Dagblaðið - 31.10.1978, Síða 5

Dagblaðið - 31.10.1978, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIDJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978. [ Óánægja á Hnífsdal: Verksmiðja reist í íbúðahverfi — íbúarnir óttast mengun „Við erum mjög óánægðir með að hér skuli eiga að reisa rækjuskelsverk- smiðju inni í miðju ibúðahverfi eða aðeins um 70 metra frá þéttum íbúðakjarna,” sagði Hnífsdælingur einn í samtali við DB í gær. „Þessi fyrirætlun Rækjuverksmiðjunnar hf. í Hnífsdal verður sennilega samþykkt í bæjarstjórn nk. fimmtudag. Flestallir Hnífsdælingar hafa skrifað undir plagg þar sem því er mótmælt að þarna rísi verksmiðja og við ætlum að skrifa skipulagsstjóra og Heilbrigðis- eftirlitinu og skýra okkar sjónarmið. Ef reyk leggur frá þessari verksmiðju mun hann detta beint niður i ibúðahverfið. Okkur er sagt að þessi starfsemi eigi ekki að vera nema í þrjá '4 Ekið inn f Hnífsdal, friðsælan smábæ sem fbúarnir óttast að verði mengun að bráð. mánuði en við erum vantrúaðir á að lánastofnanir séu að lána stórfé í verk- smiðju sem ekki eigi að starfa nema í þrjá mánuði. Það má lika geta þess að bærinn er að hefja framkvæmdir við íbúðablokk þarna rétt hjá. Þetta er alveg inni í ibúðahverfinu og það er það sem við erum fyrst og fremst óánægðir með,” sagði Hnifs- dælingurinn að lokum. Dagblaðinu tókst ekki að ná i bæjarstjórann á tsafirði í gær. -GAJ- Sunna býður upp á óvænta f erðanýjung: SIGLT NÆSTA SUMAR MEÐ FLA GGSKIPIPORTÚGALA Hin frábæra söngkona ANNIE BRIGHT SKEMMTIR ÍKVÖLD Matur framreiddur frá kl. 15.00. Boröapantanir / síma23333 Stadur hinna vandiðtu Annie Bright I Þórscafó f kvöld Skemmtiferðaskipið Funchal er stolt portúgalska skipastólsins. Nú hefur íslendingum tekizt að fá skipið leigt til einnar ferðar næsta sumar, enda þótt það sé eftirsótt. Og ekki virðist útlit fyrir annað en íslendingar kunni að meta þetta nýstárlega ferðatilboð. til að ferðast til og frá tslandi á sjó. Skrif- stofan hefur náð samningum við eig- endur flaggskips portúgalska flotans, M.S. Funchal, en eigandi er portúgalska ríkið. Skipið er 10 þúsund smálestir og gengur 17 sjómílur, tekur 405 farþega og áhöfnin er 150 manns. Hingað kemur skipið í ágústmánuði og siglir frá Reykjavík 12. ágúst til Þórs- hafnar í Færeyjum, síðan til Bergen og verður siglt innan skerjagarðsins um norsku firðina til Oslóar. Þaðan er haldið til Kaupmannahafnar, Amster- dam, og því næst til Edinborgar og aftur heim til Reykjavíkúr. Viðdvöl á hverjum stað verður einn til tveir dagar. Funchal er hið glæsilegasta skip, far- þegaíbúðir með baði, síma og útvarpi, matsalir glæsilegir, að ekki sé talað um samkvæmissali og danssali með vínstúkum, spilavítum og öðru. Um borð er tollfrjáls verzlun. Skemmtanir verða haldnar um borð á hverju kvöldi. Enn hefur lítið verið auglýst eftir far- þegum í þessa ferð en i gær sagði Guðni Þórðarson, forstjóri Sunnu, að þegar væri búið að bóka helming farþega- rýmisins, svo greinilegt væri að uppselt yrði snemma í þessa sérstöku ferð. -JBP Á sólþilförum Funchal er hægt að bregða á ýmsa leiki eins og sést á myndinni sem hér fylgir. Neðan þilja er ekki síður margt til að stytta sér stundir við, matsalir, danssalir, jafnvel spilavfti. Þeir eru margir sem sakna gömlu, góðu Gullfossdaganna. Með því er átt við þau ár, þegar Eimskipafélag íslands hugsaði einnig um farþegaflutninga milli landa sjóleiðis. Næsta sumar mun Ferðaskrifstofan Sunna reyna að bæta úr löngun margra

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.