Dagblaðið - 15.09.1978, Qupperneq 10

Dagblaðið - 15.09.1978, Qupperneq 10
10 BIABIB frfalst, úháð dagblað Skrifatofustjórí ritatjómar. Atii Stainaraaon og Ómai Útgefand! OagbiaðUfhf. Framkvœ- daatjóri: Svoinn R. Eyjóífaaon. Rhstjóri: JÓnasf Fréttaatjón; Jón Birgir Péturason. RitstjómarfuRtrúi: Haukur Halga Jóhannatn ReykdaL íþróttir. Halur Simonarson. Aðstoóari Valdimarsson. Handrit: Ásgrimur Póiaaon. _____ ' _ Blaðamenn: Arrna Bjamáson7%s£jr Tömasson, Bragi Slgurðsson, Dóra Stafénsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Guðmundúr Magnússon, Halur Halsson, Helgi Pótursson, Jónqs Haraldsson, Ókfgr Geirsson, Ótafur Jónssor^ Ragnar L&r., Ragnhaiður Kristjénsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Pálsfon. ^ Ljósmyndi.: Ari Kristinsson Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Höröur Vlhjélmssoiv Ragnar Th. Sigufösson, Sveinn Þormóðssdn. •• ' Skrifstofustjóri: ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þr&inn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Már E.M. HaSldórsson. Ritstjóm Síöumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeðd, auglýstngar ogskrifstöfur ÞvoriioKi 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 Hnur). Áskrift 2000 kr. á mánuði innanlands. í iausasölu 100 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: . Árygkur hf. Skeifunni 10. Merkilegar bókhaldskúnstir Bókhaldslist Alþýðubandalagsins, sem nú ríkir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar í kjaramálum, er um margt sérkennileg. Vafalaust veitist launþegum þungt að gera upp hug sinn, hvort þeim líka þær betur eða verr. Dæmið verður ekki full- reiknað, fyrr en upp verður staðið að loknu árinu, og unnt að gera upp, hvort menn hafa meira eða minna í pyngju sinni, eftir að tillit hefur verið tekið til verðbólgu og skatta. Meginatriði bókfærslu Alþýðubandalagsins var, að „samningarnir i gildi” yrði fært launþegum til tekna. Sú krafa yrði uppfyllt. Þetta var síðan einungis talið unnt að gera upp að vissu þaki, sem sett var við 233 þúsund króna mánaðarlaun. Engu að síður segja alþýðubanda- lagsmenn, að við kosningaloforð hafi verið staðið. Þeir hafi aldrei ætlað sér lengra. Sú fullyrðing er þó röng. Al- þýðubandalagsmenn stóðu án takmarkana að kröfunni um samningana í gildi. Þegar búið er að færa „samningana í gildi” launþegum til tekna, er jafnóðum tekið af þeim aftur með skatta- hækkunum. Þar með er jöfnuður í þessu bókhaldi. Mikill fjöldi launþega lendir í viðbótarsköttunum. í reyndinni hafa samningarnir ekki tekið gildi nema fyrir launþega með nálægt miðlungstekjum. Sumir þeir, sem eru fyrir ofan, hafa fengið einhverjar krónur, sem af þeim verða teknar með sköttum. Hinir lægstlaunuðu hafa yfirleitt lægri laun eftir aðgerðir ríkisstjórnarinnar, vegna þess að niðurfærsla verðlags lækkaði verðbætur þessa fólks niður fyrir það, sem var undir kerfi fyrrver- andi ríkisstjórnar. Af félögum Alþýðusambandsins er það einungis fólk með laun frá nokkuð undir til nokkuð yfir 200 þúsund krónur á mánuði, sem hagnast á þessari bókhaldslist ríkisstjórnarinnar með laun og skatta. Þessi atriði er rétt að hafa í huga, þegar menn líta á fullyrðingar stjórnarliða um, að orðið hafi verið við aðal- kröfu launþegasamtakanna. Samningarnir eru í reynd ekkert frekar í gildi en áður. Mörgum launþegum kann þó að virðast rétt að veita hinni nýju ríkisstjórn ráðrúm til að sýna til fulls, hvað hún er að fara í kjaramálum. Spurning er, hversu lengi mun eima eftir af verðlækkun stjórnvalda. Þótt hinir lægstlaunuðu fái ekkert hærra kaup við aðgerðirnar, njóta þeir öðrum fremur góðs af verðlækkun á matvör- um, þar sem útgjöld til þeirra vara eru tiltölulega mikill hluti af heildarútgjöldum þeirra. Margt dregur þó úr gildi þessarar verðlækkunar. Fimmtán prósent gengisfelling mun smám saman valda nær ámóta verðhækkun á innfluttum vörum, sem vegur upp á móti niðurfellingu söluskatts á matvörum og keyrir upp verð á öðrum vörum. Innfluttar vörur hækka einnig jafnt og þétt, þótt verðbólga sé erlendis miklu minni en hér. Gengi krónunnar mun halda áfram á niðurleið og leiða til frekari verðhækkunar á innfluttum vörum. Verðlagsgrundvöllur landbúnaðarvara mun halda áfram að hækka vegna ýmissa hækkana annarra en launa. Búvöruverðið stefnir áfram upp. í þetta sinn tókst með gífurlegri aukningu niðurgreiðslna, sem skattborg- arar greiða, að koma verði sumra búvara nokkuð niður og vega á móti hækkun, sem ella hefði orðið. Ekki er ólíklegt, að eftir allar bókhaldskúnstirnar muni launþegar brátt standa í svipuðum sporum og fyrir þær. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15.SEPTEMBER 1978. «•”»'** Lesbíur vilja fá að fæða glasabörn — feðurnir mega ekki hafa venjulegar kynhneigðir og kennarar barnanna ekki heldur Samtök bandariskra lesbía sam- þykktu nýlega á þingi sínu að þær vildu stefna að því að hálf milljón kvenna sem hafa sams konar kyn- ferðislegar tilfinningar ættu börn á næstu fjórum árum. Vilja þær að frjóvgunin fari fram i tilraunaglösum; aðferð sem mjög hefur verið umrædd að undanförnu. Telja lesbíurnar að tvö hundruð þúsund þessara fæðinga ættu að verða i New York borg. „Allar skoðanasystur okkar verða beðnar um að leggja sitt fram til að vinna málstað okkar fylgi með því að eignast slík tilraunaglasabörn,” segir i ályktun fundarins. Ekki segjast þær vera að reyna að skapa neitt „super” kvenkyn heldur vilji þær með þessu vinna málstað sínum fylgi í framtíð- inni. Fundur lesbíanna var haldinn í borginni Normal í Illinois. Fulltrúar frá New York skrýddust við brottför- ina af þinginu skyrtum sem merktar voru slagorðunum „I’m a Normal Lesbian”. Þær voru hlaðnar áróðurs- bæklingum og skýrslum sem fjölluðu um málstaðinn, auk þess áætlunum um fjársöfnun um öll Bandaríkin. Eftir einni forystukonu hreyfingar- innar var haft að jafnvel þó börn þeirra hefðu ekki kynferðislegan áhugaásamakyni mundu þau þóallt- énd hafa góðan skilning á afstöðu móður sinnar til þeirra mála. Málstaður móðurinnar yrði sem sagt málstaður barnsins. Þegar lesbiurnar ræða um að vinna málstað sínum fylgi í framtíðinni með barneignum eiga þær við að at- kvæðum þeim í vil mundi fjölga. Þar sem kosningaáhugi er ekki mjög mikill í Bandarikjunum geta nokkur þúsund atkvæði, sem falla á einn veg, haft mikið gildi. Sérstaklega á þetta þó við i héraðs- eða hverfakosningum. Lesbí- urnar telja að fæðing hálfrar milljónar barna á fjórum árum verði ekki erfið i framkvæmd. Þess er þó alveg látið ógetið frá þeirra hendi að nokkrir erfiðleikar geti orðið við hina svoköll- uðu tilraunaglasfrjóvgun. Þær segjast vera hlutfallslega samstæður hópur og að sú samstaða hafi skapazt til varnar utanaðkomandi áreitni. Nú ætli þær að nota samstöðuna til að aðstoða hver aðra við fæðingarnar, sem þær segja að muni hafa áhrif um öll Banda- ríkin í framtiðinni. Forustukonur hreyfingar lesbianna telja að ef þær fái þessu baráttumáli sinu framgengt verði byltingarkennd breyting í bandarisku þjóðfélagi. Sú gagnrýni sem þær hafa orðið fyrir mundi að þeirra áliti missa að veru- legu leyti marks ef þær færu að geta af sér börn. „Við höfum of lengi rætt um þá nauðsynlegu byltingu sem verða þyrfti á afstöðunni til okkar,” sagöi ein for- ystukona lesbíanna. „Ekkert hefur gerzt og mun ekki gerast. Núna skilj- um við að eina leiðin er að fæða af okkur stuðningsmenn; — það er okkar vegur til sigurs,” sagði forustukonan. Lesbíumar telja þó að ekki sé rétt að þær fái sæði frá karlmönnum með kynhneigðir til kvenna. Slikt telja þær af og frá. Bæði mundi það koma í veg fyrir alla möguleika á marktækum rannsóknum á því hvort afbrigðileg kynhneigð sé ættgeng. Sæðið þarf þvi að vera frá mönnum með kynhneigðir til karla að áliti lesbíanna. Á þann hátt mætti sem sagt finna raunverulegar orsakir fyrir afbrigðilegri kynhneigð. Einnig er bent á að pólitísk áhrif mikils fjölda fæðinga lesbia mundu verða gifurleg. Stjórnmálamenn yrðu að taka tillit til þeirra. Krafizt yrði þess að kennarar barnanna yrðu lesbí- ur eða kynvilltir svo jsau rugluðust ekki í ríminu i skólanum að sögn tals- kvennanna. Lesbíurnar segja einnig að margir þeirra sem andvígir séu réttindum þeirra séu einnig andvígir réttindum til frjálsra fóstureyðinga. Svo gæti því farið að þegar það fólk sjái hópa lesbía gangandi, þungaðar, um götur banda- rískra borga, þá heimti það rýmkaðar reglur um fóstureyðingar. Ekki vildu þær þó fallast á það að svo mikill fjöldi þungaðra lesbía mundi leiða til þess að allar þungaðar konur yrðu álitnar lesbíur. Eru þetta feður framtíðarinnar? Kynvilltir bandarískir karlmenn stlga dans eink- ar snyrtilega klæddir. _ Undanfarið hafa staðið yfir nokkrar umræður um þær upplýsingar, sem verðlagsstjóri gaf fyrir skömmu, þess efnis, að kaupverð tiltekinna vöruteg- unda, sem íslenzkir innflytjendur kaupa í viðskiptalöndum sínum, sé mun hærra, 20—25%, en það, sem sömu eða sams konar vörur eru seldar á, jafnvel frá sömu aðilum, til ná- grannalanda okkar. Alvarlegt mál Að sjálfsögðu fer ekki milli mála að hér er alvarlegt mál á ferð, hvort sem löglega eða ólöglega hefur verið að því staðið af hálfu innflytjenda. Hafi hið síðarnefnda skeð er það enn eitt dæmið um þá spillingu og sviksemi, sem svo víða stendur föstum fótum í þjóðlífi okkar. Hafi lög ekki verið brotin er málið engu að síður alvar- legt. Könnun verðlagsyfirvalda bendir til, að hið alltof háa innkaupsverð sé miklu víðar fyrir hendi en hún sjálf náði til. En sé það almennt svo, að inn- kaupsverð á innfluttum vörum sé svo óhagstætt og miklum mun hærra en nágrannar okkar búa við, er bæði aug- Ijóst hve neikvæð áhrif það hefur haft á lifskjör landsmanna og hvílikan þátt það hefur átt I hinni miklu dýrtíð og verðbólgu hér á landi. Því verður að treysta, að hinn nýi viðskiptaráðherra hafi forystu um að þetta alvörumál verði krufið til mergjar og þeirri svik- semi síðan útrýmt, sem fyrir hendi kann að vera. 1 leiðinni má raunar einnig benda á hin miklu söluskatt- svik, sem talin eru vera fyrir hendi, vonandi lætur hann ekki ógert að ganga til baráttu við þau. Innflutningsverzlun- in er stöðnuð í huga venjulegs neytanda er það umhugsunarefni með hverjum hætti verzlunin hefur.þróazt hér á landi síð- ustu árin. Smásöluverzlunin hefur gjörbreytzt yfir í stórverzlanir, sem bæði bjóða meira vöruúrval og lægra vöruverð, að manni hefur skilizt á skýrslum verðlagsyfirvalda. Slík þróun hefur þvi verið neytendum í hag og já- kvæð frá almennu sjónarmiði. En hefur innflutningsverzlunin þróazt með sama hætti? Hafa til dæmis myndazt sterk hópsamtök innflytj- Kjallarinn Sigurður E. Guðmundsson enda, sem hafa komið þvi til leiðar, að neytendur eigi kost á meira vöruúrvali á mun lægra verði en ella? Ekki hefur þess orðið vart. Sannast sagna virðist algjör stöðnun hafa rikt í skipulagi innflutningsverzlunarinnar, enn sem fyrr eru hundruð eða þúsundir inn- flytjenda að basla við alls kyns inn- flutning, smáan eða stóran, með til- heyrandi skrifstofum og starfsfólki. Vafalaust er innflutningsverzlunin stærsta, mannfrekasta og dýrasta bákn, sem á þessari þjóð hvílir. Og er þá mikið sagt. Með gjörbreyttu skipu- lagi hennar væri vafalaust hægt að spara fjármuni, sem frekar næmu milljörðum króna en milljónum. Þrjár- fjórar innflutningsheildir, sem hefðu mest alla innflutningsverzlunina með höndum, gætu vafalaust sparað sam- félaginu stórfé, hvernig sem á er litið. — Enhvaðum farmgjöldin? Þótt benda megi á margt fleira, sem miður fer I innflutningsverzluninni, skal hér látið staðar numið, enda átti pistillinn að fjalla um annað. Ætlunin var að benda á, að ekki eigi aðeins hið alltof háa innflutningsverð sinn drjúga þátt i þeirri ógnardýrtíð, sem hér hefur rikt og rikir, heldur séu flutningsgjöld- in á innflutningsvörunni vafalaust einnig snar þáttur þar i. Um það er að visu sárafátt vitað þvi ekki er vitað til að Alþingi og rikisstjórn hafi á um- liðnum árum fjallað um og því siður mótað neina sérstaka stefnu á því mikilvæga sviði, sem flutningar til landsins og frá þvi eru. Raunar munu flutningsgjöld skipafélaganna hafa þurft blessun Viðskiptamálaráðuneyt- isins hverju sinni en ekki virðist hafa staðið mikið á henni nokkru sinni. Að öðru leyti hafa skipafélögin, einkum „óskabarnið”, Eimskipafélag íslands, farið sínu fram. Aldrei hefur verið fjallað um það á opinberum vettvangi hvaða sjónarmið hafa verið lögð til grundvallar þeirri stefnu, sem félagið hefur mótað i flutningamálunum. Á siðustu árum hefur skipafloti þess gjörbreytzt. Gömlu skipin hafa flest verið seld og í staðinn hefur mikill fjöldi misjafnlega nýrra skipa verið keyptur, sem eru mjög misjöfn að stærð.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.