trú þátttakenda skoðanakönnunarinnar á minnihlutastjórn Alþýðuflokks hlýtur að vera flokknum nokkurt áfall. Nokkrir ráðamanna flokksins hafa hamp- að þessum möguleika sem næsta úrræði, ef vinstri við- ræðurnar sigla í strand. Hugleiðingar um slíka stjórn hafa verið notaðar til að knýja Alþýðubandalag og Framsóknarflokk til að gefa meira eftir í vinstri viðræðunum og færa sig nær mál- efnagrundvelli Alþýðuflokksins. Þessi ógnun virðist hingað til hafa haft töluverð áhrif. Nú er hins vegar komið í ljós, að hótunin um minni- hlutastjórn Alþýðuflokksins er deigara vopn en menn höfðu áður haldið. Það kann að leiða til aukinna krafna Alþýðubandalags og Framsóknarflokks um áhrif á mál- efnasamning vinstri stjórnar. Hið sáralitla fylgi núverandi ríkisstjórnar er ömurlegt dæmi um hina almennu fyrirlitningu, sem hún hefur bakað sér. Þótt hún hafi enn nauman meirihluta á þingi, er varla nokkur, sem telur raunhæft, að hún geti setið áfram. Þegar úrslit sveitarstjórnarkosninganna urðu kunn, sögðu margir, að nú væru óánægðir stuðningsmenn stjórnarflokkanna búnir að fá útrás og mundu hverfa til föðurhúsanna í alþingiskosningunum. Þegar afhroð stjórnarflokkanna varð svo margfalt meira í alþingiskosningunum, neituðu sumir þessara manna enn að sjá það, sem ritað var á vegginn. En skoð- anakönnun Dagblaðsins sýnir, að þjóðin er alls ekki neitt byrjuð að fyrirgefa stjórnarflokkunum. Skoðanakönnun Dagblaðsins staðfestir þá skoðun margra stjórnmálamanna, að þriggja flokka vinstri stjórn í kjölfar undanfarinna viðræðna sé sú niðurstaða, sem sé í mestu samræmi við úrslit alþingiskosninganna. Lúðvík Jósepsson og réttarhöMin austantjalds Fyrir skemmstu fóru fram réttar- höld austantjalds, sem vöktu mikla at- hygli víða um heim. Fyrir rétt voru leiddir tveir þekktir sovézkir andófs- menn, þeir Ginsburg og Scharansky. Undanfarna mánuði hafa 11 andófs- menn verið leiddir fyrir rétt i Sovét- rikjunum og sakaðir um andsovézkan áróður. Allir hafa þeir hlotið þunga dóma, Pjetkus var dæmdur í 3 ára fangelsi og 7 ára þrælkunarvinnu, Ginsburg var dæmdur í 8 ára þrælk- unarvinnu og Scharansky var dæmdur i 3 ára fangelsi og 10 ára þrælkunar- vinnu. Flestir eru menn þessir menntamenn og frelsissinnar, þeir Ginsburg og Scharansky eru í hópi andófsmanna, sem hafa helgað sig baráttunni fyrir því, að Sovétstjórnin virti og færi eftir Helsinki-sáttmálan- um. Sumir þeira eru margdæmdir, t.d Ginsburg, sem hefur tvisvar áður verið dæmdur af sömu sökum. Hver voru viðhorf stjórnmála- foringjanna? Það var að vonum að réttarhöldin yfir þeim Ginsburg og Scharansky vöktu mikla athygli í öllum lýðfrjáls- um löndum. Leiðandi menn hvarvetna mótmæltu harðlega réttarhöldunum, sem fram fóru fyrir luktum dyrum, þvert ofan I ákvæði sovézkra laga. Meira að segja leiðtogar nokkurra evr- ópskra kommúnistaflokka, t.d. hins ítalska og hins franska, mótmæltu þeim — og þarf nokkuð til að þeir dirfist að gera það. Hérlendis spurði dagblaðið Vísir fjóra helztu forystu- menn stjórnmálaflokkanna um álit þeirra hinn I5. júlí sl. Benedikt Gröndal segir m.a. að hann „lýsi aðdá- un á hugrekki andófsmanna i Sovét-. rikjunum og jafnframt eindreginni andúð á því hvernig stjórnvöld þar eystra hafa farið með þá”. Einar Ágústsson segir m.a., að „eftir fréttum að dæma sé hér um að ræða mannrétt- indabrot af versta tagi. — Ef slíkar reglur væru látnar gilda hér á landi væri að minnsta kosti annar hver ís- lendingur í þrælkunarvinnu”. Geir Hallgrimsson segir m.a„ að „réttar- höldin þarna austur frá veki menn til umhugsunar um sitt eigið frelsi, en einnig hvetur það okkur til þess að leita allra leiða til að koma þeim, sem nú þjást, með einhverjum hætti til styrktar”. Lúðvík Jósefsson, formaður Alþýðubandalagsins, var einnig spurður sömu spurningar og hinir stjórnmálaleiðtogarnir — en hverju svaraði hann? Stutt en eftir- minnilegt svar Þegar Vísir innir Lúðvík eftir áliti hans á Moskvu-réttarhöldunum svarar hann þessu til: „Ég óska ekki eftir þvi að segja eitt einasta orð um þetta." Og hann bætir þessu við: „Ég hef ekkert fylgzt með þvi og veit ekk- ert um það.” — Svo mörg voru þau orð. Það eru mikil og óvænt tiðindi fyrir íslendinga að Lúðvík Jósefsson skuli ekkert vita um þá stjórnmálaviðburði sem hæst ber og jafn óvanalegt er að hann skuli ekkert vilja um þá segja. Hinu höfum við frekar átt að venjast, að hann, sem aðrir kommúnistar hér- lendis, hafi þótzt hafa manna mesta vitneskju um flesta eða alla hluti og komið henni á framfæri með hávaða og gauragangi. En þegar kemur að pólitísku og níðingslegu óhæfuverki, sem sovézkir tryggðavinir hins gamla kommúnistaforingja fremja í óþökk allra lýðræðissinna, jafnt vinstri sem hægrimanna, hvarvetna í heiminum, svo að jafnvel vestrænir kommúnista- leiðtogar geta ekki orða bundizt og mótmæla harðlega — þá þegir æðsti- prestur islenzkra kommúnista og öll foringjahjörðin með honum. Senni- lega hefur enginn þeirra vitað neitt um þennan stór-dramatíska viðburð, hvorki Ragnar Arnalds né Lúðvik Jós- efsson, ekki Kjartan Ólafsson, ekki Svava Jakobsdóttir, ekki Snorri Jóns- son eða Guðmundur J. Guðmunds- son. Enda óskaði ekkert þeirra „eftir því að segja eitt einasta orð um þetta”. Og þá var heldur ekki von til að Kefla- vikur-gönguliðið sæi ástæðu til að „segja eitt einasta orð um þetta”, þaðan heyrðist hvorki hljóð né stuna — og þykist það þó allt vera einlægir stuðningsmenn frelsis og lýðræðis og þrautþjálfað í hvers konar mótmæla- starfsemi. Nú voru augu þeirra allra blind og hlustir þeirra lokaðar. íhugunarefni fyrir hina nytsömu sakleysingja Sennilega er Lúðvík Jósefsson eini kommúnistaforinginn I Vestur- Evrópu og Alþýðubandalagið eini kommúnistaflokkurinn á sömu slóðum, sem ekki mótmælti kröftug- lega gerræði sovétstjórnarinnar gagn- vart sovézku andófsmönnunum. Svo mikil var hlífisemi Lúðvíks Jósefs- sonar og félaga hans, að honum og þeim datt ekki í hug að mæla eitt styggðaryrði I garð hinna sovézku félaga sinna fyrir óhæfuna, þvert á r v Mannjöfnuður Morgunblaðsmanna t laugardagsblaði Morgunblaðsins hinn 22. júli síðastliðinn, birtist furðu- leg ritsmíð undir nafninu: „Sjálf- stæðismenn spá I spil.” með yfirfyrir- sögninni: „Fréttaskýring.” Og sam- kvæmt merkingu ritsmíðar þessarar virðast 3 blaðamenn Morgunblaðsins eiga þetta dæmalausa fóstur. Minna mátti ekki gagn gera til þess að reyna að útiloka getgátur manna og lesenda um það, hvaðan slík „spilaspá- mennska” væri raunverulega runnin. Það er svo aftur annað mál, sem ekki skal fjölyrt frekar um að sinni. Það er ekki langt siðan að ritstjórar Morgunblaðsins sendu fyrrverandi borgarstjóra okkar, Birgi tsleifi Gunn- arssyni tóninn á þann hátt, að hneykslun olli hjá flestöllum sjálf- stæðismönnum. Birgir sendi þeim á móti kurteislega en hárbeitta ádrepu, svo sem hans var von og vísa. Sú ádrepa nægði til þess að lægja rostann og þagga niður í ritstjórum Morgun- blaðsins. Þeir skildu að skot þeirra fór yfir markið og tilgangurinn helgaði ekki meðalið. Batnandi er mönnum bezt að lifa. En batinn varð því miður skammvinnur. Nú er aftur farið á stúfana i Morg- unblaðinu hinn 22. júli og þá eru skot- mörkin aðallega tvö: í fyrsta lagi er ráðizt á unga sjálfstæðismenn á ómak- legan hátt og I öðru lagi á Albert Guð- mundsson, alþingismann með mjög svo rxtnum hætti. Þessu til sönnunar skal bent á eftirfarandi klausu úr miðri fyrrnefndri grein, innan gæsalappa og höfðeftir Austfirðingi: „Sendið þessa sperrileggi (leturbr. min) hingað austur ásamt Albert Guð- mundssyni og leyfum þeim að sjá hvernig við fólkið lifum.” Vilja ekki Morgunblaðsmenn segja hreinskilnislega frá því, hver þessi Austfirðingur er? Og vilja ekki Morg- unblaðsmenn lika segja frá þvi, hverj- ir heimildarmenn þeirra eru fyrir slík- um skaðsemdarskrifum og umrædd grein er Sjálfstæðisflokknum, hverjir eru þingmennirnir, hverjir miðstjórn- armennirnir, hverjir forystumenn sjálfstæðisfélaganna, hverjir Vestfirð- ingarnir og Austfirðingarnir eru, sem mjólkað hafa í þá slikum hugleiðing- um? En einmitt þessar dylgjur og sögusagnir i hinni furðulegu ritsmið eru forsendurnar fyrir niðurstöðun- um.sem þeir feitletrað nefna: Hver eru ráðherraefni? Þéttbýli gegn dreifbýli? Okkur sjálfstæðismenn fýsir að heyra svolilið meira um heimildirnar. Eða nægir það bara fyrir Morgunblaðs- menn að segja við lesendur sina: Maður sagði mér, eins og Gróa gamla á Leiti hafði og hefur til siðs að segja? Kannske eru þetta einfaldlega „heima- tilbúin” vísindi Morgunblaðsmanna, runnin undan verndarvæng „gæsa- mömmu”. Fréttaskýringar eru einnig næsta varhugaverðar ef til dæmis valdir eru sérstaklega þeir, sem spurðir eru. Og sannleikurinn er sá, að á ferðum min- um um landið síðustu vikurnar og á mannfundum, kveður við allt annan tón um þessi efni heldur en þann, sem Morgunblaðsmenn smjatta á í um- ræddri laugardagsgrein. Skiptir þar ekki máli hvort viðmælendur eru Austfirðingar, Vestfirðingar, Norð- lendingar eða Sunnlendingar — og heldur ekki hvort um er að ræða þing- menn eða miðstjórnarmenn. Þess vegna tel ég umrædd skrif Morgun- blaðsins fáránleg, í ósamræmi við sannleikann og stórskaðleg fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í heild, sem I sjálfu sér — því miður — er nú að verða daglegt brauð frá þvi merka blaði á margan hátt. En enginn sjálfstæðismaður getur að mínu mati lengur, talið Morg- unblaðið stuðningsblað flokksins, sem út af fyrir sig er mjög alvarlegt mál er kallar á skjótar og athafnasamar að- gerðir. Og þá kem ég að „mannjöfnuði" Morgunblaðsmanna, sem fram kemur í tveim lokaþáttum laugardagsgreinar- innar. Greinarhöfundar telja að Geir Hall- grimsson hljóti að eignast ráðherrastól i stjórn, sem Sjálfstæðisflokkurinn stæði að, líklega vegna formannsstöðu hans — þrátt fyrir sveigjanleika og sáttatilraunir milli stríðandi afla — og að margra dómi geðlausa forystu. Vafalaust er þetta rétt metið og ekkert frekar um það að segja, enda Geir for- maður útgáfustjórnar Morgunblaðs- ins. Næst er svo vikið að Gunnari Thor- oddsen og Matthiasi fjármálaráðherra

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.