Dagblaðið - 07.11.1978, Page 13
ÆVINTÝRIÐ UM MORGAN KANE
Morgiin Kane bækurnar koma út í milljónum eintaka, í Evrópu og
Bandaríkjunum Bókaflokkurinn er á góðri leið með að verða eitt
vinsælasta lestrarefnið um Ameríska vestrið sem út hefur komið til
þessa.
Á íslensku hófst útgáfa bókanna 1976 og fást þær alsstaðar þar sem
bækur og blöð seljast.
PRENTHUSIÐ SF.
Barónsstíg 11 b
Sími: 26380
Fram fær 100 þús. á viku
í 11. leikviku Getrauna komu fram 4
seðlar með 11 réttum og var vimiingur á
hvern kr. 294.500.- Einn þessara seðla
var frá Akure.vri en hinir frá Reykjavík.
Með 10 rétta voru 43 raðir og vinningur
á hverri röð kr. 11.700.- Vinningsröðin
var þó með þeim óvenjulega hætti, að af
12 leikjum lyktaði 8 með jafntefli.
Þátttaka í getraunum hefur vaxið
jafnt og þétt undanfarið, og á laugardag
seldust fleiri raðir en nokkru sinni fyrr.
Hingað til hefur KR verið söluhæsta
félagið, en nú hefur Knattspyrnufélagið
Fram skotið KR-ingum aftur fyrir sig.
Munar þar mest um sölu knattspyrnu-
deildar Fram, sem eftir nokkurra ára hlé
tók upp skipulega sölu getraunaseðla í
upphafi tímabilsins ihaust og hefur nú
um 100 þús. kr. í sölulaun á viku.
Seðillinn á laugardag lítur þannig út:
Birmingham— Manch. Utd.
Bristol City — Bolton
Coventry — Middlesbro
Everton — Chelsea
Ipswich — W.B.A.
Leeds — Arsenal
Manch. City — Derby
Q.P.R. — Liverpool
Southampton — Norwich
Tottenham — Notth. For.
Wolves — Aston Villa
Brighton — Wrexham
En nú er MacDougall kominn aftur
til Bournemouth. Hann lék í upphafi fer-
ils síns með Liverpool, komst aldrei í
aðalliðið og leið hans lá til York. Þar lék
hann 84 leiki, skoraði 34 mörk — mörk
hafa ávallt fylgt MacDougall.
Cardiff City, frá Wales, er nú í þriðja
neðsta sæti 2. deildar. 1 gær rak C'ardiff
framkvæmdastjóra sinn, Jimmy And-
,rews. Hann hefur verið hjá félaginu
síðan 1974 en Cardiff hefur ekki átt mik-
illi velgengni að fagna. Andrews var 8.
framkvæmdastjóri Cardiff frá stríðslok
um. Þá var Eric Gates, Ipswich í fréttun-
um á Englandi í gærkvöld. Hann gekk
út á Ipswich, óánægður vegna þess, að
honum hefur ekki tekizt að vinna sér
fast sæti í liði lpswich, þrátt fyrir góða
leiki. Hann hafði þó nýlega skrifað undir
4 ára samning hjá félaginu.
John Hudson skorar gegn Val um helgina. Hann er einn Bandarikjamannanna er lent hefur I útistöðum við dómara. KKI
hefur samþykkt, að ef erlendir leikmenn sýni af sér áframhaldandi slæma framkomu verði þeir sendir heim. Annar Banda-
rikjamaður i sviðsljósinu, Robert Starr. Hann sést að baki Hudson — situr á bekknum með hatt. DB-mynd Bjarnleifur.
Bournemouth keypti i gær Ted Mac
Dougall frá Southampton. Þessi sala
vakti mikla athygli i Englandi, þvi meé
| þvi að fara til Bournemouth heldur Mac-
Dougall „heim”. Honum vegnaði mjög
vel með Bournemouth á sinum tima, og
er hann lék með liðinu ásamt Phil Boyer,
sem nú leikur með Southampton þá var
mikill uppgangur i Bournemouth og liðið
á þröskuldi sætis i 2. deild. Ted Mac-
Dougall skoraði 103 mörk fyrir Bourne-
mouthi 146leikjum.
En mörg stórlið á Englandi voru á
höttunum eftir MacDougall þá og Man-
chester United keypti hann fyrir 250
l þúsund pund. Það var fyrir fjórum
! árum. En mörkin hjá MacDougall bein-
— bandarískur umboðsmaður telur hann hafa farið
um sig niðrandi orðum
Úrslit I 1. deild i Póllandi i gær urðu
þessi:
Ruch-Stal Mielec 1—1
Legia-Lodz 2—0
Arka-Odra 0—1
Pogon-Szombierki 1—4
Lech-Slask 1—0
Zaglebie-Wisla 1—0
Lodz-Katowice 0—1
Polonia-Gwardia 1—1
DinamoTiblisi
sovézkur
meistari
Var risastökk Bob
Hnis þornuðu upp hjá United, sem seldi
hann til West Ham. MacDougall lék
aðeins 18 leiki með Uniied, skoraði 5
mörk. Dvölin hjá West Ham var litlu
lengri, þar lék hann aðeins 24 leiki,
skoraði 5 mörk. Leið hans lá til Nor-
wich, og John Bond, fyrrum fram-
kvæmdastjóra Bournemouth, nú stjóra
Norwich. John Bond keypti einnig Phil
Boyer, og mörkin létu ekki á sér standa
hjá MacDougall, 51 mark í 112 leikjum, |
tæplega 1 mark í hverjum 2 leikjum, það
þykir gott á Englandi. Leiö þeirra Mac-
Dougall, í 76 leikjum skoraði hann 37
mörk. Þeir félagar ásamt Alan Ball þóttu
mennirnir á bak við velgengni
Southampton síðasta tímabil er liðið
Undanfarnar vikur hefur bandariskur
umboðsmaður, Robert Starr að nafni,
dvalizt hér á landi. Hann hefur haft milli-
göngu um komu nokkurra erlendra leik-
manna hingað.
Þó ýmsir forsvarsmenn félaga og aðrir
sem vinna að málefnum körfuknattleiks
afi haft samband við stjórnarmenn sam-
bandsins og talið „sölustarfsemi” hans
óheppilega hefur stjórnin látið hana
óátalda.
Nú hafa hins vegar gerzt þeir atburðir
að stjórn KKÍ telur rétt að vekja opin-
berlega athygli á atferli þessa manns.
Um miðja viku 21.—28. október sl.
komst varaformaður sambandsins, Páll
Júlíusson, að þvi að samningar stóðu
milli Starr og UMF Skallagrims um
ráðningu bandarísks þjálfara og leik-
manns. Þar sem ákvæði í reglugerð um
körfuknattleiksmót segja að veita skuli
erlendum leikmanni keppnisleyfi ef til-
kynning hafi borizt fyrir 15. október sá
Páll ástæðu til að hringja til forsvars-
manna UMFS og vekja athygli þeirra á
þessu ákvæði.
M.a. vegna afskipta Páls af þessu máli
hefur Starr leitað til lögmanns og fengið
hann til að hóta Páli málsókn svo sem
fram kemur í meðfylgjandi ljósriti af
bréfi lögmannsins.
Stjórn KKÍ lítur svo á að með áður-
nefndri hótun sé Robert Starr í raun að
veitast að forystu sambandsins.
Á fundi 1. nóvember sl. samþykkti
stjórnin að KKl taki fulla ábyrgð á
gerðum varaformanns í nefndu máli.
Ennfremur hefur stjórnin ákveðið að
gangast fyrir að settar verði ákveðnar |
reglur um starfsemi umboðsmanna hér-
lendis.
Biðjizt afsökunar
eða mætið
fyrir dómstólunum.
Hr. Páll JúUusson, varaformaöur
KKÍ.
Til min hefur leitað Robert Starr
umboðsmaður frá Houston i Bandaríkj-
unum vegna vandamála, sem upp hafa
komið i samskiptum hans við menn i
íþróttahreyfingunni hér.
Þannig er mál með vexti að Robert
Starr hefur verið milligöngumaður að
komu bandarískra körfuknattleiks-
manna hingað til lands síðustu ár og
jafnframt hefur hann reynt að stuðla að
þvi að íslenzkur körfuknattleikur nyti
góðs af nýjungum frá Bandaríkjunum.
Veit hann ekki betur en að öll samskipti
við íslendinga hafi gengið snurðulaust
og ekkert klöguefni komið upp.
Nú bregður hins vegar svo við 1
heimsókn Roberts Starr sem hófst í
byrjun september að hann verður var
við nokkra andúð eða fáleika i sinn garð
hjá hinum ýmsu körfuknattleiksfélögum
þannig að Robert taldi augljóst að þeim
hafi verið gefnar mjög neikvæðar
upplýsingar um hann, frá einhverjum
áhrifamanni 1 körfuknattleikshreyfing-
unni.
Sá grunur fékkst staðfestur fyrir
nokkru þegar Robert fékk fregnir af því
að í tveimur tilvikum höfðuð þér i
viðtölum við talsmenn félaga utan
Staða efstu liða
14 9 2 3 26—12 20
14 8 4 2 22-15 20
14 7 4 2 17-13 19
14 7 4 3 16-13 18
Gifurleg fagnaðarlæti gripu um sig í
Tiblisi á sunnudag, þúsundir manna
streymdu út á götur Tiblisi, höfuð-
borgar Georgiu, yeifuðu fánum, þeyttu
flautur sungu og dönsuðu. Lögreglan
stóð hjá og fylgdist einungis með — en
tilefni hátiðahaldanna var að Dynamo
Tiblisi vann á sunnudag sovézka
meistaratitilinn með þvi að gera jafntefli
i Moskvu.
Fólk fylgdist með leiknum í sjónvarpi
. frá Moskvu gegn Dynamo Moskvu. Og
Tiblisi náði jafntefli, 0—0 — það nægði
til sigurs i sovézku deildinni og
fagnaðarlæti brutust út, fólk þusti út á
götur í gleði sinni. Dinamo Kiev er í
öðru sæti, eftir að hafa sigrað Kairat
Alma 3—0 í gærkvöld.
Staða efstu liða í Sovétríkjunum er:
DynamoTiblisi 29 17 7 5 43-22 41
Dinamo Kiev 29 15 8 6 41-19 38
Shaktyor Don. 29 16 5 8 41-29 37
Dinamo Moskvu 29 14 9 6 36-22 36
Spartak Moskvu 29 13 5 11 41-33 31
Ein umferð er eftir í sovézku deild-
inni.
Beamon ekki gilt?
—tíu ár f rá því Bob Beamon stökk 8,90 í Mexíkó
Hinn 18. október sl. voru nákvæmlega
10 ár frá því Bandaríkjamaðurinn Bob
Beamon stökk inn í 21. öldina. Það var
á ólympiuleikvanginum i Mexíkó-borg
1968, þegar hann sveif frá langstökks-
plankanum og lenti 8.90 metra frá
staðnum, sem hann hafði stokkið af. Það
er það augnablik i íþróttasögunni sem
meira hefur verið í sviðsljósinu en flest
annað, 8.90 metrar í iangstökki var —
og er — talsvert miklu lengra eirgerist í
heimi heimsmetanna.
Það hafa átt sér stað talsverðar
sveiflur í ýmsum íþróttagreinum frá degi
til dags en 8.90 metrar i langstökki er of
ótrúlegur árangur að hann hafi getað
náðst við löglegar aðstæður — og það þó
Bob Beamon hafi verið sérlega tilþrifa-
mikill íþróttamaður. En nálægt þessum
árangri sínum .komst hann aldrei,
hvorki fyrr né síðar.
Árangurinn 8.90 metrar var þegar
dreginn í efa af mörgum sérfræðingum á j
sviði frjálsra íþrótta — og er enn þrátt
fyrir að tíu ár eru frá því ólympíuleik-
arnir voru háðir í Mexíkó. Það vaktif
athygli i Mexikó, að hinn frábæri lang-
stökkvari og fyrrum heimsmethafi
Ralph Boston stökk innan við 8.50
metra i þunna loftinu i 2200 metra hæð |
yfir sjávarmáli. Þýzkir sérfræðingar
héldu því fram, að þeir, sem áttu aðl
gæta vindmælisins, þegar Beamon
stökk, hafi sofið á verðinum — gleymt
sér í þeirri öldu hrifningar, sem átti sér
stað, þegar Beamon lenti í langstökks-
gryfjunni. Þeir sögðu að vindhraðinn
hefði verið tveir sekúndumetrar, þegar
Beamon stökk — hinn mesti leyfilegi
vindstyrkur. Margir eru á þeirri skoðun,
að vindhraðinn hafi verið helmingi meiri
— jafnvel yfir fjórir sekúndumetrar. Þá
er hægt í heppnuðu stökki — þar sem
al|t smellur saman — að ná 8.90
metrum.
Hinn kunni, svissneski blaðamaður
Walter Luk, skrifaði nýlega grein í
blaðið Sport í Zurich og meðal annars
eftirfarandi um Beamon-stökkið.
„Sem áhorfandi þann dag upplifði ég
eitt hið allra mesta, sem ég hef orðið
vitni að á iþróttaleikvangi. Ég er viss um
að heimsmet Beamons verður ekki slegið
á þessari öld — og ég minnist atviksins
eins og það hefði gerzt 1 gær.
Ég leit á fánastengurnar á leikvangin-
um í Mexíkó — og það var mjög mikill
vindur. Kannski gat vindurinn gefið
hlaupurunum byr... en þá um leið stökk
Beamon og stökk inn í 21. öldina. Hann
hafði rásnúmer fjögur og þeir þrír, sem
reyndu á undan, honum, hlupu yfir
plankann. Atrennan hafði ekki passað
hjá þeim — vegna hins mikla vinds. Var
röng hjá þeim öllum þremur.
Allir glenntu upp augun eftir stökk
Beamons. Eitthvað míkið lá í loftinu.
Hafði hann ef til vill stokkið yfir 8.50
metra? Jafnvel um 8.60 metra?
Dómararnir virkuðu mjög órólegir.
Báðu um venjulegt málband. Þeir trúðu
ekki hinni sjálfvirku mælingu. En
skömmu slðar birtist árangurinn á Ijósa-
töflunni------8.90 metrar!! í fyrstu sló
þögn á alla viðstadda en síðan brutust út
gífurleg fagnaðarlæti. Úrslitamennirnir
i 400 metra hlaupinu urðu að bíða í
fimm mínútur eftir að hlaup þeirra gæti
hafizt.
Ég hugsaði eins og margir aðrir hvort
afrekið yrði gert ógilt vegna hins sterka
vinds? Ég var alveg öruggur um, að
stökkið var ekki gilt. En svo kom
staðfesting frá stjórum vindmælisins.
Tveir sekúndumetrar. . . gilt stökk. Var
vindmælirinn réttur? Enginn veit það
því ómögulegt var að ákveða vind-
hraðann einmitt á þvi augnabliki, sem
Beamon stökk. En ég er enn þeirrar'
skoðunnar að heimsmet hans verður
aldrei bætt,” segir Walter Luk að lokum.
Það eru margir sammála Svisslend-
ingum — margir, sem efast um réttmæti
risastökksins. Vindmælarnir sýndu tvo
sekúndumetra — en það átti líka að
skrifa nýja heimssögu íþróttanna í
Mexíkó. Sögu, sem átti að hylja neyð
hins almenna borgara í landinu.
vann sæti í 1. deild aftur undir stjórn
Laurie McMenemy, framkvæmdastjóra
Southampton.
Nýogbetri
jaröarbeijajógúrt!
Mjólkursamsalan í Reykjavík
Reykjavíkur farið ófögrum orðum um
Robert og m.a. kallað hann
„stórhættulegan”.
Ekki veit ég hvort þér hafið einhverja
ástæðu til þessara ummæla en eitt er vist
að þau eru til þess eins fallin að sverta
mannorð umbj. míns og eyðileggja
viðskiptasambönd hans hér á landi. Er
það mjög miður því hann telur sig hafa
komið í hvívetna vel fram við islenzka
körfuknattleiksmenn og komið á góðum
samböndum, og ekki sízt hagkvæmum
fyrir íslendinga.
Fyrir hönd umbjóðanda míns fer ég
þess á leit við yður að þér á óyggjandi
hátt biðjizt afsökunar á framkomu yðar
og ummælum í hans garð og látið stjórn
KKÍ. vita af því. Ef svo verður mun
umbj. minn væntanlega taka afsökunar-
beiðni yðar gilda og aðhafast ekkert
frekar.
Verðið þér hins vegar ekki við
áskorun þessari megið þér búast við þvi
að umbjóðandi minn muni leita til
dómstólanna og gera þar ýtrustu kröfur
á hendur yður.
Páll A. Pálsson
Enn tapar
Slask
Iþróttir
DAGBLADIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7, NÓVL_____
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Helgi vann
— þrjár í bið
—gegn Búlgaríu.
Sovétmenn halda naumri
forustusinni
Aðeins einni skák lauk í gærkvöld i viðureign
íslands og Búlgaríu, i 10. umferð ólympiuskákmötsins
í Argentinu Það var á 2. borði þar sem Helgi Ólafsson
lagði Ermenkov i 38 leikjum. Hinar skákirnar fóru í
bið. Guðmundur Sigurjónsson á heldur betri
biðstöðu gegn Radulov, Margeir Pétursson einnig
gegn Tringov en Jón-L. Árnason á i vök að verjast
gegn Padevky.
Sovétmann halda naumri forustu sinni eftir viður-
eign sina við ísrael. Þar er þremur skákum lokið og
staðan 1,5—1,5. Oleg Romanishin á biðskák við
Grunfeld, og er sennilega með unnið tafl. öðrum
skákum í viðureign Sovétmanna og ísrael lyktaði svo
að Petrosjan og Djindjichashvilli gerðu jafntefli, Polu-
gajevsky vann Kagan, Gulko tapaði fyrir Bleiman.
V-Þýzkaland-Ungverjaland 1,5—1,5. Hubner-
Portisch jafntefli, Unzicker-Ribli jafntefli, Pfleger-
Adorjan jafntefli, Heach-Csom i bið. USA-Kúba
2.5— 1.5 Kavalek vann Garcia, Browne-Hernandez
jafntefli, Tarjan vann Rodrigues, Lombardy tapaði
fyrir S. Garcia.
Sovétmenn hafa nú hlotið 25,5 vinninga, V-Þýzka-
land hefur 25. Bandaríkjamenn hafa 24,5 vinninga.
Líklegt er að Sovétmenn auki muninn — allar eiga
þjóðirnar eina biðskák en líklegt að Romanishin sigri í
sinni skák. Ungverjar hafa nú 24,5 vinninga eins og
USA. Heimsmeistarinn, Anatoly Karpov kom i gær á
keppnisstað, en þeir virtu ekki hvor annan viðlits,
hann og Kortsnoj.
Önnur úrslit í gær. Svíþjóð-England 2—1.
Andersson vann Miles, Kaiszauri tapaði fyrir Stean,
Schussler-Hartston i bið, Wedberg vann Mestel.
Ísland-Búlgaría 1—0,3 i bið. Júgóslavfa-Argentína A
1.5— 1.5. Ljubojevic vann Bronstein, Matanovic -
Hase jafntefli, Velimirovic tapaði fyrir Szmetan,
Parma-Grynbcrt í bið. Danmörk -Sviss 2—1.
Hamman-Kortsnoj i bið, Kristiansen-Hug, jafntefli,
Fedder vann Lombard, Hoi-Wirthensohn jafnt.
Spánn-Austurriki 2,5—0,5 ein í bið. Argcntína-
Rúmcnia 0,5—0,5,3 i bið. Pólland-Frakkland 1—1,2
í bið. Filippseyjar-Chile 2—1, 1 i bið. Finnland-
Kólombía 1,5—0,5,2 í bið. Brasilia-Holland 0,5—0,5,
3 í bið. Perú-Kanada 1—1, 2 í bið. Noregur-Mexíkó
1.5— 0,5 2 í bið. Paraguay-Wales 2,5—1,5 5.
Venezúela-Kína 1—0,3 i bið. Indónesia-Ekvador 2—
2. Nýja-Sjáland-Túnis 1,5—0,5 1 í bið. Skotland-
Uruguay 2—0, 2 i bið. Ástralía-Sri Lanka 4—0.
Puerto Rico-Færeyjar 2—1 1 i bið. Dóminikanska lýð-
veldið-Trinidad 2—1,1 i bið. Bólivía-Hong Kong4—
0, Guatemala-Ginea 2—1, 1 i bið. Lúxemborg-
Jórdania 2—0, 2 i bið. Sýrland-Marokkó 3—0, 1 i
bið. Belgia-Malasia 1—0, 3 i bið. Japan-Lýbia 1,0—
0,5 2 i bið. Jamaica-Brezku jómfrúreyjar 3.5—0,5.
Andorra-Zaire 3—0, 1 í bið. USA jómfrúreyjar-
Bermúda 1,5—1,5, 1 i bið. Arabisku furstadæmin-
Máritanía 2—1,1 i bið.
ísland gerði jafntefli 2—2 við Kolombiu í níundu
umferðinni á ólympiuskákmótinu í Buenos Aires.
Skák þeirra Jóns L. Árnasonar og Zapata var tefld
áfram i gær og lauk með jafntefli. Úrslit i skákunum
við Kolombiu urðu þvi, að Guðmundur tapaði fyrir
Guitierrez, Helgi Ólafsson vann Rodriguez og Ingvar
gerði jafntefli við Agudelo.
Úrslit í öðrum leikjum í 9. umferðinni, sem ekki
höfðu fengizt úrslit í á laugardag og skýrt var frá í
blaðinu i gær.
Ísrael-Pólland 2,5 — 1,5. Liberzon tapaði fyrir
Kuligowski, Kagan vann Adamski. Bireboim-Pytel
jafntefli.
Bandaríkin-Danmörk 2—1. Skák Lein og Kristian-
sen fór aftur í bið.
Kúba-Júgóslavia 2,5 — 1,5. Rodrigues vann
Matanovic, Garcia-Gligoric, og Hernandes-
Ljúbojevic jafntefli.
England-Kanada 3—1. Keene-Day jafntefli.
Filippseyjar-Argentína 1,5—1,5. Skák Rodrigues-
Saidler fór aftur i bið.
Svíþjóð-Kína, 3,5 — 0,5. Andersson vann Chi.
Chile-Brasilia 2—1. Silva-Masculo jafntefli. Skák
Scholz-Carvalho fór aftur i bið.
Austurriki-Ástralia 4—0. Finnland-Nýja-Sjáland
3—1. Mexiy>-Dóminíkanska lýðveldið 2,5 — 1,5.
Wales-Hong Kong 3—1. Equador-Skotland 2—1 og
ein skák aftur í bið. Bolivia-Trinidad 2.5 — 1.5. Sri
Lanka-Jamaíka 4—0. Gfana-Belgia 2,5 — 1,5. Japan-
Zaire 4—0. Brczku jómfrúareyjar-Bandarísku jóm-
frúreyjar 2—2.
Varaformanni KKÍ
hótað málsókn!
MacDougall til
Boumemouth
—fráSouthamton