Dagblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 12
n DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ1978. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1978. 13 'Íðföíi S STí Stórsigur Magna á Grenivík Magni vann stórsigur á efsta liðinu i E-riðli. 3. deildar tslandsmótsins I knattspyrnu I gærkvóld, sigraði Árroðann 6—0 á Grenivík og þar með juku Grenvikingar vcrulega möguleika á sigri I riðlinum. Magni þokaði sér að hlið Árroðans I efsta sxti E- riðils. Staöan I leikhléi á Grenivík var 3—0 Magna I vil, og I síðari hálflcik bxttu Grenvikingar við þremur mörkum. Fyrir Magna skoruðu Hringur Hreinsson, og Sverrir Guðmundsson 2 mörk hvor, Jón Ingólfsson og Sxmundur Guðmundsson bxttu við rnörkum fyrir Magna. Staðan í E-riðli er nú: Magni 6 3 2 I 15- -9 8 Árroðinn 6 3 2 1 14- -12 8 HSÞ 4 2 1 1 8- -5 5 Dagsbrún 5 2 0 3 9- -11 4 Rcynir 5 0 1 4 1- -10 1 St„ \. DonGivens til Birmingham Birmingham City festi i gxr kaup á írska landsiiðs- manninum Don Givens frá QPR fyrir 150 þúsund pund. Don Givens hafnaði boði Newcastle um að leika nieð liðinu, vildi ekki í 2. deild. Birmingham hcfur þvi gefiö á bátinn von urn að fá Mick Walsh frá Blackpool en 3. deildarlið Blackpool tók boði Everton i gxr um sölu, 325 þúsund pund. Walsh mun halda til Liverpool og rxða við Gordon Lee, framkvæmdastjóra Everton. Líklegt cr að tveir kunnir leikmenn muni halda frá Old Trafford. Stuart Pearson fór frant á samning sambxrilegan við skozku landsliðsmannanna Gordon McQucen, Joe Jordan, Martin Buchan og Lou Macari cn var hafnað. Liklegt er að WBA muni kaupa hann, fyrir um 200 þúsund pund. Þá er tiklegt að Manchester United sclji einnig Jimmy Greenhoff til Birmingham en hann missti stöðu sína i liði Unitcd eftir að Joe Jordan var keyptur frá Leeds. Enn einn kunnur kappi er á sölulista, hinn mark- sækni miðherji meistara Nottingham Forest hefur verið settur á sölulista þar sem hann gat ekki sætt sig við samning þann er Forest bauð honum. Við sögðum frá að Gery Francis væri farinn frá QPR til Man- chester City. Einhverjir hnökrar komu I Ijós en þrátt fyrir það benda allar likur til aö svo verði. Þá er og lik- legt að Dave Watson verði áfram hjá City en ekkert lið á meginlandi Evrópu hefur sýnt beinan áhuga á að fá enska landsliösmiðvörðinn. ÞrefaldurKenya- sigurá Afríkuleikunum Heimsmethafinn I 3000 metra hlaupi, 3000 metra hindrunarhlaupi, 5000 metra hlaupi, 10000 metra hlaupi, Kenyabúinn Henry Rono sigraði I 3000 metra hindrunarhlaupi á Afríkuleikunum I Algeirsborg i Alsir i gær. Hann var rúmlega 10 sekúndum frá heims- meti sínu, hljóp á 8:15.82. Annar varð landi hans, James Munyala, 8:25.68 og þriöji varð enn einn Kenyabúinn, Kiprotich Roni, á 8:26.38. Fyrsta sinn að eitt land vinnur gull, silfur og brons í frjálsum íþrótt- um á Afríkuleikunum. Áður hafði Rono sigrað i 10000 metra hlaupinu. Staðanf l.deild Úrslit leikja í gærkvöldi: Fram — Breiðahlik 2—0 Keflavík — Valur 0—2 Staðan í I. deild er nú: Valur 12 12 0 0 34-5 Akrancs 12 10 1 1 36-10 Fram 12 7 1 4 16-13 ÍBV 11 5 2 4 16-15 Víkingur 12 5 1 6 19-22 Þróttur 12 2 5 5 15-8 FH 12 2 4 6 17-25 KA 12 2 4 6 9-25 Keflavík 11 2 3 6 11-18 Brciðahlik 12 1 1 10 9-31 Markhxstu lcikmenn: Pétur Pétursson í A Ingi Björn Albertsson Val Matthias Hallgrimsson ÍA ArnórGuðjohnsen Víking Atli Eðvaldsson Val Guðmundur Þorbjörnsson Val GunnarÖrn Kristjánsson Víking 24 21 15 12 11 9 8 8 7 3 12 11 11 7 7 7 7 . Atli Eðvaldsson gnæfír yfír Gísla Torfason í Keflavik, DB-mynd Bjarnleifur. Staöa ÍBK slæm eftir ósigurgegn Val — Valsmenn ósföð vandi, sigruðu ÍBK í Kef lavík og staða ÍBK nú slæmíl. deild Keflavikurvöllur, 1. deild, ÍBK-Valur, 0:2 (0:1) Valsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram í Keflavik í gærkvöld með sigri yfir heimamönnum, tveimur mörkum gegn engu. Greinilegt er að íslands- meistarabikarinn stefnir að Hlíðarenda þetta árið, því Valsmenn hafa þriggja stiga forustu, sem vart verður af þeim unnin. Keflvíkingar börðust eins og hetjur allan leikinn — í rauninni fyrir til- veru sinni í l.-deildinni, en aldrei fór á milli mála hvort liðið var sterkara á vellinum. Heimamenn léku undan norðan kalda fyrri hálfleikinn, en i upphafi fóru liðin hægt í sakirnar — og nokkuð bar á ónákvæmum sendingum, þar til um þriðjungur hálfleiks var liðinn, að Hálfdán Örlygsson vann návígi og sendi knöttinn inn á vítateigslínu IBK, þar sem vamarmenn áttu að því er virtist auðvelt með að spyma frá, en eitt- hvað vafðist það fyrir þeim. Knötturinn hafnaði á rist Guðmundar Þorbjörns- sonar, sem notfærði sér smuguna og skaut þrumufleyg láréttu skoti í metra hæð, sem hafnaði kirfilega í netmöskvum ÍBK-marksins — allsendis óverjandi fyrir Þorstein markvörð, 1:0. Eftir þetta glæsilega mark, höfðu Valsmenn undirtökin í leiknum til hlés og minnstu munaði að Dýri Guðmunds- son bætti marki við með kollspyrnu, eftir aukaspyrnu, en knötturinn small í þverslá og aftur fyrir markið. Keflvíkingar voru samt ekkert á því að leggja árar í bát, þótt gegn vindi væri að sækja í seinni hálfleik. Fyrsta stund- arfjórðunginn gerðu þeir harða hrið að marki Vals, en þeir voru ekki á skotskónum. Sigurður Haraldsson, markvörður Vals, átti þvi ekki í neinum vandræðum með að góma þá knetti sem hittu markið nema einu sinni, að hann varð að beita sér til að verja fast skot frá Ólafi Júlíussyni, — oftar ekki, og talar það sínu máli um bitlausa framlinu ÍBK. Yfirleitt voru Valsmenn fljótari á knöttinn og næmari fyrir því hvert átti að senda hann. Upphlaup þeirra voru þvi ávallt betur skipulögð og hættulegri en Keflvikinga, sérstaklega skyndisókn- imar. Ávallt virtist mark vofa yfir þegar Valsmenn geystust fram völlinn og sú varð að lokum raunin á. Hörður Hilmarsson sendi knöttinn hnitmiðað fyrir mark ÍBK frá vinstri. Atli Eðvalds- son kom á þeysispretti tók undir sig stökk, sveif öðrum hærra og skallaði knöttinn í netið — þrátt fyrir heiðarlega tilraun Þorsteins, til að koma höndum á knöttinn. Við markið rann mesti móðurinn af Keflvikingum, en Valsmenn fengu hins vegar öryggiskennd — sóttu oft fast að marki ÍBK, án þess þó að bæta marki við. Tvívegis skall huró nærri hælum, þegar Guðmundur Þorbjörnsson komst í gullin færi, en skotin geiguðu. Valsliðið er heilsteyptast íslenzkra liða, samvinna og skilningur leikmanna á meðal skilar þeim árangri sem liðið hefur náð. Ekki er ástæða til að gera upp á milli manna, en þess má geta að markakóng liðsins vantaði að þessu sinni. Einan viljugastur í iBK-liðinu var Kári Gunnlaugsson bakvörður sem var stundum í jötunmóð. Dómari var Rafn Hjaltalín og dæmdi mjög vel. emm. Jafntefli á ísafinði — ÍBÍ-Þór 1-1 Oli Olsen færói Fram sigur á silfurfati! — erFram sigraöi Breiðablik 2-0. Tvö furöumörk á lokamínútunumgáfuFram tvöstig Blikarnir fengu að reyna miskunnar- leysi fallbaráttu er þeir mættu Fram í 1. deild íslandsmótsins. Óli Ólsen dómari leiksins færði Fram tvö mörk á silfurfati á fimm siðustu mínútum leiksins og tyrggði Fram þar með bæði stigin. Já, miskunnariaust, I leik þar sem Biikarnir voru betri, ákveðnari — betra liðið. Mis- tök Óla Ólsen voru hreint óskiljanleg og þar með slökkti hann í raun á síðasta vonarneista Blikanna um að halda sæti sinu i 1. deild. Á 40. mínútu síðari hálfleiks var gefin löng sending fram. Einar Þórhallsson, hinn sterki miðvörður var á undan Pétri Ormslev miðherja Fram i knöttinn. Hann ætlaði að gefa aftur á Svein Skúla son. markvörð er Pétur krækti í fót Ein ars, sem féll i völlinn. Pétur komst þar með einn að marki Blikanna og sendi knöttinn framhjá Sveini Skúlasyni. Fram hafði náð forustu, óverðskuldað — kolólöglegt mark og áhorfendur i Laugardal voru forviða er Óli Ólsen benti á miðju — mark. En verra átti eftir að fylgja. Helgi Helgason, bakvörður Breiðabliks og Pét- ur Ormslev áttu í baráttu um knöttinn við hliðarlínu, hlupu upp að endamörk- um. Pétur braut á Helga, sem þó náði að hreinsa. En slangraði fætinum i Pétur, rétt utan vítateigs. Brot vissulega.en viti aldrei, knötturinn hvergi nærri. Ófyrir- gefanlegt af Helga hálfu, sem þó hafði áður orðið fyrir barðinu á Pétri. En öllum til furðu, mikillar furðu þá benti Óli Ólsen á vítapunktinn — já, maður minn viti skyldi það vera. Nú göptu áhorfendur af undrun. Að sliku höfðu þeir ekki orðið vitni áður. Og þeg- ar brotið átti sér stað þá voru þeir ekki einu sinni inni vítateig. „Ég sá ekki bet- ur en þeir væru utan vítateigs,” sagði einn forráðamanna Fram, sem var i góðri aðstöðu. Pétri Ormslev varð ekki skotaskuld úr að skora, 2—0 og sigur Fram í höfn. Hreint ótrúlegur endir. Óli Ólsen hafði endanlega sent Breiðablik í 2. deild. Geta mistök dómara verið stærri. Vonir Breiðabliks um að halda sæti sínu nú eru einungis til á reikniborðinu. Liðið á eftir sex leiki, sem þó geta gefið 12 stig — en fyrir eru aðeins 3 stig svo Breiðablik er svo gott sem fallið — og með hamingju- disirnar á móti sér er beinlínis ekki hægt að forðast fall. Stór mistök, ein hin stær- stu er undirritaður hefur orðið vitni að. Og það merkilega er, að fram að mörk- um Fram, hafði Óli Ólsen átt ágætan dag í hlutverki dómara. Leikur Fram og Breiðabliks gat ekki hafizt fyrr en 20 minútum eftir auglýst- an tíma — jú, línuvörðurinn annar, lét ekki sjá sig. Því var maður út i bæ feng- inn i staðinn, forkastanlegt. Leikur Fram og Blikanna þróaðist eins og 50% af leikjum 1. deildar, þóf og lítið um tækifæri. Blikarnir höfðu undirtökin lengst af i leiknum en tækifæri skiptust jafnt á báða bóga. Blikarnir fengu þó bezta tækifæri leiksins eftir mikil mistök varnarmanns og markvarðar, komst Hákon Gunnarsson á auðan sjó í vita- teig, markið blasti við, Guðmundur Baldursson, markvörður út i teignum en skot Hákons fór í stöng. Þeir Kristinn Jörundsson og Knútur Kristinsson áttu góð skot, sem Sveinn Skúlason varði af öryggi. Fram fékk gott færi i upphafi síðari hálfleiks er Rafn Rafnsson skaut úr góðu færi en Sveinn varði með fótun- um. Blikarnir höfðu undirtökin í spilinu það sem eftir var, en leikmenn voru ekki á skotskónum og þokkaleg tækifæri runnu út i sandinn. Það stefndi því i markalaust jafntefli, sem hefðu verið sanngjörn úrslit þangað til Óli Ólsen greip í taumana og færði Fram sigur á silfurfati og Blikarnir sátu eftir meðsárt ennið, eftir að hafa sýnt ágætan leik og góða baráttu. tsfirðingar og Þör áttust við I 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu á ísafirði í gærkvöld. Jafntefli varð, 1—1. Þór er því I öðru sæti I 2. deild, með 14 stig en ísfirðingar fylgja fast á hæla Akureyrar- liðinu með 13 stig — bæði aö loknum 12 leikjum. Það var góður leikur, ákaflega jafn og spennandi á tsafirði og fjölmargir áhorf- endur fóru ánægðir heim þrátt fyrir enn eitt jafntefli heimamanna. Leikmenn Þórs voru heldur meira með knöttinn út á vellinum en ísfirðingar voru hættu- legir upp við mark andstæðinganna. Þegar á 5. mínútu var bjargað á linu frá Jóni Oddssyni, þúsundþjalasmið þeirra ísfirðinga. Staðan í leikhléi var 0—0, eftir jafnan fyrri hálfleik. Það var meiri kraftur og barátta yfir síðari hálfleik, og Þór náði forustu á 15. mínútu — úr sínu eina raunverulega tækifæri i leiknum. Sókn þeirra lyktaði með því að Þórður Ólafsson sendi knött- inn i eigið mark. Eftir aðeins átta mínút- ur tókst Isfirðingum að jafna. Jón Odds- son tók aukaspymu. af 20 metra færi. Þrumuskoti hans hélt markvörður Þórs ekki og Haraldur Leifsson fylgdi vel á eftir og skoraði. 1 — I. Sanngjörn úrslit í baráttuleik. Eftir leik ÍBÍ um helgina halda ísfirðingar til Grikklands og verða hálfan mánuð i æfingabúðum, undirbúa lokasprettinn í 2. deild. Staðan í 2. deild er nú: KR 10 7 2 1 25-3 16 Þór 12 5 4 3 11-10 14 ísafjörður 12 4 5 3 16-12 13 Haukar 114 4 3 13-9 12 Austri 114 3 4 8-9 11 Reynir 13 4 3 6 13-18 11 Ármann 114 2 5 14-15 10 Þróttur 113 4 4 12-17 10 Fylkir 11 4 1 6 10-15 9 Völsungur 10 2 2 6 9-22 6 KK. Leik Völsunga og KR var frestað þar sem KR-ingar komust ekki norður með Vængjum. Vönduðdönsk HÚSTJÖLD -215 - Mii 4 manna kr. 103.650.- Glæsibæ Sími 30350 5 manna kr. 119.190.- Angelo Jacopucci eftir heilaskurðaðgerð, en allt kom fyrir ekki — lífi hans varð ekki bjargað. ÞUSUNDIR SYRGDU JACOPUCCI í GÆR Meira en 10 þúsund manns fylgdu ftalska hnefaleikaranum Angelo Jacopucci til grafar í gær en Jacopucci lézt af völdum heilablóðsfalls er hann hlaut I baráttu við Bretann Alan Minter í millivigt. Alan Minter sló ítalann niður i 12. lotu I Bólogniu á Ítalíu í síðustu viku og þrátt fyrir heilaskurðaðgerðir tókst ekki að bjarga lifi hans. Hann lézt um helgina, eins og DB sagði frá á mánudag. Útför Jacopucci fór fram frá heimabæ hans, Tarquinia.Margir syrgjenda grétu þar sem kista hans, var borin af vinum ogættingjum. Jacopucci var 29 ára gamall er hann lézt. Hann hafði verið sakaður um heigulskap í itölsku pressunni. „Ég ætla að sanna, að ég hef enn hugrekki og gttu til að berjast við þá beztu,” sagði hann við ítalskt blað fyrir keppnina. Dauði Jacopucci hefur vakið upp deilur á Italiu, og kröfur um að búið verði betur að hnefaleikamönnum til að slíkt endur- taki sig ekki. í ár hafa sex hnefaleika- menn látizt vegna heilaskemmda, eftir baráttu í hringnum. „Við getum aðeins minnzt þess að Jacopucci var það nauðsyn að tjá sig í hringnum," sagði Alberto Mazza, þjálfari Jacopucci við útförina. H.Halls.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.