Dagblaðið - 30.10.1978, Síða 1
A
w
V
I
r
§
I
V
t
t
t
t
t
t
t
dagMað
4. ÁRG. - MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1978 — 241. TBL. R11S i lÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIDSLA ÞVF.RHOLTI 11, — AÐALSIMI 27022.
SKIPVERJAR A ELDVIKI
SÓTTKVÍ Á DJÚPAVOGI
Flutningaskipið Eldvik liggur nú á
Djúpavogi og er áhöfnin, 11 menn, og
einn farþegi I sóttkví á meðan verið er
að ganga úr skugga um hvers eðlis sá
sjúkdómur er, sem herjað hefur á
skipverja undanfarið.
Skipið kom til Hafnar í Hornafirði
aðfaranótt laugardagsins frá Port
Harcourt i Nígeriu, með viðkomu á
Kanaríeyjum á heimleiðinni.
Á meðan skipið beið losunar í
Nígeríu tók að verða vart sjúkdóms
með óvenjulegum einkennum. Alls
mun um hálf skipshöfnin hafa tekið
veikina.
Þegar skipið kom til Hafnar til-
kynnti skipstjórinn læknum staðarins
tafarlaust um veikina og að sögn Ólafs
Jónssonar læknis, fór hann þegar um
borð ásamt öðrum lækni til að
rannsaka skipverja. Ekki tókst þeim að
greina hvers kyns var og höfðu þá
strax samband við landlækni, sem
sendi í fyrradag flugvél austur eftir
blóðsýnum úr þeim er höfðu tekið
veikina. Síðla dags í gær lágu niður-
stöður ekki enn fyrir.
Að sögn Ólafs virðast hinir sýktu
allir á batavegi og munu aldrei hafa
orðið mjög þungt haldnir. Svo virðist
sem um einhvern smitsjúkdóm sé að
ræða, hugsanlega einhvern hitabeltis-
sjúkdóm sem er óþekktur hér. Er ekki
talið ólíklegt að sjúkdómurinn hafi
borizt um borð með matvælum, vatni
eða jafnvel með skordýrabiti.
Þótt enn sé óljóst um hváða
sjúkaóm er að ræða, taldi Ólafur
ástæðulaust að óttast neitt um út-
breiðslu hans né líðan skipverja úr
þessu, þar sem t.d. sá sem fyrstur tók
veikina er að verða fullfriskur aftur án
læknishjálpar. Skipið fékk að fara til
Djúpavogs þar sem engu skiptir hvort
það liggur þar við bryggju eða á Höfn,
enda er skipverjum bannað að fara í
land.
Guðni litli, 14 mánaða, smakkaði á gómsætum umbúðum kaffisins, þegar hann fór með móður sinni Sigriði Halldórsdóttur
og systur, Sigrúnu 10 ára að verzla. Það eru DB og Vikan sem borga brúsann. Hvers vegna?
Jú, Sigríður tö(§tótt i búreikningahaldinu og sendi inn upplýsingarseðil og nafnið hennar var dregið út. Hún fékk tæplega
100 þúsund kr. úttekt! Sjá nánar á bls. 4.
Af hverju vísitalan
hef ur brugðizt
„Það er bezt að segja það hreinskilnislega, að ef 1.
desember liður án þess að til komi verulegur uppskurður á
vísitölukerfinu, þá hefur okkur jafnaðarmönnum mistekizt
illa... ”
— sjákjallaragrein
Vilmundar á bls. 10 og 11
Hefur Sölumið-
stöðin einkarétt á
orðinu „lcelandic?”
— sjá Ameríkubréf
Þóris Gröndal
ábls. lOogll
Sædýrasaf nið fær 240
milljónir fyrir háhyrningana
I ðl" — sjá bls. 7
„Rúmrusk” LR á vafalaust
gott gengi framundan
— Ólaf ur Jónsson skrifar
um leiklistábls. 12
Aðalsteinn skrifar
um tónleika
Önnu Moffo
— sjá bls. 5
*