Dagblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15.SEPTEMBER 1978. 9 Camp David fundur dregst á langinn — Bandaríkin leggja gíf urlega áherzlu á að árangur náist á fundinum sem gæti staðiðframáhelgi Þrátt fyrir miklar tilraunir viröist svo sem Jimmy Carter Bandarikjafor- seta hafi ekki tekizt að koma friðar- viðræðum milli Sadats Egyptalands- forseta og Begins forsætisráðherra Ísraels á einhvern verulegan rekspöl á fundi þeirra þremenninga í Camp David i Maryland. Talsmenn Banda- ríkjaforseta hafa sagt að nokkur árangur hafi náðst en þó var talið í morgun að tæplega yrði hægt að Ijúka fundinum í dag eins og ráðgert hafði verið. Hafa þjóðarleiðtogarnir nú setið á fundum i tíu daga. Jafnvel er búizt við að fundur verði um alla næstu helgi þrátt fyrir að Carter for- seti hafi verið á stöðugum fundum í gær baeöi með fulltrúum Egypta og ísraelsmanna. Talsmenn Carters hafa ítrekað varað við of mikilli bjartsýni um beinan árangur viðræðnanna í Camp David en þó hefur áður verið sagt frá þvi að tekizt hafi að eyða þeirri per- sónulegu óvild sem verið hafi milli þeirra Sadats og Begins. Dagblaðið Al-Ahram i Cairo er ekki bjartsýnt um árangur viðræðnanna og segir þar að ísrael hafi tekið þá afstöðu til mála að búast megi við algjöri árangursleysi i viðræðum þremenninganna í Camp David. Blaðið segir að algjör neitun Begins á brottflutningi ísraelsks herliðs frá vesturbakka árinnar Jórdan valdi nær óleysanlegum vanda í viðræðunum. Sagði að enn væri langt til sam komulags milli Egypta og Israels- manna. Vestrænir sendimenn í Cairc töldu að með þessum skrifum egypzka blaðsins væri verið að undirbúa Egypta undir hugsanlegt árangursleysi fundarins í Camp David. Greinilegt er að Bandaríkjastjórn leggur gífurlegt kapp á að merkjanlegur árangur náist á fund- unum. Carter forseti hélt samtals sextán klukkustunda fundi með ráða mönnum Israels og Egyptalands i gær. Cyrus Vance utanríkisráðherra Bandaríkjanna tekur einnig þátt i fundunum auk Walter Mondale vara- forseta. Allir þessir ráðamenn hafa undanfarna daga rætt við báða deiluaðila af miklum móð undanfarna daga. Erlendar fréttir Nicaragua: Harðnandiátök Aukin harka færðist í bardaga i Nicaragua í gær. Sveitir þjóðvarð- liða, sem styðja Somoza forseta landsins, sóttu ákaft að þrem borgum, sem eru í höndum upp- reisnarmanna. Voru sveitirnar studdar bæði herflugvélum og þyrlum. ísrael: Ráðherra segir afsér Samgönguráðherra Israels, Meir Amit sem áður var yfirmaður leyniþjónustu landsins, sagði af sér í gær. Telur hann að Begin for- sætisráðherra hafi ekki gert nægi- lega mikið til þess að koma á friðarsamningum við Egyptaland. Suður-Afríka: Ráðiztinní hverfi svertingja Tveir svertingjar féllu og eitt ungbarn tróðst undir er suður- afriska lögreglan réðst inn i hverfi svertingja nærri borginni Cape Town i gær. Að sögn yfirmanna’ lögreglunnar voru þeir að koma i veg fyrir óeirðir en að sögn sjónar- votta voru mörg hundruð manns handteknir. Nokkrn .lagar eru liðnir síðan minnz var þess að ár er liðið frá dauða blökkumanna- leiðtogans Steve Bikos, sem talinn er hafa verið barinn til bana i gæzlu suður-afrísku lögreglunnar. Miklar óeirðir hafa verið i lran að undanförnu og vitað er að margir hafa fallið. Stjórnarandstæðingar saka stjórn landsins um að falsa tölur fallinna og segja þá skipta hundruðum en ekki tugum eins og opinberar tölur bera með sér. Ástæður óeirðanna eru bæði taldar vera óánægja frjálslyndra með stefnu stjórnar keisar- ans og einnig munu ihaldssamir múhameðstrúarmenn vera andvigir ýmsum breyt- ingum i frjálsræðisátt i þjóðfélaginu. Washington: Mýsnar aö ná völd um í skrifstofum öldungadeildar — truf la jaf nvel mikilvægustu f undi með tisti sínu Skrifstofur öldungadeildarþingmanna á Bandarikjaþingi eru fullar af músum og byggingin er eitt allsherjar músa- hreiður að sögn William Proxmire, eins þingmannanna. Fræddi hann starfs- félaga sína á þessu í gær. Segir þingmaðurinn að þrátt fyrir miklar tilraunir til að útrýma músunum þá fjölgi þeim stöðugt og ráða nú lögum og lofum um alla bygginguna. „Þegar ég ræði um mýs, þá á ég við heilan herskara af músum,” sagði þing- maðurinn. „Þetta eru allar tegundir af músum, svartar mýs, brúnar mýs, hvítar mýs, mjúkhærðar mýs, bröndóttar, með stutt skott eða langt, feitar mýs, mjóar mýs, grimmar mýs og gæfar mýs, sem sagt allar tegundir,” sagði Proxmire í ræðu sinni i öldungadeildinni. „Enginn þekkir mýs i raun fyrr en hafa séð þær gleypa i sig fulla skál af eitri og siðan leita eftir meiru af sliku. Þær eru orðar óþolandi djarfar og hreint óþolandi að þurfa að hlusta á nagið og tistið i þeim jafnvel á mikilvægustu nefndarfundum,” sagði þingmaðurinn. „Mýsnar í byggingunni hafa ekki nokkra sómatilfinningu og skortir alla kurteisi.” Spennandi keppni — Góð verðlaun Björgunarsveitin Stakkur Torfæruaksturskeppni Björgunarsveitin Stakkur í Keflavík heldur torfæruaksturskeppni við Grindavík sunnudaginn 17. sept. og hefst kl. 14. Væntanlegir keppendur láti skrá sig í símum 92-2874 (Ragnar) eða 92-2009 (Verzl. Duus) fyrir hádegi laugardaginn 16. sept.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.