Dagblaðið - 25.09.1978, Side 11

Dagblaðið - 25.09.1978, Side 11
DAGBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1978. ________________________________________________________11 samninga við tilheyrandi sovésk sam- tök. Fulltrúar okkar heimsækja Moskvu oft og fram til þessa hefur þessi starfsemi borið góðan árangur. En starfsemi banka okkar verður stöð- ugt víðtækari og þörfin fyrir tíðari sambönd við sovéska kaupsýslumenn og samtök fer vaxandi. Þess vegna er stofnun fasts útibús Skandinaviska Enskilda Banken í Moskvu mjög tíma- bær. Við höfum fengið leyfi sovéska ríkisbankans til þess að starfsbræður okkar við Finnlandsbanka megi fara með umboð fyrir okkur hér, og fyrsti fulltrúi okkar hér verður Penttis Nares. Starfsemi útibús okkar mun beinast að þróun samskipta okkar við sovéska ríkisbankann og aðra sovéska banka, og að sjálfsögðu við ýmis utanrikisvið- skiptasamtök. Fulltrúi okkar mun veita skjólstæðingum bankans nauð- synlega aðstoð í sambandi við við- ræður um lán og mun starfa sem sér; fræðingur á sviði greiðslu og fjár- mögnunar. Almennt mun útibú okkar vera fært um að þróa viðskiptasam- bönd Sovétrikjanna og Sviþjóðar og við erum þess fullvissir að þessi starf- semi verður ekki aðeins gagnleg fyrir sænska heldur og sovéska viðskipta- vini okkar. Viðskipti Svíþjóðar og Sovétrikj- anna fara stöðugt vaxandi eins og sjá má af tölfræðilegum upplýsingum varðandi síðasta áratug. En á döfinni eru ný viðfangsefni sem enn eru ekki komin á þá skrá, t.d. bygging stórs hót- els i Leningrad sem fyrirtækið Skánska Sementgyteriet annast og banki okkar fjármagnar. Sænsk fyrir- tæki taka einnig þátt í framkvæmd margra sovéskra verkefna sem fjár- mögnuð eru af okkar banka. Karlstads Mekaniska Werkstád, sem sérhæft er í framleiðslu pappírsgerðarvéla og tækja, hefur smiðað vélar fyrir hina risastóru Ust Ilim sögunarverksmiðju. Þessi viðskipti voru einnig fjármögnuð af okkar banka. Fyrirtækið Svenska Flektfabriken var eina fyrirtækið utan Bandaríkjanna sem framleiddi vélar fyrir Kama-verksmiðjuna. Bankinn okkar annaðist einnig fjármögnun þeirra viðskipta. Nýlega voru gerðir samningar um stórviðskipti fyrirtækisins Atlas Konke með bortæki, en það er gamal- gróinn seijandi slíkra tækja til Sovét- rikjanna. Ennfremur voru gerðir samningar um sölu málmsuðutækja til Sovétrikjanna frá ESAB-fyrirtækinu i Gautaborg. Sovésk-sænsk viðskipti verða æ mikilvægari fyrir sænskt efnahagslíf. Ég er þess fullviss að starfsemi útibús okkar í Moskvu mun marka mikilvægt skref í þróun viðskipta milli landa okk- ar. SPURNINGAR UM SÆDÝRASAFNIÐ Á árinu 1968 var stofnað, af nokkr- um áhugamönnum, svokallað Sædýra- safn og þvi valinn staður fyrir sunnan Hafnarfjörð. Ef trúa má opinberum skýrslu- gerðum um þennan stað og alla að- stöðu dýranna þar, þá er hér um að ræða einhvern þann ömurlegasta geymslustað, sem um er að ræða á Is- landi i dag. Árið 1971 var sett reglugerð af Menntamálaráðuneytinu um meðferð dýra í dýragörðum og sýningar á dýr- um. Fólk, sem hefur heimsótt þennan stað, sem og erlendir dýralífsfræðing- ar, sem ég hef haft tækifæri til þess að ræða við, hafa lýst furðu sinni á að leyfilegt skuli vera að starfrækja slíka stofnun með þvi sniði sem raun ber vitni, og þar sem, að þvi er virðist, öll ákvæði og reglur um slíka starfsemi eru meira eða minna þverbrotin. Ég mun þvi hér leggja fram nokkrar spurningar til Menntamálaráðuneytis- ins, yfirdýralæknis og dýraverndar- nefndar, sem ég tel að þessum aðilum beri skylda til að svara, bæði mér og öllum almenningi. Til Menntamála- ráðuneytisins Er það rétt sem ég hef fregnað gegn- um ákveðna aðila að Sædýrasafnið starfi án starfsleyfis, og er viðkomandi fyrirtæki skráð, og þá hjá hvaða aðila og með hverjum hætti? Fyrirtæki þetta var ekki skráð hjá réttum aðilum í nóvember 1976. sam- kvæmt skýrslu Heilbrigðiseftirlits rik- isins 1.11.’76. Hvað hefur ráðuneytið gert til þess að tryggja það að reglugerð um dýra- garða og sýningar á dýrum 67/1971 sé fylgt, þá sérstaklega varðandi 4. gr. um sérmenntað starfslið, 5. gr. um fóðrun og hreinlæti, meindýravarnir oggirðingar? Hvenær hefur ráðuneytið siðast fengið skýrslu frá lögreglustjóra, eftir eftirlitsferð að óvörum, sbr. 7. gr. reglugerðarinnar? Hvaða eftirlit hefur ráðuneytið látið fara fram með búrum og girðingum. Kjallarinn BorgþórS. Kjæmested sbr. 10. gr., eftir að hafa fengið í hend- urnar skýrslu Heilbrigðiseftirlits rikis- ins, enþarsegirm.a.: „Sýningarsvæðið er illa girt og heldur ekki skepnum né börnum." og enn segir um isbjarnarþró: „Steyptur veggur eða girðing er þar sem áhcrf- endum er ætlað að standa. Þessi veggur er of lágur og geta börn hæg- lega klifrað yfir hann eða dottið niður yfir hann og er engin varnarhlíf innan við þennan lága vegg. Girðing er að öðru leyti kringum þróarsvæðið úr plasti og allt of lág og veikbyggð. Sáust merki þess að yfir hana og í gegnum hana hafði verið farið og er þá komið inn á óvarðar brúnir ísbjarnargryfj- unnar." Niðurstaða Heilbrigðiseftirlitsins er eftirfarandi: „Niðurstaða þessarar skoðunarferð- ar er i megindráttum sú að heilbrigðis- og öryggismál við Sædýrasafnið séu i megnasta ólestri og í litlu samræmi við reglugerð nr. 67/1971, enda ekki til .starfsleyfi fyrir stofnunina" (leturbr. mín). Heilbrigðiseftirlit ríkisins visaði þessu máli til sýslumannsembættisins í Kjósarsýslu — bæjarfógetaembættis- ins i Hafnarfirði, en þaðan hefur greinilega ekki heyrst hósti né stuna, þvi enn starfar safnið í „megnasta ólestri” og án starfsleyfis, eftir því sem mér er best kunnugt um. Til dýraverndar- nefndar I bréfi Dýraverndarnefndar dags. 23.2.1977 til Menntamálaráðuneytis- ins segir eftirfarandi: „Þá vill dýra- verndarnefnd leggja á það áherslu að einungis verði valin til sýningar i safn- ið fuglar, dýr og fiskar sem hægt er að láta liða sæmilega vel við veðurfar og aðstæður hér á landi, en forðast verði að taka I safnið viðkvæm dýr af suð- lægum slóðum, sem erfitt og vanda- samt er að ala hér á landi”. (leturbr. mín). Hefur þessum „áherslum" dýra- verndarnefndar verið fylgt og eru kengúrur harðgerð dýr fyrir isl. að- stæður? Hvert verður álit dýraverndar- nefndar gagnvart þessari stofnun í framtíðinni, ef sýnt og sannað verður að „áherslur" nefndarinnar eru ger- samlega virtar að vettugi? 1 bréfi sínu frá 3. feb. 1978 fellst dýraverndarnefnd á framlengingu starfsleyfis fyrir safnið til I. ágúst 1978, en segir ennfremur: „Er þetta gert i trausti þess að þeim fjármunum, sem Sædýrasafninu hafa áskotnast verði veitt til endurbóta fyrst og fremst, svo sem stjórnvöld munu hafa ætlast til þegar safninu var veitt fyrirgreiðsla um veiðiheimild og sölu á háhyrningum. Takist hinsvegar ekki með þessum viðbótarfresti að koma Sædýrasafninu í viðunandi horf, mun dýraverndar- nefnd ekki sjá sér fært að mæla með því að starfseminni verði haldið áfram.” (leturbr. mín). Hvaðá nefndin við með „viðunandi horf’ og hefur nefndin nú þegar mælt með endurnýjuðu starfsleyfi til handa safninu? Þess má geta hér að í Farmilie Journal nr. 12 1978 birtist grein „Is- land rundt með Mielche”, og þar getur að lesaeftirfarandi: „Þar i nánd (Hafnarfjörð) liggur nokkurskonar dýragarður, en hann er svo lítilfjörlegur að það er ekki annað hægt en að finna til með eigendum hans ogdýrunum”. Að lokum, hvað hefur Samband ís- lenskra dýraverndunarfélaga gert til þess að bæta úr þessu rikjandi ástandi? 1 trausti þess að viðkomandi aðilar sjái sóma sinn í þvi að veita greið svör við þessum spurningum læt ég hér staðar numið að sinni, en það er ekki deginum seinna aö vænta þess að úr [ressu verði bætt, eða staðurinn lagður niður, enda orðin landi og þjóð til há- borinnar skammar bæði heima og er- lendis fyrir illa meðferð dýra. Hve lengi liðist íslenskum bónda að fara svona með skepnur sínar? Borgþór S. Kjærnested fféttastjóri vald, því að svo illa hefur verið haldið á húsnæðismálunum að ætla má að ráðamönnum hafi ekki verið Ijóst að hér er um eina af frumþörfum mannsinsað tefla. Verðbólgan Hvernig fara menn svo að þvi að fullnægja þessu sem sálfræðingurinn nefnir eina af frumþörfum mannsins? Er leitað er svara við þeirri spurningu, verður sérstaða tslendinga í hópi vest- rænna þjóða Ijós. Sökum hinnar gífur- legu verðbólgu á íslandi er mönnum gert að greiða niður húsnæði sitt á mun skemmri tíma en í nágrannalönd- unum, og lánin eru fyrst og fremst mun lægri. En eins og alls staðar þar sem slik verðbólga geisar þá brenglast allt verðmætaskyn og annarleg sjónar- mið ráðaríkjum. Þannig er sú skoðun mjög ráðandi hér á landi, að ef verðbólgunnar nyti ekki við til að gera skuldirnar vegna öflunar húsnæðisins að engu á nokkr- um árum, þá væri nánast ógjörningur að eignast þak yfir höfuðið. „Það er alltaf hagstætt að kaupa á íslandi.” Þessi setning, sem ég heyrði nýlega, gæti staðið sem samnefnari yftr þann hugsunarhátt, sem er rikjandi í verð- bólguþjóðfélaginu. En mönnum sést jafnframt yfir, hversu miklu auðveld- ara væri að kaupa, eignast húsnæði ef verðbólgan kæmi ekki til. Nægir að benda á nágrannalöndin í því sam- bandi þar sem húsnæðislán nægja oft á tiðum fyrir 70—80% af kostnaði við íbúðarkaup eða -byggingu. Eins og húsnæðismálum er komið í dag og einkum þó peningamálum má það Ijóst vera, að það er engan veginn auðvelt fyrir hinn venjulega þjóð- félagsþegn að eignast húsnæði og sumir verða að teljast fyrirfram dauða- dæmdir í þeim slag. Það kostar fórnir, geysilegt erfiði og mikla yfirvinnu að komast yfir húsnæði. Eru þess mörg dæmi að menn hafi fórnað andlegri heilsu sinni í þessari baráttu og heytzt Kjallarinn GunnlaugurA. Jónsson hefur að ákveðin geðdeild hér í borg hafi jafnvel verið kennd við mesta byggingahverfið í borginni þar sem hún hafi einkum verið skipuð ungu fólki er farið hafi „yfirum" við að full- nægja frumþörfinni. Það er því e.t.v. ekki svo undarlegt, að þær raddir séu farnar að heyrast sem neita að taka þátt í þessum slag, vilja fremur sætta sig við að vera leigj- endur alla ævi en að fábra þær fórnir sem húsbyggjandinn verður oft á tíðum að færa. Þannig hafa málefni leigjenda komist i sviðsljósið. Fjölskyldan Þær fórnir sem færa verður snerta ekki hvað sízt fjölskylduna, og var þó ekkert á hana bætandi svo mjög sem sú stofnun heíur átt í vök að verjast. Sumir vilja taka svo djúpt í árinni að segja að í mörgum tilfellum sé fjöl- skyldan ekki annað en samfélag um kvöldverð og næturstað. Það er alkunna, hversu mjög hefur gengiðá hlutverk hinnar islenzku fjöl- skyldu síðustu áratugina. Islenzk þjóð hefur á þessari öld gengið í gegnum þjóðlifsbreytingar, sem aðrar þjóðir höfðu mun lengri tíma til að laga sig að. Dr. Björn Björnsson hefur manna best gert þessu efni skil. Hann bendir á þá röskun sem orðið hefur á hlutverki fjölskyldunnar. Frá því að vera i senn mikilvæg framleiðslueining og neyzlu- eining i bændasamfélagi verður fjöl- skyldan í borgarsamfélaginu nær ein- göngu neyzlueining. Minnir dr. Björn á þær breytingarsem orðið hafa á upp- eldishlutverki fjölskyldunnar. Ábyrgð á uppeldi bamanna er i síauknum mæli falin uppeldisstofnunum, skólum og barnaheimilum. Alveg það sama á við um verndarhlutverk fjölskyldunn- ar, hlutverk hennar á vettvangi hvíldar og upplyftingar og síðast en ekki sízt trúarlegt, hlutverk hennar. Þannig má Ijóst vera, að hjónabandið er ekki ofið úr nándar nærri eins mörg- um þráðum og fyrr. Það þarf því eng- um að koma á óvart þegar opinberar skýrslur sýna, að hjónaskilnuðum hefur fjölgað gífurlega á síðustu árum. Á tuttugu ára timabili (1951 — 1955 til 1973) tvöfaldaðist hlutfallstala lög- skilnaða hérá landi. Ekki var ætlunin að fjalla hér um orsakir þeirrar miklu fjölgunar hjóna- skilnaða sem átt hefur sér stað en það liggur næst beint við að skoða þessa fjölgun i Ijósi þeirra breytinga á félags- legri stöðu fjölskyldunnar sem áður er vikiðað. Sú streita sem fylgir húsnæðiskaup- um og -byggingum hér á landi verður svo ekki til að hjálpa upp á sakirnar. Óheyrileg yfirvinna beggja hjóna til að greiða fyrir húsnæðið dregur enn úr þeim litla tíma sem fjölskyldan hefur til samverustunda. Orðin tóm? Þess vegna ber að fagna því sem segir í samstarfsyfirlýsingu rikis- stjórnarflokkanna þriggja, að stefnt verði að því að hækka húsnæðislán og létta fjármagnsbyrði með lengingu lánstima. Því er þó ekki að leyna, að orðalagið „stefnt verði að" fyllir menn efasemd- um um að þessi fagri ásetningur verði nokkurn tima annaðen orðin tóm. Það voru ekki sizt alþýðuflokks- menn sem héldu þessum málaflokki á lofti fyrir kosningar og Magnús Magnússon nýskipaður félagsmálaráð- herra skrifaði fyrir skömmu ágæta grein um húsnæðismál, sem sýndi að honum var vandinn Ijós. Alþýðuflokksmenn hafa mikið gagnrýnt hræsnina og óheilindin i stjórnmálabaráttunni. Nú gefst þeim tækifæri til að standa við sin kosninga- loforð og ekki sízt varðandi húsnæðis- málin. Á þann hátt geta þeir sett þung lóð á vogarskálina í baráttunni fyrir verndun fjölskyldunnar. Fjölskylduvernd Þeir er fjalla um vandamál manna bæði félagslegs og geðræns eðlis halda þvi fram að lækning þeirra meina byggist ekki hvað sizt á fjölskyldu- vernd. Hversu mjög sem gengið hefur á hlutverk fjölskyldunnar og þrátt fyr- ir allar hrakspár og umræður siðustu daga um að hjónabandið og fjölskyld- an séu að liða undir lok, þá stendur eftir sú staðreynd, að fjölskyldan gegnir eftir sem áður ákaflega þýðingarmiklu hlutverki og ekki verður séð að nokkur stofnun fái leyst hana af hólmi í þvi hlutverki. Þetta hlutverk lýtur að annarri frumþörf mannsins en þeirri sem Geir Vil- hjálmsson sálfræðingur setur í fyrsta sæti; nefnilega frumþörf mannsins fyrir hin nánustu persónulegu tengsl. Gunnlaugur Andreas Jónsson blaðamaður

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.