Dagblaðið - 26.09.1978, Side 1

Dagblaðið - 26.09.1978, Side 1
ÞETTA ERU.BREKHJ m m * BOKIN’ 10-12 þúsund greiða nýja hátekjuskattinn „Breiðu bökin” fá brátt tilkynningar um nýju skattana sína. DB hefur fengið upplýsin^ar um, að 10—12 þús- und manns munu greiða nýja 6% há- tekjuskattinn. Þetta verða nokkru faerri en greiða skyldusparnað i ár. Skatturinn miðast við hjón, sem hafa yfir 3,7 milljónir í tekjur eftir frá- drátt, einstaklinga með yfir 2,8 millj- ónir eftir frádrátt. Veittur er 220 þús- und króna frádráttur fyrir hvert bam. Hátekjuskatturinn á að gefa ríkinu 380 milljónir. Þar af er gert ráð fyrir, að 170 milljónir innheimtist í ár. Þá er 6% skattur á hagnað og af- skriftir félaga. Hann á að gefa 1500 milljónir. Þar af er gert ráð fyrir, að 600 milljónir innheimtist í ár. Ekki er enn séð, hve mörg félög lenda í skatt- inum. Eignarskattsaukinn á að gefa rikinu 1380 milljónir. Hann er 50% viðbót við eignarskatt einstaklinga og 100% viðbót við eignarskatt félaga. Gera má ráð fyrir, að þennan skatt greiði allt að 15 þúsund einstaklingar og 3500 félög. 600 milljónir af eignarskattsaukanum koma líklega inn í ár. Um þessa skatta gildir, að þeir falla niður, eigi þeir að verða undir 4000 krónum. Gjaldagar eru 1. nóvember, 1. desember, 1. janúar og 1. febrúar. -HH 4. ÁRG. - ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 - 212. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11. — AÐALSÍMl 27022. iriálst, áháð dagmað BSRBímálvið fjármálaráðuneytið: Sumarfólk hlunnfarið BSRB undirbýr nú prófmál vegna framkomu fjármálaráðuneytisins í garð allnokkurra manna, sem ráðnir voru til sumarstarfa hjá rikinu, en fengu svo ekki greidd umsamin laun, sem skýrt voru greind í undirrituðum ráðningar- samningum. Stjórn BSRB bendir á að þetta fólk hafi verið ráðið á fölskum forsendum. Það faer ekki að vita um hina ólögmætu fyrirætlan vinnuveitanda síns fyrr en komið er fram á mitt sumar og of seint að fara i önnur störf. Ráðuneytið viðurkennir ekki að BSRB fari með samningsaðild fyrir sum- arafleysingafólk. Stjórn BSRB bendir hins vegar á að verkalýðsfélög sinna málefnum sumar- afleysingafólks og gæta hagsmuna þess. -gjs. * * | m . -fn'f-l -■ > r ■ I™— „JJ** ' • 1' 1 iyZ , '' | -'í Itl C \ 1 Pmí 1 \ \x A i> í c; c / \ \! i.- | \L.vj L».h ji\ |P Hamniitan 4 & \ L f fi f®55* ÚilSt ‘ Mjjg B| Mafrrjli f I., í i Í Ml Missa Loftleiðir tökin Konráð Axeisson við stæðuna af meistaraverkum Dalis 1 Faxaskála i morgun. DB-mynd: R.TIi. MEISTARINN # Cargolux? Hafa enn ekki staðið við sinn hlut íhlutafjáraukningu ífélaginu DALIGISTIR Allt útlit er nú fyrir að eignarhluti Loftleiða í Cargolux muni stórlega minnka. Innan fyrirtækisins var fyrir nokkru ákveðin mikil hlutafjáraukning og áttu aðaleigendurnir þrir, Loftleiðir, Luxair og sænska félagið Salena þess kost að viðhalda fyrri eignarhlutum sinum í félaginu með framlagningu auk- ins hlutafjár i samræmi við eignarhluta sinn. Loftleiðir hafa enn ekki lagt fram sinn skerf til hlutafjáraukningarinnar og svo mun nú horfa að eignarhluti Loft- leiða í fyrirtækinu minnki úr rúmlega 30% í um það bil 15%. Cargolux er og hefur verið eitt þeirra fyrirtækja Loftleiða sem bezt hefur blómstrað. Starfssvið og allt umfang fyrirtækisins hefur aukizt ár frá ári. Fé- lagið er nú í fremstu röð flutningafyrir- tækja í heiminum. Hjá Cargolux starfa tugir lslendinga bæði flugliðar, flugvélavirkjar og fólk í ýmsum öðrum störfum. Er íslendinga- nýlendan i Luxemborg talin telja um 500 manns með öllu fjölskylduliði. Ljóst er að þó starfshagur þessa fólks sé ekki í neinni yfirvofandi hættu, muni miklar breytingar geta fylgt því í fram- tíðinni hversu margir íslendingar vinna hjá Cargolux ef eignarhlutur Loftleiða í félaginu minnkar svo mjög sem nú horf- ir. Alfreð Elíasson forstjóri Flugleiða sagði að þetta mál væri enn til umræðu hjá Flugleiðum. „Við munum reyna allt sem mögulegt er til að halda í við hina aðaleigendur Cargolux, en málið er enn til umræðu hjá okkur.” -AST. FAXASKÁLA — sölusýning á verkum hans í næsta mánuði „Hann er frægastur allra surrealista i fjóra áratugi,” ritaði Aðalsteinn Ingólfsson, myndlistar- gagnrýnandi DB eitt sinn í blaðið, er hann fjallaði um Spánverjann Salva- dor Dali, sem þekktari er undir nafninu Dali. Þessa stundina gista 70 lista- verka hans í kössum i Faxaskála og bíða þess að komast á sýningu á Kjar- valsstöðum, sem hefst 21. október. Verður þetta þriðja grafíksýning á vegum fyrirtækisins Myndkynningar, sem er í eigu Konráðs Axelssonar. Sýningin er kynningar- og sölusýning grafiskra- og þurrnála- mynda i takmörkuðu upplagi, númeraðar og áritaðar af meist- aranum. Ekki verða neinar olíumyndir eftir hann hér enda munu hinar eldri olíumyndir hans seljst á allt ipp i 50 milljónir króna, eða fyrir álíka verð og fjórar þriggja herbergja íbúðir hér. Dali er fæddur 1904 og lærði fyrst í Madrid. Síðan fór hann til Parísar og kynntist m.a. Picasso. Þar varð hann heimsfrægur. Um skeið dvaldi hann í Bandaríkjunurrv Á sölusýningunni á Kjarvalsstöðum verður unnt að fá verk Salvador Dali á bilinu frá innan við 100 þúsund og upp undir hálfa milljón. -G.S. Mötuneyti: Máltíðin f rá 300 til 2000 kr. — sjábls.4

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.