Dagblaðið - 05.10.1978, Síða 24
fískverö hækkar um 5%
Fimm prósent meðaltalshækkun á
fiskverði var ákveðin af fulltrúum|
kaupenda og oddamanni i yfirnefnd
Verðlagsráðs sjávarútvegsins. Gildir
hækkunin frá 1. október til 31. desem-!
ber næstkomandi.
Enda þótt verðhækkunin hafi ekki
verið ákveðin fyrr en i gær, þ.e. 4.,
október, gildir hún sem almennt lág-
marksverð frá og með 1. september sl.
Fulltrúar kaupenda eru þeir
Eyjólfur Isfeld og Árni Benediktsson.
Oddamaður og formaður yfirnefndar
er Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhags-
stofnunar.
Fulltrúar seljenda, þ.e. sjómanna og
útgerðarinnar, eru þeir Ingólfur Ing-
ólfsson og Ágúst Einarsson. Greiddu
þeir atkvæði á móti svo lítilli verð-
hækkun. Létu þeir bóka m.a., að á
síðastliðnum 12 mánuðum hafi fisk-
verð hækkað um 35—36%. Á sama
tima hefði almennt kaupgjald í land-
inu hækkað um 50—70%. Það væri
því ljóst, að kjör sjómanna hafi því
versnað verulega á siðastliðnu ári, sé
miðað við aðrar stéttir. Töldu þeir 5%
hækkunina talsvert of litla.
Fulltrúar kaupenda létu hins vegar
bóka að þeir greiði atkvæði með 5%
hækkuninni í trausti þess, að ríkis-
stjómin standi við það fyrirheit, sem
hún gaf í samstarfsyfirlýsingunni, þ.e.
að hún beiti sér fyrir lækkun fram-
leiðslukostnaðar útflutningsatvinnu-
veganna, sem svari 2—3% af heildar-
tekjum, meðal annars með lækkun
vaxta af rekstrar- og afurðalánum.
Telja þeir þó, að þrátt fyrir þessi kostn-
aðarlækkun komi á móti fiskverðs-
hækkuninni, telji þeir rekstrarstöðu
fiskvinnslunnar engan veginn full-
nægjandi.
- BS
FARA SJOMENNIVERKFALL?
— telja sig ekki lengur bundna af hvatningu ASÍ um að falla frá samningsuppsögnum
„Ég tel þessa verðlagningu með
þeim hætti og það bera árás á sjó-
mannastéttina að við hljótum að
athuga okkar gang og teljum okkur nú
ekki lengur bundna þeirri hvatningu
ASÍ aö falla frá samningsuppsögn-
um,” sagði Öskar Vigfússon, formaður
Sjómannasambandsins, í viðtali við
DB í morgun vegna hins nýja fisk-
verðs.
Sjómenn eru nú með uppsagða
samninga og gætu farið í verkfall með
viku fyrirvara. Ekki hafa undirtektir
við slíkar aðgerðir verið ræddar enn í
aðildarfélögunum, „en það er nauð-
synlegt að halda því opnu,” sagði
Óskar.
Óskar sagði aö lokum: „Þeir menn
sem fara með þessi verðlagsmál hafa
þegar pissað í skóna nú og ég ætla að
þeim verði erfiðara að gera okkur það
vel um áramótin að við getum vel við
unað, þar sem þá verður verulegt
stökk óumflýjanlegt.” - G.S.
færaleikarar, sem eru 1 för með þeim. Höfðu áhorfendur ósvikið gaman af framferði
þeirra.
í kvöld verður sýning í Iðnó og á laugardag heldur Miehe fyrirlestur f Norræna
húsinu.
— DB-mynd Hörður
Trúðar, þessir alvöru, eru ekki algengir á landi hér. Einn slikur er nú f heimsókn
hér. Hann heitir Armand Miehe og kemur frá Sviþjóð. Miehe er af kunnri fjöUeika-
hússætt sem á uppruna sinn i Mið- og Suður-Evrópu, en sjálfur hefur hann búið i
Danmörku og Sviþjóð og komið þar fram i fjöUeikahúsum.
t gærkvöldi voru þau að leika sér i Iðnó, Miehe, kona hans, leikari og tveir hljóð-
Brennivínið virðist einfaldlega of dýrt:
r-------------------
í kjölf ar kjöt lækkunar:
\
frfálst, óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 5. OKT. 1978.
Eldur undir
gólfií
strætisvagni
Árrisulir Kópavogsbúar urðu fyrir
nokkrum ferðatöfum í morgun er eldur
kom upp í strætisvagni þeirra. Kviknaði
hann út frá ofhitun i sjálfskiptingu bils-
ins og logaði glatt undir gólfi. Slökkvi-
liðsmenn voru fljótir að slökkva, en sem
fyrr sagði urðu ýmsir fyrir töfum vegna
þessa óhapps.
- ASt.
bramlað hjá
kvenréttinda-
konum
Óboðinn gestur braut sér leið inn í
skrifstofuhúsnæði Hallveigarstaða i
nótt. Ekki var vitað í morgun um hvort
honum tókst að hafa verðmæti upp úr
krafsi sínu en skemmdum olli hann
miklum á skrifstofum kvenfélaganna
sem þarna hafa aðsetur.
Innbrotið var tilkynnt klukkan stund-
arfjórðung yfir eitt í nótt. Málið er enn í
rannsókn, en svo virtist i morgun að
skemmdarverkin, sem unnin voru væru
stærsti þáttur málsins.
-ASt.
Aðalfundur SÁÁ:
Bindindis-
menná
ennþá í
hár saman
Menn geta ekki einu sinni bundizt
samtökum um að hætta að drekka
brennivín, án þess að þeir fari jafnframt
að berjast um, hver eigi að vera i stjórn
og þó sérstaklega i formennsku.
ÞRIÐJUNGS
MINNKUN A SÖLU
í SEPTEMBER
„Það hefur orðið verulegur sam-
dráttur í áfengissölunni eftir siðustu
hækkun, 8. september. Það hafa verið
óvenjumiklar hækkanir núna, tvær í
röð. Júlíhækkunin virtist ekki hafa
mikil áhrif. 1 september er salan hins
vegar 35—40% minni en hún hefði
átt að vera miðað við sama tíma í
fyrra,” sagði Birgir Stefánsson verzl-
unarstjóri í áfengisútsölunni á Snorra-
braut er DB hafði samband við hann í
morgun. „Nei. Það hefur ekki borið á
því núna að salan aukist í léttari vín-
unum á kostnað þeirra sterkari. Það er
greinilegt að áhrifanna gætir ennþá og
ég get sagt það að við höfum aldrei
orðið varir við áður að salan minnkaði
jafn mikið og nú og yrði jafn langvar-
andi.”
Erlingur Ólafsson i áfengisútsölunni
á Lindargötu tók mjög i sama streng.
Það hefði dregið meira úr sölunni nú
en venjulegt væri eftir slíkar hækkan-
ir. „Það er svo stutt á milli hækkan-
anna nú og þess vegna verður aftur-
kippurinn meiri og lengur að jafna
sig,” sagði Erlingur. í áfengissölunni á
Laugarásvegi fengust einnig þær upp-
lýsingar að dregið hefði úr sölunni.
Áfengið hækkaði um 20% 13. júlí sl.
og aftur um 20% 8. sept. Á þessum
tima hefur brennivinsflaskan hækkað
úr 4200 kr.í 6200 kr.
STEIKÁ VEITINGA-
HÚSUNUMÁ NÚAÐ
LÆKKA UM 4-6%
„Það er dálítið erfitt að alhæfa um skrifstofu verðlagsstjóra vita um mörg
þetta, en mér sýnist að almennt ætti fleiri, sem einnig hefu lækkað verðið.
verð á veitingahúsamat að lækka um „Við sendum Sambandi veitinga- og
4—6%. Það er þó misjafnt vegna þess gistihúsaeigenda bréf um lækkunina,
að efniskostnaður vegur misjafnlega og sambandið sendi siðan félögum
mikið í verðinu, svo og húsnæðis- sínum dreifibréf með tilkynningu
kostnaöur og fleira,” sagði Gisli ísleifs- okkar,” sagði Gísli í samtalinu við DB.'
son á skrifstofu verðlagsstjóra í „Þá hafa margir haft samband við
samtali við DB i morgun. okkur út af lækkuninni og ýmsir sent
Með lækkun á kindakjöti og afnámi okkur nýju matseðlana og verðlistana.
söluskatts á matvöru ætti útseldur Þessi lækkun ætti því að vera komin
matur á veitingahúsum að lækka. til framkvæmda núna á flestum
Aðeins eitt veitingahús, Hótel Loft- stöðum, en eins og ég sagði, þá getur
leiðir, hefur auglýst lækkun á út- hún verið dálitið misjafnlega mikil.”
seldum mat, en Gísli ísleifsson sagði -ÓV.
Aðalfundur SÁÁ verður haldinn í
kvöld. Þar verður að sjálfsögðu kosin
stjórn auk annarra aðalfundarstarfa.
Harður áróður er rekinn fyrir þvi að
fella Hilmar Helgason frá formanns-
starfi í samtökunum. Hins vegar virðast
andstæðingar hans ekki alveg á einu
máli um það, hver eigi að erfa stöðuna.
Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem
áhugamenn um bindindismál fara í hár
saman út af meira og minna tilbúnum á-
greiningi, engum til meira tjóns en
góðum tilgangi samtakanna.
- BS
Kaupio
,3 TÖLVUR í
I* OGTÖl
BANKASTRÆTI8