Dagblaðið - 26.09.1978, Page 8

Dagblaðið - 26.09.1978, Page 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978. Langar þig til sólarlanda?: Kanaríeyjaferð hækkar um 50 til 80 þúsund krónur — Eftir sem áður kostar þriggja vikna ferð upphæð sem nemur góðum mánaðarlaunum „Ég tel ekki að hækkaður gjaldeyrir muni að neinu verulegu leyti draga úr þátttöku í ferðum til sólarlanda,” sagði Guðni Þórðarson forstjóri Sunnu í viðtali við DB. „Að vísu eru verðin ekki komin og koma ekki fyrr en um næstu helgi. Útlit er fyrir að hækkun á þriggja vikna sólarlandaferð til Kanaríeyja i vetur verði 27%. Við það hækka ferðirnar um 50—80 þúsund krónur miöað við verðið á liðnu sumri, en allir sem vilja geta séð að eftir sem áður eru þetta ekki há gjöld fyrir þriggja vikna ferð.” Guðni sagði að sólarlandaferð á liðnu sumri hefði kostað frá 160—190 þúsund krónum og er þá miðað við góða gististaði. Eftir 27% hækkun sem verður við gengisfellingu og auka- gjald á ferðamannagjaldeyri kosta þessar ferðir vel yfir 200 þúsund krónur. Guðni benti á að þeir sem veita sér sólarlandaferð árlega eða annað hvert ár myndu eftir sem áður leita þangað. Sólarlandaferð hefur að undanförnu verið álíka dýr og nemur góðum mán- aðarlaunum. Fyrir 15 árum þurfti tvenn mánaðarlaun til að veita sér sólarlandaferð. „Sólarlandaferðir skipulagðar af feröaskrifstofu eru langódýrustu ferðir sem hægt er að fara i,” sagði Guðni. „1 Danmörku kostar orðið allt að 30 þúsund krónum á sólarhring að liggja í tveggja manna herbergi. Venjulegur flugfarseðill til Kanarieyja keyptur af einstaklingi hjá flugfélagi kostar 268 þúsund krónur. Þriggja vikna ferð til Kanarí myndi á slíkan hátt kosta um 600 þúsund krónur. Miðað við þessi verð er þriggja vikna dvöl á góðu hóteli á Kanaríeyjum ekki dýr þó hún kosti vel yfir 200 þúsund krónur,” sagði Guðni. Guðni sagði að gjaldeyrisskammt- urinn væri nú orðinn svo rúmur að margir tækju hann ekki allan. Væri það ánægjuleg breyting. Fólk þyrfti hans heldur ekki með, ef það ætlaði aðeins að njóta góðrar ferðar og gisti- dvalar á vegum ferðaskrifstofu. - ASt Málmiðnaðarfyrirtæki í þjónustugreinum og við- gerðum eiga í alvarlegum rekstrarörðugleikum „Það er gersamlega vonlaust að reka þjónustufyrirtæki á sviði málmiðnaðar- ins,” sagði forstjóri sliks fyrirtækis í viö- tali við DB. Hann bætti við: „Þar seni verulegur hluti rekstursins er ekki ein- hvers konar nýsmíði er ekki um neitt að velja annað en loka og það sem fyrst,” Bændur, rjúpnaskyttur! '' Verð Hinar handhægu tveggja rása tal- stöðvar komnar aftur. BENCO Bolhulti 4, Revkjavík. Simi 91-21945. sagði þessi forstjóri, sem að svo stöddu vildi ekki láta nafns síns getið. Ástæðan fyrir þessu alvarlega ástandi er sögð vera verðlagsákvæði sem gild- andi eru um útselda vinnu. „Þegar alls konar launatengd gjöld eru upp talin, er ekkert eftir til þess að borga kaupið með, hvað þá meira,” sagði þessi forstjóri. Talsverð eftirspurn er nú eftir iðnaðarmönnum í málmiðnaðargreinum en nær eingöngu frá fyrirtækjum I ný- Samningur sem undirritaður hefur verið milli íslands og v-þýzka sam- bandslýðveidisins gerir það erfiðara en áður að komast hjá tollum og greiðslu annarra gjalda i sambandi við inn- og út- flutning. Ríkin tvö heita hvort öðru gagnkvæmri aðstoð i þessum málum, sem er tvenns konar: Aðstoð við framkvæmd tollalaga al- Eins og DB greindi frá í gær var æsi legur eltingarleikur á Akureyri i fyrra kvöld, þar sem heil lögregluvakt elti ungan mann sem brauzt inn og stal riffli. Ungi maðurinn náðist án þess að skaði hlytist af aðgerðum hans, að frátöldu innbrotinu. Það vildi svo til að tíðindamaður Dag blaðsins, Þráinn Þorleifsson gjaldkeri blaðsins, var einmitt staddur nálægt smiði. Ofangreindar fullyrðingar voru yfirleitt staðfestar er DB leitaði upplýs- inga hjá fleiri aðilum, þótt ekki væri svo komið að leggja þyrfti niður fyrirtæki. Þar sem saman fara nýsmiði og við- gerðaþjónusta, eins og víða er, bar öllum saman um að þjónustan væri baggi á öðrum rekstri, aðeins misjafnlega þungur. mennt, þ.e. álagningu tolla og annarra inn- og útflutningsgjalda svo og það að haldnar séu reglur um inn- og útflutning og hins vegar aðstoð til að koma i veg fyrir, rannsaka og upplýsa brot á tolla- löggjöfinni. Samningurinn tekur gildi 11. október nk. Er þetta fyrsti tvíhliða samningurinn sem ísland gerir um tollamál. vettvangi og að sið góðra fjölmiðla- manna skundaði hann þegar á staðinn og mundaði myndavélina. Ungi maðurinn var að vísu á bak og burt en lögreglan vaktaði innbrotsstað- inn, sportvöruverzlun Brynjólfs Sveins- sonar. Lögreglan fann manninn síðan i felum undir vörubíl skammt frá höfn- inni, en þangað hafði hann hlaupið. • JH Lögreglan vaktar Innbrotsstaðlnn I fyrrakvöld. ísland- V-Þýzkaland: GAGNKVÆM AÐSTOÐ ÍT0LLAMÁLUM Riffilstuldurínn á Akureyrí Sigrún var að ferja bensintunnur I land á Ólafefirði I fyrri viku er Ámi Páll tök þessa mynd af henni þar auk stýrimanns á Tý. Bensinið var handa þyrlunni sem þar var i steypuflutningum fyrir heimamenn. Fyrsti kvenhásetinn í Landhelgisgæzlunni „Hún heitir Sigrún Svavarsdóttir og er náskyld Gunnari 'V. Gíslasyni frá Papey, sem lengi var skipherra hjá Landhelgisgæzlunni," sagði Þröstur Sigtryggsson skipherra er DB spurði hann hvort rétt væri að ung stúlka værinúhásetiáTý. Sigrún er að líkindum fyrsti kvenhá- seti Gæzlunnar en áður hefur kona unnið þar sem messi og síðan sem smyrjari í vél. 1 vor lauk Sigrún fiski- mannadeild Stýrimannaskólans eftir tveggja vetra nám og skildist Þresti á henni að hún hygðist fara i þriðja bekk i vetur til að taka farmanninn, eins og það er orðað. Ekki bjóst Þröstur þó við að Sigrún bætti fjórða bekknum við sig, eða varðskipadeiluinni. „Mér finnst hún fyrst og fremst vera fiskimaður,” sagði Þröstur. Fyrstu þrjár vikurnar í vor var Sigrún í stjórnstöð Gæzlunnar, eða unz hún hóf siglingar á Tý. - G.S. — DB-mynd Þráinn Þorleifsson

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.