Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.10.1978, Qupperneq 6

Dagblaðið - 30.10.1978, Qupperneq 6
„Þakka þér fyrir að beina viðskiptum þinum til okkar,” sagði Jón Sigurðsson kaupfélagsstjórí f Kaupfélagi Kjalarnesþings um leið og hann færði Sigríði stóran konfektkassa. Við borðum ekki nóg af grænmeti, maður er ekki nógu duglegur að búa til hrásalat, sagði Sigrfður. Það tók ekki nema hálftlma að verzla fyrir þessar tæpu 12 þúsund kr. Mesti munur að þurfa ekki að gera annað en kvitta fyrir og segja takk fyrir við kassann. Á kassanum var Dóra Jónsdóttir. Þá er bara eftir að koma vörunum fyrir. Allt verður að fara í efri skápana í eldhúsinu. Ungi maðurinn á heimilinu sækir nefnilega í það sem er i skápum sem eru 1 „réttri hæð” fyrir hann. DB-myndir Hörður Vilbjálmsson. ---------------------------- 4 kjötið sem fellur til þegar dilka- skrokkar eru keyptir.Ég gerði það hér. áður, en þegar ég var farin að gefa kæfuna í austur og vestur fannst mér miklu betra að kaupa aðeins það kjöt' sem við borðuðum sjálf, eins og hrygg og læri. Ég hef oft kindakjöt og læt þá bara skera það niður eftir því sem passar hverju sinni. Hins vegar finnst mér mjög sniðugt hjá ykkur aö byrja á þessum búreikningum. Mér finnst athyglisvert að bera eigin kostnað saman við það sem aðrar fjölskyldur nota til heimilis- haldsins. IÉg <’evns að verzla eins sjaldan og mö , er, helzt ekki nema einu iitu i ,iku, sagði Sigriður. Venjulega ko«tar búðarferðin milli 7 og 8 þúsund ; kr. Suddarigning og hávaðarok var i Mosfellssveit á fimmtudaginn þegar blm. og Ijósmyndari fóru i verzlunar- ferð með vinningshafanum. „Ellefu þúsund á’tta hundruð og sextán krónur, takk fyrir,” sagði Dóra Jónsdóttir, sem sat við kassann í kaup- félaginu I MosfellssYeit, þegar hún hafði lokið við að leggja saman fyrstu úttektina sem vinningshafmn okkar, Sigríður Halldórsdóttir, tók út á fimmtudaginn. — Upphæðin var skrifuð á reikning sem DB og Vikan greiða síðan eftir mánuðinn. — Alls getur Sigriður tekið út fyrir tæplega 100 þúsund kr., eða nánar tiltekið 94.604 kr. „Þetta kom sér ákaflega vel,” sagði Sigríður. „Við vorum að enda við að kaupa okkur nýtt sófasett og áttum eftir að fá sófaborðin. Nú getum við keypt þau með góðri samvizku.” Blm. og ljósmyndari fylgdust með Sigríöi þegar hún gekk um verzlunina og tíndi ofan í innkaupakörfuna. Með henni voru börnin hennar tvö, Sigrún nýlega 10 ára og Guðni, aðeins 14 mánaða. Það gekk dálitið erfiðlega að halda vörunum i körfunni þar sem Guðni litli sat, því hann tíndi hlutina jafnóðum upp úr henni og henti þeim í gólfið, sjálfum sér til mikillar ánægju, en móður sinni og systur til hálfgerðrar skelfingar. Ekki hlutust þó alvarleg slys af. Sigríður og maður hennar, Þorbjörn Gíslason, verkstjóri fluttu i Mosfells- sveitina fyrir einu og hálfu ári. Þau búa í einbýlishúsi að Arkarholti 12 og sagði Sigríður að þau kynnu mjög vel við sig I sveitinni og gætu ekki hugsað sér að flytja aftur til Reykjavíkur. Sigríður vinnur hálfan daginn sem ritari í Iðntæknistofnun islands að Keldnaholti, sem er nokkurn veginn miðja vegu milli heimilis hennar og höfuðborgarinnar. Sagðist hún hafa unnið þar sl. átta ár. Eftir að sonurinn fæddist hefur hún unnið hálfan daginn og telur hún að hálfsdagsvinna sé heppileg fyrir ungar mæður. Guðni litli er í gæzlu hjá nágrannakonu á meðan Sigríður er við vinnu sína, en Sigrún er í skólanum fyrir hádegið. Búreikningarnir — Telur þú mikla hjálp til spamaðar að halda búreikninga? „Ég er kannske ekki svo viss um það, en með þvi að skrifa niður það sem keypt er, gerir maður sér miklu betur grein fyrir þvi hvað hlutirnir kosta. Verðlagið er svo breytilegt hér, að nærri ógjörningur er að fylgjast með því án þess að skrifa það niður.” Sigríður var með meðaleyðslu á mánn 23.800 kr., sem var mjög nálægt meðaltalseyðslu þeirra fjögurra manna fjölskyldna sem sendu inn seðla, en sú upphæð var 23.652 kr. — Sigríður sagði að inni í sinni upphæð væri frekar lítið af kjötmeti, því hún kaupir jafnan hálft naut á haustin og hefði undanfarið verið aö borða „úr kistunni” til þess að rýma fyrir næsta nauti. Ekki sagðist Sigríður kaupa kindakjöt I heilum skrokkum. „Við borðum frekar lítið af brauð- mat og því nýtist mér ekki allt kæfu- Mér hefur fundizt aðeins vanta á hjá ykkur. Það kemur ekki nægilega vel fram hvað á að taka með i liðnum „annað”. Á t.d. að taka þar fram skatta, afborganir, t.d. af íbúðum, hús- gögnum o.fl., rekstrarkostnað bifreiða og hluti sem keyptir eru til heimilisins á nokkurra ára fresti eins og t.d. gardínur? Sá smái, Guöni litli, 14 mánaða, hafði mikinn áhuga á þvi sem móðir hans lét i innkaupakörfuna og tindi hlutina jafnóðum upp úr körfunni til þess að athuga þá nánar. — Dálkurinn „annað” er eiginlega mest fyrir þá sem halda búreikning- ana, til þess að þeir geri sér grein fyrir i hvað peningarnir fara. Við höfum ekki farið út í að reikna neitt út í sam- bandi við þann dálk. í rauninni er kannske óþarfi að vera að taka þá upphæð fram á seðlinum sem sendur er inn til blaðsins. Þannig er ekki hægt að gefa neinar reglur fyrir því hvað skráð er í þennan dálk. Fólk ræður því alveg sjálft. Nú var hálftíminn, sem það tók að verzla fyrir fyrstu úttektina, liðinn. Sigríður og Sigrún roguðust úr með innkaupapokana og Guðna litla. Uti er rok og rigningarsuddi og svo þung- skýjað að ekki sást til fjalla eða fella, rétt grillti í Helgafellið, sem er þó rétt handan við Vesturlandsveginn. -A.Bj. veit ekki hvort maður sparar við að halda búreikning — kannski þegar frá líður. En mér finnst gaman að fylgjast með þessu — einnig að sjá hvað aðrar fjölskyldur af sömu stærð og mín þurfa til daglegs viðurværis, sagði Sigríður. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1978 DB á ne ytendamarkaði Með búreikningnum gerir maður sér betri grein fyrir því hvað hlutirnir kosta segir vinningshafinn, Sigríður Halldórsdóttir í Mosfellssveit

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.