Dagblaðið - 11.09.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 11.09.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1978. 5 Veitingamenn óánægðir: „VERIÐ Afi BUA TIL MIS- RÉTTI í ÞJÓDFÉLAGINU” — segir Jón Hjaltason, Óðali DB sneri sér í gær til nokkurra veit- ingamanna ogspurði þá álitsá áfengis- hækkuninni og hvort þeir óttuðust að hún hefði einhvern samdrátt i för með sér. Svörin voru yfirleitt á þá leið að reynslan sýndi, að nokkur lægð yrði á aðsókninni að veitingahúsunum fyrst í stað en síðan færi allt i sama farið aftur. Oft yrði einnig sú breyting við áfengishækkanir, að sala ykist í ódýr- ari tegundum eins og t.d. brennivini. En tvöfaldur brennivín i kók kostar eftir þessa síðustu hækkun 1420— 1470 krónur en tvöfaldur wiski í sóda- vatni kostar 1740—1790 krónur en það er nokkuð mismunandi eftir hús- um, hvort gosið er selt á 350 eða 400 krónur. Svo virðist sem aðsókn hafi verið heldur minni að veitingahúsunum um þessa helgi en um vcnjulega helgi. Þó var það nokkuð mismunandi eftir hús- um og sums staðar var alls ekki færra en venjulega. Þá spurði DB einnig hvort lækkun landbúnaðarvara þýddi, að matarverð á veitingahúsum lækkaði. „Ég vona að guð gefi að svo verði.” sagði Jón Hjaltason eigandi Óðals og hann bætti því við, að þær rikisstjómir sem setið hefðu fram að þessu hefðu yfirleitt verið heldur óhagstæðar veitinga- mönnum. „Þær hafa yfirleitt skilið okkur eftir sem okrara. Fullur sölu- skattur er tekinn af öllu matarverði á veitingahúsum. En stór hluti matvöru cr þegar undanþeginn söluskatti í mat- vörubúðum. Ef við lítum þannig á málin, að veitingahúsin séu að keppa við eldhúsin heimafyrir þá eykst mis- munurinn á verðlagi veitingahúsunum í óhag, með því að fella niður söluskatt af fleiri matvörum í verzlunum en leggja hann á í veitingahúsum. Við teljum þetta mikið ranglæti. Annaðhvorl á niatur að vera sölu- skattsskyldur eða ckki. Annaðhvort á að vera söluskattur á mat hvar sem hann er scldur cða alls ekki. Við álítum að með þessu sé verið að búa til misrétti i þjóðfélaginu,” sagði Jón Hjaltason um leið og hann bætti því við að veitingamenn færu á fund fjár- málaráðhcrra eftir helgina þar sem þeir væntu þess að fá einhverja úr- lausn sinna mála. -GAJ- Jón Hjaltason. I Framkvæmdir bænda á síðasta ári: NÝRÆKTIN DRÓST SAMAN í nýútkomnu fréttabréfi frá upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins segir um framkvæmdir bænda á árinu 1977 að óvenjulítið hafi verið um ræktunarfram- kvæmdir bænda á siðasta ári, aðrar en ræktun grænfóðurs. Var á síðasta ári 12% samdráttur í nýrækt frá árinu áður. Framræsla var með minnsta móti og var grafið innan við 3,9 milljónir mJ af skurðum og cr það minna en grafið hefur vcrið á cinu ári siðan 1963. Græn- fóðurrækt hefur sifellt aukizt hin síðari ár og var grænfóðurræktin 20% meiri 1977 en árið áður, sem þó var metár. Haustfóðrun kúnna byggist hjá kúa- bændum á grænfóðri og margir fjár- bændur nota grænfóður til að lengja beitartíma dilka, áður en þeim er slátrað. Á síðasta ári var mikið byggt og voru byggðar votheyshlöður, sem voru sam- tals 71 þús. mJ. Aukning milli áranna 1976 og 1977 í byggingum rcyndist vera 30%. Af öðrum framkvæmdum, sem veitt er framlag til samkvæmt jarðrækt- arlögum, er ástæða að néfna vatns- vcitur, en til þeirra var veitt 82,5 millj- ónum króna árið 1977 en 78 milljónum króna árið áður. Það er þvi um samdrátt að ræða ef tekið er mið af verðbólgu milli þessara ára. Alls voru framlög ríkis- ins samkvæmt jarðræktarlögum til framkvæmda ársins 1977 rösklega 1062 milljónir króna en voru árið áður um 773 milljónir. Aukningin er nokkuð meiri en verðbólguaukning og á rætur sinar að rekja til aukningar i byggingar- framkvæmdum, sem var nokkru meiri en samdráttur í ræktun. - ELA Kóngur í septembersól Konungur dýranna kann hið bezta við skoðaður af gestum sem flykkjast I sig suður á Hvaleyrarholti I hlýrri Sædýrasafnið um helgar. — septembersólinni, sieikir sig, geispar og lætur sér fátt um fínnast þegar hann er Ljósmynd Magnús Magnússon Fjölbreytt SÍMi I MÍMI ER 1 000/1 og skemmtilegt tungumálanám. | UUUit j Lögreglan - Lögreglan - Lögreglan - Lögreglan - Lögreglan — Lögreglan MIKIL RÓLEGHEIT EFTIR ÁFENGISHÆKKUN Um helgina var víðast hvar rólegt hjá lögreglunni þó svo að mikið hafi vcrið um skemmtanir úti á lands- byggðinni. Einn var tekinn ölvaður við akstur i Vestmannaeyjum en þar var óvenju mikið um skemmtanir um helgina. Á Húsavik var talsverðölvun og voru fangageymslur á staðnum full- ar cftir skcmmtanir i bænum. Annars virtust lögreglumenn sammála um ró- lega helgi alls staðar, þó svo að vcður hafi verið hið bezta. Ekki er ótrúlegt að hækkunin mikla á guðaveigunum hafi orðið til þess að mennfórusérrólega. , - ELA UTSALAH í FULLU FJÖRI BANKASTRÆTI 14. SIMI 25580

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.