Dagblaðið - 11.09.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 11.09.1978, Blaðsíða 8
Hún var kjörin ungfrú Bretland þessi „brúnetta” frá Wales fvrir skömmu og að venju brast hún I grát við verðlaunaveitinguna en huggaðist fljött enda verðlaunin 3500 pund eða jafnvirði rúmlega tveggja milljóna islenzkra kröna. Grandprix: TÍU BÍLAR í EINUM HNÚT Á FYRSTU ANDARTÖKUNUM Andretti öruggur heimsmeistari eftir aö Peterson var dreginn f ótbrotinn úr logandi f lakinu af Hunt og öðrum Keppendur og liðsstjórar sem tóku þátt i ítaska Grand prix kappakstrin- um í Monza eru sammála um að þar verði ekki keppt aftur fyrr en miklar endurbætur verði gerðar á brautinni. Hún sé hreinlega ekki lengur nægilega örugg og uppfylli ekki þær kröfur sem nú séu gerðar. Á fyrstu sekúndum keppninnar rákust tíu bifreiðar saman og þá slas- aðist elzti keppandinn, ítalinn Vittorio Brambilla, lífshættulega og Svíinn Ronnie Peterson fótbrotnaði alvar- lega. Hinn siðarnefndi komst naum- lega út úr brennandi bifreið sinni, er fjórir kappakstursmenn óðu inn i log- ana undir forustu Bretans James Hunt, sem losaði öryggisbelti Peter- sons. Var hann sagður við þolanlega líðan i gærkvöldi en ljóst er að hann mun ekki keppa meir á jyessu ári. Að lokinni keppninni var Mario Andretti frá Bandarikjunum krýndur heimsmeistari árið 1978 þar sem ljóst var að enginn annar gat ógnað hon- um, er Svíinn Peterson var úr leik. Hinn nýi heimsmeistari vildi eins og flestir aðrir keppendur hætta Monza keppninni eftir slysið i byrjun en stjórnendum keppninnar tókst að telja menn á að halda áfram eftir nærri þriggja stunda deilur og rökræður. Kom Andretti þá fyrstur I mark en vegna einnar mínútu refsingar fyrir brot í byrjun hlaut Niki Lauda frá Austurríki fyrsta sætið i þessari keppni. Ekkert gat þó komið i veg fyrir heimsmeistaratitil Andretti. Brautin í Monza hefur löngum þótt viðsjárverð og meira en fimmtíu dauðaslys hafa orðið þar á þeim fimm- tiu árum síðan hún var opnuð. Spariskór og stígvél nýkomin Litir drapp og svart Verðkr. 17.590, Póstsendum. Skösel Laugavegi 60 - Sími 21270 Utur rauðbrúnn. Verðkr. 25.950.- Lrtir svart og brúnt Verðkr. 17.690.- Margrét með 5% meira fylgi en Callaghan Skoðanakönnun, sem gerð var um allt Bretland rétt áður en Callaghan for- sætisráðherra tilkynnti að ekki yrðu haldnar almennar þingkosningar í haust, sýndu að Ihaldsflokkurinn fengi fimm af hundraði fleiri atkvæði en Verkamanna- flokkurinn. Áttu þessi fimm prósent að duga hinum fyrrnefndu til hreins meiri- hluta i neðri deild brezka þingsins og þar með tryggja Margaret Thatcher for- manni ihaldsmanna forsætisráðherra- tignina. Niðurstöður könnunarinnar þar sem 1044 kjósendur, sérstaklega valdir, voru spurðir voru að íhaldsflokkurinn fengi 47% atkvæða ef kosið yrði nú, Verka- mannaflokkurinn 42%, Frjálslyndi flokkurinn 8% og aðrir frambjóðendur 3%. Fyrri könnun, gerð á sams konar hátt sýndi að ihaldsmenn mundu 23. júní fá 46% atkvæða. Verkamannaflokkurinn 42%, Frjálslyndir 8% ogaðrir 4%. I tilkynningu Callaghans, sem birt var í sjónvarpi á fimmtudaginn var, sagði hann að þó svo að ríkisstjórn hans væri í minnihluta i neðri deild þingsins þá væri ákveðið að ekki yrði boðað til almennra kosninga nú i haust. Stjómin ætlaði að sitja i það minnsta til loka yfirstandandi þingtimabils. Búizt hafði verið við að Callaghan mundi boða kosningar í október. Hefur slikt legið i loftinu siðan i sumar, er Frjálslyndi flokkurinn tilkynnti að þingmenn hans mundu hætta stuðningi við stjórn Callaghans í mikilvægum málum á þingi. Margrét Thatcher formaður Ihalds- flokksins'og Uklegur forsætisráðherra Bretlands. DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 11. SEPTEMBER I978. Lyf gegn áfengi í blóði — drukknir ökumenn geta blekkt lögreglublöðruna Nýtt lyf, sem blekkt getur áfengis- mælingar lögreglunnar er væntanlegt á markað í Frakklandi innan skamms. Lyf þetta eyðir alkóhóli I blóðinu, þannig að ef menn eru látnir blása í blöðru lögreglunnar þá kemur ekki i Ijós að menn hafi verið að drekka. Lyf þetta er framleitt i Sviss og nefnist Alsaver. Lyfið hefur verið sam- þykkt af frönskum heilbrigðisyfir- völdum, en áður hefur það verið á markaði í Belgíu og Sviss. Er það ætlað til inntöku i byrjun megrunar kúra. Lyfið kemur á markað um svipað leyti og mjög hert viðurlög við ölvun við akstur lita dagsins Ijós. Lögreglan hefur nú fengið heimild til jíess að stöðva menn af handahófi til þess að gera áfengismælingar, án þess að bilstjórarnir hafi gert nokkuð af sér í umferðinni. Mikill áróður hefur verið rekinn gegn áfengisneyzlu samhliða bifreiðaakstri í Frakklandi að undan- förnu. M.a. hefur lögreglan gert „rassiur" og stöðvað hundruð bíla til þess að kanna hvort bilstjórinn hafi neytt áfengis. Ef alkóhólmagn i blóði fer 'yfir ákveðið mark, þá missa bílstjórarnir réttindi sín og hljóta háar sektir. Sé um ítrekað brot að ræða þýðir það fangelsisvist. Ekki kemur fram i fregnum af lyfi þessu hvort það komi í veg fyrir að áfengi mælist í blóðínu við nákvæma rannsókn eða aðeins við könnun andardráttar. WHO HELDUR AFRAM — þrátt fyrir dauða Keith Moon Hin fræga hljómsveit The Who hyggst halda áfram starfi þrátt fyrir dauða trommuleikara hljómsveitar- innar, Keith Moon, á fimmtudag. Moon lézt af ofneyzlu svefnlyfja. Talsmaður Peters Townshend, gitarleikara hljómsveitarinnar, sagði að ekki væru áætlaðir hljómleikar eða plötuupptökur hljómsveitarinnar á næstunni. En þegar áfram yrði haldið þá yrði fenginn staðgengill Keith Moons á trommurnar. Hann yrði þó varla einn af meðlimum hljómsveitar- innar, heldur aðeins trommuleikari, sem notaður yrði sem uppfylling. „Enginn, ekki nokkur mannleg vera, getur nokkurn tíma fyllt i hans skarð. Við elskuðum hann, en hann er látinn. Við viljum samt halda áfram,” sagði talsmaðurTownshend. Lik Moons fannst í íbúð hans, er unnusta hans, sænska sýningarstúlkan Annetle Walter-Lax, kom að honum. Það var aðeins fáum klukkustundum eftir að trúlofun þeirra var tilkynnt í samkvæmi sem Paul McCartney fv. bitill hélt. Kannað verður af völdum hvaða lyfs Moon lézt, en talsmaður hljóm- sveitarinnar sagði að lyfið væri Heminevrin, sem læknir Moons hefði látið hann fá. Bretland: NYVERSLUN V MEÐ SJÓNVARPSTÆKI 1 HLJÓMFLUTNINGSTÆKI A LJÓSMYNDAVÖRUR f íl' FISHER CcOSIIMA Finlux

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.