Dagblaðið - 30.10.1978, Side 18
18
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1978
Nadia Comaneci i keppninni i Strass-
borg.
Nadia aðeins í
fjórða sæti
— en hlaut gullverðlaun
áslá
Sovélríkin hlutu meira en þriðjung
verðlauna á heimsmeistaramótinu í fim-
leikum, sem lauk í Strassborg í Frakk-
landi í gær. Rúmenska stúlkan, Nadia
Comaneci, drottning ólympiuleikanna í
Montreal 1976 hlaut aðeins þrenn verð-
laun — ein gullverðlaun i keppni á slá.
Hún varð aðeins i fjórða sæti i fjölþraut-
inni. Bandarikin hlutu gullverðlaun í
fyrsta skipti i sögunni á HM í fimleikum,
þegar hin 15 ára Marcia Frederick
sigraði i keppninni á tvislá.
I fjölþrautinni varð Elena Mukhina,
Sovétrikjunum, heimsmcistari. Hún er
18 ára og i öðru sæti varð hin tvituga
Nelli Kim, Sovétrikjunum, sem einnig
varð i öðru sæti á ólympiuleikunum í
Montreal í fjölþrautinni — á eftir
Comaneci. Úrslit i fjölþrautinni i Strass-
borg urðu þessi.
1. E. Mukhina, Sovét, 78.725
2. Nelli Kim. Sovét, 78.575
3. Shaposhnikova.Sovélt, 77.875
4. N. Comaneci, Rúmeníu, 77.725
5. E. Eberle, Rúmeniu, 77.300
6. V. Cerna, Tékkóslóvakíu, 77.025
7. S. Karker, A-Þýzkalandi, 76.950
8. Karthy Johnson, USA, 76.825
9. R. Schwart, USA, 76.650
10. Z. Kalmar, Ungverjal. 76.600
Allir möguleikar Nadiu Comaneci til
að verða heimsmcistari fóru, þcgar hún
féll niður á gólf í æfingum á tvíslánni —
og varð að byrja upp á nýtt.
Jafntefli Ajax
og Feyenoord
Ajax Amsterdam og Feyenoord
Rotterdam gerðu jafntefli i Amsterdam i
I. deildinni í Hollandi í gær. Ekkert
mark var skorað i leiknum og Ajax hefur
tveggja stiga forustu i deildinni. Úrslit:
PSV Eindhoven — Twcnte 1—0
Deventer — NAC Breda 1—0
Ajax — Feyenoord 0—0
Haag—Maastricht 1—1
AZ ’67 Alkmaar — Utrecht 3—0
Haarlem — PEC Zwolle 2—1
Sparta — NEC Nijmegen 1—0
Venlo—Volendam 1—1
Vitesse Arnheim — Roda 2—5
Staða efstu liða er nú þannig:
Ajax 11 9 1 1 33—7 19
PSV 11 8 1 2 25-7 17
Roda 11 7 3 1 24—8 17
Devcnter 115 4 2 15—11 14
Fcycnoord 11452 15—6 13
Fyrsta gull
USA í 46 ár
—á heimsmeistaramótinu í f imleikum
Bandarikin eru loksins að komast á
blað i fimleikum. í fyrsta skipti í 46 ár
hlaut Kurt Thomas guliverðlaun fyrir
Bandarikin, þegar hann sigraði örugg-
lega i gólfæfingum i einstakiingskeppni
karla á HM i Strassborg. Hann sýndi
nær fullkomna hæfni i keppninni — fékk
9.9 i einkunn en 19.850 samtals.
Úrslit í gólfæfingunum urðu þessi.
1. KurtThomas, USA, 19.850
2. Kasamutsu, Japan, 19.750
3. A. Detiatin, Sovét, 19.400
4. N. Andrianov, Sovét, 19.350
í keppninni i hringjum varð
Andrianov heimsmeistari. Úrslit.
1. Andrianov, Sovét, 19.700
2. Detiatin.Sovét, 19.675
3. D. Greco, Rúmeniu, 19.650
4. Kasamatsu, Japan, 19.525
Langur hestur
1. J. Shimizu, Japan, 19.600
2. Andranov, Sovét, 19.575
3. R. Barthel, A-Þýzkal. 19.550
4. Detiatin, Sovét, 19.475
Æfingar á hesti
1. Zoltan Magyar, Ung. 19.800
2. Gienger, V-Þýzkal. 19.425
3. S. Deltchev, Búlgariu, 19.400
4. S. Donath, Ungverjal. 19.350
Tvíslá
1. Kenmotsu, Japan, 19.600
2. Andrianov, Sovét, 19.575
3. Kajiyma, Japan, 19.575
Lárétt slá
1. Kasamutsu, Japan, 19.675
2. Gienger, V-Þýzkal. 19.650
3. Deltchev, Búlgaríu, 19.600
Gólfæfingar
Jafnar í fyrsta sæti urðu Elena
Mukhina og Nelli Kim, báðar Sovétrikj-
unum með 19.775 stig. Hlutu báðar gull-
verðlaun.
3. Kathy Johnson, USA, 19.525
4. E. Eberle, Rúmeníu, 19.500
Stökk á hesti
1. Nelli Kim. Sovét, 19.625
2. N. Comaneci, Rúmeniu, 19.600
3. S. Kraker, A-Þýzkalandi, 19.550
4. R. Schwandt, USA, 19.525
Tvislá
1. Marcia Frederick, USA, 19.800
2. E. Mukhina, Sovét, 19.725
3. E. Eberle, Rúmeníu, 19.625
4. Maria Filotova, Sovét, 19.600
5. N. Comaneci, Rúmeníu, 19.575
Afmælismót
íjudo
Ármann efndi til afmælismóts i judo i
gær. Úrslit urðu þessi.
71 kg flokkur
1. Halldór Guðbjömsson, JFR,
2. Ómar Sigurðsson, UMFK
3. Gunnar Guðmundsson, UMFK
71— 86 kg
1. Bjarni Friðriksson, Á,
2. Garðar Skaftason
3. Niels Hermannsson
Opinn flokkur
1. ViðarGuðjohnsen, Á
2. Halldór Guðbjömsson, JFR
3. Hákon Halldórsson, JFR.
Björn Borg, Sviþjóð, sigraði á þriðja
tennismótinu í röð síðustu vikurnar,
þegar hann vann Vitas Gerulaitis, USA,
6—2 og 7—6 i úrslitum á móti í Manila.
Hann hlaut 20 þúsund dollara i fýrstu
verðiaun.
1 einstökum greinum í kvennakeppn-
inni urðu úrslit þessi.
Lárétt slá.
1. N.Comaneci, Rúmeníu, 19.625
2. E. Mukhina, Sovét, 19.600
3. E. Eberle, Rúmeniu, 19.575
Nelli Kim hlaut tvenn gullverðlaun i einstaklingskeppninni og varð önnur i,
fjölþrautinni.
Jrqjjr
'&ÍÉ
Barátta og aftur barátta var einkenni leiks Reykjavíkurrisanna i gærkvöldi. Árni In
Viggó, Jón Karlsson og Ölafur Einarsson fylgjast með.
Jafntefli í
Reykjavík
— Víkingur og Valur skildu
Reykjavikurrisarnir i handknattleik
— Vikingur og Valur skildu jöfn, 22—
22, í 1. deiid tslandsmótsins i handknatt-
leik i Höllinni i gærkvöld. Höllin var
„rafmögnuð” — sllk var spennan. Bæði
Uð virtust ánægð með sinn hlut i leik sem
fyrst og fremst mátti ekki tapast. En
Vikingar voru þó ekki nema sekúndu-
broti frá sigri, flauta tfmavarðar gall er
knötturinn var á leið i netmöskvana að
baki Ólafs Benediktssonar eftir
þrumuskot Páls Björgvinssonar, jafntefli
réttlát og sanngjörn úrsUt 22—22 —
uppgjör Reykjavíkurrisanna bíður til
siðari leiks liðanna i vetur.
Taugaspennan þrúgaði leikmenn í
upphafi og loftið í Höllinni lævi blandið
en á annað þúsund manns voru í Höll-
inni. Jón Karlsson skoraði fyrsta mark
leiksins, eftir aðeins 45 sekúndur.
Valsmenn voru framan af fyrri til að
skora, en jafnt upp í 5—5. Víkingar
komust í fyrsta sinn yfir 6—5,
Valsmenn jöfnuðu 6—6, og Árni
Indriðason misnotaði síðan viti, 19
minútur liðnar. Valsmenn náðu að snúa
leiknum sér í vil það sem eftir lifði fyrri
hálfleiks, yfirspiluðu Víkinga og komust
í 10—6. Víkingar svöruðu með tveimur
mörkum, 10—8 en síðasta orðið i fyrri
hálfleik átti Bjarni Guðmundsson, 11 —
8, um leið og flautan gall.
Valsmenn virtust stefna i sigur —
vörn liðsins var mjög sterk og Ólafur
Benediktsson varði vel í markinu. í
sókninni var Þorbjörn Guðmundsson at-
kvæðamikill, og Víkingum óþægur Ijár í
þúfu. Víkingar áttu I mestu erfiðleikum
með að brjóta sér leið i gegnum vörn
Vals, og markvarzlan var slök. Fljótlega
í síðari hálfleik juku Valsmenn forskot
sitt í fjögur mörk, 14—10, og virtust
stefna í öruggan sigur. Valur var og
heilsteyptara liðið, Vikingar daufir, rétt
eins og leikurinn væri tapaður og bein- .
línis allt lak inn. En það átti eftir að
breytast — á 5. mínútu síðari hálfleiks
skildu fjögur mörk, 14—10. Ólafur
Einarsson, sem lék i fyrsta sinn í Islands-
mótinu, minnkaði muninn i 14—11,
Páll Björgvinsson skoraði næsta mark,
14—12 og Stefán Gunnarsson svaraði
fyrir Val, 15—12. Páll svaraði fyrir
Viking, 15—13 og hann hélt nú spili
Vikings gangandi, var í miklum ham og
skoraði falleg mörk. Kristján Sigmunds-
son varði víti Jóns Karlssonar á ÍÖ.
mínútu og Páll svaraði með enn einu
þrumuskotinu, 15—14, munurinn
orðinn aðeins eitt mark. Liðin skiptust á
að skora, sóknarleikur beggja sterkur og
Ólafur Benediktsson í marki Vals farinn
að gefa eftir, auk þess sem Kristján
Sigmundsson i marki Víkings varði á
mikilvægum augnablikum.
Víkingar náðu að jafna á 19. mínútu,
19—19 — enn var Páll Björgvinsson að
verki, Valsmenn svöruðu, 20—19, Páll
jafnar 20—20, Jón Pétur kom Val enn
yfir, 21—20 og Sigurður Gunnarsson
jafnaði 21—21 á 25. mínútu. Aðeins
mínútu síðar komust Víkingar yfir í
annað skipti í leiknum er Árni Indriða-
son skoraði upp úr hraðaupphlaupi —
22—21 og spennan i hámarki. Jón
Karlsson svaraði fyrir Valsmenn á 27.
mínútu — þrjár mínútur tæpar eftir.
Vikingar í sókn, þegar 1 mínútu og 11
sekúndur voru til leiksloka skaut
Sigurður Gunnarsson en framhjá.
Skyndilega höfðu Valsmenn fleiri tromp
á hendi sér. Sekúndurnar tifuðu hver af
annarri en er 8 sekúndur voru eftir var
dæmdur ruðningur á Bjarna
Guðmundsson — „kritískur” og að þvi
er virtist harður dómur hjá öruggum
dómurunum, Gunnlaugi Hjálmarssyni
og Kristjáni Erni. Vikingar fengu knött-
inn, brunuðu upp, og Páll Björgvinsson
skaut þrumuskoti en er knötturinn var á
leið i netmöskvana gali flauta tíma-
varðar — jafntefli, 22—22. Úrslit, sem