Dagblaðið - 31.10.1978, Síða 8
8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978.
Á myndinni sést hluti af húsnæði Inn-
flutningsdeildar SÍS. Varla Uður sá
dagur að nær allir íslendingar sjái ekki
einhvern hluta af Sambandi islenzkra
samvinnufélaga, hvort heldur menn eru
til sjávar eða sveita.
I.jösm. Bjarnleifur.
rannsakað
Albert Guðmundsson lagði fram á
Alþingi i gær tillögu til þingsályktunar
um rannsóknarnefnd þingmanna til að
kanna rekstur, erlend umsvif, fjár-
festingar og stjórnmálaleg tengsl
Sambands islenzkra samvinnufélaga og
tengdra fyrirtækja. Könnun þessi skal
gerð með sérstöku tilliti til einokunar-
aðstöðu og markaðsdrottnunar þessara
fyrirtækja.
Tillagan er borin fram í sameinuðu
Alþingi og sem fyrr segir, flutt af Albert
Guðmundssyni einum.
1 greinargerð rneð tillögu sinni bendir
flutningsmaður, Albert Guðmundsson,
á það að rannsóknir, eins og sú sem
beiðzt er, hafi ekki tiðkazt hérlendis. Þó
hafi þaö nýlega gerzt að ungur þing-
maður, Ólafur Ragnar Grimsson, hafi
með tillögu sinni um rannsókn á
Flugleiðum hf. og Eimskipafélagi
íslands hf. innleitt þennan þátt í sali
Alþingis.
Vikur Albert að þeirri breytingu sem
varð á þingliði og skipan þingmanna i
flokka eftir síðustu kosningar. Ekki sé
alveg Ijóst hvort afstaða þingmanna til
rannsókna á borð við þær, sem nefndar
Sérhæfum okkur í
Seljum í dag:
Saab99 GL
árg. 77. 2 dyra, beinskiptur. ekinn 25 þús. km. Verð 4300
þúsund.
Saab 99
árg. 76, ekinn 23 þúsund km. Verð 3700 þús.
Saab 99 GL
árg. 78. ekinn 20 þús. km. 4 dyra, beinskiptur. Verð 5000
þús.
Autobianchi
árg. 77, ekinn 34 þús. km. Verð 1700 þús.
Saab 99 EMS
árg. 75, ekinn 47 þús. km. Verð 3500 þús.
Látið skrá btia, höfum kaupendur
að ýmsum árgerðum.
BDÖRNSSON A£o
BlLDSHÖFÐA 16 SÍMI 81530 REYKJAVÍK
voru, sé jákvæð. Ef menn hafi
„skemmtan af slikum rannsóknum”
virðist sjálfsagt að láta þær ná til þess
fyrirtækis sem sjálft eða í gegnum tengd
fyrirtæki, starfi á nær öllum sviðum
íslenzks þjóðlifs, þ.e. SÍS.
Albert rekur þessu næst öll kaupfélög
á Íslandi, sem aðild eiga að SÍS og siðan
deildaskiptingu innan Sambandsins.
Þá eru talin upp fyrirtæki sem beint
eða óbeint tengist SÍS vegna sameignar:
Samvinnubankinn, Samvinnutrygging-
ar, Osta- og smjörsalan, Samvinnuferðir,
Olíufélagið, Kirkjusandur, Reginn,
Dráttarvélar, Meitilinn Þorlákshöfn,
Jötunn, islenzkur markaður, Flugleiðir
hf. og ýmis fleiri.
Flutningsmaður segir framangreindar
upplýsingar ekki neina nýlundu. Þeirra
geti allir aflað. Telur hann einungis að
hann telji að þessi fyrirtæki verði ekki út
undan ef Alþingi telur á annað borð
æskilegt að rannsaka starfsemi stærstu
fyrirtækja landsins. Enda séu spurning-
arnar, sem að framan greinir, samdar
mjög I anda þeirrar tillögu sem flutt hafi
verið um rannsókn á rekstri Flugleiða
hf. og Eimskipafélags íslands hf.
BS.
Spurningar Alberts um SÍS:
Alþingi ályktar að kjósa
rannsóknarnefnd skipaða sjö þing-
mönnum til að gera athugun á rekstri,
fjárfestingum, erlendum umsvifum og
stjórnmálalegum tengslum Sambands
isl. samvinnufélaga og tengdra fyrir-
tækja með sérstöku tilliti til
einokunaraöstöðu og markaðs-
drottnunar þessara fyrirtækja. Störf
nefndarinnar skulu einkum miðast við
að leita svara við eftirtöldum
spurningum:
1. Hver eru tengsl SÍS og tengdra
fyrirtækja við Framsóknar-
flokkinn og hver hefur verið hagur
beggja af þessum tengslum?
2. Að hve miklu leyti hafa sérstakar
frádráttarheimildir samvinnufél-
aga í lögum um tekju- og eigna-
skatt skapað SÍS og kaupfélögun-
um víðtæka einokunaaðstöðu?
3. I hve rikum mæli nýtur SlS og
tengd fyrirtæki meiri og hag-
kvæmari lánafyrirgreiðslu en
annar atvinnurekstur?
4. Hver er hagur StS og
kaupfélaganna af núverandi
greiðslufyrirkomulagiafurðalána?
5. Hver er hagnaður SÍS og
kaupfélaganna af búfjárslátrun og
hvert rennur sá hagnaður?
6. Hafa StS og kaupfélögin nær
einokun á dreifingu og vinnslu
landbúnaðarafurða innanlands?
7. Hvernig er háttað sölu dilkakjöts
til útlanda og söluþóknun vegna
þeirrarsölu?
8. Hvernig er háttað rekstri og fjár-
festingum SÍS og tengdra fyrir-
tækja erlendis?
9. Hvernig er háttað samvinnu við
erlend samvinnusambönd og hvert
rennur hagnaðurinn af þeirri
samvinnu?
10. Eru skattframtöl SlS og tengdra
fyrirtækja endurskoðuð með sama
hætti og gert er hjá öðrum at-
vinnurekstri?
11. Voru einhver tengsl á milli
innflutningsbanns á kexi og
brauövörum og stofnunar kex-
verksmiðju Sambandsins?
12. Hvers vegna hefur SlS leitast við
að efla tengsl við fjölda annarra
fyrirtækja á ólíkum rekstrarsvið-
um og þannig skapað verulega
hættu á víðtækari markaðsdrottn-
un fyrirtækisins á nýjum sviðum
líkt og gerst hefur i kexframleiðslu
á siðustu missirum?
13. Að hve miklu leyti er markaðs-
drottnun þessara fyrirtækja í gegn-
um hátt vöruverð þáttur í þeirri
dýrtíð sem á undanförnum árum
hefur rýrt kjör almenns launafólks
á íslandi?
14. Hvaða skýringar eru á því að
gífurleg fjárfesting SÍS og kaup-
félaganna í fasteignum hefur ekki
leitt til hlutfallslegrar lækkunar
vöruverðs?
15. Hvers vegna hefur SlS og
kaupfélögin kosið að nota
markaðsdrottnun sina frekar til
eignamyndunar í stað þess að veita
almenningi i landinu ódýrari
þjónustu?
Rannsóknarnefndin skal hafa rétt
til að krefjast skýrslugerða og vitnis-
burða, bæðr munnlega og bréflega, hjá
hlutaðeigandi aðilum og öðrum fyrir-
tækjum, embættismönnum og ein-
staklingum. Nefndinni skal veitt fjár-
magn til þess að tryggja sér sér-
fræðilega aðstoð.
Að loknum athugunum sínum skal
rannsóknarnefndin gefa Alþingi
skýrslu og láta i ljós mat á því hvort,
og þá að hve miklu leyti, eignarform,
rekstur og fjárfestingar Sambands ísl.
samvinnufélaga og tengdra fyrirtækja,
svo og sérstaða þeirra í löggjöf,
opinberri fyrirgreiðslu og stjórnmála-
legum tengslum sé i andstöðu við
frjáls viðskipti og frjálsa samkeppni I
þágu íslenzkra neytenda.