Dagblaðið - 31.10.1978, Side 11

Dagblaðið - 31.10.1978, Side 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978. riskum dollurum sem varasjóður seðlabanka hinna ýmsu þjóða heims. Árið 1948 þegar hernámsyfirvöld hinna vestrænu bandamanna, Banda- ríkjanna, Bretlands og Frakklands, gáfu sameiginlega út yfirlýsingu um endurskipulagningu peningamála Þýzkalands (það er þess hluta sem þessi þrjú ríki stjórnuðu) var fjármála- vandi ríkisins annar en hannerídag. Nýskipan peningamála i Vestur- Þýzkalandi komst ekki á hljóðalaust. Tilkynnt var að bankainneignir allar yrðu aðeins metnar á tíunda hluta þess sem þær voru áður taldar hafa numið. Þeir sem áttu peninga fengu aftur á móti greitt nafnvirði þeirra í hinu nýja marki. En hver einstaklingur fékk aðeins 40 DM (hin venjulega skamm- stöfun á vestur-þýzku marki). í augum margra Vestur-Þjóðverja var þessi breyting á mynt landsins ekkert annað en róttæk verðfelling á fjármunum þeirra. Aftur á móti kom i ljós er tímar liðu fram að þarna hafði verið stigið heillaríkt spor fyrir Vestur-Þýzkaland. Ýmsar utanaðkomandi aðstæður voru Vestur-Þýzkalandi aftur á móti hagstæðar þegar nýja markinu var hleypt af stokkunum. Aðgerðir hernámsyfirvaldanna í þessum málum, sem þóttu allharkalegar á sinum tíma, reyndust einnig vel er fram liðu stundir. Hið algjöra fráhvarf frá ofsaverðbólgu stríðsáranna og eftirstríðsáranna reyndist af hinu góða þegar fráleið. Vestur-Þjóðverjar voru einnig svo lánsamir að hafa réttan mann á rétt- um stað þar sem var hagfræðiprófess- Sagt hefur veriö um nýjar hugmyndir að íslenzkum seðlum að þeir séu líkir vestur-þýzka markinu. Sé svo, er það aðeins í útliti. Fátt bendir til aukins styrkleika islenzku krónunnar þó aðrar myndir komi á seðlana. Kjallarinn Tómas Agnar Tómasson Hinn almenni lesandi gerir sér sjálf- sagt enga grein fyrir því, að mikill meirihluti þeirra yfir 400 sjúklinga sem leitað hafa vestur um haf til að ná tökum á sjúkdómi sínum — alkóhól- ismi verður ekki læknaður, aðeins stöðvaður — var ennþá í starfi þegar förin var ákveðin og stóðu jafnvel margir enn i skilum með opinber gjöld sín. Sá minnihluti, sem hins vegar var orðinn beinn baggi á samfélaginu, er þó sýnu eftirtektar- verðari með tilliti til trygginga- kerfisins, enda árangurinn þar meir áberandi af eðlilegum orsökum og skilar sér sem sjáanlegur hagnaður til samfélagsins. Þau dæmi eru orðin þó nokkur, að margra ára útigangsmenn ganga nú hnarreistir um torg, stunda orinn Ludwig Erhard. Hann lamdi í gegn með illu og góðu þeirri skoðun sinni að meira og minna frjáls mark- aðslögmál skildu gildaiVestur-Þýzka- landi. Fyrst var Erhard að störfum fyrir hin vestrænu hernámsyfirvöld en síðar sem efnahagsmálaráðherra í stjóm Konrads Adenauers. Vestur- Þjóðverjar voíu einnig svo lánsamir að hernámsyfirvöldin höfðu skömmu fyrir gjaldmiðilsbreytinguna komið á fót vestur-þýzkum seðlabanka sem reiðubúinn var til að taka að sér höfuðeftirlit og stjórn peningamála þjóðarinnar. Árið 1948 var lagður grunnurinn að öruggum og traustum gjaldmiðli Vestur-Þýzkalands, gjaldmiðli, sem er alls staðar velkominn og allir treysta. Þeirrar spurningar er oft spurt annars staðar í Vesturlöndum hvers vegna vestur-þýzka markið sé svo til muna stöðugra og traustara en aðrir gjald- miölar i hinum vestræna heimi. Sjálfir telja Vestur-Þjóðverjar að svarið felist í þeirri staðreynd að þeim sé eðlislægt að óska eftir stöðugleika I efnahagsmálum og stjórnmálum. I landi þar sem meirihluti landsmanna óski eftir efnahagslegum stöðugleika og öryggi sé eðlilegt að það speglist i stjórnmálabaráttunni og þar af leið- andi á þingi og I ríkisstjórn. Vestur-Þjóðverjar telja einnig flestir eða réttara sagt efnahagssérfræðingar þeirra að ástæðan fyrir styrkri efna- hagslegri stöðu þeirra I dag sé meðal annars sú að þeir gátu glimt við hina alþjóðlegu efnahagskreppu af öryggi. Af því öryggi sem vestur-þýzkt efna- hagslíf bjó yfir vegna styrkrar stöðu sinnar hvað varðaði viðskipti við út- lönd. Auk þess höfðu vestur þýzkir efnahagssérfræðingar hafið baráttu gegn fyrirsjáaniegri verðbólgu og þar notið góðrar aðstoðar leiðtoga laun- þegahreyfinga og atvinnurekstrar eins og löngum áður. Á þrítugsafmæli vestur-þýzka marksins er efnahagsstaða landsins ótrúlega góð. Þó litið sé eingöngu til innanlandssamanburðar i Vestur- Þýzkalandi má að vísu benda á, að kaupmáttur vestur-þýzka marksins hefur minnkað um meira en helming í samanburði við framfærslukostnað. Þetta segir þó aðeins hluta sögunnar því laun hafa hækkað til muna meira i Vestur-Þýzkalandi á þessu tímabili. Ekki má heldur gleyma því að enginn gjaldmiðill heimsins hefur haldið styrkleika sínum jafnvel og vestur- þýzka markið, ekki einu sinni svissn- eski frankinn. ------------------ \ verðmætaskapandi störf, standa skil á stæðilegum opinberum gjöldum og eru á leið með að verða eignamenn. Hvað okkur hvítflibbarónána áhrærir, eru dæmin kannske ekki eins sláandi áber- andi úti frá, en hagnaður þjóðfélagsins er þó ótvíræður í skiluðum vinnustundum, t.a.m. öllum mánudögum, skilvísri greiðslu opinberra gjalda, betri rekstri þó nokkurra fyrirtækja með tilsvarandi hærri skattgreiðslum, svo fátt eitt sé nefnt og kemur vart til álita hvort Tryggingastofnun ríkisins hafi gert betri fjárfestingu fyrir hönd þjóðarinnar en að greiða sjúkrahúss- kostnað fyrir þennan hóp vestur í Ameríku, langt innan ramma dag- gjalda íslenzkra sjúkrahúsa, sem öllum þegnum landsins ber að lögum. Ef við bætum svo við frumkvæði manna úr þessum hóp i áfengismálum þjóðarinnar eftir heimkomu, sbr. fræðslustarf Freeportklúbbsins með heimboðum erlendra fyrirlesara og leiðbeinenda, opnun eftirmeðferðar- heimilisins við Ránargötu og stofnun S.Á.Á., með þeim grettistökum, sem þar fylgdu, held ég að Jónas Dagblaðs- ritstjóri Kristjánsson ætti að kaupa sér alpahúfu og sólgleraugu og skreppa útí lönd að smakka fleiri sósur. Drenglund sína myndi Jónas hins vegar sýna, ef hann tileinkaði alkóhólistum þessa lands eina rit- stjórnargrein, viðurkenndi mistök sin og bæði þá afsökunar; tileinkaði greinina sjúklingum, sem ekki báðu um sjúkdóm sinn frekar en nokkrir aðrir og ætlast heldur ekki til neinna forréttinda hans vegna, sizt af öllu á kostnað litils drengs uppi í Árbæjar- hverfi. Tómas Agnar Tómasson framkvæmdastjórí. sem verpir gulleggjum Undanfarin 10—15 ár hefur eftir- spurn á listaverkum og einkum grafik- myndum farið vaxandi um allan heim. Skiljanlega eru grafíkmyndir eftir fræga listamenn eftirsóttastar. Þeir sem kaupa grafíkþrykk eftir þekkta listamenn, skapa sér oftast vissa gervi- menningu, sem jafnframt er von um fjárfestingu og hagnað. Tvennt reyndist þó erfitt i byrjun. í fyrsta lagi það, að margir þekktir listamenn hafa hvorki lært né unnið I grafík. í öðru lagi, að búa til grafikmynd er seinlegt og upplagið mjög takmarkað. Nútíma prent- og ljósmyndatækni hefur leyst þetta vandamál. Nú er hægt að taka listaverk t.d. teikningu, vatnslitamynd eða málverk, ljósmynda það og lit- greina og prenta á einn eða annan hátt. Listamaðurinn kemur oftast ekki nálægt þvi að gera prentmót sjálfur, sem er algjört skilyrði þess að um orginal grafik sé að ræða. Útspekúleraðar aðferðir Hann bara áritar myndina að prentun lokinni. Það væri svosem allt i lagi ef þessar myndir væru einfaldlega kallaðar réttu nafni, þ.e. eftirprent- anir. En þá væru þær miklu lægri í verði, kostuðu sennilega bara brot af því sem þær kosta þegar þær ganga undir nafninu grafík og eru kenndar við öll þau heiti sem tiðkast í grafiklist- inni. Ljósmynda- og prenttækni er það fullkomin og svo útspekúleraðar aðferðir eru notaðar við fölsun mynda, að fyrir fólk sem hefur ekki sérþekkingu, er i flestum litfellum ómögulegt að þekkja eftirprentun frá orginal grafik. Til þess að koma i veg fyrir þessa þróun og skilgreina hvað orginal grafik er, gaf Alþjóðlega listbanda- lagið (the International Association of Arts, sem i eru 64 lönd) út svo- hljóðandi yfirlýsingu. 4. grein: Lista- maðurinn þarf sjálfur að hafa unnið i málmplötuna, skorið í dúkinn eða tréð, teiknað á steininn eða undirbúið á annan hátt mót til prentunar og vera helst viðstaddur prentun, ef hann prentar ekki sjálfur. Þrykk sem ekki uppfylla þessa kröfur kallast eftir- prentanir. The Print Council of America og Commité National de la Gravure í Paris, gáfu út sitt í hvoru lagi mjög svipaðar yfirlýsingar, þó heldur strangari. Kjallarinn Ríkharður Valtingojer Jóhannsson blöð í dæmisöguseríunni og 100 blöð i Biblíuseríunni eru handlituð af lista- manninum sjálfum. Heildarupplag hinna „handlituðu mynda” er 19 þús. eintök. Þetta er kraftaverk út af fyrir sig. Auður pappír áritaður Jal'nvel áritun er ekki endilega irygging l'yrir þvi að listamaðurinn liafi séð sína eigin „grafikmynd,” því oft á hðum áritar hann einfaldlega auðan pappír, sem síðan fer i prent- smiðju. Eitt er alveg víst, að verslun með þessa tegund grafikur gefur meira i aðra hönd en menn geta látið sig dreyma um. Árið 1972 voru flútt inn til Sviþjóðar u.þ.b. 5 lonn af „orginal grafikmyndum” sem nemur að upphæð 400 milljónum islenskra króna. Þar fyrir utan er miklu magni grafikmyndanna smyglað inn i landið. Frá Sviþjóð koma einmitt þær myndir sem þessa dagana eru sýndar að Kjarvalsstöðum. Með virðulegri sýningarskrá er kynnt grafík eftir Salvador Dali. 1 skránni er gefið upp hvaða grafiskar aðferðir eru notaðar við gerð myndanna, en ónákvæmt og oft beinlinis villandi. T.d. eru myndir nr. 1 og 2 merktar æting í lit, en litnum er sprautað á þær, og ættu þær því að vera merktar: æting lituð, burt séð frá því að þær eru ekki ætingar heldur unnar í þurrnál. Rangfærslur Steinþrykk er eftirsóttast af flat- þrykksaðferðum en er afar seinunnið. Þess vegna eru myndir á sýningunni auðvitað merktar sem steinþrykk. Þannig að þær virðast dýrmætari. Flestar af þeim myndum eru prentaðar á zink eöa álplötu i fljót- virkri prentvél. I mynd nr. 54, Adam og Eva, er ekki hægt að finna aqvatintu heldur vatnslit. Hvað viðkemur myndu'm nr. 4—9, sem cru unnar i þurrnál og handlitaðar. er mjög erfitt að sanna. eins og með hinar handlituðu myndirnar. að Dali hafi ekki litað þær sjálfur. Hafi hann get það sjálfur, þá hefur aumingja maðurinn verið minnst 4 ntánuði að þvi, með þvi að vinna 10 tíma á dag. Myndröðin Gleðilcikurinn guðdóm- legi, sem eru vatnslitamyndir að uppruna og útfærðar i tréstungu eru auðvitað eftirprentanir. þó að gamaldags aðferð sé notuð. Áður en ljósmyndatæknin hélt innreið sína i prentiðnaðinn, voru einmitt tréstunga og koparstunga aðferðirnar sem notaðar voru til þess að gera eftir- prentanir af málverkum. Þekkingu ábótavant Mynd nr. 94, Fundur Ameríku, sem kölluð er litóprent, er samkvæmt gamalli kaupmannshefð ekki prentuð í 1000 eintökum. heldur 990. Mynd þessi er einfaldlega offsetprentuð og kostar hvorki nteira né minna en 55000 kr. Til er bók um list Dalis 'prýdd 29 litmyndum, prentuð i sömu tækni og niynd nr. 94. Myndirnar eru að visu helmingi minni og ekki á eins dýrum pappír. Kostar sú bók auk fjölda svarthvitra mynda tæpl. 6000 kr. Mynd nr. 99. Gobelinteppi ofið í Paris 1931 eftir fyrirmynd og undir stjórn Dalis að því cr stendur í sýningarskrá. Ef til vill er slikt teppi til, en það sem er til sýnis að Kjarvals- stöðum er gróf blekking, þvi rnyndin er prentuðen ekki ofin. Ekki trúi ég þvi að þeir sent standa fyrir þessari sýningú gefi viljandi rangar upplýsingar, miklu frekar að þekkingu þeirra á grafik og gobelin vefnaði sé ábótavant. Rikharður Valtingojer Jóhannssun graflklistamaður Dauða hænan Margs konar upplag Árið 1973 hélt Grafiska Sállskapet i Sviþjóð ráðstefnu og sýningu varðandi þetta efni. Almenningur var upplýstur um það í myndum og ritum, hvaða aðferðir eru notaðar þegar svindlað er á kaupendum. Komu þar mjög við sögu Picasso, Braque, Chagall, Dali, Miro og fleiri. Hér er dæmi um það hvernig númerun upplaga er oft háttað: Kaupandi eignast t.d. þrykk eftir Picasso merkt 175 eintök, en sama mynd getur samt sem áður verið til i 500 eintökum, með því að prenta annað upplag á aðra tegund af pappir eða merkja enn annað upplag með rómverskum tölum o.s.frv. Aðrir lista- menn t.d. Salvador Dali hafa þann háttinn á að gefa út upplag af sömu myndinni sitt í hverju landinu, þannig að til er amerískt upplag, þýskt upplag. franskt upplag o.s.frv. Chagall hefur myndskreytt dæmisögur Fontains og Biblíuna með seríu af ætingum. 85

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.