Dagblaðið - 07.11.1978, Side 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978.
Strætisvagnarnir:
SLÆM FRAM-
KOMA BARNA
OG UNGLINGA
Ósk Arnbjörnsdóttir hringdi:
Mig langar til aö vekja athygli á
framkomu barna og unglinga í strætis-
vögnum. Mér finnst hún hafa farið
mjög vernsnandi. Það þekkist ekki
lengur að börn standi upp fyrir full-
orðnum eða ófrískum konum. Hér
áður fyrr voru spjöld í vögnunum þar
sem börn voru hvött til að standa upp
fyrir fullorðnum. Núna er ekkert gert í
jressa átt og lætin og ókurteisin, ekki
sízt í krökkum á fermingaraldri, er
orðin slík að eitthvaö róttækt þarf að
gera.
Framkoma barna og ungiinga i strætisvögnum er ekki alltaf til fyrírmyndar.
Sjónvarp:
llla farið
með pen-
ingana
E.F. hringdi:
Við erum hér nokkrar stúlkur á
vinnustað sem erum að velta fyrir
okkur, hvort það sé ekki dýrt fyrir
sjónvarpið að senda eftir söngkonu
vestur um haf til að syngja tvö lög i
sjónvarpsþætti. Hér á ég við þátt
Bryndísar Schram á laugardags-
kvöldum. 1 einum þættinum sagði hún
að Linda Gísladóttir hefði komið
gagngert frá New York til að syngja
tvö lög I þessum þætti. Þetta þótti
okkur furðulegt og hrein peningasóun.
Sjónvarpsþættir Bryndisar Schram á
laugardagskvöldum hafa vakið mikla
athygli. M.a. þótti ýmsum furðuleg só
staðhæfing hennar að Linda Gisla-
dóttir hefði gagngert komið frá New
York til að syngja 1 þættinum. Það er
greinilegt að ekkert er til sparað.
LYFTARADEKK, afgreidd
samdægurs, allar stæröir.
/1USTURBAKKI HF
Skeífah 3A. Símár.38944-30107
^OETJSTJLOF i
Ly f tara'
dekk
Hringið í síma
27022 milli kl. 13 og 15
Leigumiðlanir:
BÆDILEIGUSÖL-
UM OG LEIGU-
TÖKUM TIL GÓÐS
Mér finnst ég ekki geta komizt hjá
að svara Erlu Siguröardóttur, Safmýri
36, Rvík. Hún skrifar i DB 30/10
allgrófan áróður og varar fólk við að
skipta við okkur á þeim forsendum að
við reynum ekki að útvega fólki hús-
næði heldur plokkum bara af þvi
peninga. Þetta veit Erla að er lygi og
aðeins skrifað í áróðursskyni. En
hvaða nafn skyldi Erla gefa þeim sem
reka Leigjendasamtökin. Mér er sagt,
að fólk fái ekki inngöngu þar nema
gegn 5000 kr. gjaldi. Er þetta ekki að
plokka peninga samanborið viö
Neytendasamtökin sem láta greiða
2000 kr. á ári. Auðvitað er það svo að
við getum ekki hjálpað öllum sem til
okkar leita og allra sízt á rúmum sólar-
hring eins og Erla virðist halda en ég
fullyrði að ég geri allt sem hægt er að
gera til að útvega húsnæði.
Erla veit kannski ekki, hvað kostar
að auglýsa í blöðuunum, t.d. kostar i
Mbl. sambærileg auglýsing og við
erum með 11.500 krónur á dag. Erla
skrifaði mér seinnipartinn 23/10 og
sendi 10 þúsund krónur og bað mig
um að hún yrði sett á skrá. Hún
kvaðst vera mjög illa sett og lofaði ég
að hafa hana ofarlega í huga. Það er
einnig rétt að Erla hringdi til mín fyrir
hádegi 25/10 og sagðist þá vera búin
að fá húsnæði og ég mætti taka hana
af skrá. Er hún bað mig um endur-
greiðslu sagði ég henni að ég endur-
greiddi ekki skráningargjald. Erla
segist árangurslaust hafa auglýst i dag-
blöðunum áður en hún setti sig á skrá
hér. Skyldi hún vera búin að fá það
endurgreitt? Ég er hræddur um ekki.
Ég man ekki eftir neinni sérstakri
orðarimmu okkar I milli. Ég ætla ekki
að tjá mig um orðbragð Erlu hér. Það
geta lesendur DB séð en eitt er vist að
ég bauð Erlu hingað til að ræða við
mig en hún kaus heldur að skrifa í
DB. Erla segir i grein sinni að vel megi
imynda sér umrætt fyrirtæki á
eftirfarandi hátt.
Miðlari tekur við 10 þúsund
krónum frá fólki fyrir að skrá nafn
þess niður. Síðan segir hún aö hann
hafi enga ástæðu til að leita að
húsnæði fyrir það.
Og þá vitum við, hvernig
leigumiölun Erlu yrði, ef hún setti
hana upp. Erla hefur einnig áhyggjur
af skattamálum okkur og líkir okkur
við vændiskonur. Ég verð nú að
viðurkenna að ég er ekki eins vel að
mér I málefnum vændiskvenna og
Erla. Hins vegar hef ég ekkert að fela
fyrir skattinum. Þær tölur sem Erla
talar um eru ekkert nálægt sannleikan-
um enda búnar til í hennar öfundar-
heimi.
Nóg um þetta að sinni en af þvi að
mér finnst þetta vera eitthvað líkt
æsingaskrifum Leigjendasamtakanna
þá vildi ég benda þeim á að varla er
það vænlegt til árangurs að byrja sam-
tökin með því að ráðast á þá sem þeir
þurfa að hafa viðskipti við, og á ég þar
við húseigendur og leigumiðlanir.
Leigumiðlanir eru til stórhagræðis,
bæði fyrir leigusala og leigutaka. Ég er
líka viss um að ef Leigjendasamtökin
hættu að láta sig dreyma um einokun
á leigumiðlun og vilja samvinnu við
alla aðila þá er mörgu hægt að breyta
og öllum til góðs.
Leiguþjónustan,
Njálsgötu 86, Reykjavik.
Bamatíminn og miðdegissagan:
Aróður í útvarpinu?
Sigrún Karlsdóttir hríngdi: áróðri sem þar fer fram, hvort sem það
Það er orðið bagalegt að geta ekki nú er bamatíminn eða þessi
opnað fyrirútvarp lengur fyrir tómum átakanlega miödegissaga. Ég vildi
Sjónvarp:
DAPURLEGT EFNI
— hefur orsakað margt þunglyndis-
kastið
Jóna Vigfúsdóttir, Selfossi, hringdi: ekki annað í hug en að hann, ásamt
Þá eru þeir byrjaðir að sýna Vestur- ýmsu öðru sjónvarpsefni, eigi sök á
farana aftur. Þessi myndaþáttur er svo mörgu þunglyndiskastinu sem fólk fær
dapurlegur á köflum að manni dettur nú. Ég get nefnt eitt atriði sem dæmi:
Þegar drengurinn I Vesturförunum er
neyddur til að kæfa köttinn sinn í
fljótinu af þvi að ekki var hægt að gefa
honum að éta. Atriði sem þetta er svo
dapurlegt að það hefur mjög niður-
drepandi áhrif á fólk. Ég álít að það sé
allt of mikið af dapurlegu efni í
sjónvarpinu.
gjarnan koma þvi á framfæri við þessa
ágætis konu sem verið hefur að lesa
miðdegissöguna, að hún ætti að reyna
að koma henni á framfæri I sovézka
útvarpinu því að þar eigi hún heima
en ekki hér og ég skal gjarnan borga
undir hana farið aðra leiðina. Ég á
örugglega fyrir því þótt ég sé
húsmóðir og fyrrverandi verkakona.
Heimilis-
læknir
svarar
Raddir lesenda taka við
skilaboðum til umsjónar-
manns þáttarins „Heim-
ilislœknir svarar" í síma
27022, ki. 13-15 alla
virka daga. ;