Dagblaðið - 11.09.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 11.09.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR ll.SEPTEMBER 1978. 7 SKOTMENN STOFNA FELAG Marteinn Hunger Friðriksson stjörnar Söngsveitinni Fil- harmöniu. Marteinn Hunger ráðinn dómorg- anisti „Jú, mér lízt vel á þetta. Það er alltaf ánægjulegt að reyna eitt- hvað nýtt og ég vona að ég reynist vel sem organisti,” sagði Marteinn Hungcr Friðriksson er DB spurði hann hvcrnig hið nýja starf legðist i hann, en Marteinn hefur verið ráðinn organisti við Dómkirkjuna og tekur hann við því starfi 1. desembcr. Marteinn sagðist ekki ciga vona á þvi að þetta nýja starf hefði í för með sér mikla breytingu á hans högum. Starfið er metið sem 71% af fullu starfi en starf hans í Há- teigskirkju var 65% af fullu starfi. Hann sagðist reikna mcð að halda áfram kcnnslu við Tónlistarskól- ann i Reykjavik. Marteinn Hunger lauk B-prófi frá -Kirkjutónlistarháskólanum i Dresden 1960. Næstu ár vann hann við Tónlistarháskólann i Leipzig og tók þar burtfararpróf (A-próf) 1964 í kirkjutónlist, tón- smíðum og hljómsvcitarstjórn. Hann var organisti Landakirkju í Vestmannaeyjum 1964—70 og var þá jafnframt skólastjóri Tón- listarskóla Vcstmannaeyja. Frá 1970 hcfur hann verið organisti Háteigskirkju I Reykjavík. Einnig hefur hann verið kcnnari við Tón- listarskólann í Rcykjavík ogstjórn- að hljómsveit hans. Þá hefur hann verið stjórnandi Söngsveitarinnar Fílharmóníu. Marteinn tekur við dómorgan- istastarfinu l.dcsembernk. -GAJ- Áhugamenn um skotveiðar haf; ákveðið að stofna mcð sér félag er nefn ist Félag skotveiðimanna. Ákveðií hcfur verið að stofnfundur skuli haldinr laugardaginn 23. september nk. í Nor ræna húsinu kl. 14.00. í fréttatilkynn- ingu, scm áhugamennirnir hafa sent út, segir að félagið skuli tileinka sér ákveðn- ar reglur varðandi veiðarnar og ávinna sér og iþrótt sinni með þeim hætti traust er verða mætti til þess að skotvciðar öðl- ist verðuga viðurkenningu sem útilífs- íþrótt og tekið verði tillit til þarfa skot- veiðimanna i löggjöf landsins. Auk fyrr- grcindra meginatriða er ætlunin að félag þetta útvegi hæfan kennara til þjálfunar félagsmanna I skotíþrótt og mcðfcrð skotvopna, skipulcggi æfingar og annist innkaup skotfæra og hvað eina annað það sem lotið gæti að hagsmunamálum skotvciðimanna. Settar hafa verið siða- reglur fyrir skotveiðimennina og scgir í þcim meðal annars að gæta skuli fyllsta öryggis i mcðferð skotvopna og að byssu skuli aldrei hlaða fyrr en vciðimaður sé reiðubúinn aðskjóta. Félagið mun hcita Skotvciðifélag islands og vcrður heimili þess og varnarþing í Reykjavik. Allir áhugamenn um skotveiðar sem reiðu- búnir eru til að tileinka sér rcglur varð- andi veiðarnar eru vclkonmir á stofn- fundinn. Arið 1956 var Volvo nr. 22 í röðinni... af skráðum bílum á íslandi. Volvo var þámeðsama markaðs- hluta og Fiat, 1,4% Áriö 1956 var að mörgu leyti gott Volvo ár, en við vorum sannfærðir um að gæði Volvobílanna myndu hækka okkur í sessi áður en langt um liði. Áriö 1966 sýndi að við höfðum rétt fyrir okkur. Volvo var þá nr. 9 í röðinni með 3,1 % markaðs- hluta. Áriö 1976 bættum viö um betur og náðum 5. sæti með 4,8% markaðshluta. Volvo var mest seldi bíllinn í sínum verðflokki, og lang mest seldi bíllinn í sínum stærðárflokki. í dag nálgumst við 4. sætiö óðfluga, enda hefur Volvo aldrei boðið jafn trausta og glæsilega bíla og fjölbreytt úrval. Nú má jafnvel Fiat fara að vara sig! Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.