Dagblaðið - 30.10.1978, Side 22

Dagblaðið - 30.10.1978, Side 22
í kvöld fullkomnasta vídeo á landínu BJÖRNINN Smurbrauðstofan Njiltgötu 49 - Simi 15105 KYNNINGÁ SKRAUTPOSTULÍN1 LJÓSAKÚLA úr þunnu postulini, sem kertið iýsir i gegnum og lífgar fallcga skreytingu. Eykur rómantiskt andrúmsloft i hlýlegu herbergi á haustkvðldi. öruggt og fallegt kvöldljós i gjafapakkningu. KIRSUBERIÐ „Handa þér elskan” — og hún mun elska þessa fallegu gjöf. Kirsuberjalaga kerti >*k litill fagurlega skreyttur stjaki er rétta gjöfin við flest tækifæri. Þetta er fallega pökkuð litil gjöf. MARGT ANNAÐ SPENNANDI FRA FUNNY DESIGN Einkaumboð á islandi KIRKJUFELL jftFQNNYtA ^ÐESIGNr Klapparstíg 27, símar 21090. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1978 Alan Bates og Jill Oayburg i hlutverkum sínum 1 nýjustu mynd Paul Mazursky, An Unmarried Woman. Leikarinn og leik- stjórinn Paul Mazursky Þeir sem hafa stundað kvikmyndahúsin á undanförnum árum hafa án efa orðið varir við að myndir þær sem berast til landsins eru mismunandi komnar til ára sinna. Sumar eru nýjar af nálinni, aðeins nokkurra mánaða gamlar, meðan aðrar voru gerðar fyrir jafnvel fimm eða sex árum. Eftir því sem áhugi á kvikmyndum vex eru gerðar meiri kröfur um nýjar myndir. Áður fyrr var nægilegt að gefa upp hverjir léku i myndunum því stjörnurnar drógu áhorfendur að. Enda þótt nöfn leikara hafi enn mikið að segja upp á aðsókn eru áhorfendur farnir í rikara mæli að taka eftir hver leikstýrir myndinni, hver skrifar handrit o.s.frv. Smátt og smátt fá ákveðin nöfn gæðastimpil á sig svo fólk veit að hverju það gengur. Tímaröð Nauðsynlegt er að geta fylgt eftir ferli t.d. leikstjóra í tímaröð til að sjá hvernig stíll hans þróast, í stað þess að sjá ef til vill nýjustu mynd hans og svo skömmu síðar aðra sem hann gerði nokkrum árum áður. Margt getur breyst á örfáum árum, fyrir utan það að efnið eldist mismunandi vel. Einnig vill oft brenna við að margar myndir þekktra leikstjóra komi aldrei til landsins. Ýmsar orsakir liggja þar að baki. Oft reynist erfitt að nálgast þess- ar myndir þar sem sýningarrétturinn fyrir Island liggur hjá litlu óþekktu dreifingarfyrirtæki, verðið er of hátt, eða þá að kvikmyndahúsin telja myndina ekki nógu góða söluvöru. Hver er Mazursky Sjónvarpið hefur oft tekið að sér hlutverk kvikmyndahúsanna að þvi leyti að sýna verk eftir þekkta leikstjóra (aðallega frá Evrópu) sem ekki hafa borist hingað til lands áður. Sem betur fer fáum við myndir flestra þekktra leikstjóra (a.m.k. bandarískra og brezkra) í tímaröð þrátt fyrir að oft vanti eina og eina mynd inn á milli. Gott dæmi um þetta er Bandaríkjamaðurinn Paul Mazursky. Hafa allar myndir hans verið sýndar hér í kvikmyndahúsum borgarinnar, fyrir utan nýjustu mynd hans, An Unmarried Woman. Hún ætti samkvæmt öllum sólarmerkjum að verða tekin til sýningar í Nýja bíói, vonandi fyrr en seinna. En h' er er Paul Mazursky? Harry og Tucker Hann hóf feril sinn sem gamanleikari (líkt og t.d. Woody Allen og Mel Brooks) og hóf síðan kvik- myndagerð eftir að hafa unnið fyrir Kvik myndir Baldur Hjaltason sjónvarpið. Hann fæddist I Brooklyn 1930 og ólst þar upp. Eftir að hafa lokið skólanámi með bókmenntir sem aðalfag fluttist hann i listamanna- hverfið Greenwich Village þar sem hann starfaði sem kennari og leikari milli þess að vera atvinnulaus. Á þessum tíma lék hann m.a. í mynd Stanley Kubricks, Fear and Desire. Átta árum síðar pakkaði hann svo niður og hélt til San Francisco i leit að frama. Þar gerðist hann handritahöfundur ásamt Larry Tucker að gamanþætti Danny Kay. Á þessum tíma lögðu þeir grunn að sjón- varpsþættinum The Monkees. Það leið ekki á löngu áður en þeir félagar fóru að skrifa kvikmyndahand- rit. Fyrsta myndin sem gerð var eftir handriti þeirra var I Love You Alice B. Toklas. Hipparog kettir Síðan leikstýrði Mazursky næsta handriti þeirra og útkoman varð Bob & Carol & Ted & Alice (1967) sem sýnd var í sjónvarpinu nýlega. Samvinna þeirra Tuckers lauk svo með myndinni Alex in Wonderland (1970) þar sem Donald Sutherland fór með hlutverk heimspekilega þenkjandi hippa. Þremur árum síðar kom svo Blume in Love (1973) og nú skrifaði Mazursky handritið einn. Þetta er líklega rómantiskasta mynd hans en í Harry og Tonto (1974) sneri hann sér að vandamálum einstæðra i stór- borgum. Við fylgjumst með Harry og kettinum Tonto á leið sinni um Banda- rikin eftir að þeir urðu að rýma húsnæði sitt vegna skipulags- breytinga. Harry, 72 ára gamall, flæktist síðan á milli barna og venslamanna og fannst hann eða kötturinn alltaf vera öðrum til ama. Efni myndarinnar virtist eiga upp á pallborðið hjá okkur íslendingum þvi Nýja bíó sýndi þessa mynd í tæpan mánuð. Ævisaga 1976 gerði Mazursky svo myndina Next Stop, Greenwich Village, sem fjallar um ungan mann, Larry að nafni, sem kemur til Greenwich Village til að öðlast frægð. Við fylgjumst með honum gegnum súrt og sætt en í lok myndarinnar pakkar hann saman og heldur til Hollywood, þar sem honum hafði verið lofað kvik- myndahlutverki. Þvi hefur verið haldið fram að Mazursky sé héma að segja frá sjálf- um sér enda er efnisrammi mynd- arinnar í samræmi við lifsferil hans á þessum árum. i viðtali við Ralph Appelbaum í Films and Filming var hann spurður um þetta atriði. „Jú, það er enginn vafi á þvi. Þannig minnist ég vina minna og þeirrar reynslu sem ég öðlaðist á fimmta áratugnum. Eins og yfirleitt er með endurminningar mínar, þá eru þær samansettar af staðreyndum og skáldskap.” Vandamál kvenna Nýjasta mynd hans, An Unmarried Woman, fjallar um unga konu, Erica Benton að nafni, og þau vandamál sem skapast þegar hún slítur sam- vistum við eiginmann sinn eftir margra ára sambúð. Eins og flestar myndir hans fjallar hún um kærleika og gagnkvæman skilning milli manna án þess að taka of alvarlega á hlutun- um. Sjálfur gefur Mazursky eftirfar- andi lýsingu á stíl sínum. „Ég reyni að taka atburði úr hversdagsleikanum og tengja saman tilfinningu og gámansemi. Ég kýs helst að láta áhorf- endur hafa á tilfinningunni að at- burðirnir hafi gerst eins og þeir sjá þá. en í raun er það ég sem stjórna kring- umstæðunum. Þetta er nokkurs konar raunsæisstefna, en án bitur- og dapur- leika. Þess i stað er hún gædd þeirri gamansemi og hringavitleysu sem lifið hefur upp á að bjóða. Betur get ég ekki lýststíl minum.” Eftir lestur þessarar kynningar vona ég að lesendur hafi náð betri yfir- sýn yfir myndir og stíl Paul Mazursky. Þegar mynd hans, An Unmarried Woman, kemur til landsins verður rætt nánar um hana i framhaldi af þessari grein.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.