Dagblaðið - 31.10.1978, Síða 10
10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978.
7
iBIAÐffl
frjálst, áháð dagblað
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvesmdastjórí: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Kristjinsson.
Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. RitstjómarfuRtrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri rítstjómar Jó-
hannes Reykdai. íþróttir: Hallur Simonarson. Aðstoðarfróttastjórar Adi Steinarsson og Ómar Valdk
marsson. Menningarmól: Aðabteinn Ingótfsson. Hondrit Ásgrimur Póisson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdóttir, ENn Alberts
dótdr, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Halisson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson,
Ólafur Geirsson, Ólafiír Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pólsson.
Ljósmyndir: Ari Kristinsson, Ámi Póll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamlerfsson, Hörður Vilhjólmsson,
Ragnar Th. Sigurðsson, Svoinn Þormóðsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þróinn Þorierfsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing-
arstjórí: Mór E.M. Haiidórsson.
R'ttstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, óskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
Áðabimi blaðsins er 27022 (10 linur). Áskrift 2400 kr. ó mónuði inrpnlands. í lausasölu 120 kr. eintakið.
Setning og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun:
Árvakur hf. Skotfunni 10.
Ævintýrí auðmagnsins
Fyrir um það bil 200 árum
uppgötvuðu Vesturlandabúar, hvernig
þeir gátu orðið ríkir. Þeir gerðu
iðnbyltingu og hófu markaðsbúskap.
Með nýjum hugmyndum um félagslegt
réttlæti lærðu þeir svo að dreifa auðnum
sín á milli og gera alla ríka í meira eða minna mæli.
Áður ríkti enn verra ástand í Vestur-Evrópu en nú
ríkir í fátækustu löndum heims. Meðalaldur í Frakklandi
árið 1788 var 30 ár, en er nú um 45 ár í þriðja heiminum
og 70 ár í ríka heiminum.
Á núverandi mælikvarða var nær ekkert til skiptanna
allar aldir veraldarsögunnar fram undir nítjándu öld.
Þeir, sem betur máttu sín, arðrændu hina eftir megni.
Sama var uppi á teningnum í upphafi iðnbyltingarinn-
ar, því að eigendur fjármagns tóku fyrr við sér en eig-
endur vinnuafls. Þá ríkti ástandið, sem Karl Marx hefur
lýst. En það arðrán er löngu úr sögunni.
Að vísu er enn ákveðin spenna milli eigenda vinnuafls
og stjórnenda fyrirtækja, en ekki vegna arðráns. Þessir
aðilar semja með reglubundnu millibili um, hvernig
skipta skuli þeim gróða, sem aukin vísindi, aukin tækni,
aukin stjórnun og aukin sölumennska hafa fært þeim,
síðan þeir sömdu síðast um kaup og kjör.
Þeir eru í rauninni að skipta nýju herfangi. Milli slíkra
aðila er alltaf einhver spenna, en hún kemur arðráni
ekkert við. Þeir, sem selja vinnu sína, vinna alltaf
skemur og skemur, en fá samt alltaf meiri og meiri
tekjur.
Auður nútímans á Vesturlöndum er nefnilega ekki frá
neinum tekinn. Hann er einfaldlega búinn til með tækni-
þekkingu og skipulagsþekkingu. Hann var ekki til áður.
Sumir halda, að þessi auður sé tekinn frá þriðja
heiminum, sem selji ríku þjóðunum mat og hráefni á of
lágu verði. Þetta er rangt. Það eru einkum ríku
þjóðirnar, sem framleiða og selja mat og hráefni. Ríku
þjóðirnar framleiða hvorki meira né minna en 70% af
mat og hráefnum heimsins og hafa því ekki hag af lágu
verði á þessum vörum.
Eina þjóðin, sem kann að hafa grætt á nýlendum sín-
um, eru Bretar, og þeir eru ekki á sérlega góðum vegi
staddir um þessar mundir í samanburði við aðrar ríkar
þjóðir. Svíar og Svisslendingar eru ofsaríkir en áttu samt
aldrei nýlendur. Þjóðverjar og Japanir urðu ekki ofsa-
ríkir fyrr en þeir höfðu misst nýlendur sínar.
Athyglisvert er, að margar fyrrverandi nýlendur hafa
grætt á Vesturlöndum, svo sem Singapúr, Alsír og
Brasilía, en sjálfstæð ríki þriðja heimsins, svo sem
Thailand, Etíopía og Libería, lifa mörg í eymd, sem
minnir á ástandið í heiminum fyrir iðnbyltinguna.
Þriðji heimurinn hefur grætt á ríku þjóðunum en ekki
öfugt. Ríku þjóðunum hefur ekki aðeins tekizt að dreifa
auði sínum milli eigin íbúa. Þeim hefur líka tekizt að láta
brot, að vísu of lítið brot, af honum renna til þriðja
heimsins, einkum til fyrrverandi nýlendna sinna.
Og enginn maður hefur verið arðrændur í þessu mikla
ævintýri.
Vestur-þýzka
markið orðið
30ára
—óslitin sigurganga þess gæti
orðið mörgum lærdómsrík
Vestur-þýzki gjaldmiðillinn er
þrítugur. í dag er hann sú mynt heims-
ins sem talin er einna öruggust og
nýtur mikils trausts meðal efnahags-
sérfræðinga og fjármálamanna um
allan heim. Samt nær saga marksins
— það er núgildandi vestur-þýzka
marksins — ekki nema yfir þrjátíu ára
tímabil. Fyrstu spor þess voru á miðju
ári 1948.
Þrem árum áður hafði Þriðja rikið
þýzka tapað heimsstyrjöldinni síðari
og Þýzkaland var i rústum. Hið nýja
þýzka sambandslýðveldi Vestur-
Þýzkaland sameinaði þegna sína til
efnahagslegs átaks, sem síðar var
nefnt þýzka efnahagsundrið. Þrátt
fyrir verulega aðstoð Bandaríkjanna í
byrjun verður því með engu móti
mótmælt að meginástæða hinnar
hröðu efnahagsþróunar í Vestur-
Þýzkalandi frá árinu 1948 og fram
undir 1960 var 1 meginatriðum
Þjóðverjum sjálfum að þakka.
Árið 1948, í byrjun þessarar sigur-
göngu, hófst einnig saga hins nýja
vestur-þýzka marks. Síðan hefur það
stöðugt styrkzt að verðgildi í hlutfalli
við gjaldmiðil annarra þjóða. Bezta
viðmiðunin fæst með því að bera
vestur-þýzka markið saman við banda-
ríska dollarann. Árið 1948 og næstu ár
þar á eftir var talið að 4,2 vestur-þýzk
mörk væru í hverjum dollara. Nú er
dollarinn kominn niður fyrir tvö mörk
á alþjóðagjaldeyrismörkuðum. Vest-
ur-þýzka markið hefur náð þeirri
stöðu í alþjóðagjaldeyrisviðskiptum að
vera talið jafngilda gulli eða banda-
Risið níðhöggi
Alþjóðlegur sósusmakkari Vikunn-
ar, samvizka íslenzku þjóðarinnar og
alvitur sæluríkisráðunautur hennar
sjálfskipaður, Jónas Dagblaðsritstjóri
Kristjánsson, geysist fram á ritstjórn-
arvöll blaðs síns þriðjudaginn 24. þ.m.,
með eina allsherjar farsældarlausn á
mismunun í margbroguðu trygginga-
kerfi landsmanna. Og sjá: — setjum
nú fyllibyttur okkar aftur í þann
rennustein sem þeir hafa alltaf verið í
og aldrei skyldi hafa verið hleypt upp-
úr og við höfum ráð til jafnréttis al-
vörusjúkum um alla framtíð — að ei-
lífu amen. Læknum fatlaða með því
að brjóta hækjur þeirra sem farnir eru
aðstaulast.
Eitt helzta einkenni virks
alkóhólisma á hástigi er að finna
aðalsökudólga eigin óhamingju 1 þeim
sem vel gengur og vilja viðkomandi
eingöngu hið bezta. Sú sýking hugans
sem þar kemur fram er með
óhuggulegri einkennum sjúkdómsins
og er sjálfsagt, ásamt sjálfstortíming-
artilhneigingunni, ein aðalorsök þess
að honum hefir nær alfarið þar til á
alseinustu árum verið skipað á bekk
með alvarlegustu tegundum geðveiki.
Sjálfum er mér i sáru minni þessi
hneigð frá eigin göngu um myrkviði
alkóhólismans. Verður mér því vart
láð j)ó hnykki, er ég les „frelsara”
íslenzkrar blaðamennsku bera fyrir
alþjóð þann nátttröllshugsunarhátt,
með miðaldaívafi, að sjúkt fólk af
alkóhólisma, þar með talinn ég sjálfur,
klifri í batavon vestur til Banda-
hefur að minnsta kosti ^ drengnum- Þetta riki
1,1 afvötnunar í önnur lönd fyrírhálf^ mT 1 hrönnum
En drengurinn nýtur ekki há'fa m,ilJón á mann.
WrheíSÍa'vl'r(4<i""L“,inn a« borga
fundið breiða bakið í þjSStínv "Ú loksin«
drengurinn borgi langleZt 5 ’ / .Það ætIast að
^■■■^M^^^f^káverðíð1 afvötnunai'Ieiðangur
ríkjanna á baki lítils heyrnarlauss
drengs uppi i Árbæjarhverfi, sem ekki
fái leiðréttingu sinna mála, kannske
einmitt okkar vegna. Dæm þú nú les-
andi góður um sjúkt hugarfar — og
hver er tilgangurinn?
Ekki mun það mannsbarn læst á
bók hérlendis, sem ekki vill í sölurnar
leggja til þess að Gunnar litli Þór fái
leiöréttingu sinna mála, og reyndar
hefir athyglivakning þessi opnað
augu manna fyrir því fádæma tillits-
leysi sem velferðarþjóðfélagið býr
þeim þegnum sínum, er hjálpartækja
þarfnast, til að lifa lifi sínu eitthvað til
áttar við hina heilbrigðu. En við
læknum ekki helti með því að brjóta
hinn fótinn.
„Brennivínsmenn” kallar Jónas
okkur alkóhólistana í grein sinni og
hyggst niörandi. Ég bætti nafngiftinni
þegar í safn mitt yfir sæmdarheiti. Við
erum nefnilega orðin nokkuð ánægð
með sjálf okkur þessi sem tekið höfum
þátt í ævintýrinu um alkóhólisma á
íslandi undanfarin ár og sjáum enga á-
stæðu til að leyna því. Stiginn sem við
höfum notað hefur verið við sjálf og
rílarnir bara nokkuð góðir. Sé hins
vegar að því ýjað, að við höfum gerzt
ölmusuþegaraf samtryggingarfé lands-
manna, hljótum við að rísa til and-
svara.