Dagblaðið - 05.10.1978, Side 23

Dagblaðið - 05.10.1978, Side 23
23 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978. 9 Utvarp Sjónvarp i Útvarp íkvöld kl. 20,50: KÆRILYGARI — leikrit eftir Jerome Kilty I kvöld kl. 20.50 verður fluttur i út- varpinu gamanleikur í tveimur þáttum, sem Jerome Kilty hefur gert úr bréfa- skiptum Bernards Shaws og frú Patricks Campbells. Nefnist leikurinn Kæri lyg- ari. Þýðinguna gerði Bjarni Benedikts- son frá Hofteigi en með hlutverkin fara Sigríður Þorvaldsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Leikstjóri er Sveinn Einarsson. Flutningur leiksins tekur röskar 100 mínútur. Frú Patrick Campbell, sem réttu nafni hét Beatrice Stella Tanner, var ein dáðasta leikkona sinnar samtíðar. Hún fæddist i London árið 1865 og fór að leika á unga aldri. Mesta frægð hlaut hún fyrir hlutverk Elizu Doolittle j „Pygmalion” eftir Shaw sem frumsýnt var 1914. Henni er lýst svo að hún hafi verið fögur og andrik kona, með djúpa og heillandi rödd og stór tindrandi augu. Háðfuglinn og jurtaætan Bernard Shaw komst i kynni við hana um aldamótin, og þau skrifuðust síðan á í um það bil 40 ár. Litlu munaði að bréfin frá Shaw glöt- uðust. Frú Campbeli andaðist í Suður- Frakklandi árið 1940, rétt fyrir innrás Þjóðverja. Bréfin voru geymd í hatta- öskju í íbúð leikkonunnar i París og minnstu munaði að Þjóðverjar næðu þeim. Það er enskri konu, Agnesi Claudius, að þakka að þau eru enn til. Bandariski leikarinn og rithöfundur- inn Jerome Kilty (f. 1922) færði bréfin í leikritsbúning og var verkiö frumflutt af höfundinum og konu hans árið 1956. Þjóðleikhúsið sýndi Kæra lygara leik- árið 1966—67. Irski rithöfundurinn Bemard Shaw var einn svipmesti og fjölhæfasti per- sónuleiki bókmenntasögunnar á þessari öld. Leikrit hans skipta tugum og spmu- leiðis má setja saman marga doðranta úr ritgerðum hans, leikhús- og bókmennta- gagnrýni svo og einkabréfum. Shaw var óþreytandi bréfritari og lét sig ekki muna um að skrifa tug bréfa fyrir morgunverð á hverjum morgni. Shaw var alla tið mikið í mun að mennta og kenna með leikritum sínum og þar sem Bernard Shaw. Útvarpsleikritið 1 kvöld er unnið upp úr bréfaskiptum hans og frú Patricks Campbells. áhugamál hans voru allmörg, allt frá þjóðfélagslegu réttlæti til jurtaátu, spanna léikritin mjög vítt svið og þykja snnidagáhugaverð. - GAJ/-AI Útvarp í f yrramálið kl. 10,25: Það er svo margt: Þeir sem koma fram eru allir f rændur Sérhæfum okkur í Seljum í dag: Auto Bianchi árg. 77, ekinn 34 þús. km, verö 1700 þús. Saab 95 árg.72,ekinn 120þús. km, verð 1400þús. Saab 96 árg. 72, ekinn 88 þús. km, verð 1250 þús. Saab 96 árg. 72, ekinn 81 þús. km, verð 1100 þús. Saab 96 árg. 73, ekinn 74 þús. km, verð 1500 þús. Saab 99 árg. 72, ekinn 100 þús. km, verð 1800 þús. Saab 99 árg. 74, ekinn 85 þús. km, verð 2300 þús. Saab99 4 dyra árg. 74, ekinn 64 þús., km, verð 2500 þús. Saab 99 EMS árg. 75, ekinn 47 þús. km, verð 3500 þús. ’ B3ÖRNSSON Aco BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI 81530 REYKJAViK Styrkir til íslenskra vísindamanna til námsdvalar og rannsóknastarfa í Sambandslýðveld- inu Þýskalandi. Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tjáð íslenskum stjórnvöldum að boðnir séu fram nokkrir styrkir handa íslenskum vísindamönnum til námsdvalar og rannsóknastarfa í Sambandslýðveldinu Þýskalandi um allt að fjögurra mánaða skeið á árinu 1979. Styrkirnir nema 1200 þýskum mörkum á mánuði hið lægsta, auk þess sem til greina kemur að greiddur verði ferðakostnaður að nokkru. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 1. nóvember nk. — Sérstök um- sóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 3. október 1978. „Þátturinn byrjar á því að leikin er fantasía improntu opus 66 í fís-moll,” sagði Einar Sturluson, umsjónarmaður þáttarins Það er svo margt, sem verður á dagskrá Útvarpsins í fyrramálið kl. 10.25. „Síðan les Þorsteinn Eiríksson yfirkennari Signýjarhárið úr Kvöld- ræðum sr. Magnúsar Helgasonar frá Birtingaholti. en hann var fyrsti skóla- stjóri Kennaraskólans. Þorsteinn Eiríks- son las þetta inn á band á þriðjudaginn í síðustu viku en lézt aðfaranótt laugar- dagsins. Svo þetta er hans svanasöngur. Þá verða leikin nokkur íslenzk lög. M.a. leikur Gísli Magnússon Vikivaka í út- setningu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Það sem er skemmtilegt við þennan þátt er kannski fyrst og fremst það að allir þeir sem koma fram í honum eru frændur. Sr. Magnús Helgason skóla- stjóri sem semur „Kvöldræður” er afa- bróðir Þorsteins Eiríkssonar sem les. Sigurður Ágústson sem semur lagið Þú Árnesþing sem flutt verður í þættinum er bróðursonur sr. Magnúsar Helga- sonar. Eiríkur Einarsson sem semur textann við Þú Árnesþing, er einnig frændi þeirra Sigurðar og sr. Magnúsar ELÍZUBÚÐIN Skiphotó 5, sími26250. MAPARTASALAN Höfum úrval notadra varahluta íýmsar tegundir bifreida, til dæmis: Rat 128 árg. 1972 Cortina árg. 1968 Volvo Amazon árg. 1964 Escort árg. 1968 Taunus 17M árg. 1967 Willys V-8 VW 1300 árg. 1971 Land Rover Einnig höfum vió urval af kerruefni, til dæmis undir vélsleda. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN Höföatúni 10 — Sími 11397 og Eiríkur er móðurbróðir minn,” sagði Einar Sturluson. Þá syngur Liljukórinn Allt fram streymir endalaust, eftir Kristján fjalla- skáld og söngkonan Leontine Prise syngur Ave Maria eftir Schubert. GAJ. Nýkomid! Tœkifœris- fatnaður memi lcndn -Dóali í kvöld Einar Sturluson, umsjúnarmaður þáttarins Það er svo margt.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.