Dagblaðið - 25.09.1978, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 25.09.1978, Blaðsíða 17
17 DAGBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1978. I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I Jaf nteflið sanngjöm úr- slit í 25. einvígisskákinni á ýmsu gekk. Fyrst var Karpov kominn með vinningsstöðu, lék af sér og Kortsnoj eygði vinning um tíma 25. einvigisskákin i heimsmeistaraein- viginu var tefld á laugardag og fór í bið eftir 42 leiki. Staða Kortsnojs var þá mjög vænleg og voru hinir alræmdu „skáksérfræðingar” á Filippseyjum fljótir að fullyrða að hún væri unnin. Þegar tekið var til við taflið að nýju i gær vann áskorandinn síðan peð og hafði augljósa yflrburði í endataflinu. Þó kom fljótlega í Ijós að vinninginn var engan veginn auðvelt að fá. Karpov tefldi vörn- ina mjög nákvæmt og frelsingi hans á b- línunni revndist fyllilega jafnoki peða- Qölda hvits á kóngsvæng. Uppskipti urðu á léttu mönnunum og upp kom hróksendatafl, þar sem Kortsnoj hafði 2 peð gegn 1 á kóngsvæng. Staðan var að sjálfsögðu „steindautt” jafntefli, en það tók meistarana 14 leiki að sannfærast. Skákin á laugardag fór rólega af stað og til marks um það má nefna að kona ein, sem sat meðal áhorfenda, steinsofn- aði. Hraut hún svo hátt, að visa varð henni úr salnum. Það átti eftir að koma henni i koll, því skákin gerðist æsispenn- andi. Kortsnoj lenti í miklu timahraki og hafði auk þess erfiða stöðu. Karpov tefldi frábærlega vel og jók stöðugt yfir- burði sina. Hann hafði algjör yfirráð yfir c-Iínunni og biskupar hans hreinlega „áttu” borðið. Þegar vinningurinn virt- ist í seilingarfjarlægð lék hann hins vegar tröllslega af sér og Kortsnoj sneri vörn i sókn á augabragði. Eins og fyrr sagði var biðstaðan hag- stæð Kortsnoj, en honum tókst ekki að gera sér mat úr yfirburðunum. Staðan er þvi enn 4-2, heimsmeistaranum i vil. og allt útlit fyrir að svo verði um ókomna framtíð. 25. einvigisskákin Hvítt: V. Kortsnoj Svart: A. Karpov Enskur leikur I. c4 Rf6 2. Rc3e5 Þessi leikur hefur sést áður i einvíg- inu. en þá var Kortsnoj með svart! Karpov hvílir nú drottningarbragðið, enda hefur hann fengið frekar óþægileg- ar stöður upp á síðkastið. 3. g3 Bb4 4. Db3!? Þó þessi leikur sé óvenjulegur hefur hann varla komið Karpov mjög á óvart. Kortsnoj beitti honum nefnilega árið 1966 i skák sínni við sovéska stór- meistarann Lein. sem nú er búsettur i Bandaríkjunum. 4. — Rc6 5. Rd5Bc5! Eðlilegustu leikirnir eru alltaf bestir! Lein lék 5. — Bd6?! en eftir 6. e3 Rxd5 7. cxd5 Re7 8. Re2 c6 9. Rc3 náði Korts- noj betri stöðu. Ef 5. — Rd4?! þá 6. Da4 (eða 6. Dd 1 — en ekki 6. Dxb4?? Rc2 +) ásamt 7. e3 og hvjtur stendur vel. 6. e3 0-0 7. Bg2 Rxd5 8. cxdS Re7 9. Re2 d6 10.0-0 c6 Svartur ræðst þegar til atlögu gegn peðinu á d5, sem segja má að sé horn- steinn hvítu stöðunnar. 11. d4 exd4 12. exd4 Bb6 13. Bg5 Bd7 Þegar hér var komið sögu höfðu kapp- arnir skipt um hlutverk. Nú var það Kortsnoj sem notað hafði minni tíma. eða 35 mínútur, á meðan Karpov hafði eytt klukkustund. Kortsnoj var hins vegar ekki á þvi að breyta út af venjunni og hugsaði i 45 mínútur (!) um næsta leik. 14. a4 h6 15. Bxe7 Hvitur neyðist til að gefa biskups- parið. þvi 15. Bd2 er svarað með 15. — Rxd5. 15. —Dxe7 16. Bf3 Ef 16. Hfel. þá 16. — Hfe8! með hót- uninni 17. — Bxd4! 18. Rxd4 Dxel + 19. Hxel Hxel + 20. Bfl Bh3 og vinn- ur. 16. — Hab8 17. a5 Bc7 18. Dc3 Hfc8 19. Rf4 Bd8! Biskupinn á meiri framtíð fyrir sér á fó.eða g5. Kortsnoj átti nú aðeins hálfa klukku- stund eftir af umhugsunartima sínum. fyrir 21. leik. Karpov átti hins vegar klukkustund eftir. 20. Hfel Df8 21. Db3 Bg5 22. Re2 Bf6 23. Hadl c5! Svartur hefur þegar náð yfirhöndinni. Nú opnast skálina biskupsins á f6 og svartur nær frumkvæðinu á drottningar- væng. Peðið á d5 hindrar hins vegar hreyfifrelsi hvíta biskupsins. 24. Be4 Dd8 25. Da2 Bg4 26. dxc5 Hxc5 27. b4 Hc7 28. Db3 Hbc8 29. f3 Bd7 30. De3 a6 31.Bd3Bb2! Sterkur leikur. Svartur kemur í veg fyrir að hvítur náði að losa um sig með 32. Hcl og undirbýr jafnframt að auka þrýstinginn með 32. — Df6. 32. Kg2 Df6 33. Hbl Ba4! Ekki verður annað sagt, en að svarta staðan sé fógur. Hann hefur algjör yftr- ráð yftr c-línunni og biskupar hans taka alla reiti af hvitu mönnunum. Flestir „sérfræðinganna” í Baguio voru nú farnir að spá heimsmeistaranum örugg- um sigri. 34. Rf4 g6 35. He2 Bcl! 36. De4 Kf8! Karpov teflir snilldarlega. Hótunin er nú 37. — He8 og drottning hvíts er fönguð! Ef hins vegar strax 36. — He8. þá 37. Dxe8 + Bxe8 38. Hxe8 + Kg7 39. Re2 og þótt hvitur hafi orðið að láta drottningu sina af hendi fyrir hrók og biskup. hefur staða hans batnað mjög. 37. b5axb538.Db4 Hvitum hefur tekist að finna reit á borðinu fyrir drottningu sina, þar sem hún er óhult, a.mjt. um stundarsakir. Staða hans er samt sem áður jafnslæm ogfyrr. 38. — Hc5?? Hrikalegur afleikur. Nú fær Kortsnoj færí á skemmtilegri leikfléttu. Einfald- asta leiðin til sigurs var 38. — Bxf4! 39. gxf4 Hc5 og hvíta staðan er i rústum. 39. Hxcl!! Þrátt fyrir mikið tímahrak. ratar Kortsnoj á réttu Ieiðina. Svar svarts er þvingað. 39. — Hxcl 40. Rxg6 + ! Kg7 Ef 40. — fxg6? þá 41. He6 og svartur verður fljótlega mát. T.d. 41. — Dd8 42. Df4+ Kg7 43. Hxg6+ Kh8 44. Dd4 + og mátar. 41. Re7 H8c4 Enn á ný þvingað. Eftir 41. — Hd8 42. De4! er svartur varnarlaus. Hér fór skákin í bið og lék hvitur bið- leik. Biðleikurinn lá í augum uppi. 42. Bxc4 Hxc4 43. Dxd6! Það var vegna þessa leiks. sem „sér- fræðingarnar” töldu stöðu Kortsnojs unna. Hann vinnur nú peð og hefur góða sigurmöguleika í endataflinu. En það er ekki þar með sagt. að hann sé bú- inn að vinna skákina. Eins og framhald- hins vegar nokkra mótspilsmöguleiká i fripeði sinu á b-línunni og hvíta peðið á a5 virðist ekki vera mjög sterkt. 51. - Bc4 52. He5 Ha3 53. d6 Ha2 +! Ekki 53. - Hxa5?? 54. d7 Ha8 55. f6! Hd8 56. Hc5! og 57. Hc8 gerir út um skákina. 54. Kf3 Hd2 55. He7 Hxd6 56. Hxb7 Ha6! Svartur nálgast jafnteflið stöðugt. Síð- asta peði hvíts á drottningarvæng er eytt og frelsingi svarts á b-linunni gefur honum góða jafnteflismöguleika. 57. Hb6 Hxa5 58. Hxh6 b4 59. Hc6 Bb5 60. Hcl b3 61. Hbl Bc4 62. Ke4 Ha2 63. Kd4 Hc2! Svartur teflir vömina mjög nákvæmt. Hótunin er nú 61. — b2 ásamt 62. — Ba2. Hvítur gripur þvi til þess ráðs að bjóða uppskipti.á léttu mönnunum en þá kemur upp hróksendatafl. sem er fræði- legt jafntefli. Framhaldið þarfnast ekki skýringa. 64. Rd3 Bxd3 65. Kxd3 Hxh2 66. Hxb3 Kg7 67. Ke4 Ha2 68. Kf4 Ha4+ 69. Kg5 Ha5 70. g4 Hc5 71. Kh5 Ha5 72. HD Hb5 73. g5 Hbl 74. f6+ Kh7 75. Hh3 Hgl 76. Hh2 Hg3 77. Hhl Hg2 78. Hal Hh2+ 79. Kg4 Kg6 80. Ha8 Hg2 + — og nú fyrst sætti Kortsnoj sig við jafntefli. tð leiðir í Ijos hefur svartur töluverða möguleika á mótspili. 43. — Hc3! Eftir 43. — Dxd6 44. Rf5+ Kg6 45. Rxd6, er hrókurinn á c41 uppnámi. 44. f4 Dxd6 45. Rf5+ Kg6 46. Rxd6 Bb3 Svartur verður að koma biskupnum í betri stöðu. Þó kom 46. — Hd3 einnig til greina. T.d. 47. Rxb7 Hxd5 48. a6 b4! og ef 49. a7, þá 49. — Bc6! 50. a8D Ha5+ og vinnur drottninguna. 47.15+ Kg7. Báðir léku þeir mjög hratt, sem stað- festi þann grun manna að þeir hefðu séð þetta allt í heimarannsóknum sinum. 48. Re8+ Kf8 49. Rf6 Kg7 50. Rh5 + Kf8 51.Rf4 Hvítum hefur tekist að valda d-peðið hefur og er nú sælu peði yfir. Svartur GAMLA, GÓDA VERÐIÐ! AUur leikfimífatnaður 1 frúarieikfimi á einum stað. S, M, L, XL, XXL. AUar stxrðir. Hvergi betra verð; kr. 2J90—2.900. Litir: Ljóst, dökkbiitt ogsvart. Póstsendum HÓLASPORT Hólagarði, Lóuhólum 2—6, sími75020.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.