Dagblaðið - 23.09.1978, Page 15

Dagblaðið - 23.09.1978, Page 15
Pétur og lí/fur- inn komnir út á ísienzkri hljómplötu Kynning hjáPolla Hljóðfæraverzlanir hér i borginni hafa tekið upp þá nýbreytni aðefna til hljóðfærakynninga og „jamsession" í húsakynnum sínum og hafa slikar samkomur verið fjölsóttar. Um síðustu helgi efndi hljóðfæra- verzlun Paul Bernburg, eða „Polli” ÁSGEIR ! TÓMASSON ---------- eins og verzlunin heitir á venjulegu máli hljómlistarmanna, til slikrar kynningar. Verzlunin er nú flutt á hornið á Rauðarárstignum af Vita- stígnum þar sem hún hefur verið til húsa i áraraðir. Kynnt var ný gerð or- gela frá Yamaha, en verzlunin hefur á undanförnum árum flutt inn mikið af orgelum til „heimilisnota” og er starf- ræktur skóli I tengslum við verzlunina. Auk þess gripu menn i þau hljóðfæri sem tiltæk voru. -ÁT- DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978. ✓ " ........ Þursaflokkurinn á útihljómleikum í Reykjavfk. Hljómsveitin verdur upptekin við ýmiss konar verkefni allt fram til áramóta. DB-mynd Ari Þursaflokksplatan er væntanleg á næstunni Hljómplatan um Pétur og úlfinn er komin út í íslenzkri útgáfu. Það er Bessi Bjarnason leikari sem fer með hlutverk sögumannsins-að þessu sinni. en Philadelphia hljómsveitin sér um tónana. Stjórnandi er Eugene Ormandy. Það er hljómplötuútgáfan Steinar hf. sem gefur plötuna út. Með henni hefst nýr útgáfuflokkur hjá fyrirtæk- inu. sem ásamt því að leggja áherzlu á að bjóða uppá vandaðar barnaplötur á að vera á eins lágu verði og frekast er mögulegt, að því er segir i fréttatil- kynningu frá útgáfunni. Þegar er búið að ákveða um útgáfu á annarri slíkri barnaplötu á þessu ári — um grallar- ann Emil í Kattholti. Tónverkið Pétur og úlfurinn er eftir sovézka tónskáldið Sergei Prokofieff. Það hefur lengi notið mikilla vinsælda um allan heim. Hér á landi hefur það bæði verið flutt I útvarpi og á hljóm- leikum. Erlenda upptakan. sem notazt er við á nýju plötunni er keypt hjá CBS fyrirtækinu. Bessi Bjarnason las textann inn i Hljóðrita i Hafnarfirði og sá Karl Sighvatsson um samskeyt- inguna og fleira. Vandað umslag er utan um plötuna og sá Pétur Halldórs- son myndlistarmaður um útlitið. -ÁT- Lesandi Dagblaðsins spyr: Guðmundur Haukur kynnti mönnum nýja gerð orgela frá Yamaha. DB-mynd RTHS Hljómsveitin Move kemur ekki saman ánýá næstunni Þrálátum orðrómi um að gamla hljómsveitin Move hygðist koma saman á ný hefur nú verið vísað til föðurhúsanna. Talið er að þúsund- þjalasmiðurinn Roy Wood hygðist smala hljómsveitinni saman. Helzta skýringin á þessum misskilningi kann að vera sú, að hann er þessa dagana að vinna að LP plötu með gömlum Movemanni, Carl Wayne. Roy Wood, sem hér áður fyrr var talinn ein helzta von rokktónlist- arinnar, hefur lítt látið á sér bera á undanförnum árum. Hann stofnaði hljómsveitirnar Wizzard og Wizzo Band, en hvorug náði teljandi frægð. Því er um kennt að skuggi Electric Light Orchestra, sem hann skapaði og stofnaði, hafi hvílt helzt til þungt á honum. Hann hefur þvi að mestu haldið sig við hljómplötugerð og lauk nýverið við tvær slíkar. önnur er sólóplata vinkonu hans, Annie Haslam, sem syngur með hljómsveitinni Renaissance. Sú ber nafnið Annie in Wonderland. Þá hefur Roy Wood nýverið lokið við nýja plötu með hljómsveitinni Wizzo Band enduruppstokkaðri. Lag af þeirri plötu er væntanlegt í búðir á lítiili plötu í október. ■ ÚR MELODY MAKER Hún berað öllum líkindum nafniö „Hinn íslenzki þursaflokkur" HVARER JAKOB? Vinnslu á plötu Þursaflokksins er lokið hér heima og er hún nú í pressun i Bandarikjunum. Samkvæmt upplýs- ingum frá hljómplötudeild Fálkans, sem gefur plötuna út, er hún væntan- leg á markað í byrjun október. Tíundi dagur þess mánaðar þykir líklegur út- gáfudagur. Nafn Þursaflokksplötunn- ar er ekki endanlega ákveðið, en Hinn íslenzki þursaflokkur kemur sterklega til greina. Þursaflokkurinn er þessa dagana staddur á Snæfellsnesi við æfingar. Áformað er að flokkurinn fari í hring- ferð um landið, er platan kemur út. og fylgi útgáfunni eftir með hljómleika- haldi. Bessi Bjarnason er sögumaður I verkinu Pétur og úlfurinn. Teikningin er eftir Pétur Halldórsson. „Við höfum að undanförnu rætt við skólastjóra víðs vegar um land um möguleika á að efna til hljómleika i húsakynnum þeirra,” sagði Björn Valdimarsson hjá Fálkanum í samtali við Dagblaðið. „Undirtektir hafa hvarvetna verið góðar og skóla- stjóramir sýnt mikinn áhuga á að fá hljómsveitina I heimsókn. Enn hafa engir staðir verið bókaðir. en búast má við að nær verkefni verði fyurir flokk- inn til áramóta. Þá eru reyndar með- taldar ballettsýningar í Þjóðleikhús- inu, sem Þursaflokkurinn tekur þátt í,” sagði Björn Á plötu Þursaflokksins verður a< finna margvislega tónlist frá ýmsun tímum, — bæði ævagömul þjóðlög oj frumsamda tónlist. Hljómsveitin hefu nú verið starfandi um nokkurra mán aða skeið. Í fyrravetur hélt húr nokkra hljómleika. eingöngu sunnan lands. Nú fá aðrir landsmenn brátt at sjá og heyra hvað Þursaflokkurinr hefur upp á að bjóða. -ÁT Poppsíðu Dagblaðsins hefur borizt bréf frá K.T. á Akureyri með fyrir- spurn um hvað Jakob Magnússon píanóleikari sé að gera þessa dagana. Bréfið hljóðar svo: „Langt er nú liðið siðan nokkuð hefur verið ritað um Jakob Magnús- son hljómborðsleikara, einn efnileg- asta tónlistarmann okkar íslendinga af yngri kynslóðinni. Mér þætti ákaflega vænt um, ef Dagblaðið gæti upplýst mig um hvað hann er að fást við jressa dagana og hvort hann fæst yfirleitt við hljóðfæraleik ennþá." SVAR: Jakoþ Magnússson er og hefur verið búsettur í Los Angeles í á annað ár. Hann er aldeilis ekki hættur að fást við hljóðfæraleik og I byrjun þessa mánaðar greindi bandariska músíktímaritið Billboard frá þvi að hann hafi skrifað undir út- gáfusamning hjá Warner Brothers. Þar var Jakob reyndar sagður hollenzkur en við vitum betur! 1 Billboardgreininni, þar sem minnzt er á Jakob, er verið að skýra frá velgengni nýstofnaðrar jazzdeildar innan Warner Bros síðustu mánuði. Tveir aðilar voru sérstaklega nefndir, sem höfðu nýlega verið ráðnir til fyrirtækisins. Jakob var annar þeirra. -ÁT-

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.