Dagblaðið - 11.09.1978, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 11.09.1978, Blaðsíða 32
 Kartöflur teknarupp: Uppskeran góð en áberandi sprungin — uppskeran mjöggóð víðast hvar á landinu „Jú, þetta er prýðileg uppskera. Sú bezta i mörg ár. En kartöflurnar eru nokkuð sprungnar og við vitum ekki hvers vegna þaðer." Þannig fórust orð miðaldra hjónum er DB menn hittu í kartöflugörðum Reykvikinga við Korpúlfsstaði í gær, en þar voru allnokkrir Reykvikingar farnir að taka upp kartöflur sínar. Greinilegt var að uppskeran var góð og ekki eftir neinu að biða með að taka upp. Ung hjón sem við hittum sögðust hafa sett niður heldur seinna en áður en nú voru þau mætt til leiks fyrr en flestir aðrir og ekki var annað að sjá en uppskeran væri prýðileg. Þau voru bæði með gullauga og ólafsrauð, stór- ar og góðar kartöflur en nokkuð bar á því að þær væru sprungnar. Sögðust þau telja að það stafaði af þvi að vöxturinn hefði verið of ör. Miðaldra hjón er voru þarna I fyrsta sinn sögðu að þetta væri betri uppskera, en þau hefðu fengið undan- farin ár, en þá hefðu þau verið með kartöflugarð í Kópavogi. Þau voru ánægð með kartöflugarðana við Korpúlfsstaði að öðru leyti en því að alveg vantaði kamar eða einhverja salernisaðstöðu fyrir fólk. Þau sögðu, að við DB-menn mættum koma þvi á framfæri, að þetta væri til háborinnar skammar. Fólk kæmi þarna upp eftir til að vera heilu og hálfu dagana við að taka upp og þvi væri mikið óhagræði að því að geta ekki komizt á salerni. Dagblaðið hefur einnig fregnað að uppskera sé mjög góð i Þykkvabænum og raunar viðast hvar á landinu. GAJ » Nammi, nammi, namm......... hún Hjördís litla var betri en enginn við kartöfluupptökuna og stundum vildi hún meira að segja háma í sig glæný jarðeplin. — DB-mynd Ari. / Stolinn bfll fannst íhjarta borgarinnar — með margar stöðumæiasektir Aðfaranótt sunnudagsins þriðja september var bifreið stolið þar sem hún stóð við heimili eiganda síns i Stórholti. Var lögreglu tilkynnt hvarfið og á annan hátt gert viðvart um það, meðal annars í dagblaði. Allt kom fyrir ekki og ekki fannst billinn. Eigandinn, sem er mjög fullorðinn maður og ekki heill heilsu, fór á stúfana í gær til þess að svipast um eftirbílnum týnda. Segir ekki af ferðum hans fyrr en við bílastæði við Suðurgötu-Túngötu. Þar stóð bíllinn við stöðumæli og hafði fengið nokkrar sektir. Billinn var alveg óskemmdur og ólæstur. „Ég er auðvitað ósköp fenginn,” sagði eigandi bílsins við DB í morgun. „Mér datt strax i hug, að einhverjir unglingar hefðu tekið bílinn á leið frá skemmtistað hér í grenndinni og skilið hann eftir niðri í bæ. Þetta reyndist rétt,” sagði eigandinn. -BS. 3 árekstrar á 10 mínútum Þrir árekstrar urðu á tiu mínútum i Kópavogi í morgun, og allt á stampi hjá lögreglunni. 1 einu tilfellanna var ekið á 7 ára dreng á mótum Nýbýla- vegar og Álfabrekku. Hann slapp litt meiddur. Vitni sá þetta slys og var það maður sem ók rauðum bíl. Til hans þarf Kópavogslögreglan að ná og biður hann að hafa samband. Á Kársnesbraut var ekið aftan á strætisvagn og bílar rákust saman við Digranesskóla. Meiðsli urðu ekki, en eignatjón. -ASt. AÐALSTEINN TEKUR VIÐ MENN- INGARRITSTJÓRN DAGBLAÐSINS Dagblaðið býður Aðalstein Ingólfs- son, listfræðing velkominn I raðir rit- stjórnarmanna blaðsins. Um síðustu mánaðamót tók Aðalsteinn við starfi ritstjóra menningarskrifa i blaðinu. Aðalsteinn er 30 ára Njarðvikingur. Hann nam bókmenntir í St. Andrews I Skotlandi og lauk meistaraprófi þaðan. Var hann síðan ár i Flórens á Ítaliu við rám og störf og lauk tiámi i listasögu frá University of London 1974. Síðan hefur Aðalsteinn kennt við Myndlista- og handiðaskólann, Háskóla Íslands, unnið við blaða- mennsku m.a. við Dagblaðið frá upphafi, og framkvæmdastjóri listráðs við Kjarvalsstaði var Aðalsteinn frá því 1976—78. Þá hefur Aðalsteinn unnið að sjónvarpsþáttum um listir og menningu. Aðalsteinn er sonur Ingólfs Aðalsteinssonar, hitaveitustjóra Hita- veitu Suðurnesja, og konu hans ingi- Aöalsteinn lngöltsson bjargar Ólafsdóttur. Kvæntur er Aðalsteinn Janet Shepherd Ingólfsson og eiga þau eina dóttur. JBP frfálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR 11. SEPT. J97g Loðnuaflinn þúsund tonn — orðinn mun meiri en ásamatímaífyrra Aflinn á sumarloðnuvertíðinni nú er orðinn um 185 þús. tonn. skv. upplýsingum loðnunefndar í morgun. Þann 10. sept. I fyrra var hann orðinn 114 þús. tonn, svo útkoman er talsvert betri nú þrátt fyrir ýmsa erfiðleika svo sem mikla átu um tima og hafís yfir vesturveiðisvæðinu. Nú eru bátarnir við Jan Mayen. Er 36 til 40 stunda sigling af miðunum þar til nálægustu hafnar á Austurlandi. Bræla var þar.nú um helgina og í morg- un var ekki vitað hvort hún var gengin niður. -G.S. BifreiðarBreið- holtshf. seldar: Allmennar tryggingar og B M Vallá meðal kaupenda Almennar tryggingar hf. og Steypustöð BM Vallá voru meðal þeirra aðila er keyptu bifreiðar Breiðholts hf. sem seldar voru á uppboði í Vökuportinu á laugardaginn. Að sögn Jónasar Gústavssonar, borg- arfógeta, voru seldir 2 dráttarbílar, 4 steypubilar, I vörubíll og I steypudælubíll. Ein grafa sem var á uppboðinu gekk ekki út. Kaupendur greiddu samtals 22 milljónir og 732 þúsund krónur fyrir bifreiðarnar. Fógeti fær auk þess sölulaun sem nema þremur prósentum af kaupverði. Breiðholt hf. hefur átt i alvarlegum fjárhagserfiðleikum um hríð og enn er ekki vitað hvenær eða hvort úr rætist. Uppboðið á laugardaginn þykir ekki styrkja stöðu fyrirtækisins. -GM. Úr búri á bensínstöð Hann mun vera finku-ættar þessi smáfugl, sem flögraði inn á bensinstöðina við Kleppsveg I gærdag. Einhver hefur misst hann út úr íbúð sinni og saknar nú vinar i stað. Eflaust geta sölumennirnir hjá Skeljungi við Kleppsveg komið fugli og eiganda i samband að nýju. — DB-mynd Ari. /yKaupið^ ,5 TÖLVUR. * |3g OGTÖLVUUR B AN K ASTRÆTI8

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.