Dagblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 23
23
Guðrún Guðlaugsdóttir ætlar að lesa
færeyskar þjóðsögur og ævintýri í þætti
sinum i dag.
SENDIBÍLAR
tiUeiguán ökumanns
Verð pr. 24 k/st kr. 4900.00 og pr.
cr
VEGALEIÐIR
jSigrúni 1 — Símar 14444 og 25555.
TÓNLISTARTÍMIBARNANNA - útvarp kl. 17.20:
Tónlist spiluð af
bömum og fyrir böm
ipk.
Á þessari mynd sjáum við Egil Friðleifsson ásamt nemendum sinum i tónmennt
Egill Friðleifsson tónmenntakennari
hefur um nokkurra ára skeið verið með
þátt í útvarpinu sem nefnist Tónlistar-
tími barnanna. Þáttur þessi hefur þó
verið I fríi undanfarið en hefst nú af
fullum krafti aftur í dag kl. 17.20.
„Ég hef nú ýmislegt efni sem ég hef
hugsað mér að hafa í þættinum,” sagði
Egill, er DB spurðist fyrir um þáttinn.
„Ég safnaði að mér heilmiklu efni er-
lendis i sumar þegar ég fór i söngferðalag
til Kanada ásamt stórum hópi. Þar hitti
ég bæði tónlistarnema og kennara frá
ólíkum þjóðum. Ég kom með heilmikið
af plötum og gögnum úr ferðalaginu,
sem ég mun reyna að nota.
Ég ætla að spila plötu í þættinum í
dag með kanadískum barnakór og enn-
fremur spila ég lög með finnskri
strengjasveit frá Helsinki. Þetta er tón-
list sungin og leikin af börnum og fyrir
börn. Ég mun einnig segja fréttir af tón-
listarlifinu hér heima og hvað verður um
að vera í vetur.
Ég mun segja frá landsmóti íslenzkra
barnakóra sem haldið verður á Akureyri
I vetur. Það var haldið i fyrsta sinn árið
1977 og er þetta því annað mótið,” sagði
Egill. Tónlistartimi bamanna stendur í
stundarfjórðung. - ELA
_______________________________________/
ÞJÓÐSÖGUR FRÁ ÝMSUM LÖNDUM - útvarp kl. 17.35:
Færeysk ævintýri
um tröll og svani
t dag kl. 17,35 er þáttur í útvarpinu
sem nefnist Þjóðsögur frá ýmsum
löndum. Það er Guðrún Guðlaugsdóttir
sem tekur saman þáttinn. í dag ætlar
Guðrún að lesa þjóðsögur frá
Færeyjum. Hún mun m.a. lesa mjög
frægt ævintýri sem nefnist Svanirnir sjö.
Það fjallar um mann einn sem á átta
börn, sjö syni og eina dóttur.
Maðurinn giftir sig aftur og eins og
gengur í ævintýrum þá er stjúpan ekkert
hrifjnn af börnum manns síns. Hún
breytir sonunum sjö í svani, en dóttirin
kemst undan. Til að bjarga bræðrum
sínum saumar hún sjö skyrtur úr
kóngulóavef og tekur eitt ár að sauma
hverja.
Guðrún ætlar einnig að lesa ævintýrið
um tröllin á Skálavöllum. Þá verða
færeyskir dansar leiknir í þættinum.
Guðrún mun hafa formála á undan og
segja litillega frá þjóðsögunum.
Þættir þessir verða fram að áramótum
á þriðjudögum og er hver þáttur
stundarfjórðungs langur.
•ELA.
Stórglæsilegur bíll meö öllum nýtízku
þægindum, ekinn 8.800 km, til sölu hjá
BIFREIÐASÖLU EGILS
Laugavegi 118. — Sími 15700.
BILAPARTASALAN
Höfum úrval notaðra varahluta íýmsar
tegundir bifreiöa, tildæmis:
Rambler American '67, Saab '67, Fiat
128 árg. '72, Taunus 17 M '67, Volvo
Amazon '65, Chevrolet Bel Air '65,
Willys '47.
Einnighöfum við úrval af kerruefni,
til dæmis undir vélsleða.
Sendum um allt land.
BÍLAPARTASALAN
Höföatimi 10- Simi 11397
SANDGERÐI
Blaðburðarbörn óskast strax. Upplýsingar hjá
umboðsmanni í síma 7662.
'n
iBlAÐIÐ
Bí/amá/un
Tek að mér bíla í alsprautun, lágt verð.
SIGURGEIR SVERRISSON
BLÖIMDUÓSI - SÍMI95-4259.
GEYMIÐ AUGLÝSIIMGUNA
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 3I.OKTÓBER 1978.
Lancer Celecte GSR2000 78
ELÍN
ALBERTS
DÓTTIR
HREvnu.
Sfmi
s
55
22