Dagblaðið - 05.10.1978, Síða 5

Dagblaðið - 05.10.1978, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978. 1 Brauðgerðarmenn kanna orkukostnaðinn: O/ia væri mun ódýrari en rafmagnið 1 nýju fréttabréfi Landssambands iðnaðarmanna er gerð athugun á kostnaði við að reka 80kw ofn miðað við 7,700 kw stundir á mánuði, eftir því hvar á landinu er. Jafnframt er borinn saman kostnaður við að reka slíkan ofn fyrir oliu og rafmagni. Við þann samanburð kemur í ljós að víðast hvar á landinu væri mun ódýrara að kynda ofninn með inn- fluttri oliu en innlendu rafmagni. Tölurnar í fréttabréfinu eru síðan fyrir síðustu olíuhækkanir og var rekstrarkostnaðurinn með olíu þá 43,240 krónur. En þann 15. ágúst hækkaði rafmagnið líka um 20 prósent að meðaltali svo samanburðurinn er raunhæfur. Minnsti kostnaður við að kynda áðumefndan ofn reyndist á Siglufirði, 40,810 kr. en mestur i Hafnarfirði, 114,807 kr. í Reykjavik var kostnaðurinn 58,212, sem lætur nærri að vera í meðallagi miðað við landið allt. G.S. LITIÐ SAFN VIÐ GJÁNA Eins og mörgum mun eflaust í fersku minni gáfu erfingjar Gerðar heitinnar Helgadóttur Kópavogsbæ öil listaverk eftir hana i þeirra eigu, með því skilyrði að byggt yrði sérstakt safn með nafni hennar yfir verkin. Þar sem ekkert hefur heyrzt um þessi mál um langt skeið, hafði DB samband við bæjarritara Kópavogs, Jó'n Guðlaug Magnússon, en hann er formaður byggingarnefndar safnsins tilvonandi. Sagði hann að störf nefndarinnar hefðu að mestu legið niðri yfir sumarið en áður hefði hún komið saman í nokkur skipti. Sagði hann að í þessari nefnd væru fjórir fulltrúar sem Lista- og Menningarsjóður Kópavogs tilnefndi og einn fulltrúi sem erfingjar Gerðar tilnefndu. Við síðustu kosningar urðu breytingar á nefndinni og stæði nú til að kjósa í hana nýja fulltrúa eins fljótt og auðið yrði. Tilbúið 1983 Sagði Jón Guðlaugur ennfremur að i samningum Kópavogsbæjar og erfingja stæði að safnið skuli vera tilbúið árið 1983 og hefði 3 milljónum króna verið veitt til undirbúnings á þessu ári og sömuleiðis hefði verið ákveðið að finna safninu stað öðru hvoru megin við gjána ,í miðjum bænum. Ekki kvað Jón Guðlaugur menn hafa komizt að niður- stöðu um það hvort ráða ætti arkitekt til starfsins eða bjóða verkið út. Aðspurður um þann orðróm að einhverjir nefndar- manna hafi haft áhuga á að bjóða verkið út bæði hér og á Norðurlöndum sagði Jón Guðlaugur allt óráðið um það, en sjálfur teldi hann ólíklegt að sú leið yrði farin vegna þess mikla kostnaðar sem það hefði í för með sér og einnig væri lítill tími til stefnu. Er hann var spurður að því hvort ekki væri líklegra að arki- tektar á hinum Norðurlöndunum hefðu meiri reynslu en íslenzkir starfsbræður þeirra í byggingu safna vildi Jón Guðlaugur ekki aftaka það, en taldi að íslenzkir arkitektar gætu eflaust byggt gott safn ef þeir fengju góða menn til að leiðbeina sér. Lifandi menningarmiðstöð Sagði hann að Kópavogsbær hefði fengið Frank Ponzi listfræðing til að taka að sér ráðgjöf við bygginguna. Ekki sagði Jón Guðlaugur að menn væru komnir niður á nákvæmar hugmyndir um skipulag og tilgang þessa safns, en þó gat hann þess að helzt væri rætt um litið hús á 2—3 hæðum þar sem höfuð- áherzlan væri lögð á verk Gerðar heit- innar, en þó yrði þar aðstaða til geymslu og sýninga á málverkasafni bæjarins sem nú er mikið að vöxtum og svo annarra sýninga — auk kaffiaðstöðu, aðstöðu til tónleikahalds og fræðslu o.fl. „Við viljum fyrir alla lifandi muni menningarmiðstöð,” sagði Jón Guðlaugur að lokum,” og forðast þau mistök sem gerð hafa verið í skipu- lagningu annarra menningarstofnana hér í grenndinni.” A.I. ANNA MOFFO TILISLANDS — heldur tvenna tónleika hér Anna Moffó, sópransöngkona, er ekki ofmælt að væntanleg til Islands innan skamms einhver albezta og mun hún halda tvenna tónleika í veraldar um þess; Háskólabiói. Anna er itölsk og mun hún hingað á stofnunarinnar i tilefni 20 ára afmælis stofnunarinnar. G.S. Nýkomið! Ecco Tramps, „Sporty ” og með hlýju fóðri, sérstaklega mjúkt leður og mjög sterkir sólar. Allir eiga þeir að vinna góðverk á minnisdaginn Litur: Natur leður leður. Stœrðirnr. 36—40. Verð kr. 14.635. eða brúnt Á minnisdegi Lionshreyfingarinnar á sunnudaginn er ætlazt til að allir félagar hreyfmgarinnar láti gott af sér leiða. „Þetta er dagur einstaklinganna, eins og það hefur verið skilgreint, og þá eiga allir að vinna góðverk,” segir i fréttatil- kynningu frá Lions. Þennan dag munu félagamir heimsækja sjúka og einstæða, eða gera annað hliðstætt, og er vænzt mikillar þátttöku á minnisdeginum. Á Vestfjörðum munu Lionsklúbb- ,amir glima við sérstakt verkefni þennan dag, safna fé fyrir Styrktarfélag vangef- inna á Vestfjörðum. Þroskaheft stúlka hefur gert sérstaka mynd sem prentuð hefur verið og verður seld til ágóða fyrir málstaðinn. Fjölumdæmisstjóri Lionshreyfingar- innar er Jón Gunnar Stefánsson, fram- kvæmdastjóri á Flateyri. Umdæmis- stjórar eru Ólafur Þorsteinsson, Reykja- vík, og Sigurður Ringsted, Akureyri. Barnastœrðir nr. brúnu leðri. Verðkr. 12.795. Jón Gunnar Stefánsson, fjölumdæmis- stjóri, frá Flateyri. POS TSENDUM I Kirkjustræti8 v/Austurvöll. Sími 14181. Skóverzlun Þórðar Péturssonar

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.