Dagblaðið - 30.10.1978, Qupperneq 35
Dagblaðið vantar
umboðsmann á Súðavík
Upplýsingar gefur Bjarni Guðjónsson f síma
94-6945.
IBIAÐIB
Til sölu:
Meistaravellir, jarðhæð
2 herbergja ibúð.
Krummáhólar
3 herb. 85 ferm ibúð á 1. hæð, bílskýli.
Safamýri
4—5 herb. 117 ferm íbúð i þríbýli á jarðhæð, ekki niðurgrafin, skipti
möguleg á 2. herb. ibúð, má vera í blokk. íbúðin er laus strax.
Tjarnargata
4ra herb. íbúð á 4. hæð.
Digranesvegur
Neðri sérhæð, 150 ferm, 6 herb., bílskúr.
Seltjarnarnes
Efri sérhæð, 160 ferm, 5 herb., bílskúr.
Seljahverfi
100 ferm 3 herb. íbúð, rúmlega fokheld, á jarðhæð í tvíbýli.
Einbýlishús Seltjarnarnesi
fokhelt, 150 ferm á einni hæð, 50 ferm bílskúr. Tilbúið til afhend-
ingar.
Breiðholt
I90fermíbúð + 80ferm svalir (penthouse). Olæsileg íbúð.
Skipti möguleiki
Einbýlishús í Keflavik á einni hæð + bílskúr í skiptum fyrir 2ja-4ra
herb. ibúði Reykjavík.
Söluturn óskast góðir kaupendur.
Opið sunnudag kl. 2—5.
Húsamiðlun
fasteignasala.
Templarasundi 3, símar 11614 og 11616.
Þorvaldur Lúðvlksson hrl.
r---------------------------------------------------------\
Sjónvarpkl. 22,25:
Wilson spjallar um forvera
sína við David Frost
Harold Wilson fyrrum forsætis- sjónvarpsmann. Að þessu sinni ræðir árunum 1868—1894. Þátturinn hefst kl.
ráðherra Bretlands mun i kvöld spjalla Wilson um W.E. Gladstone, sem varð 22.25 og stendur i tuttugu og fimm
um forvera sina við David Frost fjórum sinnum forsætisráðherra á minútur. -ELA.
V_________________________________________________________/
SJÓNVARPSLEIKRITIÐ - Sjónvarp kl. 21,C5:
Séð gegnum kattarauga
Sjónvarpið sýnir í kvöld sænskt leikrit
eftir Bo Sköld. Upptakan er gerð af
finnska sjónvarpinu. Leikstjóri er Lars
G. Thelestam og með aðalhlutverk fara
Elina Salo, Ulf Törnroth, Anitra
Invenius og Bo Andersson.
Leikritið á að gerast skömmu fyrir
siðari heimsstyrjöldina. Aðalpersóna
leikritsins, Henný, er 35 ára og býr hún
í örlitlu sveitaþorpi. Henný er ógift en
rekur litla verzlun með saumavörur. Hjá
henni á stofunni er ung stúlka, sem er
lífsglöð mjög og afar ólík Henný.
Henný lifir fábrotnu lífi og hreyfir sig
lítið. Hún vill bara vera í örygginu en
ekki á neinu flandri. Hún á þó vin einn,
Svein sem kemur í heimsókn til hennar
og segir henni fréttir. Sveinn er mjög
ólíkur Henný og það eru einmitt þeirra
ólíku skoðanir sem stangast á.
Leikurinn lýsir fólki þessu sem fram
kemur og hinum óliku sjónarmiðum
þeirra. Unga aðstoðarstúlka Hennýjar
verður ófrisk eftir mann einn, sem
ekkert hafði hugsað sér meira með hana.
Henný reynir því að aðstoða stúlkuna
eftir fremsta megni. Leikritið er rúmlega
klukkustundar langt og í lit. Þýðandi er
Dóra Hafsteinsdóttir.
Séð gegnum kattarauga nefnist leikrit sjónvarpsins I kvöld.
Kristín mun ræða við Þórhildi Þor-
leifsdóttur leikstjóra um leikritið og mun
Þórhildur segja hvernig það hafi orðið
tii. Einnig verður rætt við nokkra
krakka í Snælandsskóla í Kópavogi um
leikritið en þar hefur það verið sýnt.
LflNDSINSMESTA
LAMPAÚRVAL
LJÖS & ORKA f
Suúurlandsbniut 12
siini H 4188 ^
Kristín Bjarnadóttir leikkona leikur
um þessar mundir í leikriti Jökuls
Jakobssonar, Sonur skóarans og dóttir
bakarans. Hún leikur einmitt dóttur
bakarans. Kristín sagði að ekki yrði hún
með alla þættina, en þó mundi hún hafa
nokkra i viðbót. -ELA.
Mynd þessi var tekin f Flataskóla i Garðabæ þegar verið var að sýna leikritið
fyrir nemendur skólans i gærdag. DB-mynd Hörður.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1978
LEIKLISTARÞATTUR - Utvarp kl. 22,50:
Hvernig Vatnsberamir
urðu til
í kvöld er á dagskrá útvarpsins leik-
listarþáttur í umsjón Kristinar Bjama-
dóttur leikkonu. Þáttur þessi verður
hálfsmánaðarlega í vetur og er hann
kortérs langur.
í þættinum í kvöld verður tekið fyrir
fyrsta verkefni Alþýðuleikhússins í
vetur, en það er barnaleikritið Vatns-
beramir eftir Herdisi Egilsdóttur.
Leikritið hefur verið sýnt í skólum að
undanförnu og fengið góðar móttökur.
DÖNSKU PLASTLAMPARNIR
VERÐ FRÁ KR. 1990,-