Dagblaðið - 30.10.1978, Qupperneq 21
21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1978
Iþróttir
Iþróttir
I
I
Iþróttir
íþróttir
Enn tap
Celtic
— Liðið hefurekki
unnið leikí
mánuð og missti
í fyrsta skipti
forustunaá
laugardag
Celtic missti forustuna i úrvals-
deildinni skozku á laugardag — forustu,
sem liðið hafði haft frá byrjun keppnis-
tímabilsins. Celtic tapaði þá 2—0 fyrir
Hearts í Edinborg og hcfur aðeins fengið
eitt stig í deildinni síðustu fjórar
vikurnar. Drew Busby skoraði bæði
mörk Hearts og ekki tókst Celtic að
skora þó Hearts léki með 10 mönnum
lokakafla leiksins. Útherjinn Malcolm
Robertson var rekinn af velli.
Bjarni Bessason, ÍR, setur hendurnar fyrir andlitið eftir að hafa misst knöttinn í opnu færi. DB-mynd Hörður.
Sigurmark Fram skorað 5
sekúndum fyrir leikslok
Sigurbergur Sigsteinsson tryggði Fram sigur gegn ÍR í 1. deildinni íhandknattleik
Hinn margreyndi landsliðsmaður og
þjálfari Fram, Sigurbergur Sigsteinsson,
brauzt inn úr horninu þegar aðeins fimm
sekúndur voru eftir af viðureign Fram og
ÍR og skoraði sigurmark Fram, 18—17,
eins og honum einum er lagið. Fram fór
þvl með bæði stigin af hólmi, dýrmæt
stig. Þegar sjö minútur voru til leiksloka
hafði ÍR yfir 16—13. Á þessum minútum
tókst Fram með baráttu og ákveðni að
siga fram úr og vinna nokkuð óvæntan
sigur.
Já, óvæntan sigur vann Fram aö þvi
leyti að í 53 mínútur var ÍR betra liðið á
vellinum. Atli Hilmarsson skoraði fyrsta
mark leiksins, kom Fram í 1—0. En með
ómældri baráttu, sér í lagi í vörn, tókst
IR að skora sex næstu mörk, komast i
6—1 og síðan 8—2. Vörn ÍR var mjög
sterk, nánast veggur, sem leikmenn
Fram réðu ekki við og að baki vörn ÍR
var Jens Einarsson góður í markinu.
Þegar 15 mínútur voru liðnar af leiknum
hafði IR náð 6 marka forustu, 8—2. En
þá var engu líkara en leikmenn ÍR
linuðu tökin, sér í lagi í vörn og Fram
tókst að minnka muninn í tvö mörk, 9—
7 og fimm mínútur til loka fyrri hálf-
leiks. En ÍR-ingar náðu góðum enda-
spretti og juku muninn aftur, höfðu náð
fimm marka forustu í leikhléi, 12—7.
Auðveldur
sigur FH
FH vann næsta auðveldan sigur á
nýfiðum Fylkis í 1. deild íslandsmótsins á
föstudagskvöldið, 22—17, eftir að hafa
haft yfir i leikhléi, 14—7. Janus
Guðlaugsson lék með FH að nýju —
hann var liðinu mikill styrkur — og
leikmenn Fylkis réðu ekki við hraða FH.
FH hefur þvi hlotið fjögur stig úr
tveimur fyrstu leikjum sínum, gegn
Fylki og IR. Greinilegt er að liðið verður
sterkt í vetur, með þá Janus og Geir og
hraða sem aðalvopn, og siðar, er Viðar
Símonarson kemur inn.
Mörk FH gegn Fylki skoruðu: Janus
Guðlaugsson og Geir Hallsteinsson 7
mörk hvor, Guðmundur Árni Stefáns-
son 4, I víti, Sæmundur Stefánsson 3 og
Theódór Sigurðsson 1 mark. Hjá Fylki
skoraði Gunnar Baldvinsson, Einar
Ágústsson og Halldór Sigurðsson 4
mörk hver. Óskar Ásgeirsson 2,
Sigurður Símonarson, Stefán Hjálmsson
og örn Hafsteinsson 1 mark.
Það var gæðamunur á liðunum, hinir
ungu leikmenn Fram komust sáralítið
áleiðis gegn sterkri vörn ÍR, og i
markinu stóð Jens Einarsson sig mjög
vel. Það hvarflaði því vart annað að
hinum fáu áhorfendum en að ÍR færi
með sigur af hólmi. En leikmenn Fram
neituðu að leggja árar í bát, og framan
af síðari hálfleik, skildu mörk og upp í
fimm, 12—8, 13—8, 13—9, 14—9, og á
12. mínútur 15—11. Þegar síðari hálf-
leikur var hálfnaður skildu þrjú mörk,
15— 12. Varnarleikur í hávegum hafður
hjá báðum liðum, sóknarleikurinn hins
vegar ekki jafnbeittur. Á 10. minútna
kafla skoruðu liðin aðeins eitt mark
hvort, Fram minnkaði muninn í 15— 13,
Gútaf Björnsson víti. Brynjólfur
Markússon svaraði með góðu marki,
16— 13 og sjö mínútur eftir. En næstu
þrjú mörk voru Fram, öll úr vítum — öll
skoruð af Gústafi Björnssyni og staðan
skyndilega jöfn, 16—16, og tvær
mínútur eftir. ÍR-ingar með knöttinn en
misstu hann, og Gústaf Björnsson
brauzt í gegn og skoraði 17—16, Fram
yfir í fyrsta sinn siðan Atli skoraði fyrsta
mark leiksins. Þegar 45 sekúndur voru
til leiksloka jafnaði Bjarni Bessason,
17— 17, en Fram átti síðasta orðið þegar
Sigurbergur Sigsteinsson brauzt i gegn,
skoraði sigurmark Fram, 18—17.
Dýrmæt stig til hins unga liðs Fram.
Fram hefur á að skipa efnilegu, ungu-
liði, sem enn skortir mjög reynslu. Þá er
varnarleikur liðsins ekki nógu sterkur
enn, og markvarzlan Veikur punktur. Þó
Lítil breyting
íV-Þýzkalandi
Úrslit I 1. deild Vestur-Þýzkalands
á laugardag urðu þessi.
Schalke-Kaiserslautern 1—1
Duisburg-Nuremberg 1—0
Dortmund-Dússeldorf 3—0
Gladbach-Stuttgart 0—0
Bayern MUnchen-Hertha 1 — 1
Arminia-Köln 1—0
Frankfurt-Darmstadt 2—0
Braunschweig-Hamborg 1—0
Staða efstu liða er nú þannig:
Kaisersl. 11 6 5 0 24-11
Frankfurt 11 7 1 3 20-15
Bayern 11 7 0 4 25-13
Hamborg 11 6 2 3 21-10
Stuttgart 11 6 2 3 20-15
Schalke 11 4 5 2 19—14
gaf Guðjón Erlendsson góð fyrirheit
þar, varði á köflum vel í síðari hálfleik.
ÍR-ingar misstu af stigum í orðsins
fyilstu merkingu, mest vegna skorts á
einbeitingu. iR-liðið er sterkt, en sóknar-
leikur liðsins er ekki nógu beittur.
Vörnin er aðall lR og markvarzlan góð.
Þó það virðist öfugmæli, er það engu
síður sannleikskorn, að erfitt verður að
sigra ÍR í vetur, án þess þó að ÍR-liðið
hljóti mörg stig.
Mörk Fram skoruðu: Gústaf Björns-
son 7, 6 víti. Atli Hilmarsson 3, 1 viti.
Sigurbergur Sigsteinsson, Birgir
Jóhannsson, og Erlendur Davíðsson
skoruðu 2 mörk hver. Theódór
Guðfinnsson og Kristján Unnarsson
skoruðu 1 mark. Hjá ÍR var Brynjólfur
Markússon markhæstur með 6 mörk, 1
víti. Guðjón Marteinsson 5, Bjarni
Bessason og Ársæll Kristjánsson 2,
Bjarni Hákonarson 1 — víti og Sigurður
Gíslason 1 mark.
Leikinn dæmdu þeir Björn Kristjáns
son og Árni Tómasson. Þeir höfðu góð
tök, en virtust fullörlátir á viti við Fram
í lokin — 4 víti í röð. Fimm ÍR-ingar
voru reknir af velli, 1 Framari. Fram
fékk 8 viti, ÍR 3.
-H. Halls.
Dundee Utd. náði efsta sætinu á laug-
ardag með sigri á Partick Thistle 2—0 í
Dundee. David Dodds og David Narey
skoruðu mörk Dundee United - skoruð í síðari hálfleik. - bæði
Úrslit á laugardag urðu þessi:
Dundee Utd.-Partick 2-0
Hearts-Celtic 2-0
Morton-Aberdeen 2—1
Motherwell-St. Mirren 1-2
Rangers-Hibernian 2-1
Rangers sigraði Hibernian, Edinborg,
2—1, og hefur nú ekki tapað í síðustu
átta leikjunum. Alex Forsyth, víta-
spyrna, og Gordon Smith skoruðu fyrir
Rangers áður en Ally McLeod skoraði
eina mark Hibernian. Jarvie náði
forustu fyrir Aberdeen i Greenock á 18.
min. en þeir Andy Ritchie og Russell
tryggðu sigur heimaliðsins.
Staðaner nú þannig:
Dundee Utd. 11 5 5 1 15-8 15
Celtic 11 6 1 4 20-14 13
Hibernian 11 4 5 2 12-10 13
Rangers 11 3 6 2 12,-10 12
Aberdeen II 4 3 4 12—14 11
Paftick 11 4 3 4 12-12 11
St. Mirren 11 5 1 5 12-13 11
Morton 11 3 4 4 13—16 10
Hearts 11 3 4 4 12-18 10
Motherwelí 11 2 0 9 8-24 4
SKEMMDAR
HLJÚM
LÖTUR ?
Það hefur lengi vatdiá mikgum hljómplötueigandanum heilabrotum hvers vegna nýjar hfómplötur missa fljótlega
hljómgæóin. Ástæóurnar fyrir þvi geta verið nokkrar en sú sem vegur þyngst ó metunum er léleg hljóódós (pick-
up) og sfitin nál Hljóódósin og nálin eru þe 'rr hhitir plötuspilarans sem ráda úrsBtum um hljómgæói og endingar-
tíma hljómplötunnar.
Efþú heldur aó plötuspilarínn þinn sé oróinn lélegur og það sé timabært að fá sér nýjan, veistu þá að ný hljóðdós
getur gert hann sem nýjan?
Annað mikilvægt atriði i meðferó á hljómplötum er hreinsun þeirra. Nauósyniegt er að rétt hreinsiefni séu notuó
og rétt handbrögð viðhöfð. Hreinar plötur og góð hljómdós tryggja besta fáanlegan htjómburð. Komdu með p/ötu-
spilarann til okkar og vió munum aóstoða þig við að vefa bestu hfómdósina fyrir plötuspi/arann þinn. Veitum allar
tæknilegar uppfýsingar um hvers konar hfómtæki.