Dagblaðið - 15.09.1978, Qupperneq 17

Dagblaðið - 15.09.1978, Qupperneq 17
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978. 21 Faðir, sonur og dóttír Peter Ustinov, sem er 56 ára gamall, er nú að Ijúka við sfna tuttugustu mynd og heitir hún Þjðfurinn frá Bagdad, og verður hún sennilega frumsýnd um jólin. í þessari sögu úr 1001 nótt fer Ustinov með hlutverk gimsteinaklædds kalffa, sem fyrir utan stjórnarmálefni hefur áhyggjur af dóttur sinni, sem er mjög kynþokkafull og viljaföst. Hlutverk dótt- urinnar i myndinni er f höndum Pavla Ustinov, 23 ára dóttur Peters. Peter Ustinov hefur verið giftur fjórum sinnum og á fjögur böm (fyrir utan það er hann höfundur þriggja bóka og 17 leikrita). Einn af sonum Peters hefur einnig fetað f fótspor föðurins, en hann fer með eitt hlutverk i nýju myndinni. Hann heitir Igor Ustinov. Á myndunum sjáum við fjölskylduna i hlutverkum sinum f mynd- inni Þjófurinn frá Bagdad. Þaö eru ekki allir eins og hann Charlie Charles sem hjólar um á minnsta reiðhjóli í heimi. En Charlie hjólar í sirkus í Las Vegas, við mikinn fögnuð þeirra sem á horfa. Eftir að Charlie er búinn að hjóla getur hann síðan haldið á reiðhjólinu sínu heim, eða jafnvel hjólað, hvort sem honum þykir henta betur. Blaðburðarfólk vantar / eftirtatín hverfi frá 1. september Bergstaðastræti Melar Vogar 2 Skipasund Skúlagata Arnarnes Stigahlíð Uppl. á afgreiðslunni ísíma27022. BIAÐIB Hefurðu komið á sérkenni/ega staði? Við erum á VIKUNNI, sími 27022. VIKANhefur áhuga á að heyra frá þér. Við tölum ná ekki um ef þú átt skemmtilegar myndir úr ferðalaginu. Hugmyndin er sú að með því að segja frá ferðalaginu þínu gœtum við ef til vill aukið á fiölbreytniferðalaga „landans”. Látum fylgja gagnlegar upplýsingar af hverju tagi, um kostnað, mat, gistihús, bílaleigur og þar fram eftir götunum. Láttu heyra jrá þér.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.