Dagblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLl 1978. 9 Togarasjómennirnirsjálfir hlaupa undir bagga með úrvinnslu aflansá Akureyri: ÉG ER HÆTTUR EF ÉG VERÐ BEÐINN AÐ ÉTA HANN LÍKA — sagði einn sjómaðurinn i gær „Þá fyrst er ég sko hættur þegar ég verð beðinn að éta aflann lika, það er nóg að veiða hann og vinna að auki,” sagði einn hásetinn á Kaldbak hlæjandi er DB náði tali af honum í gær. Hinn mikli mannaflaskortur við fisk- vinnslu á Akureyri samfara óvenju góðum afla hefur sem kunnugt er skapað það ástand að löndun úr togur- um Útgerðarfélagsins hefur dregizt lenguren vanter. 1 fyrradag var gripið til þess ráðs vegna mikils afla í Kaldbak, sem vand- ræði voru að koma fyrir að fara þess á leit við sjómennina sjálfa að vinna afl- ann. Brugðust þeir margir vel við og hafa unnið i fiskvinnslu hörðum höndum og þar með stuðlað að þvi að væntanlega verður hægt að ljúka við að losa Kald- bak i dag. — G.S. Forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa vegna aflahrotunnar: MÁ VERA, AÐVIÐ DRÖGUM ÉT W * UR SOKN „Það má vera að við drögum eitthvað úr sókninni, það verður nú rætt innan stjórnarinnar,” sagði Gisli Konráðsson framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa hf. i viðtali við DB í gær. Gísli var að þessu spurður i kjölfar hins geysi- góða afla fimm togara útgerðarfélagsins að undanförnu með þeim afleiðingum að erfiðleikum hefur valdið að vinna nægilega hratt úr aflanum. Hefur verið gripið til þess ráðs að vinna verulegan hluta aflans í salt, sem er óhagkvæm vinnsluaðferð nú miðað við markaði. Gisli sagði að það væri þó réttlætanlegt fremur en að aka góðum þorski í mjölvinnslu. í fyrradag auglýsti fyrirtækið eftir starfsfólki, bað fólk góðfúslega að að- stoða sig við að bjarga þessum verðmæt- um frá skemmdum. Kom þessi auglýsing að verulegu gagni að sögn Gísla, og lætur nærri að frystihúsið vinni nú með fullum afköstum þrátt fyrir sumarlevfi margra fastra starfsmanna þar. — G.S. „Geri mér vonir um áö umbótamálin nái fram að ganga” isr-** Vilmundur Gylfason, sjöundi þing- maður Reykvíkinga, er 29 ára að aldri. Hann verður reyndar þritugur 7. ágúst n.k. Vilmundur hefur kennt sögu i Menntaskólanum i Reykjavik. Hann er kvæntur Valgerði Bjarnadóttur og eiga þaueinadóttur. Við spurðum Vilmund hvernig það legðist i hann að vera orðinn þingmaður. „Þingmennskan leggst sæmilega I mig. Ég geri mér vonir um að þau um- bótamál sem ég hef lagt áherzlu á nái fram að ganga á Alþingi,” segir hann. „Ég ætla að til þess njóti ég stuðnings flokksmanna minna en auðvitað verða þau að fá víðtækari hljómgrunn til að þau nái í höfn.” „Ég vil nú ekki missa öll tengsl við minn gamla vinnustað og hef hugsað mér að kenna örfáa tima í viku í MR. Auðvitað er það rétt að þingmennsk- an er fullt starf en ég held að fáar kennslustundir breyti þar engu. Viða i þjóðfélaginu er um að ræða ýmiss konar fríðindi og aukagreiðslur sem menn njóta. Þannig er þetta lika á Alþingi,” segir Vilmundur. „Og þar á að hefjast handa til aö auka trú manna á þinginu. Ég hef sjálfur fordæmt skatt- svik þingmanna og vil að farið verði of- an i kjölinn á þeim málum öllum.” Hvað gerir Vilmundur Gylfason i tómstundum? „Ætli tómstundir mínar séu nokkuð frábrugðnar þvi sem gengur og gcrist hjá fólki. Ég les mikið, tefli skák, horfi á íþróttir o.þ.h.,” segir sjöundi þingmaður Reykvíkinga að lokum. (]|y| DAGBLAÐIÐ kynnir nýju þingmennina: Óttast þú ekki að þú kunnir að valda fólki vonbrigðum á þingi? Býst ekki fólk við svomikluafþér? „Ég hef vissulega velt þessu fyrir mér, en um þetta verður ekkert sagt nú. Reynslan ein getur skorið úr um það,” segir Vilmundur. Og hann heldur áfram: „Þau mál sem við Alþýðuflokksmenn höfum á stefnu- skrá okkar eru yfirgripsmikil. Við höfum farið fram á umbætur í dómsmálum, viljum gera dómskerfið virkara og virt- ara, koma á fót rannsóknarnefndum Al- þingis, gera uppskurð á rikisbákninu o.s.frv. Við höfum lika talað um svo kallað neðanjarðarhagkerfi og fullyrðum að fjármunir séu á ferðinni utan við hið venjulega hagkerfi. Þetta fjármagn þarf að komast undir opinbert eftirlit.” Hver er afstaða þín til hitamála á sið- asta þingi, zetunnar og bjórsins? „Ég er með bjór,” segir hann. „En ég er ihaldssamur í stafsetningarmálum og hlynntur bókstafnum z. Þó ætla ég ekki að gera zetuna að neinu stórmáli á þingi.” Lætur þú af störfum sem menntaskóla- kennari? U Vilmundur Gylfason og kona hans Val- gerður Bjarnadóttir. — Ljósmynd DB • Ari. Þursaflokkurinn: Útihljómleikar á Miklatúni á mánudagskvöld þar sem kynnt verður efni af væntanlcgri hljómplötu flokksins. DB-mynd RagnarTh. UTIHUOMLEIKAR ÞURSAFLOKKSINS Á MIKLATÚNI Það er komið að fyrstu útihljómleik- um þessa sumars. Það er Þursaflokkur- inn, sem ætlar að halda hljómleika á Miklatúni á mánudagskvöld i samræmi við loforð sitt frá þvi um Listahátíð. Þá ætlaði flokkurinn að koma fram en varð ekki af, en þvi lofað að hljómleik arnir yrðu haldnir fljótlega i sumar. Tilefnið er þó tvíþætt, þvi á hljómleik- unum ætla „þursarnir” að kynna efni af hljómplötu, sem vinnu er um það bil að Ijúka við og Fálkinn hf. gefur út. Verður einnig kynnt nokkuð af þvi efni, sem flokkurinn hefur leikið víða um land i vor ogsumar. Aætlað er að hljómleikarnir standi i allt að tvo tíma og verða þeir haldnir á palli, sem settur verður upp I kverkinni efst i Miklatúni. horni Lönguhliðar og Flókagötu. — ÓV Sérhæfum okkur í Seljum í dag: Autobianchi árg. 1977. Autobianchi árg. 1978 Saab 96 árg. 1971 Saab 99,1973 4ra dyra ekinn 73 þús. km. Saab 99, árg. 1974 ekinn 70 þús. km. Saab 99, árg. 1975 ekinn 48 þús. km. 3 Saab 99, árg. 1976ekinn 33 þús. km. Saab 99, árg. 1976 4ra dyra ekinn 60 þús. km. Saab 99 árg. 1976 4ra dyra ekinn 53 þús. km. Látíð skrá bíla, höfum kaupendur að ýmsum árgerðum. BJÖRNSSON Aco BiLDSHÖFÐA 16 SÍMI 81530 REYKJAViK Bílaval Seljum m.a.: Blazer K5 árg. '74 Bronco S árg. '74 Datsun 100A árg. '74 Datsun D árg. '71 Rat 127 árg. '74 Rat 128 árg. '74og'71 VWGolf Lárg. '77 Vauxhall Victor '70 ásamt öllum öðrum tegundum bif- reiða og árgerða. Bílaval, Laugavegi 92, sími 19092 og 19168.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.