Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.10.1978, Qupperneq 11

Dagblaðið - 30.10.1978, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1978 \ Bréf frá henni. Ameríku: Aöalástæðan fyrir uppruna ruglings- ins er að mínu áliti sú að Coldwater- ermenn sem voru fyrstir hér á markaðnum, tóku sér lýsingarorðið- Icelandic sem vörumerki með fisk sinn. Síðan hefir Coldwater varið rétt sinn til einkanota á orðinu „Icelandic” með kjafti og klóm, og þeir hafa æfir orðið, ef aðrir íslenzkir fiskframleiðendur hafa dirfzt að kalla vöru sína „Icelandic fish". Þannig kiknaði Lagmetisstofnunin og breytti vörumerki sínu úr „Icelandic Waters” i „Iceland Waters” eftir stuttan fund með forráðamönnum Coldwater. Fyrir mér er allur fiskur, sem veiddur er við lsland af lslendingum, „Icelandic fish” og fráleitt að hugsa sér, að einn útflutningsaðilinn geti bannað öðrum að nota rétt orð til að lýsa uppruna fisksins fyrir væntanleg- um kaupendum. Gera má dálítinn samanburð. í Skotlandi er framleitt viskí, sem kallað er skozkt viskí eða skoti á íslenzku. Engum einum viskíframleiðanda hefir dottið I hug að tileinka sér „skozkt viskí” sem vörumerki og þvinga alla hina til að kalla veigar sínar „viskí frá Skotlandi” eða eitthvað því um likt. Þvert á móti, allir framleiðendur kalla sinn dýra vökva „skozkt viskí” og stendur það á hverri flösku, en svo nota þeir sín eigin vörumerki, sem greina eina tegundina frá annarri, t.d. Haig & Haig, Johnny Walker, Ballantines o.s.frv. Framleiðendur appelsínusafa í Flórída merkja alla vöru sína „Flórída appelsínusafi”, en svo ber hún ýmis vörumerki, svo sem Minute Maid, Tropicana, Breakfast Club o.s.frv. Sameiginlega auglýsa framleið- endumir „Flórída appelsínusafa”, en innbyrðis keppa þeir grimmt hver við annan á markaðnum. Svona fara fleiri framleiðendur þekktra gæðavara að, t.d. Nýsjálendingar með lambakjötið sitt og Suður-Afríkumenn með humarinn. Til að kóróna ráðríki sitt lætur Coldwater pakka þó nokkru magni af fiski bæði í Færeyjum og Danmörku undir „Icelandic”-merkinu. Neðan til á pökkunum, sem innihalda danska fiskinn.er prentað með litlum stöfum „Product of Denmark”. Og á sama tima er öðrum íslenzkum fyrirtækjum bannað að kalla sinn fisk „Icelandic fish”! Fiskur frá íslandsmiðum er í hæsta gæðaflokki og nýtur sérstaks álits á flestum mörkuðum. Hann er „Icelandic fish” og heitir það allur. Honum er öllum pakkað í frystihúsum, sem starfa undir eftirliti og með samþykki Fiskmats ríkisins og er þar af leiðandi af sömu eða svipuðum gæðum. Alveg eins og viskíið frá Skotlandi heitir einu nafni „skozkt viskí”, heitir fiskurinn frá íslandi „íslenzkur fiskur”. Svoleiðis á að merkja hann allan. Hann getur svo borið hin ýmsu vörumerki, svo sem „Icelandic, Coldvater brand” og „Icelandic, Samband brand”. Sölumiðstöðinni og Coldwater hefir allt of lengi verið lofað að komast upp með þessa sérvizku eða frekju. Þeir hafa reyndar verið svo höfðinglegir að leyfa Loftleiðum að kalla sig „Icelandic” og einstökum' lands- mönnum, sem ferðazt hafa til enskumælandi landa, að nota þetta lýsingarorð um sjálfa sig. En nú er kominn tími til að freðfiskútflytjendur setjist niður og leysi ruglingsmálið mikla um nöfn og vörumerki. sinna ágætu fyrirtækja. Þórir S. Gröndal. ✓ \ Kiallarinn Vilmundur Gytfason lagning hvers konar. Hlutir sem skatt- lagðir voru fyrir fjörutíu árum síðan sem lúxus, geta verið orðnir almanna- eign I dag. Skatturinn hefur þá ekki breytzt, en umhverfið hefur breytzt. Og það verður oft skaðleg íhaldssemi þegar haldið er I gömul tæki og gamlar aðferðir af því að þær gáfust vel fyrir áratugum síðan. Vísitölubinding launa þjónar ekki lengur siðferðilegum varnartilgangi fyrst og fremst, eins og hún gerði í upphafi. Hún er almennt tæki í kjara- baráttu og sem slík því miður hrapal- lega misskilin. Vísitölubinding launa tryggir kaupmátt til skemmri tíma, en beinlínis skerðir tekjur, einkum þeirra, sem eru neðarlega í tekjustiganum, þegar til lengri tima er litið. Það ættu ekki að vera hagsmunir launþega að halda í við verðbólguna og elta hana uppi hverju sinni, heldur ná henni niður. Það eru víst ekki til mælingar um það hversu mikil orka hefur í það farið undanfarin óða- verðbólguár að elta hana uppi, en víst er að sú orka er mikil. Afnám vísitölubindingar væri því stundar- fórn, en langtimaávinningur. Samt er hætt við að hin sögulega íhaldssemi verði erfiður fjötur um fót. Af þvi að vísitölubinding launa var nauðsynleg á sínum tíma, þá verður hún að vera áfram og endalaust. Þetta gerist oft. Og þetta hefur skapað mikil vandræði. Ef 1. desember.. Það er bezt að segja það hreinskilnislega, að ef 1. desember líður án þess að til komi verulegur uppskurður á vísitölukerfinu, þá hefur okkur jafnaðarmönnum mistekizt illa. Þá þýðir það einfaldlega að þó tíma- bundnar launahækkanir fáist þá velta þær áfram fiskverðhækkun og gengis- lækkun, vítahring og verðbólgu. Efna- hagskerfið verður óbreytt. Sjálf undir- staðan verður óbreytt. Þetta má ekki gerast. Það verður að nást um það skynsamleg samstaða að vísi- töluviðmiðun verði sniðin annars vegar cftir verðmætaaukningu i sam- félaginu, sem i sjálfu sér er auðveldur reikningur, ef menn fallast á aðferðina, og hins vegar verður að setja dýrtíöartryggingu á allra lægstu laun. Þetta er eina sjáanlega lausnin á vísitölumálum sem ekki þýðir nýja kollsteypu fyrir samfélagið. Þetta mál snýst ekki um flókna út- reikninga. Það snýst um pólitiskan vilja og pólitiskt samkomulag. Þennan jarðveg verður auðvitað að undirbúa. Kjaminn er samt sá að haldi vita- hringurinn áfram, þá verður það enn og aftur láglaunafólkið í landinu, þeir sem ekki hafa aðstöðu til þess að braska, sem eftir sitja. Og það ástand er og verður óþolandi. Vilmundur Gylfason, alþingismaður. 11 Vinmonopolið í verkfalli og boðið upp á „Örvæntingu barþjónsins” Á meðan kjarnorkudeilan í Svíþjóð hefur kostað rikisstjórnarskipti, hafa Norðmenn í ró og næði velt fyrir sér hvort þeir eigi að snúa sér að. kjarn- orkunni eða ekki. Svonefnd Granli- nefnd, er hefur setið á rökstólum sl. 3 ár, hefur nýlega birt álit sitt á kjarn- orku sem orkugjafa. Átján nefndar- menn voru sammála um að bygging kjarnorkuvera hefði i för með sér litla sem enga hættu en þrír nefndarmenn voru á andstæðri skoðun. Niður- staða nefndarinnar er því sú af ef Norðmenn telji nauðsynlegt að reisa kjarnorkuver, þá sé ekkert i veginum ef ströngustu varúðarráðstöfunum verði fylgt. Nefndin leggur aftur á móti engan dóm á það hvort Norðmenn eigi að reisa kjamorkuver eða ekki, það verður höfuðverkur stjórnmálamannanna. Norsk blöð gera ráð fyrir að flokkarnir verði búnir að mynda stefnu sína í þessu máli fyrir kosningarnar til Stórþingsins árið 1981. Þá kann kjarnorka, eða ekki kjarnorka, að verða hitamál á borð við fyrirhugaða inngöngu landsins í Efna- hagsbandalagið fyrr á árum. Bakkusí verkfall Það hefur eflaust komið fram í fréttum heima, að hér hefur staðið yfir verkfall hjá starfsmönnum norsku á- fengisverzlunarinnar, Vinmonopolet. í stuttu máli er ástæðan fyrir þessu verkfalli sú að starfs- menn þessararstofnunar hafadregist mjög aftur úr I launum á siðustu árum og rétt áður en verðstöðvunin skall á var ákveðið að fara í verkfall er í dag (23. október) hefur staðið yfir nærri 5 vikur. Siðustu daga hefur rikissátta- semjari reynt að miðla málum. Hann hóf ekki afskipti sín fyrr en verkfallið hafði staðið í fjórar vikur en sam- kvæmt norskum lögum á hann að koma sjálfkrafa til skjalanna er verkfall hefur staðið yfir i mánuð. Hæstu laun hjá Vinmonopolet eru nú um 60 þús. norskar á ári (ca 350 þús. ísl. á mán.) og þykir það heldur lélegt í Noregi I dag. Stáliðnaðarmaður, sem áður vann viö stáliðju hjá einkafyrir- tæki, sagðist hafa 11 kr. norskum minna á klukkutimann hjá Vinmono- polet og sýnir það kannski best af hverju starfsmennirnir vilja fá hækk- uð laun. Þeir eru samt í ákaflega erfiðri stöðu þar sem ríkisstjórnin er ákveðin i að verja verð- og launa- stöðvunina meðöllum ráðum. Þetta verkfall hefur svo sem ekki vakið neina skelfingu meðal norsks almennings. Margir veitingastaðir voru vel birgir af víni áöur en verkfall hófst og svo geta Norðmenn bara skroppið yfir til Svíþjóðar til að kaupa guðaveigamar. Þá ganga stöðugt ferjur hérðan til Sviþjóðar, Dan- merkur, Englands, Þýzkalands og Hollands, og einmitt á þessum tíma eru fargjöldin mjög hagstæð. Norðmenn hafa sæmilega sterkan bjór, sem er seldur um allt, og svo hafa þeir löngum þótt klókir bruggarar. „örvænting barþjónsins" Arbeiderbladet fylgist að sjálfsögðu náið með verkfallinu og sýnir verk- fallsmönnum samúð, þótt það sé um leið stuðningsblað forsætisráðherrans. Það hefur þó þann léttleika til að bera að berja að dyrum hjá einum þekktum barþjóni í Osló og spyrja hvernig hann bregðist við þegar allar birgðir eru á þrotum. „Ég býð upp á Polstreikens special”, svarar hann að bragði, en blandan er svona: Aprey, vermouth, niulinn ís og sitrónusafi. Hann segir annan kokkteil hafa fengið nafn er við- skiptavinur bað um kók og koníak — sá hryllingsdrykkur fékk strax nafnið „örvænting barþjónsins”! Síðar komu kokkteilarnir „Samningar” (genever, sóda), „Síðasti séns” (Cointrau og Martell), „Utsala” (Angustura bitter, tonic og mulinn ís). Þetta er með kveðju til íslenskra barþjóna, ef þeir skyldu lenda í svipuðum vandræðum og norskir kollegar þeirra. Elgur og rjúpa í skotmáli Úr því að þetta spjall hefur snúist frá kjarnorku yfir í kokkteila er rétt að halda áfram á lægri nótunum og skýra frá þvi að nú stendur yfir aðalveiðitíminn í Noregi. Eltast menn einkum við elgi og rjúpu. Við og við koma fréttir af veiðimönnunum og eru hér nokkrar slíkar: • VEIÐIMAÐUR frá Osdalen þurfti að ganga örna sinna á veiðislóð. Er hann var i miðjum klíðum, með buxurnar á hælunum, birtist hópur af elgum. Veiðimaðurinn, sem hélt á byssunni i fanginu, miðaði í snar- Noregsbréf Sigurjón Jóhannsson hasti og fékk samtímis skotið elg lokið sinu verki. • RJÚPNASKYTTA frá Bardu ha hæft rjúpu og er hann rogginn að taka hana upp kom örn fljúgandi og stal rjúpunni fyrir framan nefið á honum. • MAÐUR, sem var á elgveiðum í Eidsvoll, hætti við að skjóta er hann sá elgkú með þrjá kálfa. Það er sjaldgæft að sjá kú sem á þrjá kálfa og var ósk blaðsins að elgkýrin og kálfar hennarfengju lifaðaf veiðitímabilið. • OG SVO var það karl á áttræðis- aldri, vanur veiðmaður og sá þrjá elgi. Hann skaut þremur skotum og hæfði i hverju þeirra. Þótti það vel gert hjá karli. í ár má veiða allt að 20 þúsund elgi, tæplega 12 þúsund hreindýr, um 10 þúsund hirti og 30 þúsund rádýr. Þetta eru hærri tölur en í fyrra enda hefur þessum dýrategundum fjölgað ört í Noregi á siðustu árum. Ekki valium á bókarkápu! 1 lokin máég til meðaðsegja frá því að þegar lítt þekkt norskt Ijóðskáld, Britt Larsen, ætlaði á dögunum að gefa út bók, sem hét „5 mg valium blues & andre dikt” varð forlagið að draga bókina til baka vegna þess lyfjafyrirtækið, sem á VALIUM- nafnið, krafðist þess að nafninu yrði sleppt, annars færi málið fyrir dómstóla. Forlagið treysti sér ekki i mákíerli og bókin kom út undir heitinu: „5 mg blues & andre dikt”. Kjamorka, kokkteilar og elgur í skotmáli „Á það að vera Örvænting barþjónsins eða Siðasti séns?” spurði barþjónninn.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.