Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.09.1978, Qupperneq 7

Dagblaðið - 23.09.1978, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDÁGUR 23. SEPTEMBER 1978. 7 Íslenzkar smáflugvélar eru aðaltengiliðurinn við umheiminn. Hér er vél frá Sverri Þóroddssyni á vellinum og marga dreif að. Jafnvel eskimóar telja vart byggilegt í Meistaravík á Grænlandi: Þar eru flugvélar, snjó- plógar og sleðahundar einu samgöngutækin —skíði og snjóþrúgur hluti af skófatnaðinum Flugskilyrði á Grænlandi eru oft erflð. Hér flýgur Helgi Yngvason blindflug i gegn um iskristalla á leiðinni. Þegar blaðamaður DG kom inn til lendingar I Meistaravik á Grænlandi i flugvél flugfélags Sverris Þóroddssonar, skildi hann að jafnvel eskimóum þykir staðurínn ekki fýsilegur til búsetu. Þar var alhvit jörð og frost. Umhverf- ið eyðilegt, skreytt borgarísjökum á floti undan ströndinni. Þrátt fyrir það er þarna litið þorp vísindamanna og þrátt fyrir fæð okkar Islendinga eigum við þar einn fulltrúa, sem jafnframt er eina kon- an og húsmóðirin á staðnum. Heitir hún Karen Jónsdóttir, svo sem DB skýrði frá fyrr i vikunni. Vísindamennirnir fást einkum við veðurfræði og jarðfræðirannsóknir og um tima var islenzk flugvél frá Vængj- um ásamt íslenzkri áhöfn I Meistaravik og stundaði málmleitarflug þaðan með árangri. I september er veturinn ekki skollinn á fyrir alvöru þrátt fyrir snjó og frost. Því skildi leikmaöur ekki strax hvers vegna farartækin eru flugvélar, til að komast til og frá staðnum, öflugar jarð- ýtur, þótt ekkert jarðrask standi fyrir dyrum, fjórhjóladrifnir bílar með snjó- plógum framan á, þriggja hjóla létt Honda torfærumótorhjól og loks sleða- hundar til að gripa til þegar öU önnur ráð þrjóta. Við útidyr húsanna má hvarvetna sjá skiði og snjóþrúgur, sem eru nánast hluti af skóbúnaði yfir harðasta vetrar- tímann, auk þess sem þar hanga góðar snjóskóflur og strákústar. Vísindamennirnir dveljast þarna aðeins um tíma hver, enda getur þessi einangrun orðið mörgum þrúgandi. Aðaltengiliðurinn við umheiminn eru ís- lenzkar smáflugvélar sem flytja vísinda- mönnunum ýmsar nauðsynjar og þá til ogfrástaðnum. Þegar lent var þar í siðustu viku á góðum flugvelli á íslenzkan mælikvarða komu allflestir niöur á flugvöll til að sjá ný andlit, þó ekki væri annað. Aðrir áttu þangað erindi til að taka á móti varningi sem flugvélin flutti rannsóknarleiðangri sem þar er i nágrenninu. ■ GS. öflugir, þýzkir, fjórhjóladrifsbilar af jeppaætt, búnir snjóþeyturum, og sterklegar jarðýtur eru meðal samgöngutækja Meistaravfkurbúa á veturna. Létt Honda skófatnaði heimamanna. virðast vera hluti af nauðsynlegasta .(■MWB" «> ■» ■ * * _ ^ ^ ^ . Þegar allt um þrýtur er svo gripið til sleðahundanna sem i fristundum ala af sér af- kvæmi sem hér sjást ásamt móður sinni. Prœlsterkir stálofnar Framleiðum samkvæmt íslenskri hönnun, nýja tegund stálofna sem eru sérstaklega ætlaðir til að þola og nýta hitaveituvatn sem best. Ofnar þessir henta einnig mjög vel við önnur kerfi. Þsireru: ★ Framleiddir úr þykkara og sterkara efni en aörir ofnar hérlendis. ★ Fyrirferöalitlir, falla vel (umhverfiö. Þykkt frá 15 mm. Einfaldir, tvöfaldir, þrefaldir eöa fjórfaldir, eftir aöstæöum, til bestu hitanýtnf fyrir hvern oq einn. *■ Lágt verö, leitiö tilboöa. Stuttur afgreiöslufrestur. M STfiLOFNfiRHF. rr SMIOJUVEG 58 - KÓPAVOGI - SÍMI73880

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.