Dagblaðið - 05.10.1978, Side 12
12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978.
Sigrum Þjóð-
verja í
Reykjavík
— sagði Ellert Schram
eftir leikinn
Frá Magnúsi Gislasyni i Halle:
Ellert B. Schram, sem borið hefur hita
og þunga af þeim erfiðleikum sem mætt
hafa landsliðinu hér i Halle, sagðist vera
ánægður með frammistöðu islenzka
liðsins. Liðið væri mjög ungt, hefði sýnt
marga göða hluti og ætti örugglega eftir
að bæta sig i næstu ieikjum. „Við getum,
ef allir leggjast á eitt, unnið Þjóðverja í
Laugardal,” sagði Ellert ennfremur.
Frá Magnúsi Gislasyni i Halle:
Ellert B. Schram, formaður KSt,
þakkaði landsliðsmönnum fyrir ágætan
leik i Halle en hann var ekki ánægður
með undirbúninginn eins og málin þró-
uðust. Sagðist ekki muna eftir að farar-
stjóri þyrfti að draga fram skóna, eins og
útlit hefði verið fyrir um tíma í A-Þýzka-
landi.
Hann tilkynnti að á næsta ári yrðu
margir landsleikir — 10, og í lokin yrði
farið til Bandaríkjanna og Bermúda,
það yrði umbun landsliðsmanna, 25
manna hóps, fyrir fórnfýsi þeirra með ís-
lenzka landsliðinu.
Reynolds dómari frá Wales sagði
þcnnan lcik ekki erfiðan aö dæma.
„Brotin voru hrein og það hjálpaði mér
að ég þckki islenzka liðið frá því að ég
hafði dæmt leik liðsins áður. Þeir koma
prúðmannlega fram, en fyrir leikmenn
var þetta erfitt á blautum og þungum
vellinum. Eigi að siður var leikurinn
mjög góður á köflum. íslenzka liðið
skorti sterka leikmenn gegn A-Þjóðverj-
um en engu aö síður var liðið sterkt og er
í framför.”
Gott vega-
nesti íleik-
inn íReyjavík
— sagði George
Buschner, þjálfari
þýzka liðsins
Manfred túlkur og knattspyrnuáhuga-
maður: „Nú ættum við að vera lausir við
íslenzka komplexinn. Úrslitin voru sann-
gjörn, leikurinn skemmtilegur en allt of
mörg færi fóru forgörðum.”
Magnús Gíslason i Halle:
Youri Ilitschev, þjálfari islcnzka
liðsins var ánægður með leikinn að sumu
leyti. Kvað ekki hægt að ætlast til mikils
af liðinu þegar ekki væri hægt að ná þvi
öllu saman fyrr fyrir leik til að æfa og
leggja leikaðferðir fyrir. Aðspurður um
hollenzka liðið af þýzkum fréttamönnum
og Buscher þjálfara sagði Youri, að Hol-
lendingar væru mun öflugri en Þjóðverj-
arnir.
Pétur Pétursson skoraði sitt fyrsta
landsliðsmark i Hallc — og jafnframt
eina mark islenzka landsliðsins i ár.
Þýzkur sigur í I
— 3-1 og Þjóðverjar náðu að hefna ófara f síðustu Evrópul
— Pétur Pétursson jaf naði úr víti, 1-1—fyrsta landslið<
Frá Magnúsi Gíslasyni, blaðamanni DB
i Halle:
Um 12 þúsund manns horfðu á leik
íslands og A-Þýzkalands á Kurt-
Wabben leikvanginum hér i Halle i gær-
kvöld. Blæjalogn, en völlurinn var mjög
blautur og erfiður eftir rigningar undan-
farið og voru þær aðstæður heimaliðinu
mjög í hag. Andrúmslóftið á áhorfenda-
pöllunum var þrungið spennu, — jafn-
teflið ’74 og tapið í Reykjavík árið eftir,
var A-Þjóðverjum enn í fersku minni.
Áhorfendur hvöttu heimamenn óspart
með hrópum og hrossabrestum. Þjóð-
verjar gátu státað af sigri gegn íslandi
nú, sigurinn var Þjóðverja, 3-1. En þrátt
fyrir tap geta lslendingar vel við unað,
miðað við undirbúninginn gegnir það
furðu hve landslið okkar veitti hinum
þrautþjálfuðu köppum öfluga mót-
spyrnu, allt frá fyrstu minútu til hinnar
síðustu, með ódrepandi baráttuvilja. Sú
spurning hlýtur þvi að vakna hvaða ár-
angri væri hægt að ná ef okkar landslið
fengi svipaðan undirbúning og þýzku
mótherjarnir.
Sigur Tékka í
Stokkhólmi
sigruðu Svía 3-1 í Evrópukeppni
landsliða
Magnús Gíslason I Halle:
Karl Buscher, þjálfari þýzka liðsins:
Hann var glaðlegri á svip nú en eftir fyrri
tvo leiki Þjóðverja gegn lslandi.„Þýzka
liöið lék vel á köflum, átti sigurinn skilið
en sýndi þó ekki sínar beztu hliðar. Of
mörg góð tækifæri fóru forgörðum, sem
og hjá islenzka liðinu. En það finnst mér
ekki eins sterkt og áður. Mér skilst lika
og sýnist að þið hafið ekki getað teflt
fram ykkar bezta liði. Tveggja marka
munur er gott veganesti til Reykjavíkur
að ári en við förum varlega i að spá, af
gamalli reynslu.”
Evrópumeistarar Tékka í knattspyrn-
unni unnu góðan sigur á Svium i Stokk-
hólmi 1 gærkvöld. 3-1 í riðli 5 — og þó
skoruðu Svíar fyrsta mark leiksins. Það
var á 16. min. þegar Hasse Borg skoraði
úr vítaspyrnu. Frantisek Cojacek braut á
Mats Nordgren i vitateignum.
Tékkum tókst að jafna fyrir hálfleik.
Marian Masny skoraði en rétt í lok hálf-
leiksins munaði litlu, að Sviar næðu for-
ustu á ný. Michalik, markvörður Tékka,
varði snilldarlega frá Benny Wendt beint
úraukaspyrnu.
Á 48. mín. náðu Tékkar forustu.
Masny skallaði knöttinn i mark eftir
hornspyrnu. Ronnie Hellström stóð
frosinn á marklínunni. Á 85. mín. gull-
tryggði Zdanek Nohoda sigur Tékka.
Sendi knöttinn í opið markið eftir að
Hellström hafði misst knöttinn frá sér
eftir spyrnu Gajdusek.
Staðan í riðlinum:
Tékkar 1 1 0 0 3-12
Frakkar 10 10 2—2 1
Svíar 2 0 11 3—5 1
Áhorfendur í Stokkhólmi voru aðeins
12000.
Spánverjar sigruðu
Júgóslava íZagreb
— 2-1 þar sem Júgóslavar sóttu mjög
Spánn sigraði Júgóslavíu I Zagreb I
þriðja riðli Evrópukeppni landsliða I
gærkvöld, 2-1. Júgóslavar sóttu nánast
látlaust lengst af, Spánverjar vörðust vel,
og skyndisóknir þeira voru hættulegar
þar sem Juanito, útherji Spánverja, var
ávallt hættulegur.
Spánverjar náðu forustu á 20.
I minútu. Villar átti fast skot að marki,
j knötturinn fór i einn varnarmann Júgó-
jslava og til Juanito, sem skoraði af
Stein tók við
skozka
landsliðinu
Jock Stein tók i gærkvöld við skozka
landsliðinu i knattspyrnu. Hann tekur
við af Ally McLeod, sem sagði af sér
eftir ófarir undanfarínna mánuða. Jock
Stein var lengi framkvæmdastjóri Celtic,
þá var Celtic nánast ósigrandi i Skot-
landi og undir hans stjórn varð Celtic
fyrst liða á Bretlandseyjum til að sigra I
Evrópukeppni meistaraUða. Fyrir sex
vikum tók Jock Stein viö Leeds United
en hefur nú yfirgefið EUand Road.
Blackburn Rovers rak i gær fram-
kvæmdastjóra sinn, Jim IUe en liðið er
nú i alvarlegri fallhættu í 2. deild. Ilie tók
við af Jim Smith.
stuttu færi. Tólf minútum síðar skoruðu
Spánverjar aftur. Santillana skallaði
knöttinn í netið eftir aukaspyrnu Del
Bosque. Juanito átti mjög snjallan leik
fyrir Spánverja, og varnarmenn áttu
mjög í vandræðum með að hemja hinn
litla Spánverja. Á 43. mínútu missti
hann af góðu færi eftir að hafa leikið
laglega á varnarmenn, komst i gegn en
markvörður Júgóslava varði. Aðeins
mínútu siðar minnkuðu Júgóslavar
muninn, Halilhodzic skallaði knöttinn í
netið eftir sendingu Susic. í síðari hálf-
leik sóttu J úgóslavar mjög — knötturinn
nánast látlaust á vallarhelmingi Spán-
verja en vörnin var sterk og Miguel
Angel, markvörður Spánverja, varði
iðulega af snilld.
Spánverjar komust áfram í úrslit HM
eftir að hafa slegið Júgóslava út i undan-
keppni HM. Áhorfendur i Zagreb voru
um 60 þúsund.
Cosmos
sigraði
Giorgio Chinaglia skoraði þrennu
fyrir New York Cosmos f Aþenu 1 gær,
þegar Cosmos sigraði AEK 5—3 —
mótherja Nottm. Forest í 2. umferö
Evrópubikarsins. Mavros skoraði öll
mörk AEK en Seninho og Dennis Tueart
fyrir Cosmos.
Þrátt fyrir margar breytingar frá
leiknum við Holland og litla samæfirlgu
liðsins, þar sem tveir nýliðar komu inn,
öðluðust íslendingar fleiri tækifæri til að
skora en áður í landsleikjum, jafnvel
gegn mun veikari liðum en hinu þýzka
— vissulega framför. Hinu er þó ekki að
leyna að Þjóðverjarnir misnotuðu mörg
góð færi og átti blautur völlurinn vafa-
lítið sök á þvi.
Nokkurs taugaóstyrks gætti hjá is-
lenzka liðinu fyrstu minúturnar en Þjóð-
verjarnir sóttu af mikilli ákefð, voru þó
ekki eins sterkir á taugum og sýndist, þvi
í fyrstu sóknarlotu íslendinga munaði
minnstu að Dörner, miðvörður Þjóð-
verja, skallaði í eigið mark, knötturinn
fór rétt utan við marksúluna.
Þjóðverjum var strax Ijóst, að íslenzki
vamarmúrinn var erfiður viðfangs með
Janus Guðlaugsson, sem átti frábæran
leik, og Jón Pétursson, er aldrei brást á
miðjunni, þvi létu Þjóðverjarnir sína
fljótustu menn, Hoffmann og Peter,
yfirleitt alveg spila út við hliðarlínurnar
til að freista þess að draga vömina
íslenzku í sundur og finna þannig glufur.
Að visu tókst það á stundum, en Árni
Sveinsson bakvörður hafði yfirleitt i
fullu tré við hinn eldfljóta Peter og er þá
mikið sagt. Sigurður Björgvinsson fann
sig ekki alveg strax í bakvarðarstöðunni
gegn Hoffmann, en náði góðu valdi yfir
Magnús Gíslason,
blaðamaður DB í Halle.
langt var liðið á leikinn, fékk því lítið
tækifæri til að spreyta sig. Hann kom
inn á fyrir Árna Sveinsson, sem var ger-
samlega útkeyrður í glímunni við lang-
snjallasta Þjóðverjann — Peter.
Svo vikið sé nánar að gangi leiksins þá
tókst Þjóðverjum að skora snemma i
fyrri hálfleik. Þar var að verki Riediger,
sem fékk knöttinn nokkuð óvænt eftir
þrjár eða fjórar tilraunir islenzku
ísland skapaði sér góð tækifæri o|
undir stjórn Youri llitschev, þá er
íslands orðinn beittari en.
henni í síðari hálfleik. Ekki má gleyma
Þorsteini Bjarnasyni markverði sem átti
stórleik — komst á bragðið með að verja
fast skot af stuttu færi frá Hoffmann í
byrjun. Þorsteinn meiddist síðar á öxl,
þegar hann rakst á hvasst horn ferkant-
aðrar marksúlu, slíkar marksúlur heyra
fortíðinni til víðast. Tengiliðirnir fjórir,
4-4-2 leikaðferðin, var dagskipun Youri
Ilitschev, náðu oft góðum tökum á miðj-
unni, og er þeir fengu ráðrúm til að at-
hafna sig var oft hætta á ferðum. Sér-
staklega þegar Karl Þórðarson var
á ferð með knöttinn, þvi bæði voru gegn-
umbrot hans stórhættuleg svo og send-
ingar hans, sér í lagi í byrjun síðari hálf-
leiks. Miðherjunum tveimur tókst samt
ekki að nýta færin, en þeir Teitur
Þórðarson og Pétur Pétursson voru
beittir á köflum allt að þvi fúlmannleg-
um brögðum, sérstaklega Pétur. Atli Eð-
valdsson og Guðmundur Þorbjömsson
áttu oft góða spretti, svo og Stefán Öm
Sigurðsson, nýliði — en mjög var eftir-
tektarvert hvað hann féll vel inn í liðið.
Ingi Björn Albertsson kom inn á þegar
varnarinnar út úr vítateignum. Færið
var opið og stutt. Þorsteinn Bjarnason
átti ekki möguleika á að hindra för
knattarins í netið. Áhorfendur stóðu
upp í sætum sínum yfir sig hrifnir af
fögnuði. En dýrðin stóð ekki lengi, eftir
eina sóknarlotu Þjóðverja gómaði Þor-
steinn Bjarnason, markvörður knöttinn,
spyrnti langt fram á völlinn þar sem Atli ]
Eðvaldsson „nikkaði” inn fyrir þýzkuj
vörnina, rétt fram fyrir tærnar á Pétri,
Péturssyni, sem þaut eins og kólfi væri:
skotið í átt að marki Þjóðverja. Þegar
Pétur var rétt kominn inn fyrir vítateig
brá Hauser, varnarmaður Þjóðverja
honum illilega. Reynolds, dómari frá
Wales — örugglega bezti maður vallar-
ins, var ekki í minnsta vafa um dóminn,;
benti á vitapunktinn. Þá var fleirum'
brugðið en Pétri, áhorfendum líka. Allt
datt í dúnalogn á meðan Pétur stillti upp
knettinum. Ætluðu Islendingar virkilega!
enn að bregða fæti fyrir Alþýðulýð-
veldið í knattspyrnyheiminum? „Ég
fann ekki til minnsta kvíða,” sagði Pétur
eftir leikinn. „Ég var staðráðinn í því að
Watford sigraði
Un'ited á Old Ti
— 2-1 í deildarbikarnum og Bolton 1
Stjörnuhrap I deildabikarnum á Eng-
landi heldur áfram. Tvö 1. deildarlið féllu
út úr keppninni, sjálfir risar Manchester
United féllu út á Old Trafford, töpuöu
gegn liðinu hans Elton John, 2-1. Ná-
grannar United, Bolton, biðu lægri hlut
gegn öðru 3. deildarliði, Exeter, og City
varð að gera sér að göðu jafntefii gegn
enn einu 3. deildarliði, Blackpool.
Sigur Watford í Manchester vakti
gífurlega athygli á Bretlandseyjum í
gærkvöld, sannarlega óvænt úrslit. Joe
Jordan, skozki landsliðsmiðherjinn hjá
United, náði forustu fyrir Manchester-
liðið í fyrri hálfleik en leikmenn Watford
létu ekki bugast. Luther Blissett þaggaði
niður í áhangendum United með
tveimur mörkum í síðari hálfleik og
United náði ekki að jafna. Manchester
United komst i mikla fallhættu i 2. um-
ferð gegn Stockport úr 4. deild — sem
hafði yfir 2-1 er aðeins tvær mínútur
voru eftir en þær dugðu United þá, tvö
mörk, þar af annað beinlínis gefið — víti
— tryggðu United áframhald. En Wat-
ford var of sterkt á Old Trafford í gær.
Exeter City lagði 1. deildarlið Bolton
2-1 i Exeter. Neil Whatmore var rekinn
af velli. Þeir Keith Bowker og Tony
Kellow skoruðu mörk Exeter en Alan
Gowling svaraði fyrir Bolton. Á Bloom-
field Road i Blackpool mættust Black-
pool og Manchester City. Mike
Channon náði forustu fyrir City en n-
irski landsliðsmaðurinn Derek Spence
jafnaði fyrir Blackpool, jafntefli, 1-1.
Annars urðu úrslit i deildabikamum I
gærkvöld:
Bn