Dagblaðið - 23.09.1978, Page 13

Dagblaðið - 23.09.1978, Page 13
 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978. Plymouth Road Runner340árg. '72 kynntur: Fimm hundruð vinnustundir fóru i málningarvinnuna Bíllinn sem við kynnum að þessu sinni var smíðaður árið 1972 í Chrysl- er verksmiöjunum. Hann hlaut nafnið Plymouth Road Runner 340 og var fluttur til Fort Worth i Texas þar sem hann var seldur. Tveir bræður keyptu bílinn og áttu hann saman um skeið. Sumarið 1975 brugðu þeir sér í ferða- lag og lá leið þeirra til Florida. Er þangað kom urðu bræðurnir ósáttir og það svo að þeir seldu bílinn. Þar festi islendingur kaup á honum og flutti til landsins. Ári seinna kaupir núverandi eigandi, Hjörtur Reynarsson, prentari i Keflavik, bilinn. í sandspyrnu Haustið 1977 lætur Hjörtur skrá sig í islandsmótið í sandspymu, og fer að búa bílinn undir hana meðal annars með því að breyta dempara- festingum og hækka bílinn upp að aft- an til þess að terrur komist fyrir undir honum. Nokkrum dögum fyrir keppnina fer Hjörtur upp á Garðsveg til að prófa bílinn. Stillir hann bílnum upp og spyrnir honum. Þegar Road Runnerinn er búinn að ná góðri sigl- ingu sér Hjörtur skyndilega Ijóslausan Rambler fyrir framan sig i Ijósgeislan- um frá sinum bíl. Hjörtur neglir bremsurnar niður en þar sem Road Runnerinn var á heldur meiri ferð en almennt gerist sá hann fram á að hann myndi lenda aftan á „Bleranum”. Hann sveigði því bilinn í skyndi út af veginum. Lenti hann þar í moldarflagi og snerist Road Runnerinn einn og hálfan hring i flaginu. Varönnur hlið bílsins þakin mold og felgurnar fullar af mold, en billinn hafði runnið langa leiö út á hlið i flaginu. Þegar Hjörtur náði aftur stjórn á bílnum þrykkti hann skiptingunni í fyrsta og hugðist ná ökumanni Blerans og veita honum alvarlegt tiltal fyrir að aka um Ijóslaus I svarta myrkri. Þeytti hann Road Runnernum aftur upp á Garðsveginn en þá losnaði krómhring- ur af framfelgu og þeyttist upp í hjóla- skálina með miklum skruðningum og látum. Hélt Hjörtur að bíllinn væri að hrynja og stöðvaði hann en Blerinn slapp jafn Ijóslaus og fyrr út í myrkrið. Hjörtur keppti svo i sandspyrnunni og stóð sig vel. Hann lenti í þriðja sæti fólksbilaflokksins og var bezti tími hans8,68sek. Tækniatriði Vélin i Road Runnernum er 340 kúbiktommur að rúmmáli. Er hún að mestu óbreytt frá þvi að hún kom frá verksmiðjunni. Hjörtur er þó búinn að setja á hana Weiand X celerator sog- grein með 780 cfm Holley blöndungi. Einnig setti hann JR flækjur á vélina og annan knastás. Er knastásinn Fire- ball ás frá Crane. Er hann 300 gráðu heitur en lyftihæð hans er 0.298 tommur. Aftan á vélinni er 727 Torquflite sjálfskipting en undir bíln- um er 8 3/4 hásingin frá Chrysler. í henni et læst mismunadrif. Þá eru Monroe loftdemparar undir bílnum að aftan Lakkið á Road Runnernum er sennilega fallegasta lakkið sem sést á nokkrum bil hér á landi. Fóru um 500 vinnustundir I að koma því á bílinn. Vann Hjörtur bílinn sjálfur undir en bíllinn var sprautaöur I Bilasprautun JJ í Keflavik. Fjöðrunarbúnaður bíls- ins er allur sér styrktur enda var bill- inn hannaður fyrir „Road Racing" (þjóðvega kappakstur) og NASCAR kappakstur, sem fer fram á stórri hringlaga braut. Eru fjaðrimar og gormarnir sérstaklega stifir auk þess sem jafnvægisstangir eru undir bilnum bæði að framan og aftan. Boddi bils- ins er byggt fyrir mikinn hraða og sagðist Hjörtur vita til að sínum bil hafi verið ekið á yfir 150 milna hraða. m Nr. 1. Chrysler verksmiðjurnar skírðu Road Runnerinn eftir frægri teikni- myndapersónu. t Competition flokkl eru leyfðar miklar brevtingar á bílunum og eru margir þeirra anzi skrautlegir eins og sjá má á ’27 módelinu hans Ed Sigmons. Competitkm flokkur: GOIMLU T MODEL- IN TREKKT UPP ! Competition kvartmíluflokki eru alls nitján undirflokkar. Fyrst er bilun- um skipt í fjóra flokka eftir gerð og byggingarlagi, en þeim fjórum flokk- um siðan skipt niður eftir hlutfalli þyngdar og rúmtaki vélarinnar. reglum NHRA segir að í Compe- tition bíl megi einungis vera ein vél. Óleyfilegt er að hafa forþjöppu á henni og er skilyrði að húrt gangi fyrir bensíni. Að öðru leyti má breyta vél- unum að vild. Helmar verða að vera á að minnsta kosti tveimur hjólum og heimilt er að nota fallhlífar til að stöðva bílana betur. Ef við lítum á heimsmetin í Compe- titionflokki, þá er það 7,57 sekúndur í fljótasta undirflokknum, en 9,62 sek. í þeim hægasta. Á þessu sést að munur- inn á undirflokkum er töluverður eða allt að tveimur sekúndum. Slikar sek- úndur eru mjög langur tími á kvart- mílubrautinni. Mesti hraði sem Competition bill hefur náð er 181.08 mílur á klukku- stund. Það samsvarar 304,21 km/klst. Cómpetition bilar eru mjög ólikir hver öðrum i útliti og er algengt að sjá grindar- bil og „venjulegan” bil reyna með sér. Ekki eru allir keppendur i Competition flokki með átta strokka vélar. Joe Will- iamsson er með sex strokka linuvél i T módelinu sinu og hefur hann náð góðum árangri.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.