Dagblaðið - 26.09.1978, Side 24
c
Fasteignasali um ummæli
viðskiptaráðherra:
Löðurmannlegt að
kenna okkur um hækkanir í
stjómlausu efnahagskerfi
„Þetta afhjúpar fyrst og fremst van-
þekkingu eða bamaskap ráðherra
okkar,” sagði Ragnar Tómasson fast-
eignasali í viðtali við DB er ummæli
viðskiptaráðherra í blaðinu í gær, þess
efnis að stétt Ragnars væri vandamál
hér þar sem hún sprengdi upp fast-
eignaverðið, voru borin undir hann.
„Það er bezt að Svavar Gestsson
geri sjálfur lesendum grein fyrir hvað
Þjóðviljinn hefur hækkað í verði frá
1966 i samanburði við fasteignir á
þessu tímabili,” (Þjóðviljinn
tuttugufaldazt en fasteignir um 16
faldazt).
„Mér finnst löðurmannlegt að
kenna fasteignasölum um.
verðhækkanir 1 þessu stjórnlausa efna-
hagskerfi okkar og Guð hjálpi okkur
ef við eigum að hafa þessi gáfnaljós til
að lýsa okkur leiðina út úr myrkri
efnahagsvandans,” hélt Ragnar
áfram.
„Við fasteignasalar vitum hversu
afdrifarikt hagsmunamál það er fyrir
hinn almenna borgara að eignast þak
yfir höfuðið, og víst skapar það okkur
ánægju i starfi þegar okkur finnst sem
vel hafi til tekizt að finna úrræði fyrir
fólk þegar það stendur frammi fyrir
þvi erfiða verkefni að eignast fyrstu
ibúðina sína, en hefur ekki þekkingu á
hvemig það er kleift. Og víst verðum
'við um leið hryggilega varir við hvað
verðbólgan leikur grátt. eldra fólk, sem
í grandaleysi leggur fyrir í banka til
elliáranna, eins og það er nefnt.”
Að lokum sagði Ragnar: „Lækkað
ibúðaverð er alveg örugglega eitt af
stórkostlegri hagsmunamálum allrar
þjóðarinnar, en við lausn á því vanda-
máli þarf haldbetri úrræði en unnt er
að lesa úr viðtalinu við Svavar.”
-G.S.
HjóKaði
inn undir
vörubfls-
pall
Umferðarslys varð á Þingvalla-
stræti á Akureyri í gærdag. Þar ók
15 ára piltur á léttu bifhjóli aftan
á vörubifreið. Hafði vörubíllinn
numið staðar við gangbraut og það
sá pilturinn ekki fyrr en um sein-
an. Pilturinn var fluttur í sjúkra-
hús. Ekki var með vissu vitað um
meiðsl hans í morgun, en þau voru
þó ekki talin mjög alvarleg.
—AST
Stundakennarar
boða verkfall:
Lamast
kennsla
við Há-
skólann?
Á fundi sem haldinn var í Árna-
garði, húsi heimspekideildar Há-
skóla íslands i gærkvöldi sam-
þykktu stundakennarar við H.l. að
boða til vikulangs verkfalls í byrj-
un nóvember yrði ekki gengið að
þeim lágmarkskröfum, sem þeir
hafa sett fram.
Viðræður hafa staðið yfir und-
anfarnar vikur milli stundakenn-
ara og menntamála- og fjármála-
ráðuneytis. Á fundinum i gær
höfnuðu stundakennarar tilboði
sem ráðuneytin hafa sett til lausn-
ar deilunni.
Er DB hafði samband við Ólaf
Jónsson einn áf forsvarsmönnum
stundakennara í morgun, sagði
hann að fundurinn hafi verið fjöl-
mennur og „samþykkt einum
rómi” að hafna tilboði ráðuneyt-
anna. Ólafur sagði, að erfitt væri
að bera saman tilboð ráðuneyt-
anna og lágmarkskröfur kennara
en óhætt væri að segja það að deil-
an snerist ekki fyrst og fremst um
krónutölur. „Við teljum okkur
hafa slegið mjög af kröfum okkar
og að eftir standi aðeins ófrávikj-
anleg lágmarkskrafa,” sagði Ólafur
og bætti þvi við að með því að
boða ekki til verkfallsins fyrr en í
nóvember-byrjun vildu kennarar
vona að enn gæfist möguleiki á
samkomulagi.
Stundakennarar sjá um meira
en helming allrar kennslu við há-
skólann og einkum eru þeir fjöl-
mennir í heimspekideild og verk-
fræði- og raunvísindadeild. Það
má þvi búast við þvi að kennsla
lamist að verulegu leyti í H.t. ef til
verkfallsins kemur. -GAJ-
Fyrri sprengjan eyðilögð á Bláfjallasvæðinu 1 gær.
DB-myndir Sveinn Þormóðsson
Sprengjur frá í
stríöinu fundust
við Laugaveginn
—var síðan eytt í gærdag á
Bláfjallasvæðinu
Tvær miklar sprengingar dundu við á
Bláfjallasvæðinu 1 gærdag. Grjót og
hraunmylsna þeyttist hátt i loft upp og
var til að sjá eins og loftárás væri að
byrja eða jarðhræringar að hefjast.
Þarna var verið að eyða tveimur
sprengjum sem fundust á sunnudaginn i
húsagarði við Laugaveg 59. Voru það
fjórir piltar sem tilkynntu um fundinn.
Sprengjurnar lágu ofanjarðar og liggur
enn engin skýring fyrir á veru þeirra í
þessum húsagarði, þar sem ekki er
sjáanlegt að neitt jarðrask hafi átt sér
stað.
Mál þetta er í rannsókn, en helzt er
ætlað að sprengjurnar séu allt frá stríðs-
árunum. Slíkar striðsmenjar geta verið
mjög hættulegar, og voru þessar t.d..
virkar að einhverju leyti. Sprengiefni var
notað til að eyðileggja þær og stjórnaði
Rudolf Axelsson aðalvarðstjóri þvi
verki.
—AST.
Rudolf varðstjóri með aðra sprengjuna,
en þær voru báðar jafnstórar, 47 senti-
metrar að lengd og þungar.
frfálst, úháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPT. 1978.
Stormur
á loðnu-
miðum
Sáralítil loðnuveiði hefur verið
undanfama daga og eru margir
bátanna nú í landi þar sem storm-
ur hefur verið á aðalmiðunum, á
milli Grænlands og Jan Mayen, að
sögn loðnunefndar í morgun.
Hefur verið stormur þar á þriðja
sólarhring. Nokkrir bátanna komu
með slatta til lands þegar tók að
blása, til að hráefnið skemmdist
ekki um borð á meðan beðið væri
veiðiveðurs.
-G.S.
Eftirlit
með Ijós-
kösturum
íKópa-
vogi
Kópavogslögreglan var lengi
kvölds í gær á þremur bílum
beggja vegna við Kópavogslækinn
og lýsti um svæðið með ljósköst-
urum. Voru lögreglumenn hinir
dularfyllstu er vegfarendur spurðu
hverju þetta sætti.
1 morgun sagði Kópavogslög-
reglan að ekkert sérstakt hefði
verið þarna um að ræða, en hins
vegar hefði Kópavogslögrcglan
fengið nýja ljóskastara og nú yrði
tekið upp aukið eftirlit í bænum að
kvöld- og næturlagi með slíkum
kösturum. Yrði farið um hverfin
og athugað nákvæmar en áður allt
umhverfið. —AST.
Söngskólinn
að kaupa
Norska
sendiráðið?
Undanfarið hafa staðið yfir
samningaviðræöur milli Söng-
skólans og Norska sendiráðsins
um að Söngskólinn festi kaup á
húsakynnum sendiráðsins. DB
hafði i morgun samband við
Garðar Cortes skólastjóra Söng-
skólans og spurði hann hvort
samningar væru ekki að takast.
Garðar sagði, að tilboðin hefðu
gengið á milli að undanfömu og
hefði hann jafnvel átt von á að
samningar tækjust í dag. Að öðru
leyti vildi Garðar ekki tjá sig um
þessi mál fyrr en samningar hefðu
tekizt og um kaupupphæðina vildi
hann segja það eitt að hún „skipti
tugum milljóna”.
-GAJ-
^KaupioV
,5 TÖLVUR' ‘
I* OGJi
BANKASTRÆTI8
£1*1121*2*