Dagblaðið - 31.10.1978, Síða 24

Dagblaðið - 31.10.1978, Síða 24
Skolpið frá Rockwille stöð hersins leitt út á yf irborð Miðnesheiðar: Vatnsból Sandgerðinga í yfirvofandi hættu —og þar með atvinnulíf staðarins, segir starfsmaður hreppsins „Um leið og byggðin i Sandgerði teygir sig upp hlíðina skv. skipulagi, teygir skolpflákinn frá Rockwille stöð hersins sig niður hlíðina og við það bætist að fyrirhugaö er að bora eftir auknu ferskvatni fyrir Sandgerði ofan við bæinn, eða nær skolpinu en bærinn nær nú,” sagði Sumarliði Lárusson, verkstjóri hjá Sandgerðis- hreppi í viðtali við DB i gær. Óttaðist hann mjög að mengun vatnsbóla Sandgerðina væri yfirvof- andi vegna þessa sóðaskapar frá stöð- inni, enda rennur skolpið óbyrgt eftir yfirborðinu og dreifir sér um það. Að sjálfsögðu sígur það í fyrstu niður í jarðveginn á hverjum stað, en smátt og smátt virðist hann mettast og ekki hleypa í gegn um sig með þeim afleiðingum að skolpið verður stöðugt að fljóta lengra til að komast ofan i jörðina. Rockwille stöðin er á milli Garðs og Sandgerðis i innan við 4 km fjarlægð frá Sandgerði og er aflíðandi hlíö þaðan niður til kauptúnsins. Hefur herinn leitt skolpleiðslu svo sem 200 metra út fyrir girðinguna, líklega til að forðast dauninnaf skolpinu. Þar eru einhvers konar brunnar, en hvaða tilgangi sem þeir hafa átt að þjóna, þá vellur skolpið óhindrað upp úr þeim. Feiknagrasspretta hefur tekið þarna við sér og teygir á annað hundrað metra langur iðjagrænn fláki sig niður hliðina. Sums staðar er hann hátt í 100 metra breiður. í svörðinn seitlar svo skolpiö áfram i átt að Sandgerði. Flákinn segir þó ekki alla söguna því víða utan hans, jafnvel í talsverðri fjarlægð, má finna skolppytti i lægðum. Hægt væri um vik að leiða þennan óþverra til sjávar þar sem nær jafn halli er alla leiöina, en ekki er hirt um það. Að sögn Sumarliða er það fyrst núna að Sandgerðingar eru farnir að óttast vatnsmengun af þessum völdum, en mikið og hreint vatn eru , forsendur atvinnulífs í Sandgerði, sem nær eingöngu byggist á fiskiðnaði. -G.S. Söngglaðir foreldrar — og hún Anna Leo- poldína Sólveig Um þessar mundir eru óperusöngvar- arnir Sigríður Ella Magnúsdóttir og Simon Vaughan í stuttri heimsókn hér á landi. — Það stóð til að ég syngi i Þjóðleik- hjúsinu í óperunni Orfeus og Euredice, sagði Sigríður Ella, er Dagblaðið grennslaðist fyrir um hvað væri á döfinni hjá þeim hjónum. — En á síðustu stundu fékkst ekki næg fjárveiting fyrir henni, svo henni verður frestað. Ég ætla þvi að nota tækifærið til að staldra eitthvað við hérna ásamt nýjasta fjölskyldumeðliminum. Simon er aftur á móti á förum til að undirbúa tónleika í London, en við erum búsett þar. Ég er að undirbúa tónleika á lrlandi, og svo var mér að berast boð um að taka þátt í keppni i Rio de Janero i júní, sem ég ætla mér að þiggja. Ég hef líka i ýmsu að snúast hér. við Simon vorum að kaupa hús í Reykjavík, og í þessari viku er von á 2. upplagi af plötu með jólalögum sem við sungum inn á i fyrra, Með vísnasöng, en 1. upplagið seldist alveg upp. Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er hún Anna Leopoldina Sólveig, sem foreldrum sínum i góðri þjálfun í þessu fæddist 1. júni i sumar, og eins og nýja hlutverki þeirra. myndin sýnir sér hún um að halda -JÞ-DB-mynd Jim Smart fijálst, áháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 30. OKT. 1978. Bökurum hegntaf verðlagsstjóra? Synjað um hækkun ábrauði „Til að hegna bökurum þá verður þessari beiðni ekki sinnt.” Þannig segir í bréfi til bakarameistara frá Gísla Ólafs- syni á skrifstofu landssamtaka bakara. Mun átt við að beiðni bakara til verð- lagsstjóra um hækkun á brauði verði ekki leyfð i hefndarskyni við að sumir bakarar hafi þegar hækkað brauðið án nokkurrar heimildar. Gísli Ólafsson sagði í samtali við DB í gær, að bakarar hefðu sótt um 20—25% hækkun á brauði, m.a. vegna gengisfellingar og hækkunar á hráefni, s.s. smjörliki. Gísli sagði að þessa athugasemd í bréfi hans bæri að skoða sem grín. En það væri rétt að ýmsir bakarar hefðu hækkað vöruna upp á eigin spýtur. Hann sagði að bakar- ar hefðu alltaf átt góð samskipti við verðlagsstjóra og þaö hefði alltaf endað með þvi áð þeir hefðu náð fram umbeðn- um hækkunum, og ætti hann von á því að svo gæti einnig orðiö nú. Ekki væri enn búið að afgreiða þetta mál. GAJ Vilmundur Gylfason: rannsaka verktakana Tillaga um rannsókn á íslenzkum aðalverktökum sf. verður lögð fram á Alþingi i dag. Vilmundur Gylfason leggur fram þingsályktunartillögu þess efnis, að utanrikismálanefnd Alþingis verði falið að rannsaka alla starfsemi hins mikla verktakafyrirtækis. Er í tillögunni gert ráð fyrir, að alveg sérstaklega verði rannsökuð samskipti íslenzkra aðalverktaka og vamarliðs Bandaríkjahers vegna verktöku og fram- kvæmda fyrir það. Má segja, að fyrir- tækið sé stofnað og hafi verið rekið í þeim tilgangi einum að taka að sér verk og hafa þau með höndum fyrir varnar- liðið á Keflavikurflugvelli. Raunar má segja, að fyrirtækið hafi um langt árabil setið eitt að öllum framkvæmdum fyrir varnarliðið. Þá verði Alþingi gerð grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar, þar á meðal ágóða fyrirtækisins undanfarin ár, hver hann er og hvernig honum hefur verið varið. Tilgangurinn með rannsókninni, sem gert er ráð fyrir að gerð verði, er sá að kanna hvort áðurgreindri sérstöðu íslenzkra aðalverktaka sf, verði ekki betur fyrir komið með öðrum hætti en þeim, sem rikjandi hefur verið í smáum og stórum verkum á vegum varnar- liðsins hérlendis. -BS.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.