Dagblaðið - 11.09.1978, Blaðsíða 30

Dagblaðið - 11.09.1978, Blaðsíða 30
Spennandi, djörf og athyglisverð ný ensk litmynd með Sarah Douglas og Julian Glover. Leikstjóri: Gerry O’Hara. islenzkur texti. Bönnuðinnan lðára. Sýndkl. 3,5,7,9 og 11. salur IB CHARROI ELATISl PRESLEV Bönnuð börnum. íslenzkur texti. Endursýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05 1 ..... salurO — Tígrishákarlinn Afar spennandi og viðburðarik ný ensk- mexikönsk litmynd. Susan George, Hugo Stiglitz. Leikstjóri: Rene Cardona. Íslenzkur texti Bönnuðinnan 14ára. Sýnd kl. 3.10,5.10,7.10,9.IOog 11.10. ■ salur D Valkyrjurnar Hörkuspennandi litmynd. íslenzkur texti. Bönnuðinnan 14ára. Endursýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15 og 11.15. GAMLA BIO I Flótti Lógans 8tml 1147B Stórfengleg og spennandi ný bandarisk framtiðarmynd. íslenzkur texti. Michael York Peter Hstinov. Bönnuðinnan I2ára. Sýndkl. 5,7.l0og9.l5. 1 HAFNARBÍÓ D Helga Vegna þrálátrar eftirspurnar verður þessi mjög svo sérstæða og athyglisverða litmynd sýnd aftur, en aðeins fram yfir helgi. íslenzkur texti. Sýnd kl. 3,5,7,9og ll. Kvikmyndir LAUGARDAGUR AUSTURBÆJARBÍÓ: Amerikurallið (The cumball' rally), aðalhlutverk: Normann Burton og Susan Flannery.kl. 5,7og9. BÆJARBÍÓ: I nautsmerkinu, kl. 9. Bönnuð innan 16 ára. GAMLA BÍÓ: Flótti Lógans (Logan’s Run), aðalhlut- verk: Michael York, Jenny Agutter og Peter Ustinov,, kl. 5,7.!0 og 9.15. Bönnuð innan 12 ára. HAFNARBÍÓ: (Sjá auglýsingu) HA'SKÓLABÍÓ:Ufvörðurinn (Lifeguard), leikstjóri: Daniel Petrie, aðalhlutverk: Sam Elliott, George D. Wallace og Parker Stevenson, kl. 5,7 og 9. LAUGARÁSBÍÓ:Cannonball, kl. 5. 7.30 og 10. ’ NÝJA BÍÓ: Allt á fullu, kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan I4ára. REGNBOGINN: (Sjá auglýsingu). STJÖRNUBÍÓ: Flóttinn úr fangelsinu, leikstjóri: Tom Gries, aðalhlutverk: Charles Bronson, Robert Duvall og Jill Ireland, kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. TÓNABÍÓ: Hrópað á kölska (Shout at the Devil), leikstjóri: Peter Hunt, aðalhlutverk: Lee Marvin, Roger Moore og Ian Holm, kl. 5,7.30 og 10. db ÞJÓDLEIKHOSID Sala aðgangskorta er hafin. Frumsýningarkort eru tilbúin til afhendingar. Miöasala 13,15-20 simi 11200. Þjóðleikhúsiö ÚRVflL/ KJÖTVÖRUR OG ÞJÓflU/Tfl /4/allteitthvað gott í matinn STIGAHLIÐ 45-47 SIMI 35645 Sjónvarp íkvöld kl. 20.30: íþróttir Slys varð við grindina 13000 m hindninarhlaupinu. Pólverjinn Weosolowski féll — rak fötinn 1 — og hinir dembdust yfir hann. Það skýrir lakan árangur flestra hlauparanna — en þeir beztu sluppu hins vegar. Voru það langt á undan, þegar slysið varð. SÝNT FRÁ PRAG LEIKUNUM DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1978. t íþróttaþætti sjónvarpsins í kvöld verða sýndar myndir frá Evrópu- meistaramótinu í frjálsum íþróttum sem haldið var í Prag á dögunum. Mestur spenningur hér á landi var auðvitað vegna jslenzku kappanna. Mestar vonir voru bundnar við Hrein Halldórsson en þær brugðust. Köst hans voru langtum styttri en þau hafa verið undanfarið. Óskar Jakobsson kom aftur þægilega á óvart með ágætum árangri i kringlukasti. Þó hann væri aðeins 11. af 12 sem komust í úrslit þótti afrek hans mikið og árangur hans var nálægt því bezta sem hann hefur verið. En það voru ekki bara lslendingar sem kepptu. Menn voru þarna frá öllum Evrópuþjóðum enda er ekkert mót stærra en Evrópumeistaramótið utan Ólympiuleikarnir. DS. ✓ Sjónvarp íkvöld kl. 21.50: Stef na ríkisstjórnarinnar Ólafur, Benedikt og Ragnar svara blaðamönnum Benedikt Gröndai utanrikisráðherra. DB-mynd Ari. Þrír hinna nýju ráðherra verða spurðir spjörunum úr um stefnu nýrrar ríkisstjórnar í sjónvarpinu í kvöld. Þetta eru Ólafur Jóhannesson, Ragnar Arnalds og Benedikt Gröndal. Blaðamenn frá þremur blöðum aðstoða Sigrúnu Stefánsdóttur við spurningarnar. Frá Dagblaðinu kemur Jón Birgir Pétursson fréttastjóri, frá Visi Þorsteinn Pálsson ritstjóri og frá Morgunblaðinu Styrmir Gunnarsson ritstjóri. Umræðurnar hefjast klukkan 21.50 og eiga að standa i k lukkutíma. DS. Ólafur Jöhannesson forsætisráðherra. DB-mynd Ragnar. Ragnar Amalds mennta- og samgönguráöherra. DB-mynd Ragnar. \ Sjónvarp íkvöldkl. 21.00: Maöur og hestur íkolanámu Skítuga bikkjan verður bezti vinurinn Maður og hestur í kolanámu heitir sjónvarpsleikrit sem sýnt verður í kvöld. Það er brezkt og' eftir W.H. Canaway. Leikstjóri er David Cobham og í aðalhlutverk- um eru Dafydd Hywell og Artro Morris. Sagt er frá ungum manni sem vinnur í kolanámu i Bretlandi. Hann vinnur við vélar af nýjustu og fullkomnustu gerð og þykir mikið til þeirra koma. Inni í sömu námu vinnur gamall maður með hest því þar er ekki hægt að koma, við vélum. Þegar gamli maðurinn veikist fær ungi maðurinn þann starfa að sjá um hestinn sem kallaðurerGreifingi. í fyrstu finnst unga manninum hesturinn bara skítug bikk’ja og hugsar með söknuði til vélarinnar góðu. En svo fer að hesturinn vinnur vináttu mannsins og fara þeir að fara út saman og ungi maðurinn reynir jafnvel aö tolla á baki hestsins. Náman er dæmd ónýt og þá kemur til þess að selja á hestinn. Ungi maðurinn er hreint ekki hrifinn af þvi að þessi vinur hans fari í sölu, en hvað skal gera? Árið 1914 voru rúmlega sjötíu þúsund hestar í brúki í brezkum1 kolanámum. Voru þeir látnir leysa helztu erfiðisverkin þar af hendi. En núna hafa vélar nær algjörlega leyst hestana af hólmi, en þó er einn og einn starfandi. Þýðandi sjónvarpsleikritsins Maður og hestur í kolanámu er Jón O. Edwald. Leikritið er í litum. DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.