Dagblaðið - 26.09.1978, Síða 6
6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978.
28311 28311
Eignavör, fasteignasala
Hverfisgötu 16A.
Til sölu:
5 herb. fokheld íbúð í Garðabæ.
5 herb. íbúð við Leifsgötu.
3ja herb. íbúð við Skaftahlíð.
3ja herb. íbúð við Kópavogsbraut.
3ja herb. ris við Kópavogsbraut.
Ennfremur einbýlishús og íbúðir á Selfossi,
Eyrarbakka, Stokkseyri, Grindavík, Keflavík,
Hveragerði og Þorlákshöfn.
Kvöldsímar 41736 og 74035.
Akranes
Blaöberar óskast víðs vegar um
bœinn, strax.
Upplýsingar / síma2251.
HMEBIAÐIB
Einkafkigmannsnámskeið
hefst fimmtudaginn 28. september kl. 20.00 í Víghóla-
skóla I Kópavogi. Nánari upplýsingar í síma 28122.
uainla flugturninum
Rcykjavikurflugvelli.
Sínii 28122.
Atvinna
Stórt verzlunarfyrirtæki óskar eftir að ráða í
eftirtalin störf:
Afgreiösla í sérverzlun:
Duglegan mann og stúlku til afgreiðslustarfa í sérverzl-
un með sjónvarpstæki og fleira.
Lagerstörf:
Stúlku til afgreiðslu á vörum af lager og vélritun á sölu-
nótum.
Einkarrtara:
Ritara framkvæmdastjóra. Starfið felur í sér m.a. bréfa-
skriftir, telex, tollskýrslugerð og launaútreikninga.
Fjármáiastjóra:
Viðskiptafræðing eða mann með staðgóða reynslu í
rekstri fyrirtækja. Starfið felur í sér umsjón fjármála,
undirbúning undir skýrsluvélavinnslu og daglegan
rekstur fyrirtækisins.
Vinsamlegast hafið samband við auglýsinga-
þjónustu Dagblaðsins í síma 27022 eða sendið
þangað tilboð merkt „Atvinna 1250”.
Kalifomía:
Mesta flugsfys
i Bandaríkjunum
— í það minnsta 144 fórust og engin skýring á hvers
vegna tvær f lugvélar rákust á í góðu skyggni
Mjög litlu munaði Boeing 727
þotan bandaríska hrapaði á tvo skóla í
San Diego i Kaliforníu i gærkvöldi.
Hrapaði hún til jarðar eftir að hafa
rekizt á Cessna 150 einkaflugvél. Tíu
hús gjöreyðilögðust þegar brak úr
þotunni skall þar niður. 1 morgun var
vitað um að minnsta kosti 144, sem
látið höfðu lífið. Hefur flugslys í
Bandaríkjunum aldrei orðið svo
mörgum að fjörtjóni áður.
Eitt hundrað tuttugu og níu farþeg-
ar voru í þotunni auk sjö manna
áhafnar. 1 Cessna vélinni voru tveir.
Fórust allir og auk þess var vitað um
sex sem fórust á jörðu niðri.
Vitað er að margir særðust er brak
úr þotunni skall til jarðar en yfirvöld
segja að enginn vegur sé til að gera sér
greiri'fyrir hve margir, því þeir hafi
verið fluttir á mörg sjúkrahús og til
einkalækna.
Björgunarlið leitaði líka í rústum
húsa og fundust þau út um allt ýmist í
heilu lagi eða þá einstakir líkamshlut-
ar. Sjónarvottar sögðu frá að þeir
hefðu séð likama koma fljúgandi beint
inn um framrúðu í bifreið sem þar átti
leið um. Lézt konan sem ók og barn
hennareinnig.
Leitarmenn notuðu hvítar veifur til
að merkja við þar sem þeir fundu lik
eða likamsleifar og fljótlega voru húsa-
rústirnar þaktar veifum. Skóli í ná-
grenninu var gerður að sjúkraskýli til
bráðabirgða.
Árekstur flugvélanna varð í þrjú
þúsund feta hæö þegar þotan var að
búa sig til lendingar á Lindbergh flug-
vellinum við San Diego. í morgun var
enn verið að leita að svarta kassanum
með segulbandsupptöku af samtali
flugmannanna við flugumferðarstjór-
ana í flugturni flugvallarins. Haft
hefur verið eftir opinberum aðila að sú
spuming leiti eðlilega fyrst á fólk,
hvemig tvær flugvélar geti rekizt á
rétt við flugvöllinn, þegar skyggni sé
auk þess með ágætum.
Vegna minnkandi baráttuþreks hvitra fbúa Ródesiu reynir her landsins að tilkynna um sigra sina innan við landamæri
Zambiu og Mósambik.
Ródesía:
Höfum fellt mörg
hundruð skæruliða
—á síðustu vikum segja talsmenn Ródesíuhers
Her Ródesía hefur fellt hundruð
svertingja í skyndiárásum sínum inn í
nágrannaríkin Mósambik og Zambíu
samkvæmt tilkynningu her-
stjórnarinnar í Salisbury í gær. Á
fundi með fréttamönnum, sem
greinilega var haldinn til að auka
baráttuþrek hvítra íbúa landsins var
tilkynnt að herlið væri stöðugt á ferð
innan landamæra þessara ríkja. Sýnd
var kvikmynd þar sem sýnt var að
mikið magn vopna, skotfæra, matvæla
og fatnaðar hefði verið gert upptækt.
Auk þess að tengsl hefðu verið rofin á
milli hópa og skæruliða og fyrirhugað-
ar árásir inn í Ródesiu þannig drepnar
ífæðingunni. ,
Svartir skæruliðar eru ekki að sigra
í þessari styrjöld, sagði talsmaður
Ródesiuhers. Ef allir íbúar landsins
bæði svartir og hvitir standa að baki
okkur og bera traust til öryggissveita
okkar og styðja þær eftir megni, er
enginn vafi á að hernum mun takast
að ráöa við skæruliðana og einnig
halda þeim yfirburðum og frumkvæði
sem hingað til hefur verið.
Margir hvítir íbúar Ródesiu fylltust
örvæntingu þegar Viscount
skrúfuþotan með um fjörutíu
innanborðs var skotin niður og síðan
voru tíu þeirra sem eftir lifðu drepnir
af skæruliðum á jörðu niðri. Gerðist
þetta 3. þessa mánaðar. Hefur
stjórnin i Ródesíu, tilkynnt að hún
muni í framtiðinni ekki hika við að
ráðast inn í nágrannaríkin til að ráða
þar niðurlögum skæruliða.