Dagblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978. DB á neytendamarkaði í gær var þvi lofað á Neytenda- síðunni að athugað yrði í dag með verð á frystum á markaðnum hér og þá um leið gefnar nokkrar staðreyndir. Þar sem tegundirnar á markaðnum eru allt of margar til þess að hægt sé að gera þeim öllum skil hér verða aðeins tekin dæmi úr nokkrum Frystiskápur frá Electrolux. Skápurinn tekur 300 litra og kostar 320þúsund sé hann hvitur á litinn. Electrolux-vörurnar eru seldar I Vörumarkaönum I Ármúla. Skápurinn sá arna er 155 sentimetrar á hæö, 60 á breidd og 60 á dýpt. Hann vegur 65 kiló. verzlunum hér í Reykjavík. Verðið er þar alls staðar mjög svipað fyrir sömu stærð, ódýrasta kistan sem við sáum kostaði 175 þúsund og dýrasti skápurinn 320 þúsund. Verð á milli tvö og þrjú hundruð þúsund virðist vera nokkuðgegnum gangandi. Árs ábyrgð var á öllum kistum og Gram frystikista frá Fönix. Kistan tekur 345 litra og kostar 250 þúsund. Hún er 90 sentimetrar á hæð, 100 á breidd og 67.5 á dýpt. Frystigetan er 29.3 klló á sólarhring. Til er mjög vinsæl sparnaðarútgáfa , af þessari kistu. Hún kostar 210 þúsund og er 5 sentimetrum lægri en að ööru leyti eins. skápum sem við sáum og virðist það nokkuð ríkjandi regla um rafmagns- tæki á íslandi. í öllum búðum var hægt að fá upplýsingabæklinga um eitt og annað sem við kom frystunum en oftast aðeins á erlendum tungum. -DS. Orka selur Vestfrost skápa og kistur. Þessi kista tekur 200 litra og kostar 175 þúsund. Hún er 85 sm á hæð, 72 á breidd og 65 á dýpt. Hún er 51 kiló. Frystigeta er 16 kiló af frostlausum mat á sölarhring. Hjá Orku er boðið upp á alhliða viðgerðarþjónustu. Frystirinn kostar þig á m\\[\ 175 og 320 þús. kr. Elstar frystikista frá SÍS. Kistan tekur 500 lltra og kostar 261 þúsund. Hún er 85 sentimetra há, 170 sm á breidd og 50 sm á dýpt. Hún vegur 87 kiló. Kistunni fylgir norskur leiðarvisir. Litríkur f iskréttur Í dag skulum við borða fiskrétt og hafa hann svolítið litríkan til þess að lífga upp á hryssingslega tilveru I svona veðri. Uppskriftin er þannig: 500 gr fiskflök (ca 270 krónur) 3—4 msk. smjörlíki eða matarolia 1/2—1 tsk. karrý 1/2 tsk. paprika 2 msk. hveiti 1 tsk. salt 2 msk. vatn 1 egg (harðsoðið) 1—2 tómatar steinselja Hreinsið fiskinn og skerið í stykki. Bræðið smjörlikið eða hitið mataroli- una í djúpri pönnu eða potti, stráið karrýi og papriku saman við og látið krauma I 2—3 minútur. Blandið saman hveiti og salti og veltið fiskinum upp úr þvi og síðan upp úr feitinni. Stráið því sem eftir var af hveitinu yfir og bætið vatninu á. Setjið þéttan hlemm á og sjóðið við vægan hitaí 15—20mínútur. Saxið eggið og skerið tómatana í báta og leggið hvort tveggja yfir fisk- inn og látið það hitna. Berið réttinn fram með soðnum kartöflum eða hrísgrjónum og jafnvel' hráu salati. Alls kostar þessi réttur um 320 krónur og erætlaður fyrir 2. Skammt- urinn kostar þvi 160 krónur á mann. - DS Vestfrost frystiskápur á 303 þúsund. Skápurinn tekur 400 Utra og er 180 sm á hæð, 59,5 á breidd og 65 á dýpt. Hann vegur 87 kiló. Eins og sjá má af myndinni eru tvær hurðir á skápnum og fer þvi minni orka til spillis þegar skápurinn er opnaður. Bauknecht skápur frá Sambandinu. Skápurinn tekur 290 Utra og kostar 261 þúsund. Hann er 151 sentimetri á hæð, 60 á breidd og 60 á dýpt. Hann vegur 60 kiló. Skápnum fylgir leiðar- visir á islenzku. 270 þúsund kostar þessi 240 Utra frystiskápur frá Gram. Skápurinn er 126.5 sm á hæð, 59.5 á breidd og 62.1 á dýpt. Frystikista frá Electrolux. Hún tekur alls 510 Utra, er 85 sm á hæð, 160 á breidd og 63 á dýpt. Kistan vegur 90 klló og kostar 307 þúsund. Henni fylgir erlendur leiðarvisir. Hægt er læsa lokinu á kistunni með sérstökum iykli en annars er auðvelt að opna hana innan frá. DB-myndir Bjarnleifur Bjarnleifsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.