Dagblaðið - 25.09.1978, Side 10

Dagblaðið - 25.09.1978, Side 10
DAGBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1978. 10'U Otgífindf: Frahikvi!9moð*T]on: »venn h. tyjonuon. Httiqoii: jona* Kraquiwu<v' Frtttntj&r' Jón Birgir Pétuimmon'. RhmtjótnarfultrCii; Haukur Hmigalon. SkrHmtofumtiófi rttmtj6m«r JAItannw ReykdaL iþróttir, HaSur Sknonarmon. Aamtoóarfréttmatj&Var Atll Stmkimrmmon og Omar ■Valdknarmmon. Handrtt Amgrtmur Ptlaaon. [BÍáðamanr.: Arifia ÉJáinUAi M^T^Rmöít Brágf Sigurommon, Dóra Stef&nadóttir, Gimmur Sigurðm- mon, Guðmundþr Magnúmaon, Halur HaSmaon. Haigl Pktu/mmon, Jórujs Haraldmmon, Ólafur Gakaaon. Ólafur JónasOf\ Ragnar Lkr., Rajnhmljur Kriatjónadóttir. Hönrturr Guðjón H. Pkimipo. Llóamyndir Árt. Krtatktaaon Ami Pkk Jóttmnnmmon, Bjamialfur Bjamlaifaaon, Hðrður VlhjélmaaonJ Ragnar Th. Siguáðaaon, Svaktn Pomtóðaaðrt. 'Skrifmtofumtjórti'Ólafur Eyjólfmmön. Gjaidkeri: Þróinn ÞortaTfaaon. Sðkratjóri: irtgvar Svektaaon. Dretfing- aratjóri: M6i E.M. Haldóramon. Ritmtjóm Siflumóla 12. Afgraiðala, áakriftadeikl, augtývklger OTrifcttfmtSfur Þverhotti 11. AðaMmi blaðskte ar 27022 (10 Rnuri. Ámkrift 2000 kr. 6 mknuði innanlandm. f lauaaaðlu 100 kr. akttakið. Setning og umbrot Dagbiaðið hf. Siðumóla 12. Mynda- og plötugarð: Hilmir hf. Slðumóia 12. Þrantun: 'Atygjtut hf. SkpifunnM 0. _ — - 1980endurspeglar 1936 Olympíuleikarnir hófust í landi fyrstu lýðræðisríkja heims, Grikklandi. Þeir voru endurvaktir á Vesturlöndum, þegar lýðræði hafði haldið innreið sína á nýjan leik. í hugskoti margra minnir kyndillinn með olympíueldinum á þessar tvær stað- reyndir. Árið 1980 á að hlaupa með þennan kyndil austur fyrir járntjald til stærsta ólýðræðisríkis í heiminum, Sovétríkj- anna. Þetta endprvekur martröð ársins 1936, þegar leik- arnir voru haldnir í Þýzkalandi nasismans. Fyrir rúmum fjórum áratugum gerðu mörg þátttöku- ríki og þátttakendur sitt bezta til að blekkjast. I heild urðu Berlínarleikarnir óhugnanleg auglýsing fyrir geðbil- að stjórnskipulag. Þá dáðust menn að Þýzkalandi sem einu mesta íþróttalandi heims. Ætlun stjórnar Sovétríkjanna er, að Moskvuleikarnir verði hliðstæð auglýsing. Menn eiga að dást að enda- lausum sigrum sovézkra íþróttamanna og fyllast trausti á því þjóðskipulagi, sem elur upp slíka afreksmenn. Vaxandi áhugi er um þessar mundir á viðleitni til að fá ríki og íþróttasambönd til að hætta við þátttöku í Moskvuleikunum til að mótmæla mannhatri því, sem gegnsýrir stjórnarvenjur þar eystra. íslenzkir íþróttamenn hafa fundið smjörþefinn af þessu. Illræmd er kyrrsetning íslenzkra júdómanna í Kænugarði að loknu Evrópumeistaramóti, byggð á logn- um fjármálasökum. í framhaldi af hneyksli þessu lugu fulltrúar Sovétríkj- anna út og suður til að sverta íslendingana. Allt hefur það verið borið til baka af Evrópusambandinu sem hreinn hugarburður. Enn eru til fífl í heiminum eins og árið 1936. Islenzka menntamálaráðuneytið hefur í kyrrþey undirritað íþróttasamskiptasamning við sovézka íþróttaráðuneytið, einmitt þann aðila, sem beitti íslenzka íþróttamenn stór- lygum og ærumeiðingum. Eysteinn Þorvaldsson menntaskólakennari, sem ritaði grein um þetta mál í Dagblaðið fyrir réttri viku, var á síðasta ári búinn að vara við slíkum samningi. Samt er hann gerður og án nokkurs samráðs við íslenzka íþróttahreyfingu. Meira máli skiptir þó óbeit stjórnar Sovétríkjanna á öllum þeim atriðum, sem teljast til mannréttinda í vest- rænum skilningi. Þessi óbeit kemur skýrar fram með hverju árinu og stefnir í voða öllum samskiptum við Sovétríkin. Hitt er svo annað mál, að tæpast þýðir að neita að mæta til leiks í Moskvu. Það verður hreinlega að viður- kennast, að með tilkomu nýfrjálsra ríkja í þriðja heimin- um er einræði, alræði og önnur villimennska orðin ríkj- andi þjóðskipulag í heiminum. Af hálfu þriðja heimsins hefur töluvert verið reynt að blanda saman íþróttum og stjórnmálum. Lýðræðisríkin og íþróttamenn þeirra eiga að standa saman gegn slíkri viðleitni. Þess vegna þýðir ekki að sitja heima árið 1980. En ekki má heldur gleyma því, að stjórn Sovétríkj- anna hyggst fá 300.000 áhorfendur að leikunum til að gera auglýsinguna sem mesta. Þar með er opnaður möguleiki á margs konar friðsamlegum mótmælaað- gerðum í Moskvu gegn mannhatri stjórnvaldanna. Ef ráðamenn reyndu að siga lögreglunni á 300.000 áhorfendur eins og hún hefur gert gegn smærri hópum, er hætt við að auglýsingin mikla súrni á eftirminnilegan hátt. íþróttamenn og áhorfendur eiga að fara til Moskvu eins og Berlínar. En í þetta sinn eiga þeir ekki að láta teyma sig á asnaeyrunum. Sovétríkin: Finnar og Svíar opna bankaútibú I||J1 Irmfl | — vaxandi viðskipti hafa IWIV U gert þetta nauðsynlegt í tilefni af opnun sameiginlegs úti- bús Finnlandsbanka og sænska bank- ans, Skandinaviska Enskilda Banken, i Moskvu, hitti fréttaritari APN að máli Mika Tiivola, formann Finn- landsbanka, og dr. Lars E. Thund- holm, aðalframkvæmdastjóra sænska bankans, og bað þá aö lýsa hlutverki hins nýja útibús. Mika Tiivola: Samfara sívaxandi verslunarviðskiptum hafa Sovétrikin og Finnland aflað sér mikillar og dýr- mætrar reynslu á sviði efnahags-, vís- inda-, tækni- og iðnaðarsamvinnu. Þau eru að reisa nokkur iðnfyrirtæki. Nokkur verkefni eru á samningastigi og framkvæmd þeirra krefst stöðugrar og náinnar samvinnu stjórnvalda, iðn- fyrirtækja og banka í báöum löndun- um. Meðal þessara verkefna eru Norilsk járn- og stáliðjuverið, Pjazerskí skógvinnslan, stækkun Svetogorsk pappírskvoðu- og pappírs- verksmiðjunnar, bygging Kosto- muksja-sögunarmyllunnar, svo og stækkun járn- og stálverksmiðju i Raahe og bygging kjamorkuvers í Lovisa. Þessi upptalning sýnir, þótt hún sé síður en svo tæmandi, að það er eðli- legt og efnahagslega nauðsynlegt að bankinn okkar hafi útibú í Moskvu. Bankinn opnaði útibú hér 1975 í því skyni að þróa samskipti finnskra út- flytjenda og innflytjenda og sovéskra viðskiptasamtaka, svo og í því skyni að treysta betur hin nánu viðskiptatengsl við sovéska banka. Starfsemi útibúsins hefur farið vaxandi með hverju ári og æ fleiri fyrirtæki biðja um aðstoð okk- ar. Hin nýja bygging ogöll nauðsynleg aðstaða til viðræðna og ráðstefnu- halds, svo og sú staðreynd að hún er í miðborg Moskvu, mun gera okkur kleift að rækja vel okkar ætlunarverk. Héðan í frá mun útibú okkar einnig vera í forsvari hér í Moskvu fyrir helsta banka í Sviþjóð, Skandinaviska Enskilda Banken, og mun þannig gera bankanum og skjólstæðingum hans kleift að stofna til nánari tengsla við sovéska banka og kaupsýslumenn. Þetta er ný sönnun fyrir þýðingu og áhrifum veru okkar hér í Moskvu. Dr. Lars E. Thundholm: Skandin- aviska Enskilda Banken hefur margra ára reynslu af viðskiptum við Sovét- ríkin, einkum við sovéska ríkisbank- ann, utanríkisviðskiptabanka Sovét- ríkjanna og tvo alþjóðlega banka í Moskvu, alþjóðlega efnahagssam- vinnubankann og alþjóðlega fjárfest- ingarbankann. Skjólstæðingar banka okkar eru helstu iðnaðar- og verslun- arfyrirtæki í Svíþjóð, og vaxandi fjöldi þeirra á viðskipti og gerir samninga við sovésk samtök á sviði utanrikisvið- skipta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég kem til Moskvu, og á grundvelli jákvæðrar reynslu minnar af sam- vinnu við sovéska starfsbræður get ég sagt með ánægju að þeir eru góðir við- skiptavinir. Okkar banki veitir verulegan hluta lána i sambandi við verslunarviðskipti milli Sovétrikjanna og Svíþjóðar, en þau fara stöðugt vaxandi eins og þú þekkir. Aukinn áhugi sænskra fram- leiðenda á hinum trausta sovéska markaði er mjög skiljanlegur, þegar höfð er í huga markviss þróun sovésks efnahagslífs, síaukinn fjöldi vöruteg- unda, sem er á boðstólum, og óhag- stætt ástand á heimsmarkaðnum. Sum stór sænsk fyrirtæki hafa fyrir löngu komið á fót umboðsskrifstofum i Sovétríkjunum, en okkar banki hefur ekki til þess haft þar neitt fast útibú. Bankinn hefur reynda sérfræðinga til þess að aðstoða skjólstæðinga okkar við undirbúning og gerð viðskipta- Fjölskyldan og húsnæðismálin Samstarfs- yfirlýsingin „Áherzla verði lögð á félagsleg sjónarmið i húsnæðismálum. Sett verði löggjöf ,um réttindi leigjenda, löggjöf um verkamannabústaði verði endurskoðuð, stefnt verði að þvi að hækka húsnæðislán og létta fjár- magnsbyrði með lengingu lánstima. Endurskoðuð verði löggjöf um fasf- eignasölu." Þannig segir i samstarfsyfirlýsingu rikisstjórnarflokkanna þriggja um hús- næðismál. Orðalag þessarar yfirlýsingar er nokkuð óljóst en þó kemur fram ákveðin stefnumörkun. Ljóst er að aukna áherzlu á að leggja á málefni leigjenda enda hafa málefni þeirra verið mjög I sviðsljósinu upp á siðkast- ið. Ber að fagna þvi þar sem réttar- staða leigjandans hefur fram að þessu verið heldur bágborin, og það er nátt- úrlega alveg Ijóst (svo notað sé orðalag alþýðubandalagsmanna) að alltaf hlýtur að verða til ákveðinn hópur leigjenda hér á landi sem og annars staðar. Hitt er jafnvíst — eins og Birgir ísleifur Gunnarsson fyrrverandi borgarstjóri benti á i sjónvarpsviðtali í vor — að það er ekki eðli íslendinga að vilja vera upp á aðra komnir og á það ekki hvað sizt við um húsnæðismálin. Frumþörf mannsins Geir Vllhjálmsson sálfræðingur rit- aði ekki alls fyrir löngu grein i DB er nefndist „Ný skilgreining á mannin- um”, þar sem hann fjallaði m.a. um þarfir mannsins. Þar setur hann í fyrsta sæti það sem hann nefnir lif- eðlislegar þarfir. Undir þeim lið er þörfin fyrir húsaskjól, klæði, mat, drykk, kynlíf og annað í þeim dúr. Þörfin fyrir húsaskjól er m.ö.o. viður- kennd að vera ein af frumþörfum mannsins. Einhver kynni nú að segja, að það hefði ekki þurft neinn sál- fræðing til að segja þetta. En hins vegar virðist ekki af veita að vitna i einhvern slíkan fræðing með kenni-

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.